Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 23. ágúst 1938«,. r 9 '4ii MORGUNBLAÐIÐ - . --- - - . --■ - <77u5T nVl&iíCiÁA/riRXllpsnju+ JCaups&apuc &i£&$pnninguc "• 11 1 T' M mi ....... J Silkisnlckai- fn llpcrir fást í _ . _ . Á lögreglustöðina í Slagelse í Danmörku var fyrir skömmu komið með Chevroletbíl, sem í marga daga hafði staðið mann- laus í skógarrjóðri rjett hjá bænum. Lögreglan gat ekki haft upp á eigandanum, því nú- mer bílsins höfðu verið tekin af honum. Auglýst var eftir eig- endum bílsins en enginn gaf sig fram. ★ Lögreglan í San Francisco hefir tekið frumlega ákvörðun I samanburði við Golden-Gate sýninguna, sem haldin verður að ári. Allir afbrotamenn, sem brjóta eitthvað alvarlega lögin meðan á sýningunni stendur, verða hafðir í sjerstökum sýn- ingarskála, þar sem almenning- ur getur fengið að sjá þá. ★ Á spilabankanum í Monte Leikfong. Bílar frá Skip frá Sparibyssur frá Berjafötur frá Smíðatól frá Dúkkuvagnar frá Brjefsefnakassar á Lúdó á Ferðaspil íslands á Golfspil á Perlukassar á Dátamót frá Hárbönd frá Töskur frá Nælur frá 0.75 0.75 0.50 0.60 0.50 2.00 1.00 2.00 2.75 2.75 0.75 2.25 0.90 1.00 0.30 K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. Carlo kom nýlega fyrir ein- kennileg tilviljun, sem aldrei hefir þekst áður. Rautt kom upp 104 sinnum í röð. ★ Ríkasta ekkja í heimi, er amerísk og á hún um 20 milj. króna. Orðrómur gengur um það, að frúin ætli að giftast manni einum, sem á 10 miljónir. I Blaðið, sem segir frá þessu, bæt- | ir við: Hvort þeirra hjóna á nú að ákveða hvar skápurinn á að standa? Að sjálfsögðu á blað- ið við peningaskápinn. ★ Á úrasýningu, sem haldin var í Berlín í sumar, gaf að líta úr sem að öllu leyti var smíðað úr gleri. Úrið gekk nákvæmlega rjett, en varlega varð að fara með það, því það þolir sama og engan hristing. ★ Amerísk blöð halda stöðugt á- fram að ræða um hertogann af Windsor. Nýjustu „frjettir“ um hertogann í amerískum blöðum, eru þær,að hann hafi keypt hlutabrjef í amerísku fjölleika- húsi fyrir 20 miljónir króna. ★ Bæjarráðið í enska bænum Dor set tók eftir því í sumar, að síð- an 1588 hefir bærinn launað mann . til að hafa auga með Spænska flotanum, en flotinn var gereyði lagður þetta ár. Bæjarráðið sam þykti einróma að leggja þessa stöðu niður. ★ Þegar dánarbú frímerkjasafnar- ans breska, P. W. Hall, var gert upp, kom í Ijós að frímerkjasafn hans var 11.2 miljón króna virði. Frímerkjasafnið hefir nú verið selt víðsvegar um heim. ★ Ameríski Negrinn, Jessie Owens, sem gat sjer heimsfrægð á Olymp- íuleikjunum í Berlín 1936, hefir lítið komið fram á sjónarsviðið upp á síðkastið. Hann hefir tapað öllu sínu og verður að hafa ofan af fyrir sjer sem gæslumaður á barnaleikvelli. Sænskur prófessor heldur því fram, að í framtíðinni muni kon- um vaxa skegg eins og körlum. ★ í silfurbrúðkaupsveislu á Norð- ur-Sjálandi sátu prestur einn og áttræð kona saman við veisluborð- ið. Þegar gestirnir voru farnir að hugsa til lieimferðar, sagði prest- urinn við gömlu konuna: — Eruð þjer nú búnar undir ferðina til Kanaanslands? — Nei, og sussu nei. Jeg ætla heim til mín. Silkisokkar fallegir fást í versl. Karólínu Benedikts, Laugaveg 15. Silkiundirföt frá 9,50 settið í versl. Karólínu