Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 1
20 slður 45 árgangur 203. tbl. — Sunnudagur 7. september 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins .... » . Mynd þessi er tekin frá varðskipinu Þór á þriðjudags morguninn þegar varðskipsmenn voru í þann veginn að taka togarann Northern Foam út af Norðfjarðar- horni. Til hægri sést brezki togarinn, varðskipsmenn í bátnum og María Júlía að baki. Mynd þessi og aðrar frá sömu atburðum við Austfjarðaströndina, sem birt- ast hér í biaðinu í dag, eru fyrstu myndirnar, sem borizt hafa frá atburðum þessum. (Ljósm. Garðar Pálsson). Ég hygg oð Bretar bili fyrr á taugum en við! Fara líklega með fangana til Englands Samtal við skipherrann á Þór ÉG HELD að Bretarnir bili fyrr á taugum heldur en við, sagði Eiríkur Kristófers- son skipherra á Þór er Mbl. átti tal við hann á Seyðisfirði í gærmorgun, en þangað kori Þór til að sækja vatn. Þetta er fyrst og fremst taugastríð sem við heyjum Það er erfitt að segja hvað það tekur langan tíma að þreyta Bretana og sýna þeim fram á að fásinna er fyrir þá að ætla sér að stunda veiðar í framtíðinni í íslenzkri land- helgi. Ég hygg að þetta þóf geti dregizt 1—2 mánuði. Landhelgisbrjótarnir komnir norðar í fyrrinótt kom hreyfing á brezku herskipin og togarana, þá fáu sem á miðunum fyrir Austur- landi eru, og leituðu þeir norðar, líklega norður á Bakkaflóa eða Þistilfjörð, að því er Eiríkur taldi. Notaði ég því tækifærið til þess að halda inn á Seyðisfjörð til þess að taka vatn, sagði hann, er blaðamaður Mbl. átti símtal við hann þar. — Þið eruð alltaf að hrella brezku togaraskipstjórana og her skipin? —• Já, ofurlítið. í gær gekk óvenjumikið á. Svartaþoka var á miðunum og við notuðum tækifærið til þess að stríða þeim dálítið. Við sigld- um í þokunni upp að tyeimur togurum og létum svo sem við hygðum á uppgöngu á skipin. Togaramenn höfðu ekki fyrr kom ið auga á okkur en allt var á tjá og tundri um borð og þeir þyrpt- ust út að lunningunni með krók- stjaka og annan útbúnað til þess að taka á móti okkur. Eftir að við höfðum siglt góða stund fast upp með þeim beygðum við frá út í þokuna og skildum þá eftir með krókstjakana á lofti. Með mannaðar byssur f þriðju atlögunni í gær reynd- um við nýtt herbragð. Við köll- uðum til Seyðisfjarðar, og af tilviljun á sömu bylgju- lengd og brezku togararnir og herskipin talast við á. Bret- arnir tóku það sem svo, að nú væri loks alvara á ferðum, nú værum við ákveðnir í því að taka togara. Það ætlaði allt vitlaust að verða, skipununum linnti ekki í talstöðina frá herskipunum og fyrr en varði sáum við East- bourne koma brunandi með allar fallbyssur mannaðar og meira að segja loftvarnarbyssurnar líka! En við beygðum frá án frekari aðgjörða. — Þið hafið ekki í hyggju að ráðast um borð í annan togara eftir tilraunina við „Northern Foam“? — Nei, ég tel að það myndi verða hæpið að reyna það. Bret- inn virðist ætla að sýna þá hörku að til alvarlegra atburða gæti þá dregið. Nei, okkar aðferð er að þreyta þá. Og við heyrum alltaf fleiri og fleiri togaraskipstjóra kvarta undan svefnleysi og þreytu. — Hvað heldurðu að þeir end- ist lengi? — Ómögulegt er um það að segja. Kannski 1—2 mánuði. Fangarnir sígarettulausir — Hvernig hafa fangarnir 9 um borð'í H.M.S. Eastbourne það? Framh. á bls. 18. Danir líta fiskveiðimáliö við Fœreyjar alvarlegum augum KAUPMANNAHÖFN, 6. sept. — Einkaskeyti frá Reuter. — t útvarpsávarpi sínu til dönsku þjóðarinnar í gærkvöld sagði danski forsætis- og utanríkisráðherrann m. a.: — Stjórnin er þeirr- ar skoðunar, að Færeyingar eigi sanngjarna kröfu á öllum þeim stuðningi, sem við getum veitt þeim. Fiskveiðivandamálið er íæreysku þjóðinni svo lífsnauðsynlegt og ræður svo miklu uin alla tilveru hennar, að danska stjórnin gerir nú og mun gera það, sem hún getur, til að tryggja Færeyingum eins hagkvæma lausn og mögulegt er. Eiríkur Kristófersson skipherra á Þór. Myndin er tckin í októberbyrjun 1956 er Þór kom til Reykjavíkur með skip- brotsmenn af brezka togaranum Northern Crown en hann fórst við Eldey í roki og stórsjó. Þór bjargaði áhöfninni, 20 mönnum, af gúmmíbátum. Á myndinni er einnig skipstjórinn á brezka togaranum (t. v.) og fyrsti stýrimaður. Með hliðsjón af þessu hefur stjórnin, þar sem núgildandi fisk veiðilögsaga er háð samningi við Breta, ákveðið að hafa svo skjótt sem unnt er samband við brezku stjórnina til að leita grundvaúar, sem hægt er að koma sér saman um og veitir Færeyingum full- nægjandi lausn á málinu í sam- ræmi við samþykkt lögþingsins frá 6. júní 1958, sagði forsætis- ráðherrann. Að lokum sagði Hansen, að stjórnin liti fiskveiðivandamálið við Færeyjar mjög alvarlegum augum. „Við vonum, að viðræð- ur muni fara fram í Lundúnum innan fárra dag og muni leiða til happasællar niðurstöðu. Danska sendinefndin, sem fer til Lund- úna verður undir forsæti danska fjármálaráðherrans Viggo Kamp mann. Nefndin er skipuð fjorum mönnum. í dag barst brezka utanríkis- ráðuneytinu tilkynning um mála leitan dönsku stjórnarinnar, og talið er víst, að Danir fari þar fram á, að Brotar fallist á þessar viðræður eins fljótt og mögulegt er. ★ ★ Síðari fregnir herma, að Djur Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.