Morgunblaðið - 22.02.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1951, Blaðsíða 10
luiiiiiiiinnniinuiuumi1^ 10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. febr. 1951 ■imimn.Mnnrmmna Framhaldssaga 14 iiiiiiiiimmnMiiiiiiiniiiiiiiHiiiiiiiiii»iiiiii»iiiiiiim»iimiiiiiiiiii*iii»*iH*"iiiim»i»imi*"* ; IVRiili vonar og ótta Mlll»»ll^»ll»»m»ll»»"»""»•mll»""»•,*,,*m»u«I,lBm,»»»,,, Hún kom aftur fram að bíln- um. „Hjá hverjum býr Tony?“. „Móður ,sinni“. „Jeg hefði hvort eð er varla fengið að vera hjer í nótt“, sagði hún. „Veistu hvar jeg get fengið inni?“. „Það eru leiguhús fyrir ferða fólk hjerna skammt frá“. Hún settist aftur upp í bílinn og krosslagði fæturna. — Hann snjeri bílnum aftur út á þjóð- veginn. Eftir nokkrar mínútur myndi hún vera komin á áfangastað- inn og hann myndi vera í jafn miklum vendræðum um það, hvernig hann ætti að eyða kvöldinu. „Vel á minnst“, sagði hann, „jeg heiti George Dentz“. „Og jeg heiti Jeannie Poole“. „Hvernig væri að koma með mjer út í kvöld?“. „Jeg er þreytt eftir ferðalagið og gönguna upp hæðina þarna“. „Þú hvílist af því að sitja í bílnum“, sagði hann. Hún leit aftur rannsakandi á hann. „Þakka þjer fyrir, en jeg vil helst fara að sofa“, sagði hún. Þau sáu Ijósin í Kinard-hús- unum, Ijósaauglýsinguna og kastljósið á milli stóra hússins og litlu leiguhúsanna. George renndi bílnum upp götuna og stöðvaði hrnn rjett við húsið. Mark Kinard sat á pallinum fyr ir framan húsið, ásamt öðrum manni. „Gott kvöld, Mark“, kallaði George. „Jeg hef hjer viðskipta vin handa þjer“. Mark sagði eitthvað við mann inn og þeir komu báðir niður tröppurnar. George tók töskuna hennar og steig út. Hann ætl- aði að vera nógu fljótur til að opna hurðina fyrir henni, en hún þar þá þegar komin út. — Hún stóð við hliðina á bílnum og horfði á mennina tvo, sem komu til þeirra. „Herra Helm langar til að hitta þig, George“, sagði Mark. „Hann er leynilögregluþjónn“. „Jeannie Poole lyfti brúnum undrandi og munnurinn opnað- ist lítið eitt. George leit á hana. Hún áttaði sig þó fljótlega og svipurinn hvarf aftur af and- liti hennar. „Einka-leynilögreglumaður“, sagði Helm. „Jeg er hjer til að rannsaka Sprague-málið“. George tók í höndina, sem hann rjetti honum og snjeri sjer síðan að Mark. „Ungfrú Poole ætlar að fá gistingu hjá þjer“. Mark leit rannsakandi á barra og tók við töskunni af George. „Gerið þjer svo vel að koma með mjer“, sagði hann. Hún stiklaði á eftir honum á háu hælunum, með tilburðum lík- ustum því að hún gengi þer- fætt á grjótnibbum. Hún snjeri sjer við þegar hún var komin nokkur skref og sagði: „Þakka þjer fyrir keyrsluna, Georg“. Hún muadi þá að minnsta kosti hvað hann hjet. George ákvað að bíða við svolitla stund þangað til hún væri búin að koma sjer fyrir, og berja svo að dyrum hjá henni og spyrja hvort það væri nokkuð fleira sem hann gæti gert fyrir hana. Kannske vildi hún þá koma út með honum. „Eigum við ekki að koma upp EFTIR BRUNO FISCHER llllllll llllll IIIIIIIIIIIIIIIMa á pallinn?“ heyrði hann að Helm sagði. „Það fer betur um okkur þar“. „Til hvers?