Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 15
mokgunblaðið 15 Föstudagur 10. des. 1943. Strákurinn, sem ljek á tröllkarlinn „Maðurinn minn hefir ekki verið vel frískur upp á síðkast-. ið“, sagði hún. Hún sá, að þjón- arnir tveir glottu, er þeir komu inn með næsta rjett. „Þessi rjettur er búinn til úr andartungum. Frúnni hlýtur að geðjast að honum“, sagði Lin og talaði nú frönsku á ný. „í Evrópu eru aðeins íbúar tveggja borga, sem kunna list- ina að borða góðan mat, íbúar Parísar og Vínarborgar. Þjer, frú mín góð, hafið aðdráttar- afl þessara beggja borga til að bera, ef jeg mætti svo segja“. Fagurgali hans kom ekki að neinu gagni. Herra og frú Chang voru hætt að gefa matn um nokkurn gaum og sátu bæði með átakanlegan örvæntingar- svip á andlitunum, sem þau reyndu að dylja með brosi. Fránk Taylor kom aftur, en Bobbie ekki með honum. „Maðurinn yðar biður okkur að hafa sig afsakaðan. Hann er ekki vel frískur. Hann bíð- ur eftir yður .úti undir beru lofti“, sagði hann. „Jeg skal hjálpa yður til að ná í leigu- bifreið“. Helen gerði heiðarlega til- raun til að kveðja virðulega. „Þetta hefir verið indælt kvöld. Synd að við skyldum þurfa að fara svona snemma. Þakka kærlega fyrir mig, dr. Chang. Vona að við sjáumst bráðum aftur, frú ;Chang. Þjer verðið að hafa manninn minn afsak- aðan, hann hefir svo skelfing slæma meltingu. Jeg vona að- eins, að hann sje ekki alvar- lega veikur. Verið þjer sælir“. „Tókuð þjer eftir, hvað dr. Chang fölnaði mikið?“ spurði hún Frank á leiðinni út. „Hef- ir hann aldrei áður sjeð drukk- inn mann, eða hvað?“ „Honum var misboðið“, sagði Frank, um leið og hann tók undir handlegg hennar. „Það voru að minsta kosti sex rjett- ir eftir ennþá. Við bökuðum honum ómetanlega smán. Við verðum að hafa einhver ráð með að bæta honum það upp“. Helen nam staðar og virti fyrir sjer grafalvarlegt andlit hans. „Sorgarleikur í Shang- hai“, sagði hún háðslega. „Hvað veldur því, að þjer hafist við hjerna meðal allra þessara Kínverja?" „Starf mitt“, sagði Frank og 5'pti öxlum. „Þegar öllu er á botninn hvolft, er jeg eins og hver annar sölumaður, sem langar til að komast áfram í heiminum“, bætti hann við og brosti dauflega. „En sú óhepni, að við skyld- um ekki kynnast í Hawai“, sagði Helen um leið og hún gekk á undan honum niður þröngan stigann. Þau orð henn ar virtust sögð algerlega út í bláinn; Frank tókst ekki að ráða neitt af þeim. Bobbie sat í hnipri á neðsta þrepinu. Helen horfði á hann undarleg á svip. „Á jeg að ná í leigubifreið handa ykkur?“ spurði Frank. Bjarmann af ljóskeri lagði á andlit hans. Helen hjelt áfram að stara þögul á eiginmann sinn. Strætið var þröngt og fult af Kínverjum, sem gerðu að gamni sínu, er þeir gengu fram hjá þeim. „Farið ekki aftur til þeirra, Frank. Komið heldur með mjer. Hjálpið mjer“, sagði Helen snögglega. Hann leit af konunni á manninn. „Með ánægju“, sagði hann hikandi. V. Um leið og þau komu til klúbbsins lifnaði yfir Bobbie og í heila klukkustund var hann upp á sitt besta. Hann sagði sögur frá skólaveru sinni í Sandhurst, sló konu sinni gull- hamra, mæltist til vináttu við Frank Taylor og talaði með umburðarlyndi um Kínverjann, sem átti sök á þessum hræði- dega degi. Hann stakk upp á, að þau gerðu sjer ærlega glað- an dag á eftir öllum hörmung- unum, sem þau höfðu orðið að þola. Þau óku fyrst til Shang- hai Hotel til að hafa fataskifti, því að þau voru bæði heit og sveitt. Þau voru svo heppin að komast gegnum anddyrið án þess að veiðast í net Madame Tissaud. Þau voru farin að þú- ast og kalla hvert annað skírn- arnafni áður en þau yfirgáfu i klúbbinn, og nú tók Bobbiel Frank með sjer inn í baðher- bergi sitt og bauð honum að taka með sjer steypibað. Pott- er, þjónn Bobbie, maður með langt, horað andlit ,fölleitur og hátíðlegur á svip, kom með svart kaffi og færði húsbónda sinn í hreina skyrtu. Frank söng hástöfum í baðinu, því að hann hafði einnig drukkið all- mikið whiský í viðbót við hrís- vínið og var því í sólskinsskapi. „Við skulum sannarlega njóta lífsins í kvöld“, hrópaði Bobbie til hans. „Hvernig þá?