Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 5
IVfiðvikudagur 16. okt. 1940. 5 j Útget.: H.f. Árvakur, BeykJ&vlk. j Ritstjórar: J6n KJartaneeon, Valtýr Stefáneaon (ftbyrKVarm.}. | Aug-lýsing-ar: Árnl 6la, Ritatjðrn, auglýeingar ok afgreitielai Austurstrætl 8. — Stml 1880. Áskriftargjald: kr. 8,50 á mánuBl lnnanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasOlu: 2u aura eintakiO, 25 aura meB Lesbök. Velkomin Skipið mitt er komið að landi“. Þannig hugsuðu margir í gær. Áhyggjum þeirra var lokið. Ástvinir og skyld- .mienni voru komin heim í land- steina, úr hættum ófriðarins, langa leið á sjó og landi. Mánuð eftir mánuð hafa iþúsundir manna hjer á landi beðið eftir þessum degi með •seftirvæntingu. Stundum milli vonar og ótta. Lengi vel óttast .að ekkert myndi geta orðið úr .þessari ferð. Og síðan byrjaði óttinn við að vita af þessum imannfjölda á hafinu innan hættu ófriðarins. En þá hefir >ef til vill raunabótin verið sú, ■ að hugsa til þess, að við fs- lendingar höfum nú í nærfelt . ár átt marga okkar vöskustu Tmanna á hættusvæði ófriðarins, •og enn hefir ekkert slys borið ;að höndum. Því skyldi þá mokkuð koma fyrir, einmitt þegar við áttum flesta landa okkar á sama skipi, um 300 :manns samtals? Eitthvað á þessa leið hafa máske þeir imörgu hugsað, sem undan- ffarna daga og nætur hafa fylgt Esju með huganum. ★ Nú þegar Esja er komin að ;landi með sinn dýra farm, býð- ur öll þjóðin þessa landa okk- -ar velkomna, unga og gamla, konur og karla, með ósk um að þau öll megi eiga sem gleði- :legasta heimkomu. Tiltölulega> margir af þessu fólki eru ungir menn, sem einmitt nú hafa lokið námi, og undirbúningi undir æfistarf sitt. En á meðan 'þeir stunduðu nám sitt, hefir ’heimurinn skift um svip, og þau sviphrigði hafa náð alla leið hingað. ★ Þegar þessari margumtöluðu rferð er lokið er ástæða til þess að þakka þeim mönnum öllum, sem hér hafa unnið að, að koma ferðinni á. En ekki eru tök á að nefna hér nöfn þeirra allra. En þó öllum almenningi kunni að finnast, að þetta ætti ekki að vera neitt kraftaverk, að rnokkrir alsaklausir borgarar hlutlausrar smáþjöðar fái að komast heim til sín, þá hefir það reynst allt annað en hægð- arleikur að fá leyfi til þessa heimflutnings. Fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar mun það vera Sveinn Björns- son sendiherra, sem fiefir haft þetta mál með höndum. I Höfn voru það starfsmenn sendiráðs- ins þar og Vilhjálmur Finsen í Stokkhólmi. En óhætt er að fullyrða, að í þessu máli hefir sendiherra Breta hjer á landi, Mr. Howard Smith, reynst ökkur hin mesta " lijálparheHa. Með „Esji*“ til Petsamo — og heii flniiiiiiiiiiiiiiimiiniiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiimiimiiiHiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiimiiiii Frá frjettarítara Morgnnblaðsins iumiuiiHiiuiiiiuiiiiiiiiuiiiHmiiiiiiiiiHiiiiinumnuiiiiiiiiuiiiHiiHiiiiiiiimimiiLT FerHin frá íslandi til Pefsamo Frásogn skipstjór- ans á „Esjn“ VIÐ VORUM aðeins eins sólarhrings siglingu frá Færeyjum, 220 sjómílur norðvestur af Noregi, skamt úti fyrir Vestfiorden, er tvær þýskar hernaðarflugvjelar fóru að sveima yfir skipinu, sagði Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, er frjettaritari Morg- unblaðsins spurði hann fregna