Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 4
/ 4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. okt. 1940. KVEMÞJÓÐm oa HEIMILUÍ Tveir bióðarrjettir Slátur og atild Það líður nú óðum á haustið og veturinn nálgast. Er því ekki úr vegi ,að húsmæður athugi hvernig þær hafa húið í haginn hjá sjer undir veturinn, að því er snertir matarforðann. Nú er hver síðastur að taka slát- ur, því að sláturtíðin er að fjara út. Því miður er það orðið mjög „úr móð“, einkum meðal yngri húsmæðra í kaupstöðum, að taka slátur. En þessi þjóðarsiður, að taka slátur að haustinu, má aldrei falla í gleymsku. Það eru áreiðan- lega hyggindi, sem í hag koma, að ibirgja heimilið upp með gott slát- tir á haustin og eiga það þegar kemur fram á veturinn. Bæði er, að þessi matur er sennilega ein- hver hollasti og heilnæmasti mat- urinn, sem völ er á og geymsla lians þannig, sje hún rjett, að öll bestu efnin varðveitast óskemd von úr viti. En svo er líka hitt, að þótt sumum kunni að þykja slátur nokkur dýrt, þegar verið «r að kaupa það á haustin, er ekki vafi á, að í reyndinni verður það cinhver ódýrasta fæðan, sem kostur er á. Það verður þessvegna aldrei ibrýnt nógu rækilega fyrir hús- mæðrum, að gleyma ékki slátrinu, þegar þær eru að hugsa um vetr- arforðann. Slátur er ])jóðarrjettur íslend- inga og á svo að vera í framtíð- ínni. ★ Annar rjettur ætti einnig að vera þjóðarrjettur íslendinga, en sjest ekki á borðum nema endr- um og eins; það er síldin. Það hefir mikið verið gert til þess að reyna að kenna íslending- (iin að borða síld, en árangurinn er sýnilega sáralítill. En hverju ei um að kenna? Jeg held, að aðalástæðan til þess hve seint gengur að kenna fólki átíð, sje það, hve erfitt er að fá keypta síld með viðunandi verði og þannig tilreidda, að hún sje aðgengileg til matreiðslu fyrir alla. Það er áreiðanlega rjett með- fer.ð á síldinni, sem síldarútvegs- iieFnd hefir tekið upp nú, að salta liana í kúta; (hausskorna og slóg- <iregna). Þannig meðfarin er síld- in aðgengilegust fyrir almenning. En sá er bara gallinn á, að þessi síld er seld of dýru verði, 20 kr. fimtungur úr tunnu. En þetta háa verð stafar af því, «ð síldarútvegsnefnd tók íyrst þessa ákvörðun, um sölu síldar iíil neyslu í landinu, eftir að sölt- uiri var lokið. Ilún þurfti því að daka síldina upp úr tunnum, sem búlð var að salta í, og láta smíða 'kúta.- En þetta varð vitanlega rmiklu dýrara en ef saltað hefði verið I kútana jafnóðum og síldin veiddist í sumar. Nú stendur þetta til bóta, því að vafalaust Iðeldur nefndin áfram þessum til- raunum, sem eiga áreiðanlega eft- Sr að hepnast, ef rjett er á haldið. Hangikjötið, kæfan og rúllupylsan BARNAFOT Hangikjöt. Venjan er að reykja lærið og bringukollinn, og er það auðvitað ágætt. Það er ekki eins gott að reykja frampartinn af lömbum. Þó má fá ágætt hangi- kjöt úr frampartinum, með því að taka öll beinin úr og vefja kjötið saman. Það er þannig gert, að öll síðan, með rifbeinunum alveg upp að hrygg, er látin fylgja með bógnum. Því næst eru rifbeinin skorin úr síðunni, þannig að ekki neitt kjöt sje á þeim; svo eru öll beinin skorin úr bógnum. Gæta verður þess vandlega, að skera ekki gegnum síðuna eða bóginn. Kjötið er þvegið úr volgu vatni, 1 matsk. af salti stráð innan í og saltpjetri framan á teskeið. Nú er kjötinu vafið saman í þjetta pylsu, en gæta verður þess, að pvlsan sje jafn þykk og að kjöt- þræðirnir snúi langsum í pyls- unni. Þá er hún sauinuð saman eins og rúllupylsa, síðan farið með hana eins Og annað hangikjöt. Kjöt, sem á að reykja, verður að liggja í saltpækli áður en það er reykt. Er hann búinn til úr 10 1. af vatni, 125 gr. sykur, 2þ2 kg. salt og 25 gr. saltpjetur. Þetta er soðið saman og þegar salt- ið er runnið, er pækillinn síaður og kældur. Þá er honum helt yfir kjötið, sem reykja á, og það lát- ið liggja í honum í tvo til þrjá daga. Tekið upp úr, þerrað og reykt. Kæfa. 5 kg. kjöt, iy2 kg. mör, 3 laukar, 4—5 matskeiðar salt, y2 tesk. pipar, 6 lár- berjablöð, y2 tesk. allra- handa. Kjötið er þvegið vel úr köldu vatni, látið ofan í sjóðandi salt- vatn. Vatnið verður að vera eins lítið og liægt er. Mörinn skorinn smátt og soðinn með, einnig lár- berjablöðin. Þegar beinin eru laus, er kjötið tekið upp úr og öll bein tekin í burtu; mörinn og kjötið kreist vel saman. Laukurinn er saxaður einu sinni í söxunarvjel. Á meðan er soðið soðið við hægan eld í hlemmlausum potti. Soðið síað. Fitan veidd of- an af og hún látin í kæfuna. Síí?