Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 12
12 MORGl) N BLAÐIB Þriðjudagur 28. mars 1950. Frh. af bls. 5. nægja myndu til að útbúa heilt herfylki af nýtísku morðvopn- um, allt frá skammbyssum upp í fallbyssur. Vopn þessi hafa fundist í hinum ólíklegustu stöðum, t.d. klaustrum, göml- um brunrium og hellum. Og öll hafa þessi vopn verið í besta lagi, vel smurð og tilbúin til notkunar fyrirvaralaust. Ekki er nokkur vafi, að þetta eru vopnabirgðir kommúnista, sem aðeins bíða eftir tækifær- inu til þess að hefja uppreisn gegn stjórn landsins, er þeir telja sinn tíma kominn. Nýjar aðferðir. Eftir tilræðið við Togliatti, foringja kommúnista, fyrir nokkrum mánuðum, efndu kommúnistar til allsherjarverk- falls, sem mistókst. Andstæð- ingar kommúnista stofnuðu þá nýtt verklýðssámband, sem veikti mjög aðstöðu kommún- , ista • gagnvart verkalýðssamtök- nuum. Síðan hafá kommúnistar ekki gert tilraun til að koma á allsherjarverkfalli og hafa raun ar skipt um aðferðir í verkfalls- málum. í stað þess að boða til allsherjarverkfalls fá þeir verkamenn til að leggja niður vinnu í einni starfsgrein. Til dæmis ef þeir gera verkfall í Ví’íat-bílaverksmiðiunum, leggja aðeins þeir verkamenn niður vinnu, sem framleiða kúlulegur • ~eða aðra hiuta í bíla, sem nauð- éýnlegir eru til þess að fram- leiðslan geti haldið áfram. & .Fyrst eftir stríðið, þegar kommúnistar boðuðu til verk- falls, heimtuðu þeir, að verka- mönnum væru greidd laun, á meðan þeir VorU í verkfalli, og komust upp með það. Nú er sá siður af of atvinnurekendur T_neita, að greiða verkamönnum láun á meðan þeir vinna ekki. -l'ordæmið fiá Cassino. Hjá ítölsku þjóðinni hefur ^löngum verið skammt öfganna milli. Hún hefur verið leiksopp- ur ófyrirleilinna lýðskrumara ög mátt margt þola fyrir örlynt skapferli og blóðhita. En for- dæmið frá Cassino sýnir, að það getur verið töggur í þessari suð- rænu, örgeðja þjóð, ef hún fær að vera í friði og vinna að sínu- Fyiúr rjettum sex árum í þessari viku var bórgiÆ.Oussipo þurkuð út. Flugvjelar banda- manna komu í bylgjum yfir borgina og sáðu sprengjum sín- um yfir hana, svo að kvöldi stóð ekki steinn yfir steini. Enn þann dag í dag er ekki vitað hve margir þýskir hermenn og ítalskir borgar ljetu lífið í Cass- ino. Ekki ein bygging í bænum stóð óskemmd eftir. Jafnvel heilu ári síðar sást ekki grænt lauf á einu einasta trje í borg- inni og gras greri ekki á engj- unum umhverfis hana. En þeir fáu, sem eftir lifðu, hurfu ekki á brott frá átthög- unum, en hófu að endurbyggja borgina. Sex árum eftir þetta Ragnar- rökkur yfir Cassino skrifar blaðamaður frá „II Popolo": „í dag er Cassino risin úr rústum. Það er kraftaverk, sem unnið hefur verið með dugnaði og þrautseigju íbúanna, sem neituðu að yfirgefa heimili sín, er lögð höfðu verið í rústir“. Slíkt kraftaverk gæti skeð á Ítalíu í heild, ef þjóðin fær að vinna að endurreisninni sam- stilt, og kommúnismanum tekst ekki að eitra sál þjóðarinnar og etja bróður gegn bróður og granna gegn granna. Á því veltur framtíð og vel- ferð ítölsku þjóðarinnar, eins og svo margra annara þjóða í heiminum í dag. — Þjoðernissinnar Frh. af bls. 1. taldar alvarlegri fyrir þjóðern- issinna-stjórnina .