Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. des. 1943, ^J^uenjyjóÁin oc^ ^JÍeimiiiÉ mw -* W *♦..*•• V *.**♦* *♦**♦* V *♦* **♦ *♦* ^JJia fí er 9 á jii Á L’ ona ? *«—«—«—» Hvað er gáfuð kona? Hvern ig getum við í raun rjettri skil- greint, hvað gáfuð kona sje? Er það fyrst og fremst hin sprenglærða og fróða kona, sem er gáfuð? Er það hin fjölhæfa kona? Er það konan, sem með elju sinni og dugnaði, hefir komist í ábyrgðarstöðu í lífinu? Er það konan sem er fræg? Er það hin slungna, skarpskyggna kona? Kvenlegur yndisþokki og kvenleg fegurð, hefir verið skil gFeint ótal sinnum af frægustu skáldum og listamönnum. En það virðist ekki hafa verið fyllilega krufið til mergjar af neinum, hvað gáfuð kona sje, í þess orð fyllstu merkingu. Það á ef til vill rætur sínar að rekja til þess, að um aldarað- ir var litið á gáfurnar sem einka eign karlmannsins. Það var (hann, sem hafði byggt upp heiminn, og rjeði þar lögum og lofum. Konan hlaut ekki stöðu þá í þjóðfjel., sem henni bar, sem var hennar frumrjettur, sem mannlegrar veru. Karl- maðurinn viðurkenndi treglega að konan ætti nokkuð til, er gáfur hjetu. Sumir hafa sagt að eina gáfaða konan sje sú, sem sje nógu gáfuð til þess að láta ekki á því bera. Ekkert geti konan gert heimskulegra, en láta bera meira á gáfum sínum en fegurð. Að sjerhver kona hljóti í vöggugjöf sinn skerf af kvenlegri viðkvæmni og kvenlegum yndisþokka, og það sje henni nóg. Þær eigi ekki að ráðast inn á umráðasvið karlmanna á neinn hátt, en það sjeu þær að gera, þegar þær skifti sjer af opinberum mál- um o. s. frv. Staða konunnar sje á heimilinu, og hvergi ann- arsstaðar. Vera má að þetta sje rjett. Annars er þessi deila um jafn- rjetti kvenna og karla úrelt. Húfi er jafn úrelt og hatturinn, sem frú Pankhrust bar, í bar- áttu sinni fyrir kosningarrjetti kvenna. Frú Pankhrust var sönn gáfu kona. Ekki aðeins vegna þess, að hún barðist ötullega fyrir kosningarjetti kvenna, heldur og vegna þess að hún gerði svo mikið til þess að fylgja fram sannfæringu sinni, um jöfn borgararjettindi karla og kvenna. Og vegna þess að hún skyldi, að aðeins með full- komnu jafnrjetti, er hægt að ná því samræmi á milli mann- anna sem vera ber, og nauð- synlegt er, til þess að vel fari. Þess vegna er ekki lengur talað um, hversu góðar gáfur konunnar sjeu, borið saman við gáfur mannsins. Það er líka tæp ast mögulegt, því að karlmað- Urinni og kvenmáðurinn eru svo ólíkar verur, og ólíkum hæfileikum gæddar. Hæfileikar konunnar eru óstöðugri og dreifðari. En hún á hægara en karlmaðurinn með að beina huganum að fleira en einu starfi. Kvenprófessorinn er t. d. miklu líklegri til þess að geta gert við sokkana sína, tekið til í herberginu sínu og eldað handa sjer matinn, en karl-prófessorinn. — Honum dytti sjálfsagt aldrei í hug, að fást við slíkt, teldi það langt fyrir neðan virðingu sína. Margir ætla, að eina gáfaða konan sje sú, er hafi hlotið góða menntun, sje lærð. Þetta er hinn mesti misskilningur. Gott dæmi um gáfaða konu, er einmitt konan, sem stjórnar heimili, í þess orðs fylstu merk ingu. Við ættum að gefa gaum að henni, sjá, hversu mikið af hyggindum og reynslu hún þarf til að bera, og hversu ótal mörg og ólík störf hún þarf að inna af hendi. Annað dæmi um gáfaða konu er þú, sem er tvö hundruð pró- zent kvenleg, og beitir öllum hugsanlegum brögðum, til þess að ná sjer í mann (sem er til- töluega auðvelt) og einnig til þess að halda honum (sem er nú ekki eins auðvelt). Þetta er mikið starf, sem krefst leikni hershöfðingja, seiglu hins ó- breytta hermanns, þolinmæði stjórnmálamanns og miskunar- 'leysis einræðisherra. Og svo þessa sjötta skilningarvits, sem er annað dæmi um gáfur. ★ Þá er það hin metnaðargjarna kona, sem sýnir gáfur sínar í því, að ná sem mestum frama í lífinu, komast í einhverja góða stöðu, eða byggja eitt- hvað upp af eigin rammleik. Það er aðeins hættulega auð velt fyrir slíka konu að missa jafnvægið, kastast út í eitt- hvert eitt starf, á kostnað alls annars. Sú kona, sem þannig gefur sig alla að einu áhuga- onáli tapár miklu meira við ^það, en karlmaðurinn. Hann getur frekar, sjer að skaðlausu, valið einhliða lífsstarf. Konan er í eðli sínu fjölhæf- ari, tilfinningarnæmari og ó- sjálfstæðari en karlmaðurinn, og getur þess vegna beðið ó- metanlegt tjón við það, að sökkva sjer þannig niður í eitt starf, á kostnað annarra. Hún getur ekki kallast gáfuð kona og hún glatar að öllum líkind- um einnig lífshamingju sinni. Ef til vill er