Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 14
14 MORGIJTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. okt. 1947 ÁNADALUR „S^Láídiaqa ej^tir /^acb cMondon 40. dagur ára fangelsi fyrir. Forbes stel- ur tvcimur miljónum úr sjálfs sín hendi og sleppur með tæp tvö ár. Hvors föðurland er svo þetta, ef mjer leyfist að spyrja? Er það föðurland Achie og Forb es? Ónei, það er aðeins föður- land Forbes. Svei“. Mary geltk þangað sem Sax- on var við svelginn. Hún leysti af henni svuntuna' og kysti hana með þeim innileik, sem konur einar geta sýnt hvor ann ari þegar önnur er vanfær. „Hvíldu þig nú, heillin“, sagði hún. ,,Þú mátt ekki verða þreytt og þú átt langt heim. Nú ætla jeg að ná í saumadótið þitt og svo skaltu setjast inn í stól og hlusta á heimskuhjalið í þeim karlmönnunum. En þú rnátt ekki hlusta á Bert, því að hann er bandvitlaus“. Saxon settist og tók fram saumana sína. Bert varð þung- ur á svipinn, þegar hann sá að hún var að sauma reifaföt. ,,Þetta er tákn tímanna“, sagði hann. „Fólk hleður niður börnum án þess að hafa neina tryggingu fyrir að geta sjeð þeim farborða". „Þú hefir verið að því í gær- kvöldi“, sagði Tom og hló. Bert hristi höfuðið. „Hvaða gagn er að því að hafa alt illt á hornum sjer?“ sagði Billy. „Landið okkar er gott og hjer er friður“. „Það var gott land“, greip Bert fram í, „á meðan við vor- um allir Mohihanar. En ekki lengur. Við erum fjeflettir og við erum komnir í sjálfheldu. Forfeður mínir börðust fyrir þetta land, og það gerðu for- feður ykkar líka. Við drápum Indíánanna, gáfum Svertingjun um frelsi, börðumst og strituð- um. Okkur leist vel á landið. Við plægðum það og ræktuð- um og gerðum vegi, og smíð- uðum brýr og borgir. Og hjer var nóg að bíta og brenna fyr- ir alla. Við börðumst fyrir land ið. Tveir föðurbræður mínir fjellu hjá Gettysburg. Við tók- um öll þátt í því stríði. Þið skuluð bara minnast þess, sem Saxon hefir sagt um þær raunir sem forfeður hennar lentu í áð- ur en þeim tókst að komast hingað og reisa sjer bygðir og ból, koma upp hestum og naut- peningi og öllu sem til þarf að búa hjer. En þeim tókst það. Allir forfeður okkar höfðu nóg, líka foreldrar Mary ---- „Og það hefði verið vitur- legt af þeim að búa að sínu“, skaut hún fram í. „Já, það er satt“, sagði Bert. ..Þar hittir þú naglann á höf- uðið. Við erum að tapa vegna þess að við höfum verið rænd. Við höfðum ekki rænu á því að svíkja eins og aðrir. Við erum hvítu mennirnir, sem hafa bið- ið ósigur. Tímarnir breyttust og hjer urðu aðeins tveir mann flokkar — yfirmenn og undir- jjefnir. Þeir undirgefnu urðu aðeins vinnuþrælar, en hinir fleyttu rjómann af svita þeirra. Þeir gleyptu bændurna, náma- mennina, verksmiðjumennina og nú eru þeir að gleypa ríkis- stjórnina. Við erum hvítir menn og hvítra manna börn, og við vorum alt of heiðarleg tll þess að gera okkur grein fyrir þessu. Og svo töpuðum við auðvitað. Við höfum verið flegin, skiljið þið það?“ „Þú gætir orðið ágætur ræðu maður“, sagði Tom, „ef þú kynnir að fara betur með rök- semdir“. „í fljótu bragði virðist þú hafa nokkuð til þíns máls, Bert“, sagði Billy. „En þegar betur er áð gætt, þá hefirðu rangt fyrir þjer. Nú getur til dæmis hver máður orðið ríkur hjer í landi------“. „Já, eða forseti“, hreytti Bert úr sjer. „Auðvitað getur hver maður það ef hann er þannig gerður. En jeg hefi aldrei heyrt það að neinar líkur sje til þess að þú verðir miljónamæringur eða forseti. Hvers vegna? Vegna þess að þú ert ekki þannig gerð ur. Þú ert heimskingi, og ekk- ert annað. Vinnuþræll. Það er höfuðatriðið. Burt með þig, burt með oss öll“. Seinna fór Tom að tala um sveitalífið eins og það var þeg- ar hann var drengur og ólst upp í sveit. Hann