Morgunblaðið - 09.11.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.11.1943, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. nóv. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 5 ÞRÓUNARSAGA MJÓLKURMÁLANNA Fjórða tímabiSið — Samsalan tekur við stjórninni Árið 1934 komu ný mjólk- urlög. — Þau voru að vísu nokkuð á annan veg heldur en framleiðendur höfðu ósk að.En með stjórn, sem skildi tilgang slíkrar lagasetning- ar, hefðu lögin getað náð til- gangi sínum. Stjórn mjólk- urmálanna var „fyrst um sinn“ tekin úr höndum mjóikurframleiðenda og sett undir pólitíska stjórn. Þetta fyrst um sinn hefir nú staðið í næstum níu ár. Fram sóknarmönnum og Alþýðu- flokksmönnum var sameig- inlega trygður öruggur meiri hluti í stjórn samsöl- unnar. Formaður mjólkur- sölunefndar var skipaður Sveinbjörn Högnason, svo sem mönnum er kunnugt. Hefir hann gegnt því starfi fram á þennan dag. Sem afleiðing þessa á- stands hófust strax pólitísk- ir verslunarsamningar milli Framsóknarmanna og Jafn- aðarmanna um það, á hvern hátt hægt væri að nota sjer fyrir báða þessa flokka, þá miklu möguleika, sem lög þessi fólu í sjer. Egill Thorarensen verður að rifta skriflega gerðum samn ingum, vegna pólitísks samningamakks Framsékn- ar og Alþýðuflokksins. Við Egill Thorarensen komum báðir í stjórn Mjólkursamsölunnar sem fulltrúar framleiðendanna, en þrátt fyrir ágætt sam- starf undanfarin ár og §gm- eiginlegar hugsjónir í þess- um málum, skildu nú leið- ir, þar sem hin pólitíska að- staða krafðist þess af Agli Thorarensen, að til ágrein- ings yrði látið koma innan mjólkursölunefndar við- komandi verðlagi mjólkur á hinum ýmsu stöðum inn- an hins nýja verðjöfnunar- svæðis, ágreipings, sem Mjólkurbandalag Suður- lands var búið að leysa með undirskrifuðum samningum allra aðila, sem fólu í s,|er nokkurn verðmismun ó mjólk framleiddri sunnan fjalls og austan, en sem átti að smáminka á næstu árum, þar til sama verð yrði greitt fvrir alla mjólk sambærilega að gæðum komna á Reykjavík- urmarkaðinn. Var þessi bráðabirgðaráðstöfun ákveð in af Mjólkurbandalagi Suð urlands til að forðast þá byltingu, er mundi verða á framleiðsluháttum bæði sunnan fjalls og austan, ef stökkið yrði tekið í einu. Samvinnusamtökin rofna. Vingsamleg samvinna fram leiðenda og neytenda«fer út um þúfur. Þannig, enduðu þá hin frjálsu samvihnusamtök Ma Eyjólfs Jóhanassonar á Varðarfundi — 3. grein framleiðendanna, og hin góða og vingjarnlega sam- vinna sem átti sjer stað milli framleiðenda og neytenda átti nú fyrir sjer að líða nokkurt skipsbrot í bili. Hin nýja stjórn samsöl- unnar, mjólkursölunefndin, tók nú til starfa með miklu brauki og bramli.Með miklu yfirlæti átti að sýna, að öll þessi mál höfðu verið í hinni mestu niðurlægingu, en nú skyldu þau tekin föstum tök um og alþjóð sýnt, hver ár- angurinn yrði, þegar Fram- sókn og Alþýðuflokkurinn tækju höndum saman urn að leysi þessi *nál. ★ Ollu því eldra var vikið til hliðar, nýjir starfsmenn urðu að koma, fyrirmvndar mjólkurbússtjóri var látinn fara, og mjólkurbússtjóri frá Mjólkurbúi Flóamanna var settur yfir Mjólkurstöð- ina. Ágæturp starfsmönnum var vikið frá starfi, ef þeir voru grunaðir um að hafa of ákveðnar stjórnmálaskoð anir í andstöðu við þessa nýju stjórnendur. Nýr for- stjóri var valinn, að vísu góður og gegn maður, en sem ekki hafði reynslu og þekkingu á þessum málum. Honum stóð til boða aðstoð mín samkvæmt hans eig- in ósk, en þegar til kom var honum bannað að tala v'ð