Benedikts. Kjóla- og blúsuefni ódýr, þvott-egta, í versl. Karólíhu Benedikts. Sæn gurveradama.sk fallegt, handklæði, silkiljereft einlit, í versl. Karólínu Benedikts. Kaupum flöskur, stórar og smáar, whiskypela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. Brjesefni í möppum. Gott- úrval, en litlar birgð- Oir. Bókaverslun Sig- urðar Kristjánssonar, Bankastræti 3. K' FriggbóniS fína, er bæjarin® bfesta bón. i. o. gT t St. Verðandi nr. 9. Fundur £i kvöld kl. 8. Inntaka. Skemti- ’ iför. Jón E. Jónsson: Unglinga- reglumál. Frú Steinunn Sigur- geirsdóttir: Sjálfvalið. P. Zoph.:: : Erindi. Bikum þök, fyrsta flokks- vinna. Sími 4965. Benedikt. Otto B. Arnar, löggiltur úfc varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppse.tning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Allskonar f jölritun og vjelrit- un. Friede Pálsd. Briem. Tjarn- Nýkomin efni í skólakjóla þýsk. Peysufatasilki, matt,, lækkað verð. Peysufatasatin og argötu 24. Sími 2250. klæði. Kjólasilki fleiri gerðir. {------------------------------- Gardínuefni. Undirlakaefni ogi Saumaðir dömukjóíar ogj hvítt damask. Versl. Guðrúnar blúsur á Óðinsgötu 26, niðri. Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Barnasamfestingar, barnakot og treyjur. Barnabuxur, þykkar og góðar. Náttfataefni. Hvítt ljereft og bleyjuefni. Rósótt íbúð óskast 1. október, 2! flauel. Versl. Guðrúnar Þórð- herbergi og eldhús, með þæg- ardóttur, Vesturgötu 28. Kaupum flöskur, flestar teg. j indum. Tilboð merkt: ,,Ibúð“, sendist Mórg-unblaðinu fyrir 25. þ. m. Soyuglös, whiskypela, meðala-- glös, dropaglös og bóndósir. —! Þriggja herbergja íbúð með* Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). baði óskast 1. okt. Uppl. í síma; Sækjum heim. Sími 3562. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, dropaglös með skrúfuðu loki, whiskypela og bóndósir. Sækjum heim. Versl. Hafnarstræti 23 (áður B. S. í.) Sími 5333. 4419. Tveggja herbergja nýtísku íbúð vantar mig í haust. Má: gjarnan vera í útjaðri bæjar- ins. Ágúst Sigurðsson, cand. mag., Grettisgötu 46 (og HóteLI Skjaidbreið 7—8). MARGARET PEDLER: DANSMÆRIN WIELITZSKA 28. „Hann sagði“, svaraði lafði Arabeila eftir nokkurt, hik: „Það er óþarfi. Hún skilur mig“. Mögdu hnikti við. Michael hafði þá heyrt söguna um Kit; Raynham. Eins og allir aðrir, hafði dæmt — og dæmt hana seka. Hann hafði verið að því kominn að treysta henni, það vissi hún, og hún hafði heitið því með sjálfri sjer, að bregðast ekki trausti hans. Hún ætlaði að reyna að verða eins og hann vildi að kona væri. En áður en hún fekk tækifæri til þess að vinna traust hans til fulls, kom fortíðin og eyðilagði alt. Kollvarpaði í einu vetfangi öllum þeim loftköstulum, sem hún hafði bygt um hamingju. Hún hafði ekki gert sjer það ljóst fyr, að hún elsk- aði. En nú vissi hún það. Og eftir því sem ömurlegir dagar og vikur liðú, fekk hún að finna, hvernig það er að þrá nærveru þess, sem maður elskar, með sárs- aukafullri þrá, sem kvelur líkama og sál miskunnar- laust. Hið ytra Ijet hún ekki neitt á neinu bera. Gillian, sem hún taldi bestu vinkonu sína, grunaði ekki einu sinni, hve innilega særð hún var í hjarta sínu. Og sjálf var hún of stolt til þess að minnast á það einu orði. Enginn