“ spurði George. „Svo að við getum spjallað saman“. George horfði í kringum sig, um leið og hann gekk upp að húsinu með Helm. Mark og Jeánnie Poole voru komin að litla húsinu, sem stóð næst göt- unni. Það voru ljós í gluggun- um á fimm húsanna. Líklega mátti það ekki minna vera um gesti nýna í júní, til þess að reksturinn gæti borið sig. George settist í annan stól- inn á pallinum og Helm í hinn. Helm tók upp tóbak og fyllti pípuna sína. Honum virtist ekk ert liggja á. „Þú ert enginn lögreglu- þjónn“, sagði George gremju- lega. „Þú hcfur engan rjett til að leggja spurningar fyrir fólk“. „Mjer er heimilt að tala við fólk. En ef þú ert því mótfall- inn að tala við mig, þá auð- vitað ....“. Helm kveikti í píp- unni. „Jeg hef enga ástæðu til að vera því mótfallinn, en jeg skil ekki í því að þú græðir á mjer. Jeg hef svarað öllum þeim spurningum sem Cooperman gat látið sjer detta í hug“. „Jeg veit það“, sagði Helm. „Cooperman ljet mig fá allar þær upplýsingar sem hann hafði. Þú ert frá Elisabeth í New Jersey?“ „Ef þú hefir fengið að vita það allt hjá Cooperman, er þá ekki ástæðulaust að vera að spyrja mig aftur“. Helm brosti. Bros hans var aðlaðandi og það skein í sterk ar hvítar tennur hans. „í árs- lok 1942 komst þú til Hessian Valley til þess að dveljast um tíma hjá frænda þínum Albert Dentz, sem átti innan skamms að ganga í herinn. En allan vet urinn, vorið og sumarið komst þú annað slagið, líklega til að heimsækja ættingjana, en sá eini, sem var nokkurn veginn jafnaldri þinn, var Albert, og hann var ekki heima“. „Þú ert glöggur, eða hvað? sagði George. „Jeg hitti Rebekku Sprague þegar jeg fór með Albert á skauta. Jeg kom aftur til að hitta hana. Er nokk uð athugavert við það?“ „Nei, ekki að öðru leyti en því, að hún var þegar hálftrú- lofuð öðrum. Tony Bascomb, og hann var í herþjónustu Afríku“. Mark kom út úr leiguhúsinu gekk yfir flötina og inn um bakdyrnar. „Jeg vissi það“, sagði George. „Rebekka sagði mjer strax frá Tony. En það var ekkert athuga vert við það þó að hún færi á dansleiki með mjer og í kvik- myndahús. Það var ekkert meira á milli okkar, ef það er það sem þú ert að gefa í skyn“. „En svo varst þú kallaður í herinn árið 1943“. „Jeg var ekki tekinn strax af því að jeg var aðstoðarverk- stjóri við vefnaðarvöruverk- smiðju í Passaic og við unnum fyrir herinn. Svo var jeg lát- inn fara í heræfingar og svo gerðu þeir mig að birgðastjóra víðsvegar um landið og loks í Japan“. „Og þegar þú varst leystur undan herþjónustu dvaldist þú aðeins nokkrar vikur í Elisa- beth, én komst svo aftur til Hessian Valley og hefur verið hjer síðan“. „Nokkuð á móti bví?“ Helm reri sjer letilega í stóln um. „Fólkið þitt er allt í Elisa- beth. Mjer skilst að foreldrar þínir og tvær systur búi þar í stóru og skemmtilegu húsi. Ung ur maður, nýsloppinn úr her- þjónustu fer venjulega að leita sjer að arðvænlegu lífsstarfi. Þú hafðir áður haft vinnu við vefnaðarvöruverksmiðju, en þú gerðir enga tilraun til að fá gömlu stöðuna aftur. I stað þess komst þú til Hessian Valley þar sem lítið er um tækifæri fyrir unga menn. Þú settist upp hjá