“ hrópaði Frank á móti. „Við skulum heimsækja ein- hverjar illræmdar knæpur“, hrópaði Bobbie, um leið og hann rjetti fram fæturna og Potter færði hann í skóna. „Við skulum heimsækja ill- ræmdustu knæpurnar í Foo- chow stræti“, svaraði Frank fullur áhuga. „Það er sjerstaklega gaman að fara með Helen á svona staði“, sagði Bobbie. Frank svaraði því engu, heldur byrj- aði áð klæða sig. Hann var engan veginn viss um, að Hel- en myndi geðjast að því, að hann færi með mann hennar í mestu óþverraknæpur Shang- hai borgar. „Gula kjólinn“, sagði Helen við Clarkson þjónustustúlku sína. Guli kjóllinn var einn hinna fábrotnu og yfirlætis- lausu kjóla, sem kosta ríflega fúlgu. Helen leitaði vandlega meðal ilmvatnsglasanna, eins og einhver ósköp væru undir því komin, að velja rjettu teg- undina. Hún raulaði lágt með- an hún púðraði Ijósbrúna hand leggi sína með dökku púðri og setti lítinn hatt, sem var mest- megnis silki og blóm, á höfuð sjer. „Ætlið þjer að bera nokkra skartgripi, frú?“ spurði Clark- son. . „Neí, Clarkson, við ætlum að heimsækja skuggahverfin“, sagði Helen um leið og hún skoðaði sig í speglinum. „Hvenær á jeg að vekja yður á morgun?“ spurði Clarkson á leiðinni til dyranna. „Jeg býst ekkert frekar við að sofa nokkuð“, svaraði Hel- en. Og Clarjcson sagði hrein- skilnislega: „Þjer lítið mjög vel út núna, frú, ef jeg mætti s vo segja. Þjer ljómið af ham- ingju“. Helen klappaði konunni á vangann, hörund hennar var líkast viðkomu þurkuðu bók- felli. Allir, sem Helen hafði yf- ir að segja, elskuðu hana og dáðu. Hún hafði lag á að vinna sjer hylli þjóna, bifreiðarstjóra og stofustúlkna með því að spyrja um líðan fjölskyldu þeirra, unnusta og fjárhags- ástæður, og gleyma aldrei nöfn um barna þeirra. Þegar hún kom inn í stóru setustofuna, sem aðskildi svefn herbergi hennar frá herbergi Bobbie, þá sá hún einmitt þann svip á andliti Franks, sem hún óskaði að sjá. Hún vann ætíð stórsigra í gula kjólnum. „Viltu kaffi?“ spurði Bobbie. I „Nei, þakka þjer fyrir“, sagði hún og strauk á honum vott hárið, um leið og hún gekk fram hjá honum til Frank. „Við hljótum að skemta okk ur vel, Frank“, sagði hún lágt. Hún brosti með sjálfri sjer um leið og hún tók vindling á borð inu, sló honum tvisvar á hand- arbakið og kveikti í honum á eldspýtu, sem Frank hjelt fyr- ir hana. „Jeg hefi einhverntíma heyrt, að kvenfólk, sem slær vindl- ingnum svona áður en það kveikir í honum, hafi miður gott mannorð“, sagði Bobbie Æfintýri eftir Jörgen Moe. 4. Þetta sagði hestagæslumaðurinn konunginum strax, og konungur sagði við piltinn: „Fyrst þú hefir sagt þetta, verðurðu að ná í hörpuna. Getirðu það, skaltu fá dóttur mína og hálft ríkið, en getirðu það ekki, skaltu missa lífið“. „Jeg hefi hvorki hugsað eða sagt þetta“, svaraði pilt- ur, en það þýðir víst ekki annað en að reyna. En sex daga vil jeg fá til undirbúnings“. Jú, það var honum heimilt, en þegar þeir voru liðnir, varð hann að leggja af stað. I vasa sinn setti hann nagla, spítukubb og kertisbút og reri svo yfir vatnið. Þegar hann var nýkominn í land, kom tröllkarlinn út og sá hann strax. „Ert það þú, sem tókst silfurendurnar mínar sjö?