Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. ágúst 1938. Pólitfsk málafsrli á döfinni f Austurmork Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Lögbirtin gablað Þýska- lands birtir í dag ný lög, þar sem Hitler ríkis- stjóri skipar sjerstakan dóm- stól í Vínarborg til að höfða mál gegn fyrverandi vald- höfum Austurríkis. Er hinum fyrverandi vald- höfum gefið að sök rjettar- morð og þjóðhættulegar framkvæmdir. Ef dómstóllinn finnur hina ákærðu seka, má, samkvæmt þessum nýju lögum gera eig- ur þeirra upptækar og dæma af þeim ríkisborgararjettindi þeirra. Talið er að meðal hinna ákærðu sje Schussnigg fyr- verandi kanslari Austurríkis og margir ráðherrar sem sæti áttu í stjóm Austurríkis, er Hitler braust þar til valda. Einnig er talið, að ákærð- ir verði borgarstjórar í ýms- um bæjum og embættismenn, sem áttu þátt í að mál voru höfðuð gegn nazistum og þeir dæmdir fyrir pólitísk afbrot. Engar vinnudeil- urá Norðurlönd- um I framtlðinnl Frá frjettaritara vorum. Khófn í gær. Danska blaðið „Poli- tiken“ ræðir í dag ráðstafanir þær, sem Svíar og Norðmenn hafa á döf- inni til að koma í veg fyr- ir vinnudeilur, bæði hvað snertir verkföll og verk- bönn. Sænskir verkamenn og atvinnurekendur hafa ný- lega rætt leiðir til að koma í veg fyrir vinnudeilur, en um árangurinn af við- ræðum þessum er ekki enn kunnugt. Foringi verkamannasam- takanna sænsku, Calen, hef ir látið svo ummælt, að Svíar sjeu ná að gera ráðstafanir til þess að fjrrir- byggja vinnudeUur án þess, að setja um það sjer- stök lög. Norðmenn hafa einnig á döfinni slíkar ráðstafanir. Fyrirsögnin á greininni í „PoIitiken“ um þessi efni segir: „Engar vinnudeilur á Norðurlöndum í fram- tíðinni“. Blaðið segir, að alstaðar sje nú orðið viðurkent, að vinnudeilur leiði ekkert af sjer nema tap fyrir aila aðila og ómetaniegt tjón fyrir þjóðarheildina. Bresk-ítalski sáltmáfi inn úr sögunni Svar Franco§ um brollflulning sjálf- boðaliða veldur erfiðleikum Frá frjettaritara vorum. Kköfn l gær. Svar Francos við tillögum hlutleysisnefndarinnar, um brottflutning erlendra sjálfboðaliða á Spáni, hefir nú loks verið birt í heild, og af svarinu, og þeim móttökum, sem það hefir fengið, má ráða, að það valdi frekar nýjum erfiðleikum heldur en að það dragi úr þeim. Franco gengur í aðalatriðum inn á tillögurnar um bi'ottflutning erlendra sjálfboðaliða, en setur hinsvegar svo ströng og ákveðin skilyrði, að ólíklegt þykir að Bretar muni geta gengið að þeim. I svarinu er skilyrðislaust heimtað að Franco stjórnin verði viðurkend hemaðarrjettindi til handa áður en brottflutningur sjálfboðaliða hefst. „The Times“ nefnir svar Francos „grímuklædda neitun' Er talið, að svarið muni ríða hlutleysisstefnunni að fullu og um leið koma í veg fyrir vinsamlega samvinnu milli Breta og ítala og eyðileggja með öllu bresk-ítalska sáttmálann. Utanríkismálaráðherra Itala, Ciano greifi, svaraði í gær ásök- unum Breta um að ítalir hefðu nýlega sent vopn og hermenn til Spánar. Sagði Ciano greifi, að enginn fótur væri fyrir þeim ásökunum, en Bretum væri nær að líta til Frakka, því þaðan kæmi sjálfboðaliðar og hergögn til rauðliða. Lundúnablaðið „News Cron- icle“ segir í dag, að raunveru- lega sje bresk-ítalski sáttmál- inn úr sögunni. Álit Leon Blum. London í gær F.Ú. Meðal þeirra, sem hvassast gagnrýna svar Francos, er Le- on Blum leiðtogi franskra jafn- aðarmanna. Segir hann, að hvorki Frakkar nje Bretar geti talið svar hans viðunandi á nokkurn hátt. Kemur sú skoð- un fram hjá Leon Blum og fleirum, sem um málið skrifa í Frakklandi, að annaðhvort sje Franco viss um framhalds- stuðning bandamanna sinna, eða hann sje háðari þeim en hann hingað til hefir. þóttst vera og hafi hann með svari sínu sýnt Chamberlain mikla lítilsvirðingu. í franska blaðinu „Popu- laire“ er þess krafist, að fransk- spænsku landamærin verði opn- uð á ný fyrir hergagnaflutninga til Spánar. Skoðun Breta. Blaðið „Manchester Guard- ian“ birtir fregnina undir fyrir sögninni „Franco hershöfðingi hafnar tillögunum um brott- flutning sjálfboðaliða“. I svari Francos kemur fram að hann vill losna við eftirlit á sjó og að hann muni ekki fallast á, að flugvjelar verði notaðar til eftirlitsstarfs. Þá kveðst hann skuldbinda sig til að viðhalda sjálfstæði Spánar og enginn hluti Spánar, hvorki heima fyr- 'ir nje í öðrum heimsálfum, verði af hendi látinn við aðrar þjóðir. Brottflutningurinn farinn út um þúfur. Yfirleitt er sú skoðun ríkj- andi, að breytingartillögur Francos