Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 15
Þriðj udagur 28. okt. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 15 Fjelagslíí - ÁRMENNINGAR! Wy^^Sl Munið aðalfund fjelagsins Wf^ í Breiðfirðingabúð kl. 8,30 ^V*• Í kvöld. Æfingar í kvöld verða þannig: / Iþróttahúsinu, minni salurinn. Kl. 7—8 öldungar. Stóri salurinn: Kl. 7—8 Handknattleikur kvenna. Allar aðrar æfingar falla niður í kvöld vegna aðalfundarins. Stjórn Ármanns. Skemtifundur verður hald I inn n.k. fimtudag að Hótel Þresti og hefst kl. 9. Til skemtunar: Verð- launaafhending frá haust inu. Kvikmyndasýning. — Dans. Athugið að skemtunin stendur að- eins yfir til kl. 1. Stjórnin. UMFR Glímuœfingar Ungmennafjelags Rerkjavíkur verða á þriðjudögum og fimtudögum kl. 20. Frjálsar iþróttir þriðjudögum og fimtudögum kl. 21 í fimleikasal Mentaskólans. Aðal- fundur fjelagsins verður n.k. föstud. 31. þ.m. kl. 20,30 í Aðalstræti 12 uppi. Stjórnin. FRAMARAR! Innanfjelagsmót í handknattleik hefst í kvöld kl. 8,30. Allir flokkar verða að mæta stundvíslega. Nefndin. Kvenskútar — Ljósálfar. Þær sem ætla sjer að starfa í vetur, mæti tii innritunar í Skátaheimilinu í dag kl. 6—8 e.h. Einnig innritun nýrra meðiima. Stjórnin. TqgT St. Verbandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8,30. Inntaka. Kosning embættismanna. Fjölmennið stundvíslega. Æ. T. SKRIFSTOFA STÓRSTCKUNNAR Trikirkjuveg 11 (Templarahöllinni). Stórtemplar til viðtals kl. 5—6,30 •lla þriðjudaga og föstudaga. Kaup-Sala Fermingarföt á meðaldreng til sölu, Suðurgötu 39 (kjallara). Heildsalar! Sjálfvirka stormkveikjara getum vjer útvegað beint frá verksmiðju. Skrifið eftir sýnishornum og tilboðum. NORDIESKE AURE KOMPAGNI Fredericiagade 15, Köbenhavn K. Þa<f er ódýrara að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstig 1. Sími 4256.______ 'NotuS húsgögn og lítið slitin jakkaföt koypt hæst verði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Sími 5691. Fornverslunin, Grettisgötu 45. Tilkynning K. F. U. M. A.D. Fundur í kvöld kl. 8,30. Sr. Magnús Runólfsson talar. Alt kvenfólk hjart- anlega velkomið. FILADELFIA Almennar samkomur hvert kvöld vikunnar kl. 8,30. Ræðumenn: Jónas Jakobsson, Einar Gíslasorí, Eirík 'Martemsson o.fl. Allir velkomriir. 301. dagur ársins. Flóð kl. 4.15 og 16.40. Næturlæknir Læknavarðstof an, sími 5030. Næturvörður í Ingólfs Apó- teki, sími 1330. Þjóðminjasafnið opið kl. 1 til 3. Náttúrugripasafnið opið kl. kl. 2—3. I.O.O.F. Rb.stT.Bþ97100288y2 Hjónaband. Á sunnud. voru gefin saman í hjónaband ung- frú Ingiríður Leifsdóttir og Jón Ingimundarson. Heimili brúðhjónanna er á Kaplaskjóls veg 12, Rvík. 75 ára er á morgun, Olafur H. Magnússon, Grettisgötu 74, innheimtumaður hjá Mjólkur- samsölunni. Rcgína Þórðardóttir og Arn- dís Björnsdóttir í gamanleikn- um Blúndur og Blásýra. Næsta sýning verður á morgun og er það sjötta sýning. Fimmtugur er í dag Axel Valdemar Sigurðsson, verka- maður, til heimilis að Grettis- götu 44A. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sjera Jakob Jónssyni Fjóla Guðlaugsdóttir, Þrastarveg 3 og Kristinn Magnússon, húsa- smiður, Fálkagötu 14. Heimili þeirra er á Miklubraut 70. Hjónaefni. S .1. laugardag op inberuðu trúlofun sína ungfrú Sella Einarsdóttir, Þingholts- stræti 8B og Björn Jónasson, bílstjóri, Efstasundi 32, Rvík. Hjónaband. Á laugard. voru gefin saman í hjónaband af sjera Bjarna Jónssyni ungfrú Hulda Ingvarsdóttir, Vestmanna eyjum og Ingvi Reynir Bernd- sen, Nönnug. 1B. Heimili þeirra er á Nönnug. 1B. Hjónaefni. S. 1. sunnudag op inberuðu trúlofun sína ungfrú Hanna Kristjánsdóttir frá ísa- firði og Guðmundur Magnús- son, bifreiðastjóri, Seljaveg 33. Vinna Ung stúlka frá góðu heimili í Kaup- mannahöfn óskar eftir vist hjá góðu fólki. Piuth Torp Jensen, adrs. Hoeg Olesen, Skibeiundsvej 24 1. t.h. Vanlöse, Köbenhavn. HREINGERNINGAR Tökum að okkur hreingerningar. Vanir menn. Fljót og góð vinna. Pantið í tíma. Sími 4109. 2 duglcgir verkamenn geta fengið góða atvinn’u nú þegar við klæða- v.ersksmiðjuna Álafoss. Uppl. afgr. Álafoss, simi 2804. RÆSTINGASTÖÐIN. Tökum að okkur hrcingerningar. Sími 5113. Kristján og Pjetur. TEK HREINGERNINGAR Vanir menn. — Pantið í tima. Sími 7768. Árni og Þorsteinn, Hjónaband. S. 1. laugardag 25. þ. m., voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingibjörg Hanna Pjetursdóttir, Ásvalla- götu 9, Rvík og Svavar Júlíus- son, bifreiðastjóri, Þórsgötu 21A, Rvík. Sjera Hálfdán Helgason, prófastur gaf brúð- hjónin saman. I hjónaefnatilkynningu í blað inu á laugardaginn misritaðist nafn Gestheiðar Jónsdóttur, þar sem hún var sögð Guð- mundsdóttir. Leiðjrttist þetta hjer með. Af vangá fjell niður að birta listann yfir fermingarbörn sjera Jóns Auðuns í Dómkirkjunni á sunnudag. 1 ekki 100 miljónir. Frá því var skýrt hjer í blaðinu fyrir skömmu, að maður nokkur hefði talið sig hafa heyrt í norska útvarpinu sagt frá því, að íslendingar hefðu tekið 100 miljóna króna lán í Bandaríkj- unum. Nú hefir blaðinu borist ábyggilegar frjettir af' því, að norski útvarpsþulurinn sagði 1 | miljón yfirdráttarlán, en ekki 100 miljónir. Þar með er sá misskilningur úr sögunni. Ný veitingastofa hefir verið opnuð á Laugaveg 118, húsi Egils Vilhjálmssonar. Veitinga- stofa þessi hefir hlotið nafnið Ýmir og mun hafa á boðstólum mat og kaffi frá kl. 7 að morgni. Ennfremur verður „soda-fon- tain“ í sambandi við veitinga- stofu þessa. Fjelag Suðurnesjamanna held ur fjölbreyttan skemmtifund í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8. Rangæingafjelagið er nú að byrja vetrarstarfið. Á miðviku- dagskvöld verður skemmtifund ur. Þar verður sýndur kafli úr kvikmynd úr Rangárvallasýslu, er Kjartan Ó. Bjarnason vinn- ur nú að fyrir fjelagið. Kafl- inn sem sýndur verður fjallar um Heklugos. Prófessor A. Jolivet flytur fyrirlestur á vegum Alliance í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 8,30. Danski sendiherrann hr. A. Brun kom til Reykjavíkur í gær ásamt konu sinni og móður með Heklu. Sendiherrann hefur ver ið síðan í ágúst