Madame Curie sígildasta dæmið sem til er, um gáfaða konu. Hún lagði ekki aðeins sinn vísindalega skerf til heilla öllu mannkyn- inu, heldur giftist hún í fátækt manninum sem hún elskaði og annaðist heimili, mann og börn af hinu mesta ástriki. Það er ekki hægt að segja um, hvort hún náði betri árangri á sviði vísindanna eða heimilisins. Undirbúningur jóianna fer í hönd hjá húsmæðrum, því að þær vilja að allt sje tilbúið í tæka tíð, öllum bakstri, hreingerningum o. s. frv. sje lokið fyrir hátíðina, því að þá vei’ður allt að vera fínt og fágað og allir verða að fá að borða það besta, sem til er. — Því er svo varið með margar húsmæður, að þeim finst þær engin jól geta haldið, ef þær ekki hafa á boð- stólum nokkrar tegundir af heimabökuðum kökum. í næstu kvennasíðu mun frú Ingibjörg Jónsdóttir fyrv. forstöðukona Húsmæðraskólans á ísafirði, gefa hús- mæðrum nokkrar góðar kökuuppskriftir. Hjer er mynd af fallegu stofuhorni, með einföldum en smekklegum húsgögnum. — Mynd- •f t « í . in i er * úr 'amerísku blaði. “ M ! { * 1 • ■ ■ »■ # t 1 í 11 *■' ‘* M ! t * Hí'0> * H'to ) )4lt I 1 ( ' ' ’ i 11; 1 ^JJúó - ^JJeimiL Hús geta allir byggt sjer, sem peninga hafa. En það er ekki eins auðvelt að bi'eyta húsi í heimili. Það hefir löngum verið hlut- vei'k konunnar, að gera heimil- isbraginn hlýlegan, breyta hinu kalda húsi í hlýlegt heimili. iÞqð er göfugt hlutverk, er hver kona ætti að vera hreykin af, að rækja. Þa*ð eru 'til þær húsmæður, er hyggja heimilisbraginn kom- inn undir því, að húsgögnin sjeu falleg, og fari vel saman. Það hefir auðvitað mikið að segja. Hver hlutur er að nokkru leyti uppfyllt ósk, er hefir ef til vill kostað svo og svo mikla erfiðleika og fórnir. En það eru samt ekki húsgögnin, sem heim ilið mótast af, og gera það að verkum að barnið langar heim, þegar því líður illa. Okkur þykir jafn vænt um heimilið okkar, þótt þar sje lágt undir loft, og lítið um glæsi leg húsgögn. Það er andrúms- loftið á heimilinu, sem mest hefir að segja, og það er hús- móðurin, sál heimilisins, er ræð ur mestu þar um. Það þarf að ríkja þannig andi á heimilinu, að allir meðlimir þess geti lifað saman í sátt og samlyndi. Það þarf að geta veitt sjerhverjum það sem hann þráir og þarfnast mest, þeim þreytta hvíld, þeim sorgmædda huggun, þeim, sem beðið hefir skipsbrot höfn o. s. frv. Þá fyrst verður húsið að heimili, og orð ið „að koma heim“, þau dá- samlegustu, sem til eru. En húsmóðirin ein getur ekki kómið þessu til leiðar, hversu óeigingjörn og mikilhæf sem hún er. Öll fjölskyldan verður að hjálpast að. En það vill nú oft fara svo, að litið er á óeig- ingirni og sjálfsafneitun hús- móðurinítar eins og hvern ann- án sjálfsagðan hlut. Það er talið sjálfsagt, að hún sitji allt- af á hakanum. „Römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“, segir fornt spakmæli, og víst er að þegar börnin eru fullvaxta, I hafa yfirgefið æskuheimilið og ! eru farin að lifa lífinu af eigin rammleik, þá er það oft fyrsta hugsun þeirra ef lífið hefir á einhvern hátt leikið þau gráft eða þeim líður illa, að komasf heim, og oft ér það liíri bjaítá minning um æskuheimilið, er heldur þeim uppi. íslensk námsmær vestra Myndir af íslensku námsfólki vestra birtast tíðum í amerísk- um blöðum. Nýlega birtist þannig myndin hjer að ofan í einu blaði vestan hafs. Hún er af ungfrú Oddnýju Stefánssort, sem stundar nám við háskólann í Minneapolis. Leggur hún stund á verslunarhagfræði. A ii Gamalt ráð við kvefi Fólki er mjög gjarnt á að fá kvef um þetta leyti árs. Margir eru þeirr-a skoðunar, að kvef sje eiginlega enginn sjúkdóm- ur, og sinna því þess vegna ekki serri skyldi. Þeir setja stollt sitt í, að vera á ferli kvefaðir, með rautt nef, vot augu, síhnerrandi og hóstandi, og smita þannig fjölda annarra í stað þess að vera í rúminu, þar til kvefið er batnað, þó ekki sje nema um nefkvef að ræða. Nefkvef getur í sjálfu sjer verið slæmt, og ef óvarlega er farið getur það haft alvarlegar sjúkdóms afleið ingar. Gamalt húsráð við kvefi, er að anda að sjer kamillutesgufu. Sterkt kamillute er hitað á pönnu, og síðan setur maður andlitið yfir gufuna, breiðir handklæði yfir höfuðið til þess að hin græðandi gufa nái að leika um andlitið, og andar henni að sjer, upp í nef og munn. Það nægir að vera yfir guf- unni.í.5 mínútur í einu. " Þetta ódýra húsráð er mjög tónðhægt, og tilvinnandi íyrir þá sem- ekki þekkja -það, að vita, þyersu vel þ^að gefst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.