sagði að sig langaði altaf til þess að leigja jarðarskika af stjórninni eða einhverjum öðrum og fara að búa, eins og forfeður hans höfðu gert. En það gæti aldrei orðið annað en fagur draumur, því að Sara væri rótgróin í borg- inni og þar yrði þau að hýrast. Þetta gaf Bert tilefni til nýrr ar ádrépu. Og á meðan hann ljet dæluna ganga, bar Billy saman í huganum þetta heimili og heimili sitt. Þau voru ólík. Hjer var ekki sama góða and- rúmsloftið og heima. Hjer var eitthvað öfugtstreymi. Hann mintist þess að diskarnir, sem notaðir höfðy verið við morg- unverð, voru óþvegnir þegar þau komu. Karlmenn taka sjald an eftir smámunum, og honum var ekki sýnt um það, en þó hafði hann tekið eftir' ýmsu fleira, sem sýndi honum að Mary var ekki jafn góð hús- móðir og Saxon. Og þegar hann hafði komist að þeirri niður- stöðu langaði hann mest af öllu til þess að standa á fætur, ganga til Saxon og kyssa hana. Hún var kona, sem bar af öll- um öðrum. En Bert gaf honum ekki tíma til að hugsa meira um þetta. „Heyrðu, Billy, þú heldur víst að jeg hati þjóðfjelagið. Og það er satt. Þú hefir ekki reynt eins mikið og jeg. Þú hefir allt- af verið ökumaður og auk þess unnið þjer inn mikið með hnefa leikum. Þú þekkir ekki erfið- leikana. Þú hefir ekki tekið þátt í verkföllum og þú hefir ekki þurft að sjá um aldraða móður og orðið að sætta þig við alt hennar vegna. Það var ekki fyr en mamma var dáin að jeg gat farið að bíta frá mjer, og reyna að bjarga mjer eins og best gekk. Jeg fór til sporvagna fjelagsins, svo lágt verður vinnuþrællinn að lúta. Helsti þursinn þar horfði á mig frá hvirfli til ilja, spurði mig spjör unum úr og fjekk mjer svo eyðublað, sem jeg átti að út- fylla. Svo sagði hann, að jeg yrði að koma með mynd af mjer og læknisvottorð. Jeg fór til læknis og borgaði honum doll- ar fyrir vottorðið. Jeg fór til ljósmyndara og borgaði annan dollar fyrir myndina. Svo kem jeg með alt saman aftur. Stóri þursinn lítur á upplýs- ingarnar, vottorðið og myndina og svo spyr hann mig hvort jeg sje í verklýðsfjelagi. Hann spyr niig um það. Jeg sagði eins og satt var, að svo væri ekki. Jeg þurfti á vinnunni að halda. Og nú hjelt jeg að alt væri í frægasta lagi og jeg væri sama sem orðinn eftirlitsmaður á strætisvagni. Ónei, góði minn, tvo dollara þurfti jeg að borga enn. Tvo dollara fyrir merki. Og svo var það einkennisbún- ingur nítján og hálfan doll- ar, þótt hægt sje að fá hann alls staðar fyrir fimtán. Það átti að dragast af mánaðarkaupinu mínu. Og svo átti jeg að leggja mjer til fimm dollara í smá- mynt, til þess að geta gefið til baka — það var venjan, sagði hann. Jeg fór og fjekk fimm dollara að láni hjá Tom Don- ovan lögregluþjóni. Og hvað svo? Þeir ljetu mig vinna tvo mánuði kauplaust — á meðan jeg væri að læra starfið“. Hann varð þungur á svipinn og sagði svo: „Jeg vann þar í mánuð. Þá stofnuðum við okkar eigið fje- lag, en húsbændurnir sprengdu það, og svo var ekki meifa við því að gera“. „Og alveg á sama hátt munu járnbrautarfjelögin sprengja ykkur fjelag, ef þið eruð nógu heimskir til þess að gera verk- fall“, sagði Mary. „Já, jeg hefi altaf sagt það“, sagði Bert. „Það eru ekki minstu líkur til þess að við munum sigra“. „En til hvers eruð þið þá að ana út í þetta?“ spurði Saxon. Hann horfði stundarkorn hálf ráðaleysislega á hana og mælti svo: „Til hvers voru tveir föður- bræður mínir drepnir hjá Get- tysburg?