á ferðalagi um Danmörk og Sviss. íþróttablaðið, júlí — ágúst- heftið, er nýkomið út með for- síðumynd af íslandsmeisturum Fram í knattspyrnu. Annars er efni sem hjer segir: Heimsókn sænska handknattleiksliðsins, eftir Halldór Erlendsson, Heim sókn Queens Pírk Rangers, Frjálsíþróttamót KR og heim- sókn írlendingsins, eftir Jó- hann Bernhard, Knattspyrnu- mót íslands 1947, eftir Hlöðver Bjarnason, Íslandsglíman 1947, eftir Kjartan Bergmann, íþróttamótið 17. júní, eftir 111- urk, Ben. G. Waage á fundi Al- þjóða-Olympíunefndar, Afmæl ismót ÍR og Svíaheimsóknin, eftir Jóhann Bernhard, Ársþing íþróttasambands íslands, Árs- skýrsla Í.S.Í. 1946—47, Drengja mót ÁrmannsJ frjáísum íþrótt um, Heimsókn norsku knatt- spyrnumannanna, eftir Einar Björnsson, Rabbað um stund o. fl. — Blaðið er 32 síður að stærð og prýtt fjölda mynda. ÚTVARPIÐ 1 DAG: 8.30— 9,00 Morgunútvarp. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15.30— 16,30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 2. flokkur. 19,25 Þingfrjettir. 20,00 Frjettir. 20.30 Útvarp frá Alþingi. Dag- skrá lok urn kl. 23.40. Höfum fyrirliggandi Blýstreng no. 12/2 einnig beran og einangraðan kopar- $ rafleiðsluvír. 13$ tiá É3 I « ^JJellcL/erólbtnin ^JJebía ^JJ.j. | Hafnarstræti 10—12. Sími 1275. Snurpubátavjelar Nokkrar vjelar fyrirliggjandi. INNKAUPADEILD LANDSSAMBANDS ISLENSKRA ÚTVEGSMANNA Hafnarhvoli. — Sími 6651. Jarðarför móður okkar SIGURBJARGAR PÁLSDÓTTUR fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 30. þ.m. kl. 2 e.h. Kveðjuathöfn verður í Þjóðkirkjunni i Hafnar firði miðvikudaginn 29. þ.m. kl. 10 f.h. Fyrir hönd vandamanna Páll Arnljótsson, Kristján Arnljótsson. Jarðarför dóttur minnar og móður okkar SÚSÖNNU INDIU JÓNASDÓTTUR hárgreiðslukonu fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. þ.m. kl. 1 e.h. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Sigurlaug Indriðadóttir, Sigurlaug Eybérg, GuSrún Árnadóttir, Tjarnargötu 5. Jarðarför JÓNS SIGURÐSSONAR fer fram í dag, og hefst kl. 10,30 með húskveðju að Ingólfsstræti 21 B. Fyrir hönd vandamanna Hallur Hermansson. Jarðarför föður okkar, HANNESAR ÞÓRÐARSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. okt. og hefst með húskveðju að heimili hans, Flókagötu 3, kl. 1 e.h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. F. h. systkinanna v ÞórZur Hannesson. Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður EINARS JÓNSSONAR mag. art. fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. okt. og hefst með húskveðju að heimili hans, Ásvallágötu 12 kl. 1 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Anna SigurÓardóttir, Rósa Einarsdótlir, Brandur Jónsson. r Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGRlÐAR JÓNSDÓTTUR Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda Jón Helgason. Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður minnar HREFNU JÓNSDÓTTUR frá Nýjabæ í Garði. Fyrir hönd vandainanna Guðjón GuÓmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.