mátti nokkurn tíma fá vitneskju um það, að hún hefði verið fús til þess að gefa manni ást sína, og að henni hefði verið vísað á bug þegjandi, en engu að síður ákveðið. Aðvörunarorð móður hennar endurómuðu í hjarta hennar: „Gefðu aldrei neinum manni hjarta þitt, Hann inun aðeins traðka það niður og fótum troða“. Magda mintist þess, að hún hafði sagt eitthvað á þessa leið á banabeði. Hún hafði á rjettu að standa, hugsaði Magda full beiskju. Ilún hafði sannarlega haft á rjettu að standa! FYRIR UTAN LÖG ÖG RJETT. Leiktímabilinu var að verða lokið, og Lundúnaborg stundi undir hitabylgju. Glókollur, sem var að leika sjer í garðinum fyrir utan Friars Hohn, varð kyrlátari með hverri mínút unni sem leið og gafst loks upp á öllum leik. Hann kastaði sjer andvarpandi í grasið, þar sem Magda og Gillian höfðu komið stólum sínum fyrir. „Eigum við elcki að koma niður að vatninu bráð- um?“, spurði hann og sneri rauða og sveitta andlitinu -að móður sinni. Magda brosti til hans. „Hvernig líst þjer á að koma upp í sveit í staðinn, Glókollur? Yera á bóndabæ, þar sem eru hestar, Iiund- ar, kýr og svín —- —“ „Þú ert þá ákveðin í því að við förum „þangað“, hvar sem það nú er?“ „Heldurðu, að þú getir hugsað þjer að vera þar, Gilly?“, spurði Magda. „Það er bóndabær í Devons- hire. Jeg heyrði, að þar væri tekið á móti gestum í sumar“. „Jeg get vel hugsað mjer það. En getur þú það? Jeg á bágt með að hugsa mjer þig uppi í sveit. Jeg er viss um, að þjer fellur það illa“. „Jeg er viss um, að mjer fellur það yndislega vel“, svaraði Magda og stóð á fætur óþolinmóðlega. „Jeg ei orðin dauðleið á samkvæmum og leikhúsi og bæjar- slúðri. Jeg vil komast í burtu frá því öllu saman“. „Ertu búin að biðja um herbergi?“ „Já“, svaraði Magda stutt í spuna. „Segðu mjer eitthvað um staðinn, Magda. Hvernig - fanstu hann,l“ „Jeg fór eftir auglýsiugu í bláði. Jeg vil ekki fara á stað, sem aðrir benda mjer á, Þá dettur fólki alt í i einu í hug að fara að heimsækja mann, og þá er frið- urinn úti. Jeg vil vera í friði. Jég vil fela mig uppi í sveit, þar sem enginn finnur mig, læt engan vita,. hvar jeg er, nema Mélí-ose, svo að hann geti sent brjef- in til mín“. Ilún brosti íbyggin á svip.. „Þá getum við svarað þeim eða látið þeim óSvarað, eftir því sem okk- ur sýnist. Það verður indælt“. „En jeg veit ekki enn, hvar þessi Páradís þín er“,. sagði Gillian þolinmóðlega. „Hún er fyrir utan lög og rjétt, smáþórp í Dévons- liire, sem heitir Ashencomble. Mjer tókst að finna nafnið á landabrjefinu með stækkunargleri. Bærinn hcitir Stockleigh, og fólki, sem býr þár, Störran. Brjefið, sem jeg fekk sem svar við fyrirspurn minni,. var undirritað: Dan Storran: Storran frá Stockleigh.. — Það hljómar ekki sem verst“. Lestin leið hægt af stað frá Ashencombe-járnbraut- arstöðinni, og skildi Mögdu, Gillian og Glókoll eftir • á pallinum með fúlt af férðátöskum í kringum sig. „Er þetta farangur yðar, ungfrú?“, spurði einn, burðarkarlinn, sem til var á staðnum. „Já“, svaraði Magda brosandi. „Er nokkur vagn að sækja okkur?“ „Ætlið þið til Stockleigh?‘‘ „Já, til Storran á Stoekleigh“, svaraði Glókollur • hreykinn. „Jæja, yngissveinn, þá'er vagn kominn ■ að sækja t ykkur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.