Morgunblaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLA.ÐIÐ Laugardagur 21. júlí 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.slj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Öla. Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla, Austurslræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. EFTIRHREITUR NÝLEGA birtist í danska blaðinu „Polifiken“ viðtal við Skúla Skúlason ritstjóra, en hann fór utan rneð Esju og var ferðinni heitið til Noregs, til þess að vitja konu og barna, sem dvalið hafa þar öll stríðsárin. Skúli fór af Esju í Gautaborg, en á meðan skipið var í Höfn átti blaðamaður frá „Politiken" samtal við hann. Margt af því, sem haft er eftir Skúla í þessu samtali, er með þeim hætti, að óhugsandi er að hann hafi þau orð talað, sem þar eru eftir honum höfð. Þar er t. d. far- ið niðrandi orðum um Gunnar Gunnarsson rithöfund, sagt að hann sje ekki „nogen höj Stjerne11 hjá íslending- um, og sú skýring gefin á rithöfundalaunum þeim, sem Alþingi veitti Gunnari sjerstaklega, að „man kunde ikke stemple ham som Landsforræder”. ★ Hver maður, sem les þetta samtal, getur ekki verið í neinum vafa um, að það sem sagt er um Gunnar Gunn- arsson og haft er eftir Skúla, er „fabrikerað” af hinum danska blaðamanni. Það leynir sjer ekki, að blaðamað- urinn hefir viljað sverta Gunnar Gunnarsson í augu dönsku þjóðarinnar. Og hann valdi til þess einmitt það, sem nú í augnablikinu er þyngst á metunum í augu Dana og líklegast til árangurs, að reyna að koma nas- istastimplinum á Gunnar Gunnarsson. En hversvegna er hinn danski blaðamaður á eftir Gunnari Gunnarssyni, til þess að reyna að sverta hann í augu dönsku þjóðarinnar. Hvað hefir hann til sakar unnið? Skýringin er auðsæ. Það er vegna þess, að Gunn- ar er íslendingur og hefir notið mikils álits í Danmörku. ★ Það hefir beinlínis verið keppikefli sumra danskra blaða, eftir sambandsslitin, að sverta Islendinga og alt, sem íslenskt er. Þessi furðulega framkoma danskra blaða sýnir, að þau hafa „engu gleymt og ekkert lært”, að því er áhrærir frelsisbaráttu okkar íslendinga. Mætti þó1 vissulega ætlast til, að dönsk blöð kynnu nú meir en áður að meta frelsi annarra, eins og sinnar eigin þjóðar. Sje það svo, að dönsk blöð finni hjá sjer einhverja fró- un í því, að sverta okkur Isléndinga, vegna sambands- slitanna, verður það að sjálfsögðu að hafa sinn gang. Sambandsslitin voru eðlileg rás viðburðanna og fóru þannig fram af okkar hálfu, að þau fólu ekki í sjer neinn kala til Dana. Þvert á móti. Við biðum þess með óþreyju, að Danmörk endurheimti frelsi sitt, svo að hafist gæti á ný vinsamlegt samstarf þjóðanna og annarra Norður- landaþjóða. ★ En þegar minnst er á Norðurlöndin, kemur ósjálfrátt upp í hugann hin norræna samvinna, sem oft hefir borið á góma. Hvað verður um hina norrænu samvinnu? Verður nú þráðurinn tekinn upp á ný, sem varð niður að falla á styr jaldarárunum ? Að því er okkur Islendinga áhrærir, liggur málið ljóst fyrir. Alþingi hefir lýst yfir því, „að það telur sjálfsagt, að íslpnska þjóöin kappkosti að halda hinum fornu frændsemi — og menningarböndum, sem tengt hafa sam an þjóðir Norðurlanda, enda er það vilji íslendinga að eiga þátt í norrænni samvinnu að ófriði loknum“. Það mun því ekki standa á íslendingum, að taka þátt í norrænni samvinnu, er hún hefst á ný af einlægni. En hitt er okkur Ijóst, að sá tónn, sem nú ríkir í dönskum blöðum í garð okkar ísiendinga, er ekki í anda hinnar norrænu samvinnu. Hitt vitum við íslendingar, að það er ekki að vilja for- ystumanna dönsku þjóðarinnar, að blöðin sjeu að narta í okkur. Þpi;r eru fullir af velvilja í okkar garð og óska einskis fremur en að fölskvalaus og einlæg vinátta megi ríkja milli þjóðanna. Og það verður áreiðanlega þessi ' andi, sem sigrar að lokum. \Jíít/erji áhrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Versta plágan. BANNSETT rykið hjer í Rvík er versta plága. Það er ekki hægt að ganga um göturnar