Það hefur frjetst, að Rússar hafi flutt fjölda orustu- og sprengjuflug- vjela til Kína. Fram til þessa hafa þjóðernissinnar verið öfl- ugri en kommúnistar í lofti. Ef þeir missa þessi yfirráð, er hætt við að þeim muni veitast erfitt að verja kommúnistum innrás á eyna Hainan við Suður-Kína strendur. — Dauðarefsing Frh. af bls. 1 ið hefur talsvert á því að al- menningur sje andsnúinn afnám inu, þá mætir frumvarpið æ meiri andstöðu á þinginu. Það var loks í dag, sem Hermann Etzel, forinig bayernska flokks- ins, lýsti því yfir, að flokkur hans hefði ákveðið að berjast móti afnámi dauðarefsinga. Halli á viðskipiajöfnuði Dana í K.HÖFN..27 mars — Gerð hef- ur verið áætlun um inn og út- flutning Dana á þessu ári. Er þar ákveðið að flytja út vör- ur fyrir 3 9 miT.jarð króna en að innflutningurinn nema 5 milljörðum Þegar ofan á þetta bætist verulegur flutnings- kostnaður. sem greiðast verður í útlenduin gjaldeyri trygging- ar og ferðakostnaður er talið, að halli verði á vöruskipta- jöfnuði Djnmerkur við önnur lönd. Til þess að bæta úr því mun Danrnörk fá 623 milljónir króna í Marshallhjálp. Miklu af því fjáiframlagi verður var- ið til kolakaupa í Þýskalandi. —NTB. Frh. af bls. 11. gefið mjer í starfi mínu hjá heild arsamtökum útvegsmanna og jeg er sannfærður um að hugir marga samstarfsmanna hans inn- an vjebanda Fjelags ísl. botn- vörpuskipaeigenda og Landssam- bands ísl. útvegsmanna dvelja hjá honum í dag í mikilli vin- semd fyrir samstarfið á undan- förnum árum. Persónulega vil jeg flytja Ás- geiri G. Stefánssyni afmælisóskir frá mjer með þakklæti fyrir sam- starfið á undanförnum árum og vonast til þess að heildarsamtök útvegsmanna og togaraútgerðar- manna munu lengi njóta hinna mikiu starfskrafta hans. Ásgeir G. Stefánsson er giftur hinni ágætustu konu, Sólveigu Björnsdóttur skipstjóra í Hafnar- firði Helgasonar og konu hans Ragnhildar Egilsdóttur, og eiga þau 3 hin mannvænlegustu börn, þau Sólveigu, Hrafnkel og Ragn- hildi. Heimili þeirra Ásgeirs og Sólveigar er þekkt fyrir gest- risni og góðar viðtökur og marg- ar ánægjustundir hefur mjer hlotnast að eiga þar, ásamt út- gerðarmönnum og öðrum gest- um þeirra hjóna, þar sem jafnan hefur ríkt hlýja og hóflát gleði. f dag er Ásgeir G. Stefánsson því miður ekki á landi hjer. — Hann sigldi með skipi Bæjarút- gerðarinnar, botnvörpungnum Júlí til Englands og dvelur í Grimsby í dag. Hugir hinna ótal mörgu vina hans munu dvelja hjá honum og heimili hans og mjer þætti ekki undarlegt þó að þau hjónin fyndu yl þeirra hugs- ana, sem margir munu til þeirra senda, því að þær munu allar á eina leið: Innilegustu hamingju- óskir og heill þjer á ókomnum árum. Jakob Hafstein. Sverdrup prófessor sæmdur heiðursmerki LGNDON. 27 mars — Georg B'retakonungur hefur sem verndari breska konunglega landfræðingafjelagsins sæmt prófessor Sverdrup hinn kunna heimskautakönnuð silfurmerki fjelagsins Próf. Sverdrup er nú staddur við rannsóknir á suðurheimsskaut.Jandinu ásamt breskum og skandinaviskum rannsóknarmönnum — NTB. Kaupln á hósum Shirlu-brasðra Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á fö.itudaginn, skýrði borg- arstjóri bæjarfulltrúum frá samningaumræðum um kaup á húsunum I.aufásvegur 53—55. I þessurrt húsum. sem eru all- stór um sig og með mikla garða í kring. hafa bæjaryfirvöldin ráðgert að koma á fót leikskóla og dagheimili fyrir börn, ef úr kaupum verður. Bæjarráð heirnilaði borgar- stjóra að halda áfram samning- um um þessi kaup. — Biskupsbrjefið Frh af bls. 6. eru ekki neinar smávægilegar fjárhagslegar kröfur, er ,Óháði‘ söfnuðurinn gerir til Fríkirkju- safnaðarins, þegcr hann er að reyna að tioða presti sínum inn í Fríkirkjuna. Það er ekki fyrr en að öllum aukakostnaði Fi’kirkjusafnað- arins greiddum, að herra bisk- upinn hefur rjett til að tala um að Oháði söfnuðurinn bjóðist til að greíða sóknarpresti Frí- kirkjusafnaðarins laun að sín- um parti, eins og ekkert hafi í skorist Það er heldur ekki rjett eða sanngjarnt að snupra meirihluta stjórnar Fríkirkjusafnaðarins eða væna hann um stirðbuska- skap, þó hann skirrist við að leggja þenna aukakostnað á söfnuðinn, að honum forspurð- um. Til þess hafði hann enga heimild og ekkert umboð. Hann hefur þannig ekkert annað gert en blábera skyldu sína. Óhlutdrægni herra biskups- ins og Kirkjublaðsins, ætla jeg öðrum en mjer að dæma um. 21 mars 1950. Þórður Bjarnason. Marlróa A £t & ■ laUlliHlllilllHlllillillilllimiHllllllllllilllllllllllHIIIIIIIIIIHIIHIIIIII lUHimmmiinnmiiiimmmnnmmnmiiDiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmiiiimiiiifi.^ Eftir Ed Dodd IIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIHIIIII.HIIIIHIH.IIIIHIHIIHIlÁ — Þú kastaðir mjer ofan í vatnsþróna — en bíddu bara. >— Jeg skal Lefna min grimmi- lega, Markús. — Sæll Markús. Hvernig líst þjer á að koma út að vatni og synda þar nokkra stund. — Jeg er til í það. Við skul- um koma. Á meðan inni í húsi: — Það er mikið og merkilegt iriðunarstarf, sem hann Davíð vinnur hjer. Jeg hef ákveðið að styrkja hann með 250.000 kr. framlagi. — Ágætt, en hvar er Markús. — Hann fór út að vatni með Sirrí. Mjer sýndist þau ætla að synda þar og vertu ekkert að skipta þjer af þeim einu sinni. — Vitleysa! Jeg fer þangað; Abdullah móti Árababandalaginu KAIRO, 27. mars; — Abdullah. konungur Transjordan lýsti því yfir í dag, að hann viðurkenndi ekki störf 12. ráðstefnu Araba- bandalagsins, sem nú er haldin í Kairo Hann sagði að Trans- jordan rnyndi engan fulltrúa senda á ráðstefnu þessa. Þessi ákvörðun konungsins er talin stafa af þv> að hann vill sættir við ísraelsmenn og samvinnu. en önnuc Araban'ki eru því al- gjörlega mótfallin og vilja líta. á Gyðinga í Falestínu sem. árásarmenn og landræningja,, sem beri að hala engin sam- skipti við — Reuter. SeiveiÓibáfar hjáipar- íausir í rekís TROMSÖ, 27. mars. — Tveíi norskir selveiðibátar, sem voru á siglingu í Norðurhöfum, kon.. ust fyrir nokkrum dögum inn . rekís og skemmdust skrúfui bátanna. Björgunarskip voru þegar send á vettvang og halu þau fundið báða bátana. Það er nú þegar víst, að draga verð- ur annan bátinn til Noregs, en vonir standa til, að kafari geti lagað skrúfuna á hinum bátn- um, svo að hann geti annac,- hvort siglt sjálfuw-til Noregs ííl frekari viðgerðar eða haldið a- fram selveiðunum. — N'J á Týrknesk flugvjel fers meS 16 manns ANKARA, 25. mars: Tyrknesk flugvjel, sem í dag ætlaði að fara að lenda í þoku á flugvell inum við Ankara, rakst á hæð eina skammt frá flugvellinum. Flugvjelin var að koma frá Kon stantinopel með 16 farþega inn anborðs. Ætlaði flugmað irinn að reyna blindlengingu, eins og oft er gert, þegar líkt scend ur á. En flugmaðurinn fc ■ út af rjettri leið með þessum af- leiðingum. Allir sem í flug\ ej’- inni voru fórust. — Reutei iiHiiiiiiihiiiiiiiihiiiiiiiiihiiiiiiiiiiihiiiiiiiiihihhh. | I SÖLLBtÐ, VIÐGLRÍ>L« ! I yoGm = 1 Reykjavík og nagrenni lánum : 1 við sjálfvirfrar búðarvogi á 1 : meðan á viðgerð stendur. Í ölaf ur Gíslason & Co. h *. : 5 Hverfisgötu 49, sími 81370 : 'iiiiirv*iiiiii IH iMiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>4iiiiiiiiHrni H'Hiiiin» iiiiiiiiiiiniiiinimiiiiiiiiiiiHniiimiiiiiiui*iiiiitHiHiiHt EINAR ASMUNDSSON hœslarjellarlögmáSur Skrifstofa : Tjarnargötu 10. — Sími 5407 ..........................................* IHIHHHIHHHHHIHHHHIHIHHIHIHHIHIIIIHIHIHIIIIIIIIl PEL S A R Capes — Káupskinn Kristinn Kristjánsson Leifsgötu 30, simi 5644. ■mEniiniiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimnimiiD iih n i ii 11 iii 11 n n n m i n iii 11 iH •• 11 n h n iiiiiiiHiii i hh 11 iimn i Hjón með fullorðna dóttur óska i | eftir | 2ja herbergja íbúð j i helst innan Hringbrautar. Vion- H i um ölL úti. Smávegis húshjálp i ! i gæti komið til greina. Fyrir- : | § framgreiðsla. Uppl. i síma 6 .30. j IIHMIIIHIHIIHHIIIIIIIIIIIIHHHHHIIIHHHMIIIHHIHHHHII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.