um ferð Esju til Petsamo. — Við lögðum af stað að heiman þann 20. september. Veður var ágætt og ferðin gekk greiðlega og hindrunarlaust, þangað til flug- vjelarnar birtust. Við þóttumst þó vel sloppnir er þessar fvrnefndu ílngvjelar flugu aftur til lands, eftir að hafa fengið upplýsingar um hverjir við vserum og hvert við værum að fara, heldur skipstjori áfram. — En svo var þó ekki, því að skömmu eftir liádegi sama dag komu enn tvær flugvjelar. Voru þær öllu vígalegri en hinar fyrri, morsuðu i sífellu til okkar og skutu af vjelbyssum fyrir framan skipið, er við brugðust ekki nógu skjótt við skipan þeirra. En það kom aðeins til af því, að sólarljósið truflaði morsmerkin. Brátt skildum við þó, að ætlast var til að við sigldum inn til Þrándheims og urðum við þegar við þeim tilmælum. Þýskur varð- bátur leiðbeindi okkur alla leið um tundurduflasvæðið inn í skerja garðinn, og þrír sjóliðar stóðu vörð um borð. Er til Þrándheims kom lögð- umst við rjett bjá olíugeymum nokkrum, sem oft hafði verið reynt að hæfa undanfarna daga af binum stríðsaðilunum. . Annars var ekki hægt að kvarta yfir meðferðinni. Hernaðarráðu- neytið reyndi að afgreiða okkur eins fljótt og unt var og greiddi mjög fyrir mjer með skeytasend- ingar og símtöl til Stokkhólms. Kváðu foringjarnir það á mis- skilningi bygt að skipið hefði ver- ið tekið. Vanrækt hefði verið að tilkynna um ferðir þess. — Hve lengi var slcipið kyrsett í Þrándheimi ? — Fjóra daga. En laugardag- inn 28. september lögðurn við úr höfn og sigldum íit í Skerjagarð- inn. Fanst mjer öruggara að hafa skipið þar um nóttina, því að okkur var sagt, að um kl. ð1/^ a sunnudagsmorgna væru Englend- ingar vanir að fljúga yfir þessav slóðir, í þeim tilgangi að hæfa skip, sem þarna lágu rjett hjá, og olíugeymana. Vildi jeg ógjarna að Esja j7rði þar tekin í misgripum. Næsta dag sigldum við 150 sjó- mílur vestur í liaf, og síðan eftir gefnum leiðum áleiðis til Petsamo. Gekk ferðin eftir þetta hindru- laust, þó sæjum við á leið okkar þrjú tundurdufl. — Þetta hefir verið allstór krók- ur, að koma til Þrándheims? — Já, sá krókur nam 400 sjó- mílum ,svarar skipstjóri. — En alls var leiðin, sem við sigldum, frá íslandi til Petsamo, 1800 sjó- mílur. Þ. H. Ásgeir Sigurðsson. Undlrbúningur Esjuferðar- innar Um undirbúning og aðdrag- anda Esjuferðarinnar, komst H. J. Hólmjárn að orði á þessa leið: Á síðastliðnu sumri dvöldu á meginlandi Evrópu hátt á þriðja hundrað fslendinga, sem sóttu mjög fast að koma heim. Megin- hiuti þessa fólks var ungt fólk, sem nú hefir lokið námi, en auk þess skipshafnarinnar af E.s. Gullfossi, sem liggur í K.höfn, og E.s. Snséfelli^ sem liggur í Svíþjóð. Þá máHelja nokkra verslunarmenn, sem dvöldu á meginlandinu í verslunarerind- um, þegar Þjóðverjar hremdu Danmörku og Noreg. — Sendi- ráðið í Danmörku barðist mjög fyrir því, að opna heimfararleið FRAMH. Á SJÖTTH 8ÍÐTJ Listamenn á heimleið Hvað fjekk ykkur lista- mennina aðallega til þess að halda heim á þessum síðustu og verstu tímum, spurðum vjer fríðan hóp okkar vinsælustu listamanna, er sátu „á fundi“ um borð í Esju í gær og ræddu um viðhorfið til menningar og lista á fslandi um þessar mund- ir. Þarna var Gunnlaugur Blöndal, enn með sjóriðu, Sveinn Þórarinsson ásamt konu sinni