Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 14
14 MORGV N BLAÐIB Þriðjudagui 28. mars 1950. . Framhaldssagan 72 ——- BASTIONS-FÓLKIÐ Eftir Margaret scanamnniiKiion' iininiiiiinu»wi»aBww»wi-iiiiiiiwniiiw»wii———wmwirowi Ferguson DrekakeppnLn Eftir F. BARON Að neðan heyrðist óp og um- j gangur og rödd, sem var hálf- | r.iðurbæld og óttaslegin. „Pabbi. Pabbi. Ertu uppi á ; lofti? Komdu fljótt niður“. „Það er Jane. Já, jeg er hjer. | Hvað er að?“. Sherida skreiddist fram úr F rúminu og klæddi sig í morgun- i slopp. Hún átti fullt í fangi með i að standa í fæturna og varð að Mtyðja sig við rúmgaflinn. „Það er Leah....“, heyrði ! hún að Jane kallaði að neð- | an. „Jeg veit ekki hvar hún er. [Kate segir að hún hafi klætt 'sig fyrir hálftíma og sagst íætla að borða hádegismatinn í stofunni. En hún er þar ekki | núna og jeg finn hana hvergi í húsinu. Og dyrnar út í garð í inn eru opnar“. „Dyrnar út í garðinn?‘‘ — : Mallory kom á hlaupum nið- ur stigann og Sherida kom í humátt á eftir honum, og hjelt 'jajer í handritið. „Hún hlýtur jað vera hjer einhversstaðar. — i Hún getur ekki hafa farið út í garðinn í þessari þoku. Mað- ur sjer varla niður fyrir fæt- urna á sjer“. „Hún hefir farið út“, sagði l Jane og stakk hendinni undir s handlegg Sheridu. „Sherida, þú áttir ekki að koma niður. Hjerna, farðu í þennan jakka. Þú mátt ekki fara út“. Hún lagði jakka af Mallory * yfir herðar Sheridu og ýtti | henni niður á legubekkinn. „Vertu k.yrr hjerna. — Þú | getur hvort eð er ekki hjálpað | neitt. Jeg fer út með pabba“. i Uti í garðinnnm sá hún ótta- |sleeið biónustufólkið þreifa sig l um í bokunni. og bokan sveifl j aðist í bólstrum inn nm opngr ,| dyrnar. Mallorv einblíndi nið- ; ur fyrir fætur sjer. „Já. hún er einhversstaðar | hier úti“, saeði hanp. „Jeg sje | hiólförin hierna. Leah .... Leah. hvar ertu?“ Raddirnar lækkuðu, þegar | fólkið flutti sig neðar í garðinn. ÍJane fylgdi á eftir en hafði ; ekki augun af blautum hiólför- unum á gangstiVnum. Þau lágu beint niður garðinn og fram að klettunum. MaUory stóð þar. Hann lagði höndina á öxl hennar. ..í euðanna bænum, gættu .þín, Jane. Vertu fvrir aftan ‘mie. Jeg veit hvar jeg er. — 'Hierna eru hiólförin. Leah. .“. Ekkert svar nema máfagarg- jið en siórinn var undarleea ‘hlióðlaus. eins og hann læei í felum, og lieti sem hann væri ekki á næst.u grösum. Þau fluttu sig áfram, skref fyrir skref oe st.örðu fram í bokuna. Jane bekkti hverja grastó. en henni fannst hún vera stödd í óþekktum heimi. „Bíddu við“, sagði Mallory allt í einu. „Við erum aðeins nokkra faðma frá brúninni. — Leah .... svaraðu í guðanna bænum. Hvar ertu? Það er hættulegt að vera hjer úti“. Nú fyrst heyrðu þau í fjarska lágt öldugjálfur við klettana og Mallory greip þjett um hand legg Jir°. ; „Stattu kyrr“, sagði hann,' lágri röddu. „Það er hægt að sjá núna“. Þau voru ekki nema þrjá faðma frá klettabrúninni, þar sem var eins og jörðin sykki og hyrfi fyrir fullt og allt og við