Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 8
8 1 MORGUNBLAÐIfi Föstudagur 10. des. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Góðir liðsmenn MEÐAL ÞEIRRA mörgu ágætu erinda, sem voru flutt hjer á aldarfjórðungsafmæli fullveldisins, 1. des. s. 1., voru án efa tvö, sem báru af. Það voru erindin í kvöld-útvarp- inu, sem þeir fluttu dr. Einar Arnórsson dómsmálaráð- herra og Ólafur Lárusson prófessor. Bæði erindin voru með ágætum og hvergi hopað frá okkar málstað. Erindi dómsmálaráðherrans hefir verið birt í Vísi, en erindi prófessors Ólafs Lárussonar verður birt í Morgun- blaðinu á næstunni. ★ Um deilu þá, sem verið hefir og áfram er haldið, varð- andi rjett okkar íslendinga til þess að stofna lýðveldi á næsta ári, farast dómsmálaráðherra orð á þessa leið: „Vjer höfum ákveðið að stofna formlega lýðveldi á næsta ári. Nú er deilt um heimild vora til þess. Deilan er auðvitað milli íslendinga. Annar flokkurinn telur rjett og sjálfsagt að ganga frá stofnun lýðveldis þegar á næsta ári og setja lýðveldið ekki síðar á stofn en 17. júní næst- komandi. Hinn flokkurinn vill draga þessar framkvæmd- ir þar til er unt verði að tala við Dani eða draga að minsta kosti formlega samþykt um stofnun. lýðveldis fram yfir 17. maí 1944, er 3 ár sjeu liðin síðan samþyktin 17. maí 1941 var gerð á alþingi. Byggir þessi flokkur manna skoð- un sína á 18. gr. sambl., er heimilaði hvorum aðilja að krefjast endurskoðunar á sambl. þegar eftir 1. jan. 1940 og að segja einhliða upp samningnum að liðnum 3 árum frá því, er krafa um endurskoðun kom fram. En raun- verulega hefir engin krafa um endurskoðun komið fram hvorki af vorri hálfu nje Dana. Yfirlýsing alþingis 17. maí 1941 um stofnun lýðveldis á íslandi eigi síðar en í styrjaldarlok er alls ekki tilmæli um endurskoðun sam- bandslaganna, heldur þvert á móti yfirlýsing um það, að endurskoðun og samningaumleitanir í þá átt skuli ekki fram fara. Slíkt sje þýðingarlaust, því að sjálfir höfum vjer ákveðið sambandsslit. Ef fylgja skyldi bókstaf 18. gr. sambandslaganna, þá þyrftum vjer að bíða, þar til er Danmörk hefði aftur fengið frelsi sitt, og þá ættum vjer að krefjast endurskoðunar, og að liðnum 3 árum þar frá loksins að segja upp sambandslögunum með þeim hætti, sem í 18. gr. þeirra segir. Fyrir því er ljóst, að þeir menn sem láta sjer nægja að draga formlega ályktun um sambandsslitin einungis fram yfir 17. maí 1944, fara ekki að samkvæmt bókstaf 18. gr. sbl. Ef hinir svonefndu hraðskilnaðarmenn brjóta hann, þá gerir þessi deild hinna hægfara manna það líka. Ein- ungis þeir hægfara menn, sem vilja bíða þangað til Dan- mörk er aftur orðin frjáls, geta fullyrt sig fylgja bókstaf- lega ákvæðum 18. gr. sbl.“. ★ Síðar í erindinu kemst dómsmálaráðherra þannig að orði: „Það má heita mikið heillaleysi, að vjer skulum nú þurfa að heyja innanlandsstyrjöld um það eitt, hvort formleg ákvörðun um lýðveldisstofnun skuli tekin nokkr- um mánuðum fyrr eða seinna. Og það get jeg ekki skilið, að Danir reiðist síður við oss ef vjer tökum slíkt skref, án viðtals við þá, rjett eftir 17. maí 1944, en ef við gerum það einhverja fyrri mánuði ársins 1944. Mjer virðist, að það geti ekki skift þá neinu máli. Oss hefði verið það meiri sæmd og meiri styrkur, ef allir eða flestir þeir góðu menn, sem andvíga hafa lýst sig aðgerðum þeim, sem þrír flokk- ar þingsins hafa ákveðið, hefðu getað samþýðst þeim fyrir- ætlunum. Þeir eru jafnmiklir föðurlandsvinir sem hinir og stefna algerlega að sama marki, en oss finst þeir sumir vera ofmiklir lögtogsmenn og aðrir of hörundssárir vegna hins aðiljans“. Og að síðustu segir ráðherrann: „Jeg vil enda þessi orð mín með þeirri osk og von, að samheldni verði sem mest um framgang málsins, því að sundrungin horfir oss til vansæmdar og veiklunar, en samheldnin til sæmdar og styrktar“. Í Morgunblaðinu fyrir ZS árum Verðlag hækkaði þá mjög. Um það segir: 8. des. „Hröo verðhækkun. Það er til marks um það, hvað vörur stíga ótrúlega fljótt í verði nú á tím- um, að í verslun einni hjer í bæ fengust barnakerti í fyrramorg- un kr. 1.10 pakkinn. Um hádegi kostuðu þau kr. 1.25 og um aftan kr. 1.50“. ★ Islensk skip máttu nota danska fánann. 