sumar fyr ir ryki þegar bílar fara framhjá. Það er algengt, að tveir menn, sem etu að tala saman, hveríi hvor öðrum sjónuin í reykja- mekki, þegar bílarnir þjóta fram hjá, jafnvel um hábjartan dag- inn, þegar sólin skín hæst á lofti. Verkfræðingar vorir virðast ekki liafa fundið neitt ráð til að vinna a rykinu. Það virðist ekki vera til neitt bindiefni, sem get- ur haídið því niðri. Eina ráðið, er kemur að einhverju gagni virð- ist vera, að allar götur væru mal bikaðar, eða steyptar, en það verður vafalaust langt þangað til Reykjavík hefir efni á, að leggja í slíkan kostnað, þó það hljóti að koma einhverntíma. • Hreinasti bær í heimi. REYKJAVÍK gæti orðið hrein asti bær í heiminum, ef hægt væri að finna ráð til að losna við götárykið. En eins og er, er víða ekki hægt að opna glugga, án þess, að alt fyllist af ryki. Reykvíkingum er stundum leg- ið á háisi fyrir að þeir gangi alt- af í skítugum skóm. Það sje hrein undantekning, ef menn sjáist í sæmilega gljáðum stígvjelum. En það er ekki af eintómum sóða- skap. Það er sama þó menn fari út í spegilgljáandi skóm að morgni, það er komið þykt lag af ryki á skóna um hádegi, þegar þurkur er. Sá maður, sem uppgötvaði eitt- hvað ódýrt efni til að halda ryk- inu niðri,ætti skilið stór verðlaun fyrir. Sumir benda á, að það ætti að sprauta vatni á göturnar. En það hefir sýnt sig, að það er skammgóður vermir og það þyrfti heldur en ekki starfslið og verkfæri til þess, að sprauta vatni á allar götur í bænum í þurkauð. • Aðvörun — stór hætta í SYÐKI Tjarnarendanum, við austurlandið, hefir sprottið stör í.sumar, sem er orðin jafnhá | tjarnarbakkanum. í hálfrökkri j eða dimmu er ekki hægt að greina hvort störin er áframhald af garðinum og er því stórhættu legt að fara þarna um. Einkum 1 gæti það verið hættulegt fyrir börn, sem myndu ekki standa upp úr störinni, en undir henni í Tjörninni er kviksyndi. Vitanlega er nauðsyniegt að slá störina hið fyrsta, en á með- an það er ekki gei’t vil jeg þenda fólki, sem þarna á leið um, að fara varlega. © Seint gengur viðgerð Tjarnargöíunnar. FURÐULEGA seint gengur að ganga frá Tjarnargötunni. Jeg man ekki hvað |>að eru mörg ár síðan ákveðið var að breikka Tjarnargötuna og gera þarna skemtilega braut meðfram Tjörn I inni. Fyrst í stað gekk ekkert að fylla upp í Tjörnina og síðan | hefir ekki verið hreyft hendi við að ganga frá götunni. Menn skilja mæta-vel, að það er ekki hægt að gera alt í einu, sist nú, þegar erfitt kann að vera að fá verkamenn til vinnu. En manni finst ekki nema sjálfsagt, að þessari götu, sem gæti verið svo mikil bæjarprýði, væru gerð betri skil. Fyrir utan það, sem við, almenningur, i þessum bæ göngum um götuna, stendur for- sætisráðherrabústaðurinn við stræt.ið, en þangað koma af eðli- legum ástæðum margt erlent stór menni, og „traðirnar" að bústaðn um eru sannarlega ekki neitt til að státa af eins og er. • Tjörnin sjálf. OG LOKS er það Tjörnin sjálf. Jeg man ekki betur, en að samþyiíkt væri 1 fyrra í bæjar- stjórnmnf tillaga frá Gunnar Thoroddsen um að steypa botn tjarnarinnar og fegra hana á ýmsan hátt. Það eina, sem fram kvæmt hefir verið, er að búið er að gera góðan vegg beggja vegna brúarinnar. • Forstjórinn vissi um ferðina. Frá skipaútgarð ríkisins hefir' mjer borist eftirfarandi: „í TILEFNI af grein Guðm. Sveinssonar í dálkum yðar síðast liðinn miðvikudag undir fyrir- sögninni „forstjórinn vissi ekki um ferðina“, skal eftirgreint fram tekið: Ferð Ó.