mig um nokkurn hlut varð- andi mjólkursöluna. Fingra- gamla tímans máttu hvergi sjást á framkvæmdum hins nýja skipulags. Þessi fram- kvæmdastjóri átti þar skamma dvöl, en við starf- inu tók núverandi fram- kvæmdastjóri, Halldór Ei- ríksson. Af fullkomlega eðlilegum ástæðum fór öll afgreiðsla í handastkoluni fyrstu dag' ana. Hið nýja kerfi, sem hin nýja stjórn hafði seH upp, var ekki bygt á neinni reynslu, enda varð mjólkur- salan í slíkum ólestri fvrstu dagana, að til fullkominna vandræða horfði. Hin þektu svör sjera Sveinbjarnar. Neytendur urðu að von- um mjög óánægðir. — Þeir báru fram- kvartanir sínar' við hina nýju yfirmenn sam sölunnar, en í stað þess að bera fram afsakanir og biðja viðskiftavinifla að sýna þol- inmæði fyrstu dagana, með- an hið nýja kerfi væri að fá | á sig fast forip, og hinir nýju stafrmsnn-að kynnast öllum staðháttum, fengu viðskifta vinirnir annað hvort ekki viðtal-eða þá skæting og ó- svífin tilsvör. Árekstrarnir í framkvæmdunum hjeldu svo áfram, fleiri og fleiri, en umkvartanirnar fengu altaf sömu móttökurnar. Það hvílir á baki hús- mæðranna í bænum að sjá heimilunum fyrir daglegri fæðu og þá ekki síst mjólk og mjólkurvörum. Það kom því í hlut þeirra að gera hin- ar daglegu umkvartanir við stjórn Mjólkursarnsölunnar og fá til baka hin þektu svör sjera Sveinbjarnar Högna- sonar, eða þeirra, er hann ljet svara í sinn stað. Þegar fram úr hófi kevrði með slæ lega afgreiðslu mjólkurinn- ar viku eftir viku og stöð- uga ósvífni til einstaklinga og kjörinna nefnda, sem reyndu að fá, á kurteisan hátt, málum þessum kipt i lag, tóku konur þaðjráð, fyr- ir forgöngu Húsmæðrafje- lags Reykjavíkur, að hefja hið svonefnda mjólkurverk- fall, með það fyrir augum, að reyna_ að þvinga frpm lagfæringu. Þó jeg persónulega væri á móti mjólkurverkfallinu og kröfur húsmæðra framsett- ar nokkuð á annan veg, heldur en jeg hefði óskað, þá fer mjög f jarri því, að jeg hafi ásakað húsmæðurnar fyrir að hafa lagt út í mjólk- urverkfallið. Þær höfðu mætt fcvo ófyrirgefanlega ókurteisri meðhöndlun af hendi formanns mjólkur- sqlunefndar, að það var ekki undarlegt, þó skapmiklar konur ljettu hart mæta hörðu. - Alla tíð, frá því að Mjólk- ursamsalan tók til starfa, hafa orðið margvíslegir á- rekstrar, og því miður var ekki alment lengur um að ræða hina vingjarnlegu sam vinnu, sem orðin var, nnli: framleiðenda og neytenda. Margir þessara árekstra hafa verið á milli framleið- enda og nejdenda, en þó fleiri milli framleiðendanna innbyrðis. Jeg ætla þó. að leiða' hjá mjer nú, að ræða um þá árekstra, sem. urðu ^nilli framleiðendanna inn- byrðis, því það er mál, sem þið tilheyrendur mínir, haf- ið minna af að segja. Viðkomandi þeim árekstr um, sem orðið hafa milli neytenda og stjórnenda Mjólkursamsölunnar sKal jeg reyna að vera sem fá orðastur og aðeins stikla á því stærsta. Tvær höfuðkröfur frá hendi neytenda. Jeg sagði í upphafi þessa máls, að það væru tvær höf- uðkröfur, sem neytendur gerðu til mjólkurframleíð- enda.Að þeir fái næga mjólk alt árið og .mjólkin sje góð og heilnæm vara. Yfirleitt verður ekki hægt að ásaka Mjólkursam- söluna um það, að mjólk hafi vantað hjer á markað- inn fyr en þá aðallega í haust, en þau mistök eru öllum kunn og stöfuðu af því, að lengi vel var ekkert dregið úr sölu þeirr- aT mjólkur, sem setuliðið keypti. Var það talið ógern- ingur sökum umtals, er átt hafði sjer stað milli tveggja undirmanna, annarsvegar frá setuliðinu í Kaldaðar- nesi og hinsvegar