9. des. „Bráðabirgðalög hafa verið gefin út um breytingar á lögum um skrásetning skipa, er meðal annars skylda öll íslensk skip til að nota íslenska fánann í innan og utanlandssiglingum. Þó má veita undanþágu frá þessu, ef svo stendur á, að það geti vald- ið töfum og óþægindum í útlend- um höfnum, meðan eigi er hvar- vetna orðið kunnugt um hinn íslenska ríkisfána, og hefir stjórnin því með auglýsingu heimilað íslenskum skipum a.ð nota danska fánann í siglingum utan landhelgi til 31. mars“. ★ Stúdentar beita sjer fýrir friðhelgi Þingvalla. 10. des. „Stúdentafjelagið ætlar að beita sjer fyrir því að gera Þing- velli að friðhelgum reit og mun leita styrks annara fjelaga í land inu máli því til stuðnings. Mun það vaka fyrir fjelaginu að fá sögustaðinn hreinsaðan, skóginn verndaðan og að komið sje þar upp veglegu gistihúsi, helst fyrir 1000 ára afmæli Alþingis 1930“. ★ Deilt var um fæðingardag Thorvaldsens. 12. des. „Gerh. Hornemann skjalavörð ur í Kaupmannahöfn þykist hafa fundið sannanir fyrir því, að Al- bert Thorvaldsen sje fæddur á fæðingarstofnuninni í Kaup- mannahöfn hinn 13. nóvember 1768. Ef það væri rjett, hefði 150 ára afmæli Thorvaldsens verið 13. nóv. s.l. Sannanir þær, er Hornemann færir fyrir þessu, hafa víst þótt fullnægjandi hjer, því að þann dag dró stjórnar- ráðið báða fána sína að hún til virðingar við Thorvaldsen. Stjórnarnefnd listasafns Thor- valdsens í Kaupmannahöfn hjelt fund um þetta efni í október eða nóvember og komst að þeirri niðurstöðu, að rök Hornemanns væru ekki fullnægjandi og að rjettast væri að telja 17. nóvem- ber 1770 fæðingardag Thórvald- sens eins og áður“. ★ Um ljósleysið á götunum segir m. a.: 13. des. „í sjálfri höfuðborginni er fólki boðið að fálma sig áfram í svo svörtu myrkri, að varla sjer handa skil, og einu ljósdepl- arnir í því myrkrahafi erú aug- lýsingaljós einstakra kaup- rnanna". Lausn í sorphreinsunar- málunum. MARGIR, sem hugsa um þrifn að og heilbrigði í þessum bæ hafa haft áhyggjur af því, hvern ig fara ætti með sorp frá húsum, núna eftir að hitaveitan kemur, því eins og kunnugt er hefir úr- gangi verið brent í miðstöðvum og hefir það komið í veg fyrir margskonar óþrifnað, sem myndi hafa stafað af því að fleygja sorpi í öskuílát og láta það rotna þar. Þegar hitaveitan verður kom- in í flest hús bæjarins verður ekki lengur hægt að brenna sorp inu í heimahúsum og hefir fólk þá ekki önnur ráð heldur en að fleygja því í öskuílát. Það segir sig sjáift, að mikil hætta er á óþrifnaði og óhollustu af því fyrirkomulagi, einkum á sumrin þegar heitt er í veðri, en bæði vetur og sumar er hætta á að sorpílát verði gróðrarstía fyrir rottur, ef ekki er því betur geng- ið frá sorpílátunum. Nú vill svo til, að úr þessu er hægt að bæta með tiltölulega litlum kostnaði og fyrirhöfn. Maður nokkur, sem er vel kunn ugur heilbrigðismálum ýmsra borga erlendis segir þetta — Það sem þarf að gera, er að fá samskonar sorpílát fyrir allan bæinn. ílát, sem eru vel lokuð og sem ekki eru stærri en svo, að tveir menn geti hæglega borið þau full á milli sín. Hreinsunin á að fara þannig fram, að hreinsunarmenn taka fulla sorpílátið og setja annáð samskonar í staðinn. Með öðrum orðum, það er ekki hreinsað úr sorpílátum við hvert hús, heldur eru þau tekin full og tóm ílát sett í staðinn. Sparnaður og aukin þrifnaður. MÁLI SÍNU TIL STUÐINGS segir þessi sami maður: ' — Með því að taka upp þetta fyrirkomulag á sorphreinsun í bænum vinst fyrst og fremst þetta: Það sparar allan mokst- ur úr sorpílátunum við húsin, en við moksturinn fer ekki hjá því, að það ryki úr sorpílátunum. — Það sparar allan burð frá húsi í bíla í