frænda þínum og frænku og virtist ekki hafa neinn áhuga á því að komast áfram í líf- inu“. „Jeg fjekk góða stöðu hjá Sprague“. „Þú baðst ekki um hana. Hann bauð þjer hana af því að hann frjetti að þú hefðir nokkra reynslu sem verkstjóri. Og það getur varla talist góð staða annars staðar en hjer í Hessian Valley. Þú hefðir getað komið þjer miklu betur fyrir í New Jersey við vefnaðarvöruverk- smiðjuna þar“. „Úr því þú veist allt“, sagði George biturt, „þá veistu lík- lega líka hvers vegna jeg kom aftur hingað“. „Já. Vegna Isabel Sprague“. Mark kom út um bakdyrn- ar með handklæði og gestabók. „Mjer stóð nokkurn veginn á sama um Isabel“, sagði George. „Nokkurn veginn?“ „Jæja, alveg á samá. Leyni- lögregluþjónn ætti að vita það sem allur bærinn veit. Jeg kom aftur hingað af sömu ástæðu og Mark og af sömu ástæðu og Tony Bascomb lcemur hingað og fer aftur. Hafið þjer sjeð Rebekku Sprague?“ „Mjög aðlaðandi stúlka“. „Það er ekki aðeins það. Jeg hef oft sjeð fallegri stúlkur. Það er eitthvað meira sem hún hef- ur við sig. Einhver hlýja“". George leit niður fyrir fætur sjer. „En hún var ennþá trúlofuð Tony Bascomb, þegar þú komst aftur til Hessian Valley“. „Já, jeg verð víst að viður- kenna það“. George renndi þumalfingrinum eftir yfirvara- skegginu. „Verða leynilögreglu menn nokkurntíman ástfangn- ir?“ „Þeir eru sjálfsagt miklu lík- ari öðrum mannverum en þú heldur.“ „Það er alveg satt. Þjer eruð giftur leikkonu. Frændi minn sagði mjer það og frænku mína langar mikið til að vita hvað hún heitir“. Hákon Hákonarson 79. ekkert vatn, þar sem þau hófðu komið að landi, svo að þau urðu að halda lengra. Þau reru frá vogi til vogs, en hvergi fundu þau íólk eða ræin merki eftir fólk. Á þessari íerð var það, sem þau komu til víkurinnar, þar sem jeg hafði fundið beltið mitt, og þar hafði Jens smíðað sjer nýja þolla. Kenning mín um það, hvernig hann hafði gleymt beltinu, reyndist vera rjett. Þau reru lengra og lengra og að lokum komu þau til landsins hinum megin við breiða sundið. Um leið og þau voru búin að draga bátinn upp í fjöruna, voru þau um- kringd af villimönnum, sem virtust vera mjög undrandi yfir því, sem þeir sáu, en komu alls ekki óvinsamlega fram. Þau fóru með hinum innfæddu upp í lítið þorp með smá- kofum og þar var einnig tekið vingjarnlega á móti þeim. Jens reyndi með pati og bendingum að skýra fyrir villi- mönnunum hvað hefði hent þau, en þeir virtust lítið skilja af því. Jens lagði þegar ieið sína til stærsta kofans, þyí að hann Lugsaði, að það myndi vera bústaður höfðingjans. Tveir myndarlegir menn komu út úr kofanum, og það reyndust vera höíðingjarnir. Báðir virtust vera jafn undr- andi og þegnar þeirra höfðu verið, en þeir reyndu að dylja það. Aftur var farið með Jens og Mary niður að sjónum og þá rann upp ljós fyrir villimönnunum. Þeir bentu á bát- inn og út á hafið, og fannst sýnilega sennilegast, að hvíta fólkið hefði komið þá leið. Þegar þau komu upp í þorpið aftur, var farið með þau til kofa höfðingjans, og þeim var gefinn fiskur, brauðaldin og mikið af mat, sem þau þekktu ekki, en var ágætur á