Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. apríl 1954 MORGUNBLAÐIÐ § Danska leikarasambandið 50 ára DAGANA 17,—19. þ. m. heldur Danska leikarasambandið hátíð- legt 50 ára afmæli sitt. Það er stofnað hinn 17. apríl 1904. Einn aðalhvatamaður að stofnun þess, og fyrsti formaður, var hinn mikilhæfi leikari, og síðar leik- hússtjóri, við Konunglega leik- húsið, dr. Karl Mantzius. Margir merkir og mikilhæfir leikarar hafa valizt til forystu þess, nú um 50 ára skeið, t.d. má nefna þann, sem lengst allra hefur haft hana á hendi, OJaf Fönss. Núver- andi formaður þess er Kai Holm, leikari. Til afmælis-hátíðahaldanna var boðið héðan formanni Félags íslenzkra leikara, sem þó ekki gat þegið það boð, vegna anna vig leikhúsið, og þjóðleikhús- stjóra. Danska leikarasambandið hef- ur nú í 50 ár háð markvissa og oft og tíðum harða baráttu fyrir bættum högum danskra leikara, bæði í efnalegum sem listrænum skilningi. Hefur mikið áunnist, þó markinu sé engan veginn náð að fullu. En það er ekki aðeins danskir leikarar, sem notið hafa góðs af starfi þess og baráttu, heldur og leikarar og samtök leikara um öll Norðurlönd, og reyndar víðar, því Danska leik- arasambandið hefur í mörgum málum haft forystuna og orðið öðrum til fyrirmyndar. íslenzkir leikarar hafa sér- staka ástæðu til að fagna með hinum dönsku stéttarbræðrum sínum á þessum merku tíma- mótum í sögu þeirra. Fjöldi ís- lenzkra leikara hefur dvalið í Danmörku um lengri eða skemmri tíma, til náms eða kynn- inga og þroska í list sinni, og hafa bundizt þar einiægri vináttu við danska ieikara. Margir þeirra hafa og sótt okkur heim og tekið tryggð við land og þjóð. Þá má ekki gieymast að þrír íslending- ar eru féfagar í Danska leikara- sambandinu, þau Anna Borg Reumert, Stefán íslandi og Ein- ar Kristjánsson. Og síðast og ekki sízt hefur Danska leikarasam- bandið og núverandi formaður þess sýnt íslenzkum leikurum og samtökum þeirra mikla velvild og áhuga og greitt götu þeirra á margan hátt. Það verða því hlýjar kveðjur og einlægar árnaðaróskir, sem dönskum leikurum berast frá ís- landi nú um páskana. Valur Gíslason. Tilhögun háfíðahaldanna á Akureyri AKUREYRI, 13. apríl. — Allt útlit er fyrir að páskavikan á Akureyri ætli að vera fjölsótt, enda er skíðafæri hér mjög gott og aðstaða til skíðaiðkana hin ákjósanlegasta. Hlíðarfjallið hér vestan við bæinn bregst sjaldan með skíðafæri, enda hefur það þráfaldlega komið fyrir, að skíðamót hafa verið ílutt hingað á siðustu stundu, þegar snjólaust hefur verið annars staðar. Jafnframt hátíðahöldum, ferða lögum og fjallgöngum, verða skíðakeppnir og bridgekeppnir og koma hingað fimm bridgespil- arar frá Reykjavík, sem keppa mun við Akureyringa, Húsvík- inga og e. t. v. Siglfirðinga. í skíðaferðir verður farið flesta dagana kl 1 e. h. Á skírdag verð- ur svigmót Akureyrar, á föstu- daginn langa verður gengið á Vindheimajökul. Á laugardaginn slær Hesta- mannafélagið Léttir, köttinn úr tunnunni Er þetta eins konar staðaríþrótt okkar Akureyringa og jafnan hin skemmtilegasta á að horfa, er riddrarar þeysa í lit- klæðum. Á páskadag verður farið í skemmtisiglingu um Eyjafjörð með m.s. Heklu. Lagt verður upp kl. 8 að morgni og snæddur veizlu matur um borð en komið heim kl. 3 e. h. — Hljómsveit verður með í förinni og fleira verður farþegum til skemmtunar. Á páskadag mun Lúðrasveit Akureyrar halda hljómleika á Ráðhústorginu. Á annan páskadag verður skíða keppni. Á laugardaginn og á annan í páskum, verður félags- heimilið Varðborg opið frá kl. 5 síðtíegis, og verður þar hægt að leika billiard, borðtennis