tók geimurinn' og þoku- bólstrarnir. Hjólförin lágu al- veg fram að brúninni og hættu þar. Kate greip andann á lofti að baki þeim. „Þið tveir komið með mjer niður stíginn“, sagði Mallory sömu lágu röddinni við tvo mannanna- Farðu heim, Jane og hringdu í Simon og bíddu eftir honum. Við verðum ekki lengi“. Hann sagði henni ekki að hafa neitt tilbúið fyrir þá, en ýtti henni af stað og hún gekk hægt upp að húsinu, þar sem Sherida beið í hnipri á legu- bekknum. „Þeir eru farnir niður í vík- ina að sækja hana“, sagði Jane hljómlausri röddu. „Hún hefir farið fram af klettunum í stóln um. Jeg verð að hringja í Simon .... en hann getur sjálf sagt ekkert gert“. Sherida rjetti fram hendina og tók um ískalda hönd Jane um leið og hún gekk framhjá henni. Hún heyrðí rólega rödd hennar, þegar hún talaði í sím- ann; „Simon, Leah hefir orðið fyr- ir slysi. Geturðu komið strax? Hún fór fram af klettunum í stólnum. Hún hlýtur að hafa farið út til að fá sjer frískt loft og svo hefir hún villst í þok- unni. Já, það er ekkert að mjer, en viltu flýta þjer?“ Hún gekk hægt aftur til Sheridu. Það var ómögulegt að geta sjer til um hugsanir henn- ar því andlit hennar var alveg sviplaust. „Hann kemur strax. Þú ætt- ir að fara aftur upp í rúm, Sherida. Þú getur hvort eð er; ekkert gert“. „Já, það er kannske best. — j Jeg verð bara fyrir hjerna niðri. Þú lætur mig vita, ef jeg get gert eitthvað“. Hún fór upp í herbergi sitt og gekk út að glugganum og horfði út í þokuna. Það var svo lítið farið að birta til, og sjáv- arniðurinn heyrðist nú greini- j legar. Það var eins og þykkt, tjald hefði verið á milli sjáv- | arins og hússins, en nú hefði bví verið lyft. Nú heyrði hún líka ógreinilegt fótatak á stígn um. Mennirnir komu í ljós. Þrír þeirra hjeldu á börum. — Mallory gekk síðastur. Jakkar höfðu verið breiddir yfir það sem lá á börunum og það var auðsjáanlega þungt. Sherida starði á fylkinguna. j Hún varð undarlega þurr í j munninum. Það var erfitt að trúa því, að þetta væri allt sem eftir væri af Leah. Og þó var eitthvað virðulegt við þessa litlu hópgöngu. Leah hafði aldrei getað sætt sig við ósig- ur. Og hún hafði haldið sínu merki hátt. Simon hafði ekið upp að húsinu og Sherida sá að hann rjetti höndina til Jane og greip fast um handlegg henn- ar, þegar börurnar voru bornar framhiá þeim. Síðan fór hann inn í húsið. Mallory hafði ekki litið upp í gluggann, en henni fannst að hann mundi vita að hún væri þar og horfði á þeg- j ar tjaldið var dregið fyrir. Eða. var verið að draga það frá? Hressandi golan strauk um j vanga hennar. Vindurinn hafði j snúist í vestur og þokan var að hverfa. Hátt uppi á himninum skein í himinblámann á litlum bletti og sólin stráði geislum sínum sigri hrósandi yfir húsið. ENDIR. AÐALFUIMDLR Verslunarráðs íslands uc-fst í dag kl 14 í Sjálfstæðis- húsinu. Dagskrá samkv. 