- an er kæfan hnoðuð og kreist með höndumun og krydduð eftir smekk, sett í pottinn aftur og hituð. Það þarf stöðugt að hræra í kæfunni á meðan. Eigi kæfan að geymast, er best að renna leirkrukkur innan með tólg. Þar í er kæfan sett sjóðandi heit og tólg rent yfir. Best og vissast er að setja kæfuna niður í niðursuðuglös og sjóða glösin í vatni í y2 klukkustund. Hvað mikill mör fer 1 kæfuna, fer eftir því, hvað kjötið er feitt. Best er að hafa aðeins lítið soð í kæfuna. Eigi kæfan að geymast, er hún söltuð meira. Rúllupylsa. 2 slög, 200 gr. mör, 30 gr. salt, % tsk. pipar, i/4 tsk. saltpjetur, 2 laukar. Best er að 2—3 rifbein fylgi slögunum. Beinin skorin í burtu. Slögin hreinsuð og skorið utan af þeim, svo að þau verði falleg í lag- inu. Laukurinn saxaður smátt og honum blandað saman við krydd- ið. Ein matskeið kryddblöndu er nuddað innan á slögin, þar á rað- að mörnum í ræmum og kjötinu, sem skorið var utan af slögunum. Slögunum vafið fast saman og gaffli stungið í miðjuna á meðan verið er að sauma hana saman. Það þarf að vera sterkt seglgarn, sem saumað er með. Rúllupylsurn- ar eru geymdar í saltpækli. Einn- ig má reykja pylsurnar. Eru þær þá saltaðar fyrst í tvo til þrjá daga og síðan reyktar. Eftir að rúllupylsan hefir verið soðin, er ljett pressa sett á han,% meðan hún er að kólna. Vefja þarf pylsurnar með segi- garni áður en þær eru soðnar. H. S. Húsráð m m m m Satin fær aftur gljáa sinn, ef ögn af bóraxi er sett í skolvatnið. Undirlök, sem slitin eru orðin í miðjunni, má klippa sundur og sauma jaðrana saman. Tyroleraxlabönd eru mjög skemtileg til Jiess að skreyta með bæði teípu- og drengjaföt. Eru þau ýmist prjónuð eða ísaumuð. Fæturnir Þ' að er ekki síður nauðsynlegt að hirða fætur vel en hend- ur, hár og andlit. Morgunblaðið sneri sjer því til ungfrú Óiafíu Þorgrímsdóttur á Fótsnyrtistof- unni Pedicure Reykjavíkur og fekk hjá henni leiðbeiningar urn hirðingu á fótum. 1) Fyrst er vert að minnast á þreytta fætur. Eftir miklar stöð- ur eða langar gönguferðir er best að fá sjer heitt fótabað með hnefa- fylli af matarsalti út í. Standa í Samkvæmiskjóll mu. Kjóllinn er úr sterkgrænu satin. Blússan er mjög einföld Bryddað að neðan með vínrauðum kanti. snið- því í ca. 10 mínútur, þerra fæt- urna svo vel og leggjast endi- langur í 20 mínútur með hærra. undir fótunum. 2) Fyrir þá sem þjást af frost- bóígu á fótunum er ágætt aS nota heit og köld fótaböð á víxl. Fara með fæturna frá heitu vatni yfir í kalt 7—8 sinnum í hvert skifti. Þetta fótabað þarf að vera á hverjum degi, strax og fer aS vetra, til þess að koma í veg fyrir frostbólgu. En ef, þrátt fyrir þetta, að þjer fáið frostbólgu, leit- ið þá til fótasjerfræðings. 3) Táneglur á altaf að klippa þvert fyrir, en ekki eins og negl- urnar á fingrum eru kliptar. Ef þær bogna niður á við er best að setja bómull undir hornin, eins mikið og þjer getið látið, án þess að finna til. 4) Gegn fótraka eru heitj og köld fótaböð á víxl það besta, og bera á fæturna taleum á eftir. 5) Það er óholt að ganga í þunnum sokkum á veturna. Or- sakar það bólgu á fótleggjum, sem verður að leita til sjerfræð- ánga með. Bólga þessi er mjög algengur kvilli hjá kvenþjóðinni. 6) Þegar börn eru að byrja að læra að ganga, ætti ekki að láta þau fara í harða skó með stífum sólum. Meðan beinin eru ekki hörnuð, getur það haft illar af- leiðingar og börnin fengið ilsig. Lang-best er að láta þau ganga í þunnum sokkum innan húss. 7) Líkþorn koma ekki aðeins af of litlum skóm, heldur einnig af of stórum. Líkþorn er best að láta sjerfræðing taka. Hart skinn und- ir fótum næst auðveldlega af með pimpsteini. En það sem umfram alt er vert að muna er; Allan ársins hring þarf að hirða fæturna jafnvel og hendurnar. Og ganga aldrei í skóm, sem að einhverju leyti þvinga fæturna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.