o. fl. sér til dægrastyttingar. Skemmtibátur fer frá Torfu- nesbryggju daglega, á heilum tímum, með minnst fimm far- þega og mun hann hverju sinni sigla þrjá stundarfjórðunga til klukkutíma um Akureyrarpoll og nágrenni. Skíðakeppnirnar fara fram við Ásgarð og verður farið með bif- reiðum að Útgarði og þaðan með snjóbíl til fjalls. Hefir snjóbíilinn undanfarið verið þarna efra og hafa menn farið með honum ferð eftir ferð frá Útgarði og til fjalls og rennt sér síðars niður á skíðum. Þykir þetta hin bezta skemmtun og lætur nærri að jafn ist á við skíðalyftu. Kvöldvökur verða að Varðborg og hótel KEA á miðviku- og laug ardag og páskadagana báða og dansleikir í sambandi við þær þá daga sem slíkt er leyft vegna páskaheigarinnar. Veður hefur undanfarið verið hið bezta hér á Akureyri og er að vænta, að svo verði áfram. •—Vignir. ÞjóSkunmir skip- sijári látinn ÞORSTEINN Þorsteinsson í Þórs- hamri, einn af kunnustu skip- stjórum og athafnamönnum þessa bæjar, lézt s.l. þriðjudag 84 ára að aldri. Þorsteinn var fæddur 4. okt. 1869 að Mel í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Hann lauk fyrsta skip stjóraprófi, sem tekið varð við iöggiltan stýrimannaskóla hér ó landi (1893). Hann var frum- kvöðull vélbátaútgerðar hér sunn anlands, var lengi skipstjóri á togurum og kom mjög við sögu útgerðarinnar hér sunnanlands. Þá gegndi hún og mörgum opin- berum störfum. íslenzka listsýningin í Kaupsnannahöfn fékk yfirleitt góða dóma í blöðunum HÉR í blaðinu hefir verið frá því sagt, að almenningur í Kaupmannahöfn, sem og list dómarar blaðanna luku lofs- orði á hina íslenzku listsýn- ingu er opnuð var í RáðhússaT borgarinnar h. 1. apríl s.l. Syn ingu þessari er nú lokið á þess um stað og er nú verið að senda mvndir hennar til Ár- ósa. Verður hún endurtekin í ráðhúsinu þar. Til viðhótar því sem þegar ppfj,- vorið nm sýningu þessa birt hér í blaðinu, birtast nú tveir hlaðadómar um sýning- una, annar úr „Nationaltid- ende“ en hinn úr Berlinga tíð- indum. „NATIONAL TIDENDE" segir í sérstakri grein um sýninguna undir fyrirsögninni „Hrífandi sýning íslenzkra málara og myndhöggvara i Ráðhúsi Kaup- mannahafnar". Frá því fyrrr á tímum hefir verið mikið samband á milli Danmerkur og íslenzkra lista- manna. Margir þeirra hafa feng- ið menntun sina í Lista-akademí- inu hér, einnig á síðari árum. Og ýmsir ágætir, íslenzkir málar- ar og myndhöggvarar eru vel kunnir meðal danskra listamanna og listunnenda, því verk þeirra hafa hvað eftir annað verið sýnd hér. Þar á meðal eru þau Jón Stefánsson, Júlíana Sveinsdóttir og Svavar Guðnason. Samt er það þýðingarmikið til að fá kynni af islenzkri list, að sjá heila sýningu af henni, og fá þannig heildarmynd af því, sem er að gerast meðal íslenzkra listamanna, því á þessari sýn- ingu eru verk margra annarra íslenzkra listamanna en þeirra, sem danskir sýningargestir hafa haft tækifæri til að kynnast. í íslenzkri myndlist í dag er það áberandi, hve mikill spenn- ingur er á milli „naturalismans“ og hins óhlutræna myndforms. Hin unga íslenzka list getur í þessum tilraunum sínum sýnt eðlilegan hlýleik og áhrifanæmi, sem „expressionisminn“ inn- leiddi í myndlistina. Einnig er þar vakandi áhugi á óhlutrænni | uppbyggingu á litarflötum og í formi. Það kann að vera að meira beri á hinu óhlutræna meðal ís- lenzkra listamanna en í danskri list. En, af innri styrk hafa nútíma íslenzkir málarar skýrt frá stór- kostlegri náttúrufegurð ættlands síns. Þegar menn koma inn í þessa vel skipulögðu sýningu í Ráðhússalnum, Ijóma landslags- myndir Ásgríms Jónssonar