Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 7
’írlðjudagur. 28., ott. 194/ 7 MQRGb'IV BLAÐIÐ BAfMDARÍKIM Á MÆSTIJ ÓLYMPÍULEIKJUM ÁHUGAMENN og íþróttaiðk- cndur ræða nú mjög mikið um væntanlega sigurvegara á Olym- píuleikunum í London næsta sumar. Togstreitan virðist eink- um standa um Bandaríkin ann- arsvegar og Svíþjóð hinsvegar. Ætlunin er ekki að spá neinu um úrslit leikanna heldur óllu íremur að gefa áhugamönnum lauslegt yfirlit um íþróttastjörn- ur Bandaríkjanna og hverjir eru líklegastir til þess að bera fána þeirra til sigurs á næsta sumri. í júlímánuði fyrir 12 árum síðan voru allir fremstu frjáls- íþróttamenn Bandaríkjanna samankomnir á íþróttaleikvang- inum í Lincoln, Nebraska, til þess að útkljá hverjir yrðu U.S.- meistarar 1935. Þá eins og nú stóðu Olympíuleikarnir fyrir dyrum og litið var á meistara- keppnina sem forleik þess er væpta mátti. Jesse Owens var þá einn af efnilegustu íþróttamönnum vest an hafs, en hann hafði nýlega sett þrjú heimsmet og jafnaði það fjórða. Aðeins viku fyrir þetta mót var hann krýndur fjórum háskólametum og þá al- mennt talinn í sjerflokki sem langstökkvari og spretthlaupari. En fallvölt er hamingjan. En- lace Peacock frá Temple Uni- versity, sem áður var nefndur ikuggi Owens, hafði nú óvænt hlutverkaskipti við heimsmeist- arann. Peacock rann 100 m. skeiðið tvisvar á 10,2 sek. og sigraði Owens bæði í riðli og út- slitum, enda hljóp hann á heims metstíma í bæði skiptin. Owens var í hefndarhug í lángstökks- keppninni og stökk tvisvar sinnum meira en 26 fet (7.93 m.), en í síðustu tilraun nóði Peacock besta stökki mótsins, eða 26 fet og 3 þumlunga (um 8 m.). Nokkru síðar tognaði Peacock í fæti og komst því aldrei í þá rösku sveit, sem Þjóðverjarnir nefndu „Negralið Amerí kumanna". Önnur dæmi sanna, að ekki þarf heilt ár til þess að tapa eða finna nýjar stjörnur á himni íþróttanna — og hversu allir út- reikningar fyrirfram geta farið í handaskolum. Skömmu fyrir leikana 1936 sveif George Voroff yfir rána í stangarstökki á áður óþekktri hæð í þeirri íþrótt, 14 fetum 6i/2 þuml. (um 4,40 m.) og þótti þar með sjálfkjörinn í lið U.S. Þannig setti og Charley Beet- ham AAU-met í 800 m. hlaupi á 3,53,3 mín. í úrslitakeppninni hrasaði Charley aftur á móti á síðasta áfanganum og Voroff lenti r.cðar þriðja sæti í stangar stökkinu. Langi negrinn John Woodruff er kunnur flestum íþróttamönn- um. Ári fyrir leikana útskrifað- ist hann úr gagnfræðaskóla og þrátt fyrir hlaupagetu sína var Eftir Braga Magnússon ÓLYMPÍULEIKARNIR í London 1948 eiu þegar orðnir eitt mesta umræðuefni allra áhugamanna um íþróttir um heim allan. Þótt engir geti með neinni vissu sagt um það, hvernig þessir leikar fara, eru allir sammála um, að Bandaríkjamenn muni hirða flest gullafreksmcrkin, eins og þeir hafa gert á undanförnum Olympíuleikum. — Bragi Magnússon, íþróttakennari, sem lokið hefir meist- araprófi í íþróttum við háskólann í Minneapolis, skrifar eftirfarandi grcin fyrir Iþróttasíðu Mbl. um væntanlega Olympíu-þátttakendur Bamlaríkjanna. þjóð fengið jafnmörg fyrstu sæti. Það voru Finnar í Ant- werpen 1920, með sínu fræga líði, Nurmi, Kohlemainen, Per- kola p. fl., sem höfðu þjálfað ó- truflaðir á stríðsárunum 1914— 18. Þannig munu Svíar á næsta ári tefla fram mönnum, sem