opnum ílátum. Þetta eru tvö mikilsverð atriði. En þar að auki myndi þessi aðferð auka vinnuafköst við sorphreinsun að minsta kosti um þriðjung og væri hægt að nota þann tíma, sem sparast á þann hátt, að oftar væri hreinsað við hvert hús. Sorpílátin ætti svo vitanlega að brenna. Til þess þarf ekki að eyða neinu eldsneyti, því það er nóg eldsneyti í sorpinu sjálfu, en byggja þyrfti stóra, en ein- falda ofna til brenslunnar. Mjer finnast þetta góðar til- lögur, sem bæjaryfirvöldin ættu að minsta kosti að taka til gaum gæfilegrar athugunar. Kostnað- urinn við sorpílátin yrði hverf- andi fyrir einstakt hús. Sundlaug í Vestur- bænum. EINN AF MEIRIHÁTTAR I^esturbæingum í þessum bæ, Erlendur Ó. Pjetursson íþrótta- frömuður hefir sent mjer brjef- stúf um sundlaug í Vesturbæn- um, sem jeg vakti máls á hjer í dálkunum á dögunum. E. Ó. P. segir: „Það er hverju orði sannara, sem Víkverji gat um fyrir nokkru, að það er nauðsynlegt að koma upp sundlaug í Vestur- bænum. Á því mun heldur eng- in efi, að áhugi Vesturbæinga er mikill fyrir þessu máli. Eins og Víkverji gat um, hef- ir K.-R. hugsað sjer að koma upp sundlaug á hinu væntanlega íþróttasvæði fjelagsins við Kaplaskjólsveg. Vil jeg nú skýra að nokkru, hvernig fjelagið hugs ar sjer framkvæmd þessa máls. • K.-R.-sundlaugin. FJELAGIÐ hefir þegar stofnað sjóð, sem heitir Sundlaugasjóður K. R. í honum er nú á annað þúsund krónur. Er það ætlun |fjelagsins, að safna í þennan sjóð meðal fjelaga sinna og Vest urbæinga, sem vilja styðja þetta nauðsynjamál, þegar hafist verður handa um byggingu sund laugarinnar, er það ætlun fje- lagsins að fjelagar þess leggi fram þegnskylduvinnu og bær og ríki hjálpi til með fjárhagslegan stuðning, eins og við aðrar sund laugar, sem byggðar eru. Þegar svo sundlaugin tekur til starfa, noti fjelagið hana til sund æfinga sinna, en þann tíma, sem fjelagið notar hana ekki sjálft, sje hún opin fyrir allan almenn ing í Vesturbænum. Á þénnan hátt yrði þessu máii vel borgið fyrir íbúa Vestur- bæjarins. í sambandi við þetta mál, er best að geta þess, að K. R. hefir mikinn hug á að héfjast handa méð að ræsa landið fram, því það er fyrsta skilyrði þess, að geta haft tilætluð not af því. Þaðp sem þarf að byrja á er að grafa skurð gegnum Eiðsgranda. Leikvöllur Vestur- bæinga. FÓR K. R. fram á það við bæj arstjórn, að hún geri þennan skurð og mun áreiðanlega ekki >standa á bæjarstjórninni með það, og er nauðsynlegt, að það yrði framkvæmt strax í byrjun næsta árs. Snemma í vor hafa svo K. R.-ingar ákveðið, að vinna að því sjálfir, með þegnskyldu- vinnu, að byrja á að ræsta fram landið og helst að koma sjer upp í sumar bráðabirgða æfinga velli fyrir knattspyrnu og frjáls ar íþróttir. Þá munu og sund- menn K. R. áreiðanlega hefjast handa með undirbúning sund- laugarinnar. — En þegar allt er komið í kring, eins og þar stend- ur, verður íþróttasvæði K. R. í framtíðinni ágætur leikvöllur og skemtistaður Vesturbæinga11. Ónæði í síma — ósiður. ÞAÐ er leiður siður, sem marg ir hafa, en það er að ónáða með- borgara sína í síma, í tím.a og ó- tíma. Þessir ókurteisu menn taka ekki neitt tillit til hvort yfir stendur matmálstími, eða hvild artími. Ef þeim dettur í hug áð hringja í mann út af einhverju smávegis, dettur þeim ekki í húg að neita sjer um það og bíða t. d. skrifstofutíma. Verkfræðingar Hitaveitunnar hafa orðið fyrir barðinú á þessu fólki undanfarna daga. Síðan far ið var að hleypa heita vatninu í húsin hefir ekki verið stundleg- ur friður hjá þessum starfsmönn um Hitaveitunnar. Það er ekki lengur um að ræða neitt heimil- islíf, eða heimilisfrið á kvöldin. Nú má búast við, að margir hafi erindi við forstöðumenn Hita veitunnar, það getur komið í ljós smá leki, eða einhver galli í leiðsl um. En það er ekkí hægt að gera við slíkt a nóttunni og þvi til- gangsláust að vera að hringja til verkfræðinganna á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.