frú Agnete Þórarinsson, góðmannlegur á svip, Eggert Guðmundsson, með hugann hálfan heima, og Jón Engil- berts, með kaldhæðnissvip og kíminn. — Jeg vildi fara heim og vinna og vera í föðurlandinu, þegar hættan er mest, segír Gunnlaugur. — En jeg hjelt, að heima væri hættan minst og mestur friður, segir Sveinn. Hver listamaður málar líka best í sínu eigin föðurlandi. Jeg fylgi manninum mínum á listabrautinni í blíðu og stríðu, svarar frú Agnete. — En þjer Eggert? v — Jeg kom heim til þess að finna sjálfan mig, mælir nú Eggert af miklum þunga, , og Jón Engilberts tekur til máls: Jeg tel Bandalag íslenskra listamanna sterkustu vörnina í sjálfsvarnarbaráttu fslands, út á við og inn á við. Þess vegna kem jeg heim til þess að berj- ast sem sjálfboðaliði undir merkjum þess. Sje ekki not fyr- ir okkur sem listamenn hljót- um við að geta komist í eyrar- vinnu. ■ — Eruð þið sammála Sveini, um að listamaðurinn afreki mestu í heimalandinu? spyrj- um vjer hina listamennina. J. E.: Maður málar best, þar sem manni líður best. Frú Agnete: f einveru og- friði vil jeg helst mála og jeg kann mjög vel við mig á fs- landi. E. G.: Jeg svara spurning- unni játandi. f stórborginni, þar sem maður týnir sjálfum sjer leitar hugurinn ávalt heim, og heim verð jeg að fara, eins og jeg sagði áðan, til þess að finna sjálfan mig. G.B.: Þögn. En hann sam- þykkir að sín bestu listaverk sjeu #sköpuð heima. Og nú berst talið heim til átthaganna og allir mæla nú listamennirnir einum munni: Við fórum ungir að heiman til þess að læra og finna okkar eigið afl, er við kyntumst lista- verkum hinna miklu meistara. En með hverju árinu sem líð- ur verður heimþráin sterkari og sterkari. f útlegðinni vakn- ar fyrir alvöru tilfinningin fyrir öllu því sterka og fagra í okkar eigin föðurlandi. fsland verður í okkar aug- um fegurra við hverja komu heim. Okkar heitasta ósk er að skapa íslenska list, svo mikla og sterka, að hún jafnframt því að vera þjóðleg, sje metin á alþjóðarmælikvarða — verði þjóð vorri til heiðurs og sóma. i Þ. H. Lárus Pálsson kominn heim Lárus Pálsson leikara hitti jeg meðal farþega um borð í Esju, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, ljek og spil- aði og söng og æfði karlakór, er skemti við góðan orðstír á „út- varpskvöldum“ Petsamo-faranna á leiðinni til íslands. Lárus hefir dvalið í Kaup- mannahöfn í undanfarin sex ár og lagt stund á leiklist, fyrst sem nemandi við leikskóla Konunglega leikhússins í þrjú ár og síðan sem leikari við leikhúsið í tvö 'ár. — Loks var hann ráðinn leikari í „Riddersalen“ síðastliðið ár. Lárus er fullur af áhuga í starfi sínu og svipbrigði hans sýna það glögglega, að hann brennur í skinninu eftir að taka til starfa, er hann kemur heim. — En hvað jeg geri, segir hann, — er allt eftir því hvernig ástand ið er heima. — Jeg,vona, að jeg fái tækifæri til að reyna kraft- ana, og úr nógu er að vinna. — Einna mestan áhuga hefi jeg fyr- Lárus Pálsson. ir því að setja góða sjónleiki á svið — og svo auðvitað að leika! Jeg hefi sjerstaklega augastað á einu nýju leikriti, eftir Tryggva Sveinbjörnsson, sem er án efa hans besta verk til þessa. Er í ráði að það verði sýnt á konung- lega leikhúsinu í vetur. Það heit- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.