þjálfuðu í friði á meðan íþrótta- menn annarra þjóða stóðu í óðr- um stórræðum. Á sama hátt sína í þróttasigrar Svía og ís- lendinga í sumar ósanngjarnan samanburð við íþróttagetu ann- arra þjóða, og þá einkum hinna Norðurlandanna. Með þessar staðreyndir í huga eru eftirfarandi nöfn líklegust til að c-indra undir merkjum U.S.A. á næsta sumri. nia hljóp 300 yards á 9,4 sek. í sumar og 200 m. á 20,4 sek. ..a, t íjfíi éi* ms Jf00 tn. hlaup Ilerb McKenley ber höfuð og herðar yfir alla keppinauta sína í þeirri grein og hefur haldið þeirri frægð tvö síðastliðin ár. Besti tími hans mun vera 46,2 sek. Þessi „svarta elding" fjórð- ungsmílunnar mun sennilega flagga kanadiskum litum á kom- andi sumri. Herb er fæddur I bresku Jamaica. Elmar Harris hljóp vegalengdina á 46,3 sek. áður en hann gerðist atvinnu- maður hjá Brooklyn Dodgers. Þeir sem næst komast McKen- . tmmm . - . ., , . Harrison Dillard cr líklegur til sigurs í 110 m. grindahlaupi á Olympíuleikunum. nafn hans hvergi ao finna á skýrslu þeirra 12 manna, sem mánuði fyrir lokakeppnina gerðu skrá yíir þá íþróttami-nn, sem líklegastir þóttu til að fara til Berlín. Woodruff sigraði bæði í úrslitakeppninni og á Ol- ympíuleikunum og tapaði alclrei 800 metrum þaðan í frá. Olympíu-lið U.S. er ekki valið eítir fyrri getu og settum met- urn og cett í þjálfunarbúðir eins og Þjóðverjarnir gerðu fvrir It,k ana 1936. Þar gildir aðeins geta í úrslitakeppnurn rjett. fyrir leik ana. Samkvæmt venjulegum st:ga- reikningi hafa Bandaríkjamenn alltaf unnið Olympíuleikana og aðeins einu sinni hefur önnur 100 og 200 m. hlatip Harold Davis var sprettharð- astur allra manna á árunnm 1940—43, og tapaði á fjórum ár- um aðeins einu sinni. Besti tími hans á 100 er 10,2 sek. „Harald- ur á harðaspretti“ er nú að reyna að endurheima fvrri frægð sína eftir þriggja ára her- þjónustu. Charley Parker frá Texas, 21 árs, er álitinn einna líklegastur til sigurs á næstu ár- um. Er hann var nemi í gagn- íræðaskóla hljóp hann 100 yards á 9,5 sek og 200 m. á 20,6 sek. Árið 1944 vann hann 100 m. í junior-keppni og 200 m. í sentor- keppni á meistaramóti AAU (Frjálsíþróttasambands Banda- ríkjanna). Hann var um skeið hðsforingi í Japan og hljóp 100 m. þar á 10,2 sek. Buddy Young var einn besti ' spretthlaupari vestan hafs 1944, en verður sennilega orðinn at- vinnumaður fyrir næsta sumar. Dillard og Guida eru flestum kunnir frá Evrópuför þeirra í sumar. Mat Patton frá Califor- Dvvight Edelman hástökkvari og tugþrautarmaður. Herb McKenley ley eru t.d. George Guida, David Bolen, Johnny Quingley og Wells De Loach. 800 m. hlaup Bandaríkjameistari á síðasta ári var Johnny Fulton frá Cali- forníu á 1,50,6 mín. Strax á hæla honum kemur þó Robert Reh- berg, sem hóf íþróttaferil sinn á ný eftir þriggja ára þjónustu í hernum. Joe Newicki er m jög efnilegur á þessari vegalengd, en næsta ár mun skera úr um framtíð hans á hlaupabrautinni. Nokkrir gamlir kunningjar eins og Bill Hulse, meistari 1943, og Robert Kelly, meistari 1944 og 1945, hafa tekið til við æfingar á ný, en ósýnt er, hvort þeir ná sínum fyrri árangri. Aðrir, rcm koma hjer til greina eru Malvin Whitfield (Ohio), Herbért Bort- en (Michigan), Thelmo Know- les og Torvar Perkins. (Framh.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.