á móti manni. Hann er afburða listamaður. Myndir hans sýna, að hann hefur vald á uppbyggingu þeirra og mikla litaglóð. Cez- anne og eftirkomendur hans í franskri list, hafa auðsýnilega verið mikils virði fyrir Ásgrím. í myndum hans á sýningu þess- ari kynnist maður miklum persónuleika, er gefur okkur sanna mynd af Ijósflaumnum yfir víðáttum fjallanna, yfir ólgandi ám og dimmgrænum skóg um. Með alvöru skýrir hann okkur frá glóð ættjarðarástar- innar, samræminu í íslenzkri náttúru á mismunandi árstíðum. Á sýningu þessari kynnist maður nýjum hliðum á list Jóns Stefánssonar. Það myndaúrval eftir hann, sem þarna kemur fram, gefur honum fagran og áhrifamikinn vitnisburð, sem mannþekkjara og sem málara hinna stórfenglegu íslenzku öræfa. Myndir Jóhannesar Kjarvals, eru og áberandi á sýningu þess- ari. Þarna eru sýndar sérkenni- legar og áhrifamiklar landslags- myndir, eins Og „Mosi og hraun“ og „Mosi við Vífilsfell“, sem eru í einkennilega gráum litum er með punktavef sínum leiðir huga áhorfandans að óendanleikanum. Þróun Kjarvals hefur leitt hann út í sífellt sérkennilegri lands- lagssýnir. Þetta er sál íslands en um leið og jafnframt hugsjónir, sérkennilegs listamanns. Menn taka líka eftir myndum Jóns Þorleifssonar, rólega upp- byggðum landslagsmyndum og hinu græna haflöðri í mynd Kristinar Jónsdóttur, „Suður- ströndinni". Snorri Arinbjarnar er fínn málari, er í myndum sínum „Skip við Skagaströnd" og „Hús“ hefur fellt verkefni sitt í breiða og harmóniska litfleti. Menn gleðjast yfir að sjá aftur verk Júlíönu Sveinsd. Okkur þykir vænt um að kynnast þróun þeirri, sem Svavar Guðnason hefur fengið á síðustu árum. Hinar lífmiklu óhlutrænu mynd- ir hans eru orðnar enn frjáls- legri og með enn þá kröftugri litum en áður. Og mjög eru áhrifarík verk Jóns Engilberts og Gunnlaugs Schevings. Þarna eru svipmiklar andlits- myndir eftir myndhöggvarann • Sigurjón Ólafsson eins og hin lifandi brjóstmynd „Æpandi Páll“ og fíngerð og yfirlætislaus mannúð er í höggmynd Ólafar Pálsdóttur „Stúlkubarn.“ Hin óbrotna uppbygging þeirrar myndar getur minnt á list Astrid Noacks. Það er ákveðinn grunntónn, sem mótar svip þessarar sýning- ar. Hún túlkar íslenzka náttúru, þjóðareðli og tilfinningalíf. Hún sýnir baráttu islenzkra lista- manna fyrir þjóðlegu sjálfstæði. En hún sýnir einnig náin tengsl, sem íslenzkir listamenn eru í við straum tímans erlendis. Þar hafa bæði Danmörk og Frakkland haft sína þýðingu. „Berlingske Tidende“ segir í grein undir fyrirsögninni „Mynd- list íslands opnar okkur nýjan heim“ Hinir elstu og sennilega merk- ustu meðal íslenzkra listamanna eru vel kunnir hér í Danmörku. Tveir þeirra dvelja hér að stað- aldrij, Júlíana Sveiinsdóttir og Jón Stefánsson og vekja ánægju, þegar myndir þéirra eru til sýnis á hinum árlegu stóru listsýning- um. Ágætar myndir eftir þau eru líka í Ráðhússalnum, mynd af „lesandi manni“ eftir Júlíönu með mjúkum skuggum og mynd hennar frá Vestmannaeyjum, er hrífandi, en hana á Listasafn vort. Þarna er líka sjávarmynd Jóns Stefánssonar, „Fiskibátar koma úr róðri“, áhrifarík og litskrúðug mynd og hin klassiska mynd hans „Nakið módel“, er minnir nokkuð á áhrif frá list Matisse á hans yngri árum. Jóhannes Kjarval hefur líka heimsótt okkur við og við með myndum sínum, en ekki svo oft að við höfum haft tækifæri til að kynnast þróun listar hans á síðustu árum. En samt erum við ekki ókunnugir sérkennilegri tækni hans frá árunum 1940—’50. Við höfum t. d. kynnst því, hvernig hann getur laðað fram í dimmum litum merkilega gimsteinaglampa, svo sem í „Vor- landslagi“ og „Mosa við Vífils- fell“. Nokkuð aðrafr verkanir, líkar myndvefnaði, eru í mynd hans „Frá liðnum tímum“, en þar eru litirnir ljósari. Við hittum líka stundum á sýningum vorum, myndir eftir Jón Engilberts. Af mynd hans „Vetrarmorgun í Kópavogi" er sem hann hafi fengið menntun sina hjá Axel Revold í Osló, en Revold hefur haft mikil áhrif á lit mynda hans og svip í „dekora- tiva“ átt, en í „stemningunni“ sér maður að svipur hans er fs— lenzkur. Meðal þeirra fyrstu málara er- hér í Danmörku sýndu hæfileika sína í óhlutrænni list var Svavar - Guðnason. Hann vakti sérstaba eftirtekt með hinum brennandi litum sinum. Eins og séð verður á þeim þrem myndum sem eftir hann eru á sýningu þessari hef- ur þróun hans haldið áfram á sömu braut, án þess að hann hafi misst nokkuð af litagleði sinni. Gunnlaugur Blöndal hefur líka sýnt hér myndir fyrir nokkrum árum síðan og þekkist þarna, þó ekki væri nema á hinni bláeygði* „síldarstúlku“ sinni. Að sjálfsögðu leitar maður á þessari sýningu sérstaklega eft- ir svip ísiands og hinni ævim- týralegu stórbrötnu litauðugu náttúru þess. Við finnum han-a í stórum hugmyndum Ásgrímu Jónssonar í hinni stórbrotnu, vel byggðu litríku mynd hans „Mý- vatn“ og í myndum Jóns Þor- leifssonar, eins og „Súlum“ og „Baulu“ með sinn hvassa tind, en myndir hans eru ekki eins, heitar í lit, eins og myndir Ás- gríms. í dekkri litastiga, en meí? nákvæmri Jistrænni alvöru er- mynd Kristínar Jónsdóttur, „ViS' fjósið". Og í myndinni „Sumai* á Síðu“ eftir Sigurð Sigurðssoív er það hið skæra ljós yfir hinum. grænu viðáttum og hinum bláa* vötnum, sem hrífur augað mest. Gunnlaugur Scheving hefur haft norska kennara og í sjávar- mynd hans „Fiskibátur" er lyft- ist á öldunum, minnir hann á yngri norska málara, þar sem sjómaðurinn í gulum olíustakk: myndar sterkustu áhrif mynd- flatarins. í ljósum litum. hans gætir áhrifanna frá björtu sól- skini og hressandi andblæ sjáv- arseltunnar. Ýmsir af hinum íslenzku mál- urum eru á leið til hinna óhlut- rænu mynda. Viðleitni þessa er að finna i flatarmyndum Snorr* Arinbjarnar, jafnvel í myndinni „Skip við Skagaströnd" og eni* þá meira í „Húsmynd“ hans, enda. þótt „Uppstilling“ hans bendi tili. að hann hafi orðið fyrir áhrifum, frá manni eins og Lundström, enda þótt Lundström hafi ekbi verið orðinn kennari við Aka- demíið þegar Snorri var þatf nemandi. Einn af hinum íslenzku málur- um, Kristján Davíðsson, málar „naivistiskt" og flestir þeirra yngri geta ekki kennt okkur neitk um landið eða íslenzkan anda, því þeir eru alveg komnir á hi«f óhlutræna svið og gætu myndir þeirra þess vegna eins vel verið málaðar í Frakklandi, Ameríku, Ítalíu eða jafnvel í Danmörku. Á sama hátt fylgja hinir Í9- lenzku myndhöggvarar hinni óhlutrænu stefnu í tré eða.. járn-» myndum sínum. Það sést m. a. af hinum sterku myndum Ás- mundar Sveinssonar, „Davíð ogr Golíat“, „í tröllahöndum" eða „Gegnum hljóðmúrinn". Þó gætir þar hugmyndaflugs, sem felur i. sér kjarna islenzkrar skapgerðar. Annars eru uppstillingar Gerðar Helgadóttur og hinir velmetnu og virtu hæfileikar Sigurjóns. Olafssonar á villigötum í myná hans „Laxamótív.“ Aftur á móti vekur brjóstmyndL hans af séra Friðrik Friðrikssyni óblandna aðdáun. Sama gildir um mynd Ólafar Pálsdóttur af krjúpandi stúlku- barni. Gæti borizt til Danmerkur. KAUPPPMAPNNAHÖFN — Vis- indamenn eru þeirrar skoðunar, að geislaýirkt ryk eftir kjarn- orkusprengingar í Kyrrahafi, geti borizt alla leið til Danmerkur með háloftsskýjum. Til jarðar gæti það fallið með regni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.