“ VIII. KAFLI. Saxon hugsaði aðeins um heimilisverkin. og henni var ekki rótt í skapi. Hún var hætt við saumaskapinn, því að það kostaði peninga, og hún þorði I ekki að eyða neinu " í óþarfa. , Ummæli Berts höfðu hitt við- kvæman blett á henni og þau , ýfðu upp áhyggjur og kvíða. ' Þau Billy báru ábyrgð á hinu ófædda barni. Var það nú á- reiðanlega að þau mundu geta , sjeð því fyrir fæðu og fatnaði og komið því til manns? Hún mintist þess þegar hún var ung að þá höfðu komið þrengingar- tímar, svo að heilar fjölskyldur höfðu farið á vonarvöl. Og hún mintist þess sem gamla íólkið hafði sagt um raunir sínar, og þær sögur fengu nú nýja merk- ingu fyrir hana. Það rak svo langt að hún þóttist skilja bar- lóminn í Söru. Gæfa fylgir trúlof unar hringunuin frá SIGURÞÓK Hafnarstr. 4 Reykjavík. Margar geröir. Sendir gegn póstkröfu hvert á land sem er. — Sendið nákvœmt mál — GULLNI SPORINN 119 Endirirtn varð sá, að jeg, eftir að hafa hlaupið um hundrað metra, sneri mjer við og skaut á þann uppreisn- armannanna, sem næstur mjer var. Hermaðurinn steypt- ist til jarðar, og jeg ætlaði að fara að hlaða á ný, þegar byssuskot kvað við og fjelagi þess fallna, sem kominn var alveg að mjer hneig niður. Um leið var gripið í hand- iegginn á mjer og mjer var kippt inn á milli runna, sem þarna voru Þegar jeg leit upp, sá jeg, að þarna var kom- inn maðurinn, sem jeg hafði dregið niður af virkis- veggnum. „Þá erum við kvittir“, sagði hann;' „skjóttu nú á þessa tvo sem þarna eru“. Það var þó of seint, því þeir höfðu þegar snúið við og nlupu sem fætur toguðu í áttina til manna sinna. Jeg ætlaði að fara að elta þá, þegar jeg allt í einu fann til sársauka í höfðinu og hneig til jarðar Orustan hjelt áfram allt í kringum mig, en það hlýtur að hafa liðið yfir mig um stund. Þegar jeg vaknaði aftur til meðvitundar, sá jeg, að her okkar sótti aftur upp hæðina. Á undan her- deildunum fór ungur, berhöfðaður maður. Hann bar sverð í annari hendi og hrópaði glaðlega til manna sinna, líkt og hjer væri ekki um blóðuga orustu að ræða, heldur einhvern skemmtilegan dansleik. „Hver er þetta?“ spurði jeg mann, sem staddur var rjett hjá mjer. „Þekkirðu hann ekki, maður?“, var svarið. „Þetta er jú Sir Bevill“. Það mundi vera allt of þreytandi að reyna a.ð lýsa þess- ari hörðu orustu, sem hófst um sólarupprás og lauk ekki fyrr en um klukkan fjögur eftir hádegi. Jeg man raunar sáralítið annað en hinar stöðugu árásir á hæðina og mold- arvirki uppreisnarmanna. Um klukkan þrjú, er menn okkar höfðu orðið að hörfa undan í sjötta skifti, kom ungur maður hlaupandi til Sir Bevills og tilkynnti honum að púðurbirgðir okkar væru komnar að þrotum. — Já, elskan mín, jeg veit að þú átt ekkert orð til. ★ C Pjetur: — Kæri bróðir, get- urðu lánað mjer 50 krónur? I Páll: — Alveg ómqgulegt, ómögulegt, jeg á ekki nema 20 krónur. Pjetur: — Það er ágætt, jeg þarf ekki meira, — Hefur þú heyrt um það, að sett hafi verið nýtt hraða- met í flugi? — Já, þeir segja að flugmað urinn hafi lent 3 tímum og 20 mín. og 11 sek. áður en hann hóf sig til flugs. ★ — Geturðu sagt mjer hvað er sameiginlegt með Svíþjóð og Ameríku? — Já, þau liggja jafn langt frá hvort öðru. Búðarmaðurinn: — í gær borgaði einn viðskiptamaður- inn 100 kr. of mikið. Forstjórinn: — Og hvað gerirðu við þær? Búðarmaðurinn: — Jeg var mjög heiðarlegur, jeg gaf vini mínum helminginn af þeim. ★ Tveir menn mættust á hóteli og var annar mjög feitur en hinn mjög magur. Þá sagði feiti maðurinn: —• Maður gæti haldið eftir útliti yðar, að hjer hafi verið kreppa. Þá sagði sá granni: — Og eftir útliti yðar gæti maður haldið að kreppan væri yður að kenna. ★ — Hvað olli því að þú mist- ir hárið? — Áhyggjur. — Áhyggjur út af hverju? — Út af því að jeg mundi missa hárið. ★ Hann: — Ef þú villt gefa mjer símanúmerið þitt ætla jeg að hringja til þín. Hún: — Númerið er í síma- skránni. Hann: — Ágætt, hvað heitir þú? Hún: — Það stendur líka í símaskránni. BEST AÐ AUGIÁSA I MORGUNBLAÐUS'U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.