bragðið. Um kvöldið fengu þau einn kofann tií þess að búa í, svo oð þau gátu verið þakklát fyrir gestrisnina, sem þeim hafði verið sýnd. Þau kunnu brátt vel við sig meðal hinna innfæddu, Mál þeirra lærðist fljótt og eftir hálft ár gátu þau sagt villi- mönnunum frá skipbrotinu og heimsókninni á Apaey. Jens var ekki iðjulaus um þessar mundir. Hinir innfæddu dáðust mjög að skeiðahníf hans. Hann bjó til ýmsa smá- hluti fyrir Mary, og hann hjálpaði hinum innfæddu að búa til boga og örvar og ýmsa aðra nauðsynlega hluti. Áður ,mxAqtt»rJu4þ/Tiu..[ Atvinna Laghent og reglusöm stúlka get ur fengið atvinnu við mjög hreinlegan iðnað. Þarf að vera vön saumaskap á vjelar. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins merkt: „Framtíð — 565“ er greini fyrri atvinnu, einnig simanúmer. •">>i«Mv«»mn»»ii(i»»i»»»i»«iiii»iiiiin»»i»i»i»»»»iinifniH „Jeg get ekki sofið, svo aS jeg fer út í fjárhús og lel kin«lurnar.“ Þegar Micelangelo var að skreyta kapellu páfnns og málaði þar ,mynd af sálum fordæmdra í helvíti, gerði hann eina þeirra lifandi eftirmynd kardínála nokkurs, sem var óvinur hans. Vinir kardinálans gengu á fund páfa og báðu hann um að skipa lista- manninum þegar í stað að breyta myndinni, en páfi svaraði: „Það get jeg ekki. Þið vitið, að jeg get frelsað sál úr hreinsunareldinum, en ekki úr helvíti.“ Trúboði nokkur hjelt fyrirlestur, og var oft truflaður í máli sínu, vegna þess að áheyrendurnir fóru út hver á fætur öðrum. Hann ákvað að taka fyrir þennan ósóma um leið og næsti maður færi út. Eftir nokkra stund reis ungur maður á fætur og bjóst til ferðar. „Ungi maður“, sagði trúboðinn“, „viljið þjer heldur fara til helvitis en hlusta á þessa ræðu?“ Ungi maðurinn sneri sjer hægt við og svaraði: „Ta, ef jeg á að segja sannleikann, þá veit jeg ekki, hvort jeg vil heldur.“ ★ Málóður rakari átti að fara að kli)ipa Archelaus konung. „Hveroig á jeg að klippa?“ spurði hann. „Þegjandi“, svaraði konungurinn. Archelaus konungur myndi hafa glaðst yfir þvi, að nútimamemi halda áfram í sama stil og hann. Maður nokkur rjetti rakara sínum pening um leið og hann setlist í stólinn hjá honum. „Þakka yður fyrir, herra“, sagðx rakaiinn undrandi. „Aldrei hefir mjer verið borgað fyrirfram áður.“ „Þetta er ekki borgun", hvæsti við skiptavinurinn. „Þetta er þagnar- skildingur." ★ Þegar madame de Stael gaf út liina kunnu bók sina „Delphine", var álit- ið að hún hefði lýst sjálfri sjer sem aðalpersónunni, og Talleyrand seni gamalli konu, sem kom mikið við sögu. í fyrsta sinn, sem Talleyrand hitti skáldkonuna, eftir að sagan kom út, sagði hann: „Mjer er sagt, að við sjeum bæði í bókinni yðar, dul- búin sem konur.“ a»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiii»i(iiiiiiiii»"iiii"iiuim ! Húsnæhi | Barnlaus hjón óska eftir ! her- jj bergi og eldhúsi eða eldhúsað- § gangi nú þegar. Nokkur hús- | hjálp ef óskað er. Tilb. sje § skilað á afgr. blaðsins fyrir | I laugardagskvöld n.k. merkt: § I „Reglusemi — 569“. | zr»aiiiiiiiiiiii"iiiiiiiiiiii»iiiiiiiiii»iiii""i«i»iiiiiii"iii"a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.