12. gr laga V. í Björn Ólafsson, viðskiptamálaráðherra, mun sitja fundinn og taka til má:s. Stjórn Verslunarráðs íslands. ÍBÚÐIR TIL SÖLU 1 tveggja herbergja, 1 þriggja herbergja og 1 fimm her- bergja, eru til sölu í nýju húsi í Kleppsholti. Tilboð merkt; „Kleppsholt — 0623,“ sendist afgr. blaðsins fyrir föstudagskvöld 31. mars. Þegar Gleraugnaglámur galdrakarl sá Mjöll skríða inn um hliðið varð hann glaður. — Svartasta sandrok, sagði hann, því að þannig segja galdrakarlar alltaf þegar þeir eru glaðir. — Hæ, hæ, þarna er töfraköttur. Og jeg sem hef alitaf óskað mjer að eignast töfrakött. Kisa, kisa, kis, sagði hann. Komdu hingað kisa mín. En Mjöll setti snúð á sig. Galdrakarlinn var ekki vanur því, að kettir settu upp á sig snúð við hann, svo að hann stökk frá pönnunni og kom út í garðinn. Farðu strax inn í húsið og reyndu að læra betri siði, hróp- aði hann, beygði sig niður og tók Mjöll upp. — Er það nú ósvífni, sagði kóngurinn. Hann stóð á bak við trje og glápti á galdrakarlinn. Hvernig vogaði hann að reyna að stela Mjöll? Mjöll, sem hafði verið svo góður fjelagi kóngsins í mörgum þrautum. Þegar átti að fara svona illa með Mjöll, þá gleymdi kóngurinn að vera hræddur. Hann steig fram úr fylgsni sínu. — Láttu kisu vera, hrcpaði hann illilega. Þú átt ekkert í þessari kisu. Hver skollinn er þetta? æpti Gleraugnaglámur. Hann snar- sneri sjer við. En þarna var enginn fyrír aftan hann. Aðeins kóróna, sem hossaðist í loftinu með ekkert höfuð í sjer. — Við getuin þvi miður ekki komið í kvöld, Chang Kai Cheek \ill ekki vera einn. ★ Slæm samviska. Vasaþjófur stal peningaveski inanns nokkurs. Nokkrum dögum síðar fjekV hann eftirfarandi brjef; „Herr,. Je- stal peningunum yðar, en af því að jeg er búinn að fá samviskubit „end^ jeg yður dálitla upphæð af þevn J jeg fæ samviskubit aftur, muu je > senda svolítið í viðbót.“ ★ Fngin ha-tta. „Þjer megið ekki láta mig missa af lestinni,“ sagði gestur, er 'ar að íara, eftir að hafa dvalið viku sveitinni hjá kunningja sínum við bílstjóra hans, er ók lionum á uraut arstöðina. „Verið þjer ekki hræddur um j>að, herra minn,“ sagði bílstjórinn ,.Hús- bóndinn sagði, að ef jeg gerð' það myndi jeg verða rekinn." . . ★ Orjettmæti. Ferðamaðuu- i London spurði uaim á götunni um hvar St. Páls kirkjan væri. Sá, sem var spurður Sagði: „Þ þ þjer ga-ga-ga-ngið þama, s-s- svo be-be-beygjið þjer ti ti ti-til vinstri og s-s-s-svo beint á áfram.“ Ferðamaðurinn þakkaði fyrir og ætl- aði að halda áfram, en maðurinn. sem hann hafði ávarpað, sagði: „ \ a-a • afsakið, en vi-vitið þjer, hva hvjð það e-e-er ma-margt fólk í Lo o-oi.do-o- on?“ „Jeg held að það sjeu um það bif 7,000,000,“ sagði ferðamaðurhm undr andi. ,,.Ja-ja-jæja,“ sagði maðuri.m. ,hev- hve-hvers ve-ggna völduð þ-þ þje\ þi mi-mig?“ ■ - ••••■MiiiniHiiiiiiiiiiiini Góð gleraugu eru fyrir öllu. j Afgreiðum flest gleraugnarecept I og gerum við gleraugu. • \ Augun þjer hvílið með gler- i augu frá T Ý L I H. F. Austurstræti 20. s iiiiiimimBáiimiuiamiimmiiiiiiBimmiiiiiiiiiiiiiiiiiijji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.