frá Mjólk- urbúi Flóamanna. — Gerði stjórn samsölunnar engar tilraunir, við hina raunveru Iegu yfirmenn setuliðsins um að draga nokkuð úr mjólkurkaupum sínum með an mjólkjurskorturinn var sem tilfinnanlegastur í bæn um. Var það fvrst nokkru eftir að atvinnumálaráðh. upplýsti, að gefnu tilefni, að stjórn setuliðsins hefði skýrt svo frá, að hún óskaði ekki eftir að kaupa mjólk umfram það, sem bæjarbú- ar gætu með góðu móli án verið. Áhuginn fyrir óskum neyt- endanna var ennþá svo tak- markaður, að setuliðið varð sjálft að afþakka mjólkina á meðan mjólkurskortur rikti í baenum, og tilkynti jafnframt að það hefði ekki áhrif á mjólkurkaup þeirra, þegar næg mjólk yrði á boð- stólum. Það eru margar orsakir til þess, að mjólkurgæðin hafa farið versnandi. En hitt er svo annað mál, að þegar lagður verður dóm ur á gæði mjólkurinrtar og góða meðferð í höndum Mjólkursamsölunnar, þó verður annað uppi á tening- unum. Ýmislegt í meðferð mjólkurinnar hefir verið al- gerlega óforsvaranlegt og engin von til þess, að nevf- andinn Kafi ætíð fengið góða og óskemda vöru. Hof- uð orsakirnar, sem liggja til þess, að mjólkin hefir versn að mikið í seinni tíð, eru þær, að mjólkurframleiðsl1 an hefir farið minkandi í nærsveitum Reykjavílrur, eða í sveitum, sem hafa að- stöðu til að koma mjólkinni nýrri á markaðinn. Aftur á móti hefir mjólkurfram- leiðslan'farið stórkostlega í vöxt í fjærsveitunum. Verðjöfnunarsvæðið hef- ir verið stækkað og er mjólk in nú flutt svo langt að, að óhugsandi er, nema stuttan tíma árs, að koma henni ó- skemdri á sölumarkað í Reykjavík. Þá hefir það viðgengist undir stjórn hins nýja skipu lags, að frá mörgum stöðum er mjólkin flutt annan hvorn dag og sumstaðar ekki nema tvisvar í viku og fer það venjulega svo, að sumir draga saman mjólk- ina og senda hana tveggja eða fleiri daga gamla til mjólkurbúanna, þau eiga svo eftir að koma þessari mjólk til Revkjavíkur. Þessi mjólk er því orðin óforsvar- anlega gömul, er hún kem- ur í útsölur bæjarins. ★ Þess eru dæmi, að mjólk, langt að komin, getur verið eins góð við rannsókn, eins og mjólk, sem framleidd er í nærsveitunum. — En það verður þá að stafa af því, að nærsveitabóndinn sje framúrskarandi sóði, en hinn viðhafi fyrirmyndar umhirðu. Það liggur í aug- um uppi, að hjer sje um ein- stakar undantekningar að ræða, svo ekki má af þessu álykta, að mjólk sje alltaf jafn góð, hvort hún er flutt að langt eða 'skamt. Slakað til á mjólkureftir- litinu. Eins og jeg gat um áður í þessu erindi var öll mjolk rannsökuð hvað gæði snerti, er hún kom til Mjólkurstöðv arinnar í Reykjavík. Brevting hefir þar á orð- ið. Mjólk sú, er kemur til Mjólkurstöðvarinnar hjeð- an úr nærsveitunum er að vísu rannsökuð, en mjólk, sem kemur frá hinum fjar- liggjandi mjólkurbúum, er ekki flokkuð til verðfelling- ar hjer í Reykjavík. Mjólk sú er að vísu flokkuð, þegar hún kemur til hinna fjar- liggjandi stöðva, en það liggur í augum uþpi, að mjólkin hef-ir tekið breyt- ingum til hins verra, þegar hún er seld hjer á Revkja- víkurmarkaði, einum, tveim ur eða þremur sólarhring- um'eftir að hún er móttekin í mjólkurbúunum. Að sjálfsögðu eiga fram- leiðendur ekki að sæta flokk un.á mjólk sinni á tveimur mjólkurbúum, en búið,|sem telcur á móti mjólkinni og sendir hana til Reykjavíkur verður að- bera ábvrgð á henni þar til hún er komin til Mjólkurstöðvarinnar hjer í Reykjavík og þola verðfall, sem stafar' af flokk un þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.