Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 7
f>riðjudagur 23. ágúst 1938. 7 Vísindaleg húsmæðrafræðsla - - FRAMH. AF ÞRIÐJU BÍÐD íræði. Eiga stofnanir þessar og þá um leið kensla sú, sem tfram fer í háskólanum í þess- um efnum, að hafa áhrif á al- imataræði þjóðarinnar. Það vakir fyrir forráðamönn- um háskólans að koma þarna á vísindalegri húsmæðrafræðslu, þar sem þær konur fá undirbún- ingsmentun til þess að standa fyr ir stórum stofnunum svo #em sjúkrahúsum, skólum ®g þvíumlíku, þar sem margt fólk er í fæði. Lærðar matreiðslu konur verða kennarar við þessa vísindalegu matreiðsludeild, á- samt þeim vísindamönnum er við rannsóknir fást. Lögð verður sjerstök áhersla á, að haga mataræðinu þannig að það verði sem hollast, en jafnhliða að það verði sem ódýrast og sem mest verði notað af innlendum fæðutegundum, svo mataræði landsmanna sje hagað sem best fyrir búskap þjóðarinnar, vit- anlega með fullu tilliti ti! þess, að fæðið sje sem hollast. Það gleður mig, segir Lárus, að sjá og heyra hve áhugi íslend inga fer vaxandi fyrir garðrækt og neyslu grænmetis. En þó get jesg ekki annað en furðað mig á því er jeg kem í hin íslensku gróðurhús, hve tiltölulega mikið er ræktað af blómum þar, saman- borið við grænmeti, sem vissulega er gagnlegra en blómagróðurinn, er menn kaupa sjer til yndis og ánægju. Menn ættu um fram alt að leggja áherslu á að rækta tómata í vermihúsunum því í þeim eru öll helstu bætiefnin. Mjög væri það æskilegt að hægt væri að koma ræktun þeirra þannig fyr ir, að þeir gætu orðið ódýrari en þeir eru hjer ennþá. Annars ættu menn ekki einasta að leggja hjer áherslu á að auka garðrækina til þess á þann hátt að bæta mat- aræði landsmanna, heldur einnig að gefa því gaum, hvað hægt er að notfæra sjer af innlendum plöntum sem vaxa hér óræktaðar. Það er mikið rannsóknarefni fyr- ir íslenska vísindamenn að rann- saka bætiefnainnihald ýmsra þeirra jurta, sem menn hafa hjer svo að segja við hendina, fyrir- hafnarlaust, og sem fólk notaði hjer í gamla daga, sjer til heilsu bótar og bragðbætis í hinni ein- hajfu ogfátæklegu daglegu fæðu sem hjer var. En breytingamar á matar- æði okkar íslendinga, sem orfiA hafa á síðustu áratugum, hafa áreiðanlega að mörgu leyti ver- ið óheppilegar. Sjerstaklega tel jeg það mjög misráðið að kaupstaðarfólk skuli hætta við að borða slátrið. Súrmetið, er hjer hefir verið notað, og er enn mikið notað í sveitum, er áreið- anlega mjög heppileg fæða. — Sjerstaklega tel jeg mikil verð- mæt efni geymast úr lifrinni í súrri lifrapylsu. Hjer þurfa að komast á fót matvælarannsóknir, þar sem rannsakað er hið gamla íslenska mataræði, og hvað menn missa af verðmætum efnum, þegar fólkið snýr baki við íslenska sveitamatnum, eins og hann var. Ennfremur þyrfti slík rannsókna stofa að athuga hvaða bæti- efni og annað verðmæti er í hinum ýmsu tegundum íslensks jarðargróða, bæði þeim, sem iræktaður er, og eins hinum, sem menn hafa lagt sjer til munns og vex fyrirhafnarlaust úti í náttúrunni. Slík rannsóknastofa matvæla á að geta leyst úr því, hvemig þjóðin fær best bjargast og hollast viðurværi úr innlendum matvælum. 1 Sje jeg ekki betur, en hjer á landi sje verkefni fyrir vís- indastarfsemi í líkingu við rann- sóknir þær á mataræði, sem gerðar hafa verið í Færeyjum og dr. Skúli Guðjónsson hefir veitt forstöðu. E.s. Edda kom í gær. Sextugur er í dag Jónas Páll Árnason, Yatnsstíg 9. II. fl. Vestmannaeyinga hefir kept við jafnaldra sína í Val, Fram og K. R. Fóru leikar svo að Vestmannaeyingar unnu Val með 1:0, Fram með 3:2, en K. R. vann þá með 3:1 í gærkvöldi. Haustkepni III, flokks lauk s.l. sunnudag með því að Valur vann K. R. í úrslitaleiknum með 2 mörk- um gegn 0. Kept var í fyrsta skifti um nýjan bikar, sem K. R. R. hafði gefið. Vinst bikarinn til eignar í þrjú skifti í röð eða 5 sinnum alls. Þau leiðinlegu mis- tök urðu á sunnudagsmorgun, er Tll. fl. Fram og Víkings áttu að keppa, að Víkingur mætti ekki til leiks. Ætti slíkt aldrei að koma fyrir og væri fjelagi nær að taka ekki þátt í móti, en að hætta í miðju kafi. Nocðnrferðir til og frá Akureyri aila mánudaga, þriðjudaga og fimtudaga, Afgreiðsla á Bifreiðastöð Oddeyrar, Akureyri. BESTAR ERU BIFREIÐAR STEINDÓRS. $ími 1580. filteindór. mnnnniimimiumiiHimiinimmiimiiiintiiimiiiiiiimiiiiiiinuimiiHimmiimmmiiiHiiiHimmiiiiiimiiiiimHiiiiiiiiKiiiiini | VII kaupa | lítinn bíl: Ford, íÁat, Austin eða Opel. — Til viðtals | kl. 5—7 í dag, Hótel Borg, herbergi 208. 'jtiiimimiiimiiiiuiiiuiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiimiimiiiiiiiiiiiiimiimmiim MORGUNBLAÐIÐ Dagbók. Skrifstofur Garðars Gfslasonar Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn- ingskaldi á A eða SA. Dálítil rign- ing. Veðrið (Mánudagskvöld kl. 5): Suður og suðvestur af íslandi er allstór lægð, sem hreyfist hægt NA. Vindur er víðast, orðinn A lægur hjer á landi og allhvass í Vestmannaeyjum. Norðanlands er veður hjart, en sunnanlands er að þykkna upp. Hiti er 5—7 st. A-landi og við N-land, ánnars 10 —13 st. Háflóð er í dag kl. 4 e. h. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörðux er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjahúðinni Iðunni. Hjónaefni. Nýlega hafa. opinber- að trúlofun sína ungfrú Hildur Þórarinsdóttir, Bárugötu 7, og Þórir Hallbjörnssou, matsveinn á „Súðinni". Sjötugsafmæli á í dag Gísli Guð mundsson, Laugaveg 55 hjer í þæ. Gísli bjó áður um langt skeið á Sölvabakka í Austur-Húnavatns sýslu og var síðan í morg ár gest- gjafi á Blönduósi. Gísli hefir nú um langa hríð átt við þunga van- heilsu að stríða. En hann er stiltur maður og ber mótlæti sitt vel, enda á hann því láni að fagna, að njóta umönnunar góðrar eiginkonn. All- ir, er Gísla þekkja. munu áreiðan- lega hugsa hlýtt til hans, því að hann hefir alla tíð verið vinsæll maður og vel látinn. Paxþegar með „Dr. Alexandr- in)e“ til útlanda í gær voru Meulenberg biskup, Hermann Jón- asson forsætisráðherra og frú. Matthías Einarsson læknir og frú frú Katrín Mixa, frú Kristín Thorarensen með dóttir, Maríus Ólafsson, Guðrún Bergström Kristín Guðmundsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir, Eva Sveinsson. L. H, Miiller, ■ Sigríður Árnason. Hall grímur Benediksson stórkaupm. próf. Lárns Einarson og frú, Bryn dís Zoega, Páll Bjarnason og frú Gunnar ólafsson með barn, Krist ján Schram, Bvron E. Gíslason ungfrú T). Thordarson, Ásta Sig urbrandsdóttir, Guðm. Þorláksson Áslang Kristinsdóttir, Svava Guð mundsdóttir, Guðrún Daníelsdótt ir, Þórir Jónssön. Hrefna Þor steinsdóttir. Klein. Esther Högna dóttir, Kristín Tngvarsdóttir, Sig urðnr Jónsson og nokkrir útlend inerar. Útvarpið: Þriðjudagur 23. ágúst, 12.00 Iládegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir, 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Danslög. 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: Síðustu forvöð (Sig urður Þórarinsson jarðfræðing ur). 20.40 Hljómplötur: a) Ungversk fantasía, eftir Liszt b) Symfónía í d-moll, eftir Ces- ar Franek. c) Lög úr óperum. 22.00 Dagskrárlok. verða lokaðar fi dag frá hádegi. M)) HroaHi i Olsein] (Éi Lokalf á"morgun ':í ’1 vcgna jarðarfarar. Nýja efnalaugin. Jarðarför majonsins míns, föður og tengdaföður, Halldórs Guðmundssonar, fer fram í dag frá heimili hans, Barónsstíg 10, og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Þorbjörg Einarsdóttir. Guðm. Halldórsson. Fríða Aradóttir. Konan mín og móðir okkar, Anna Georgsson, verður jarðsungin frá dómkirkjuimi 24. þ. m. kl. 3%. Georg Georgsson. Georg Gunnarsson. Gunnar Gunnarsson. Jarðarför konunnar minnar, móður og tengdamóður okkar, Guðrúnar Kristinsdóttur, fer fram frá dómkirkjunni miðvikudagiim 24. þ. m. Athöfmn hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Bræðraborgarstíg 29, kl. 1 y2 e. h. Jafet Sigurðsson, böm og tengdaböm. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við jarðarför Þorgerðar Símonardóttur. Sigrún Ólafsdóttir. Guðni Kristinsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og- jarðarför móður og tengdamóður okkar, Ingibjargar Jónsdóttur. Guðbjörg Ólafsdóttir. Jón Pjetursson. Hngheilar hjartans þakkir færi jeg öllum þeim, sem hafa auðsýnt mjer og bömum mínum samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins síns, Guðmundar Guðfinnssonar, hjeraðslæknis. Margrjet Lárusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.