“ hróp- aði tröllið. „Ja-á,“ svaraði piltur. „Það er þá þú, sem tókst líka rúmteppið mitt með gull- og silfurtiglunum?“ sagði risinn. „Jú-ú“, sagði strákur. Þá greip tröllkarlinn hann og fór með hann með sjer inn í fjallið. „Hjerna er jeg búinn að ná í strákinn, sem tók silfurendurnar mínar og rúmteppið, dóttir mín góð“, sagði risinn. „Nú skulum við fita hann dálítið, slátra hon- um svo og bjóða skyldfólkinu okkar í veislu“. Þetta þótti dóttur tröllkarlsins þjóðráð, og svo var hann settur í af- helli einn lítinn og þar fjekk hann allt það besta, sem hann gat óskað sjer, bæði í mat og drykk, og eins mikið ~af öllu og hann vildi. Þegar vika var liðin, sagði tröllkarlinn við dóttur sína, að nú skyldi hún fara og skera strákinn í litlafingurinn, til þess að sjá hvort hann væri orðinn nokkuð feitur. Hún fór niður í afhellinn. „Komdu með litlafingurinn þinn“, sagði hún, en strákur rjetti fram naglann, og hún skar í hann. „Æ, nei, hann er harður eins og steinn ennþá“, sagði dóttir risans við föður sinn, þegar hún kom inn til hans aftur. „Enn getum við ekki tekið hann“. Eftir aðra viku fór á sömu leið, nema hvað þá rjetti strákur fram spítukubbinn. „Dálítið er hann skárri“, sagði hún, þegar hún kom inn til föður síns aftur, „en ennþá yrði hann seigur eins og trje“. Á meðan uppþotið var í London 1780, settu margir borgarbúar spjöld fyrir ofan dyr húsa sinna með áletrun- inni: „Engin pápiska hjer“. Þetta gerðu þeir til þess að fvr- irbyggja að hús þeirra yrðu rænd og brend. Grimaldi gamli ritaði fyrir ofan dyrnar á húsi sínu, til þess að fyrirbyggpi allan misskilning: „Engin tru hjer“. ★ Hertoginn af York hitti eitt sinn Karl 2. Englandskonung, sem hafði aðeins tvo menn til fylgdar sjer. Hertoginn varð mjög undrandi, er hann sá það, og hafði orð á því við konung- inn. „Ekki einn einasti rnacjur11, svaraði einvaldinn, „mun stytta mjer aldur til þess að ■gera þig að konungi“. ★ Árið 1902 taldist stærðfræð- ingi einum svo til, að 28. apríl það ár kl. 10.40 f. h., væru liðn- ar miljarð mínútur frá fæðingu Krists. Virðast 1902 ár vera langur tími, en þó er það ekki nema miljarð mínútur. ★ Eitt sinn var Ed Wynn kynt- ur fyrir hóteleiganda. „Þetta er Ed Wynn, — en hann er sannarlega ekki eins vitlaus eins og hann lítur út fyrir að vera“. „Það er rjett“, sagði Wynn. „I því felst hinn mikli mismun- ur á mjer og þessum vini mín- um“. 'k Öldungur, 97 ára gamall, dáði mjög unga stúlku og sló henni gullhamra, en alt í einu hvarf hann frá borði hennar án þess að líta á hana. „Sjáið til“, kallaði stúlkan á eftir honum, „ef þjer hafið átt við eitthvað með þeim gull- hömrum, sem þjer hafið slegið mjer, hefðuð þjer ekki farið án þess að líta framan í mig“. „Ungfrú“, svaraði gamli mað urinn, „ef jeg hefði litið á yð- ur, hefði jeg ekki getað farið“. ★ Fyrir nokkrum . árum Ijet 'Winston Churchill prenta allar ræðurnar, sem hann hafði flutt og ljet þingmennina fá eitt ein- tak af þeim. Einn þingmaður frjálslynda flokksins sendi Churchill eftirfarandi þakkar- brjef: „Kæri Mr. Churchill, þakka yður fyrir eintakið af ræðunum yðar, sem jeg fjekk í dag. Svo vitpa jeg í Beaconsfield lávarð: Jeg mun ekki missa neinn tíma til þess að lesa þær“. ★ Dr. Sutton spurði eitt sinn dr. Peech: „Mr. Peech, hvernig stendur á því, að þú hefir ekki rukkað mig um það, sem jeg skulda þjer?“ „Oh“, svaraði dr. Peech, „jeg rukka aldrei heiðarlega menn um peninga“. „Svo?“ sagði Sutton. „En hvað gerirðu þá, ef þeir borga þjer aldrei?“ „Eftir vissan tíma“, svaraði dr. Peech, „neyðist jeg til að líta á þá sem heldur ltíilfjör- lega menn, og þá get jeg rukk- að þá“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.