um framkvæmd til- lagnanna sjeu þess eðlis, að þótt hann hafi fallist á tillög- umar í grundvallaratriðum, muni áformið um brottflutning sjálfboðaliðanna fara út um þúfur. Breskir stjórnmála- menn á ráðstefnu. Plymouth lávarður, formað- ur hlutleysisnefndarinnar, kom til London í dag ,og hefir hann í dag verið á ráðstefnu í utan- ríkismálaráðuneytinu. Hlutleys- isnefndin fær svar Francos til meðferðar. Chamberlain for- sætisráðherra er kominn til London og Halifax lávarður, ut- anríkismálaráðherra er vænt- anlegur til London á morgun frá Yorkshire, þar sem hann hefir dvalist í sumarleyfi. Heilsa Chamberlains forsæt- isráðherra er nú orðin svo góð, að búist er við að hann fari aft- ur frá London á miðvikudag, komi ekkert óvænt fyrir, til þess að halda áfram sumar- leyfi sínu. Reykjavíkunnótið. Kappleikn um, sem fram átti að fara milli Vals og K. R. á sunnudaginn, var frestað vegna hins sviplega frá- falls mæðgnainia í Ási. Lárus Sig- urbjörnsson er, sem kunnugt er, formaður K. R. R. Leikurinn fer fram í kvöld kl. 6.45. iiiiiiiHiiiiiiiiiuiiiiiKtiiiiiiiiiiiiiiiiHiuiiiitiiminmnKuiimiMi 5 5 | Horty ríkisstjóri 1 hjá Hitier Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. orty, flotaforingi, ríkis- stjóri Ungverjalands er nú kominn í opinbera heimsókn til Þýskalands. Fyrsti dagur hans í Þýskalandi var í gær og var hann viðstaddur mikla flotasýningu í Kiel. Viðstaddir voru Hitler ríkisleiðtogi og margir af helstu mönnum Þýska lands. í för með Horty ríkisstjóra eru margir af elstu embættis- mönnum Ungverjalands. Lundúnaútvarpið segir frá því (skv. F.Ú.), að hleypt hafi verið af stokkunum nýju beiti- skipi sem hlaut nafnið „Prinz Eugéne“ — eftir hinum fræga prins Eugene af Savoy, sem mjög kom við sögu Austurríkis á sínum tíma, en hann var fæddur 1663 og andaðist 1736. Rússar og Japan- ar kljást enn Sendiherra Japana í Moskva hefir lagt fram mótmæli við rússneska utanríkismála- ráðherrann út af því, að rúss- neskir flugmenn hafi þrívegis flogið yfir landamæri Mansju- kuo s. 1. laugardag í árásar- skyni. (FÚ.). Njósnamál enska liðsforingjans Dr. Kendrick, sem Þjóð- verjar vísuðu úr landi fyrir njósnir, flaug frá Budapest til London í dag í tjekkneskri flugvjel. Hann mun gefa utanríkis- málaráðuneytinu skýrslu og að því loknu verður tekin ákvörð- un um, hvort frekari mótmæli gegn handtökunni verða borin fram í Berlín. (FÚ.). Franska stjórnin tekur atvlnnu- mðlln föstum tökum 40 stunda vinnuvik- an afnumin? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Fanska stjórnin boðar víð- tækar ráðstafanir, sem hún ætlar að gera til að koma at- vinnu- og fjármálum landsins í gott horf. Daladier, forsætis- ráðherra Frakka skýrði fyrir- ætlanir stjórnarinnar í útvarps- ræðu, sem hann helt s. I. sunnu- dag. Forsætisráðherrann lofaði að koma í veg fyrir frekara verð- fall frankans, en til þess þyrfti að grípa til róttækra ráðstaf- ana. Tekjur þjóðarinnar, sagði Daladier, hafa lækkað um helming síðan 1931, en á sama tíma hafa ríkisútgjöldin aukist mjög mikið. Nauðsynlegt er, sagði ráðherrann, að afnema 40 stunda vinnuvikuna oh hefja aftur 48 stunda vinnu- viku í ýmsum atvinnugreinumj til að auka framleiðsluna ogj halda uppi gengi frankans. Tveir af ráðherrum í stjórn Daladiers hafa sagt af sjer vegna þess, að þeir eru ekki samþykkir stefnu stjórnarinnar. Eru það atvinnumálaráðherr- ann Ramadier og samgöngu- málaráðherrann Frossard. Þess- ir ráðherrar eru báðir úr flokki óháðra jafnaðarmanna. Heriiði boðið út vegna verkfalLs í Marseille. London 22. ágúst F.Ú. Hafnarverkamenn í Mar- seille, stærstu höfn Frakklands, hjeldu enn fast við þá ákvörð- un sína í gær og fyrradag, að hverfa ekki til vinnu sinnar fyr en kröfur þeirra viðvíkjandi laugardags og sunnudagsvinnu væri teknar til greina. Afleiðingar verkfallsins voru orðnar svo alvarlegar að ríkis- stjórnin hefir orðið að láta til skarar skríða og kalla lið úr her og flota á vettvang, til þess að sjá um upp- og útskipun vara, sem lágu svo þúsundum smá- lesta skifti undir skemdum. Meðal annars var mikið af á- vöxtum og slíkum vörum, sem var að eyðileggjast. Til alvar- legra óeirða hefix ekki komið við höfnina, þrátt fyrir þessar ráðstafanir. Ríkisskip. Esja var væntanleg tii ' Glasgow í morgun. Súðhi er í Reykjavík og fer í strartdferð austur um land kl. 9 annað kvöld. Fundur Starfsmannafjelags ReykjaVíkur, sem halda átti í kvöld, fetlur niður af sjerstökum ástæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.