ðins til Vestfjarða, laug ardaginn 7. júlí var fyrir löngu af ráðin, og skyldi skipið flytja flokk leikfimismanna og nokkra menn aðra, þannig að ekki gat komið til mála, að skipið tæki fleiri farþega um borð. Guðm. Sveinsson þurfti að vita um farkost fyrir hóp af farþeg- um til Patreksfjarðar, og fjekk að vita, að næsta skip væri Esja. Þetta var rjett svar, því að með Óðni gátu umræddir farþegar ekki komist, og var því tilgang- laust að tala um þá ferð við nefndan. Það er rjett, að Esja fór síðar en ráo var fyrir gert. En því var um að kenna, að verkamenn voru mjög margir í sumarfríi um þetta leyti, eins og Guðmundur Sveinsson, og fjekkst því ekki nægur mannafli til þess að af- greiða Esju og önnur skip eins fljótt og venjulega“. A INNLENDUM VETTVANGI í GARÐYRKJURITINU, riti Garðyrkjufjelags íslands, sem er nýkomið út, er meðal annars stutt grein eftir Hafliða Jónsson frá Eyrum. Greinin fer hjer á eftir: „Mjólkurskortur er víða mik- ill í bæjum og kauptúnum hjer á landi. Sumsstaðar er reynt að bæta úr því með neyslu annara bætiel'naríkra fæðutegunda. Kem ur þá fyrst til greina grænmeti. Á síðastliðnu sumri barst mjer brjef frá kunningja mínum, úr þorpi vestur á fjörðum. Þar eru mjólkurvandræðin mjög mikil, og hatði læknir ráðlagt honum að gefa börnum sínum spínat til þess að bæta upp mjólkurleysið. En nú hafði maður þessi heldur engin ráð til þess áð afla sjer græmnetis. Hann bað mig því að útvega sjer það. Flutningur á spínati gat tæp- lega komið til greina langa sjó- leið, og jeg varð því að senda fræ vestur þangað og gefa þær leið- beiningar, sem jeg gat bestar gef ið / um ræktun og . hagnýtingu spínats. • Þetta brjef varð til þess, að jeg fór að nugsa um þá þýðingu, sem grænmetið hefir fyrir okkur ís- lendinga, og hve garðrækt er enn þá stutt á veg ^omin meðai al- menmngs. Sú aukning, sem orðið hefir á framleiðslu garðávaxta hin síð- ustu ár, hefir nær eingöngu orð- ð í nágrenni stærrá kaupstað- 1 Ræktun grænmetis anna, og þá einkum í Reykjavík ur og Akureyrar, efi annarsstaðar á landinu lítil og víða engin. Ekki vehður heldur með rjettu mælt á móti þeirri staðreynd, að enn- þá er það íxtill hluti landsmanna, sem þekkir algengustu_ grænmet istegundir, sem eru á markaði hjer í Reykjavík alla sumarmán uðina, hvað þá að menn viti al- mennt nokkur deili á ræktun grænmetis. Fyrir nokkrum árum var jeg staddur vortíma í sveit einni vestra og sá tvær konur setja kartöflur níður í garðholuna sína. Spírurnar voru langar og Ijósar, og konurnar vöfðu þær tvisvar, jafnvel þrisvar, utan um kartöfl una og lögðu hana síðan í holu, er þær höfðu gert í beðið, með trjestaut. Ef reikna ætti full vinnulaun, þeim sem nota slíkar vinnuað- ferðir, þættu kartöflurnar dýrar. Og þegar sá skyldi til rófnanna, var fjöl lögð yfir beðið og hún lát in ráða millibili milli rófnanna, síðan potað með fingri í moldina, og í þá holu sáð fræinu og þess vandlega gætt, að ekki færu of mörg træ í sömu holu. Aðrar vinnuaðferðir við garðyrkju, þektust hvergi, að jeg held, þar um slóðir. Við, sem höfum kynnst öðrum betri vinnubrögðum, gerum okk- ur vel Ijóst, að hjer þárf breyt- ing á að verða. Én það gerist ekk ert af tjálfu sjer. Hjer eru verk- efni, sem of lengi hafa beðið ó- leyst. Það þarf að leiðbeina fólki um það, hvernig hagkvæmast sje að vinna að garðyrkju. Það þarf að geía |iví ráðleggingar um, hvað það skuli rækta, og hvernig það eigi að hagnýta garðafurðir. Það dylst engum að hjer er um þjóðnytjastarf að ræða, sem verð ur að komast í framkvæmd hið fyrsta. Það færi vel á því ef að Garð- yrkjufjelag íslands riði hjer fyrst á vaðið, með því t. d. að hvetja til stofnunar fjelagssamtaka í sem flestum hjeruðum landsins, og gefa síðan slíkum fjelögum kost á, að senda fulltrúa á garð- yrkjunámskeið, sem garðyrkjufje agið gæti efnt til, eða útvegað fræ, áburð, verkfæri og aðra nauðs.vnlega hluti. Ennfremur gæti garðyrkjufje- lagið komið því til leiðar, að garð yrkjuráðunautar yrðu skipaðir í sem flestum hjeruðum landsins, á sama hátt og Búnaðarfjelagið hefir komið því á, að ráðunautar í landbúnaðarmálum hafa verið skipaðir í allflestum sveitum landsins. Hvernig og hvenær sem verk- efni þessi verða Ieyst, verða þaú að takast sem fyrst til alvarlegr- ar athugunar og vinnast af heil- um hug. Því fyrr, sem hafist verð ur handa, því betra, og það mun satt reynast, að aukin ræktun grænmetis verður til þess að auka velsæld manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.