Morgunblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 8
MÓÉ G U NBLÁÐIÐ Þríðjudagnr I. febr. 1938L. .íÆLÆ. fk 'TStwJ 'mjshaunv / a Sarakvæmt frjett í enska blað- inu „Star“ eru Bretar nú að byggja stærsta herskip, sem nokkru sinni befir verið bygt í heiminum. Skipið verður 46.000 smálestir að stærð og útbúið með 16.40 sentimetra fallbyssum. Fall- byssur þessar eiga að geta dreg- ið 36 kílómetra og verður því ekki hægt að nota skipið nema á úthpfunum, segir blaðið. ¥ Afneríski bófinn Kid Tiger er föðnrlandslaus og á ekki öruggan samastað í neinu laudi. Engin ríkisstjórn í heiminum vill leyfa honum landvist og um leið og hann kemur að landamærum einhyers lands, er honum tilkynt, að hann verði að hypja sig á brott hið allra fyrsta. Nú er Kid Tiger að reyna að fá landvistar- leyfi í smáríkinu Andorra í Py- reneafjöllum. Áður en áfengisbannið var num ið.úr lögum í Bandaríkjunum, var Kid Tíger einn frægasti bófinn og sprúttsalinn þar vestra og um léið einn sá auðugasti. Þegar hann flúði frá Ameríkn skuldaði hann ríkinu 82 miljónir dollara í skatta og sektir. Auðæfi sín, sem hann græddi á áfengissölu og glæpum, geymdi hann erlendis, aðallega í Evrópu. Lifir hann nú af því fje. Kid Tiger þykir sem von er leiðin- legí, að ekkert land vill hýsa hann, ekki einu sinni hans föður- land, Pólland. Hann getur alls ekki skilið, að Evrópumenn skuli hafa svona mikið á móti amerísk- um bófum! ¥ Skrítnasta erfðaskrá, sem gerð hefir verið á nýja árinu, því herrans ári 1938, er án efa erfða- skrá hins ameríska miljónamær- ings, Whitings. Hann arfleiddi þúsund manns að eigum sínum, og alt var það fólk, sem hann aldrei hafði augum litið, heldur fundið nöfnin í símaskránni. Skyldmenni lians fengu ekki grænan eyri. ¥ Sonja Henie var að æfa sig um daginn á tilbúinni skauta- braut. Vildi þá svo óheppilega til, að hún datt og meiddi sig á fæti. Blaðamaður einn sá, er henni var ekið burtu í sjúkravagni, og þeg- ar flugu frjettaskeyti í ótal áttir þess efnis, áð skautamærin hefði fótbrotnað. En það reyndust ýkjur einar. Sonja hafði aðeins meitt sig illilega á fæti. ¥ Tyrkneskar konur eru sagðar mjög herskáar, að minsta kosti lítur einræðislierra Tyrk- lands þannig á málið því þár í landi eru nú um 600.000 kven- menn sem lært hafa herþjónustu. ¥ Erlent líftryggingafirma aug- lýsti á auglýsingaspjöldum eft- irfarandi. „Ilerra N. N. er dáinn. Frú N. N. varð glöð, því hann var líf- trygður hjá X-líftryggingarf je- laginu“. Fólk reiddist svo þessari frum- legu auglýsingaaðferð, að það reif niður auglýsingaspjöldin og fjelagið sjálft er á barmi gjald- þrots. * — Af hverju getur þú ekki kom ið með á knattspyrnukepnina ? Segðu þeim, sem þú vinnur hjá, að það eigi að jarða ömmu þína í dag. — Það gengur ekki. Jeg vinn lijá afa mínum. ¥ — Jeg elska hesta! — Já, jeg þykist vita það. Jeg sá þig nýlega í útreiðartúr með hendurnar um hálsinn á hestin- um! Jfoufis/uí/uu? Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sigur- björnsson, Lækjartorg 1. Opið 1—3i/2. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Húsmæður, athugið. Við- bjóðum yður fiskbúðing, ítalskt. salat, fiskmayonese, steiktan fisk, steikt buff o. m. fl. á. Útlensk frímerki í miklu og kalda borðið. Einnig höfum við- ódýru úrvali. Frímerkjaversl. kjöt- og íiskfars. Vatnsstíg 4. Opið 1—31/2 e. h. | Matargerðin, ----------------------------Laugaveg 58. Sími 3827... Nýleg gasvjel til sölu á Unnarstíg 6. Sími 3567. Otto B. Arnar, löggiltur Út varpsvirki, Hafnarstræti 19. Sími 2799. Uppsetning og við gerðir á útvarpstækjum og loft netum. Næsta námskeið í að sniða og taka mál byrjar 8. þ. m. Saumastofa Ólínu og Bjargar, Ingólfsstræti 5. Sími 3196. Saumanámskeiðið byrjar 3. febrúar. Ingibjörg Sigurðardótt- ir, Lækjargötu 8. Sími 4940. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — (Grettir). Munið að ódýru brauðin eru seld á þessum stöðum: Baldurs- götu 39, versl. Berg, Bergstaða- ■stræti 49, Brekkustíg 1 og versl. jVenus, Nönnugötu 5. Öll brauð : seld ódýrara en alls staðar ann- .'arsstaðar. Fjelagsbakaríið, — Klapparstíg 17. Sími 3292. Daglega nýtt „Freia“-fiskfars: Sláturfjelag Suðurlands: Matardeildin Sími 1211 Kjötbúð Sólvalla — 48791 Matarbúðin — 3812 Kjötbúð Austurbæjar — 1947 Kaupfjelag Reykjavíkur: Matvörubúðin, Skóla- vörðustíg 12 — 1245 KjÖtbúðin, Vesturg. — 4769 Útbú Tómasar Jónssonar Bræðraborgarstíg 16 — 2125 Milners Kjötbúð, Leifsgötu 32 —3416 u! ZhCfiynnÁn Ungbarnavernd Líknar, Temp- larasundi 3. Opin hvern þriðju— dág og föstudag kl. 3—4. Ráðleggingarstöð fyrir ba< ns- hafandi konur — s. st. — Opin:. fyrsta viðvikudag í hverjum mánuði kl. 3—4. Friggbónið fína, er bæjarins oesta bón. Hefi flutt skóvinnustofu mína af Grettisgötu 61 á Barónsstíg 18. Jónas Jónasson. L O. G. T. St. Verðandi nr. 9. Fundur í: kvöld kl. 8. I. Inntaka nýrrá fjelaga, II. Innsetning embætt- ismanna. III. Upplestur frú Anna Guðmundsdóttir leikkona, IV. Pianosóló Páll Pálsson.-- Nýir innsækjendur velkomnir. Þeir, sem greiða iðgjöld sín, fá minnisbók með almanaki og~ fjelagaskrá ókeypis. Fjölnienn- |ið. KOL OG SALT sími 1120 ANTHONY MORTON: ÞEKKIÐ ÞJER BARÖNINN? 50. Hann var að tala við lafði Mary, sem reyndi að láta ekki á því bera, að hún væri að geispa. — Ungur maður eins og þjer, John, verður ekki þreyttur svona snemrna dags, sagði hún hlæjandi. — Það tilheyrir að verða þreyttur eftir brúðkatip, þegar orðið er svona framorðið, sagði hann. — Jeg er. hissa á því, að þjer skulið ekki vera þreyttar, bætti hann við. Lafði Mary gat nú ekki að sjer gert að geispa. — Ef jeg á að vera hreinskilin, þá get jeg sagt yður það, að jeg er orðin svo þreytt, að jeg gæti sofnað hjér á staðnum, sagði hún. •— Gerið það bara! Jeg er sterkur, sagði Manner- ing. — Það væri lagleg sjón, sagði lafði Mary. — En við skulum ganga áfram. Ef jeg stend hjer lengur, líður yfir mig. Þau gengu til ofurstans og Wagnall-hjónanna. Of- urstinn barðist eins og hraustur hermaður við það að láta ekki á því bera, hve mjög honum leiddist. En kona Wagnalls sagði hlæjandi: — Ofurstinn ber sig karlmannlega, en jeg sting nú samt upp á því, að við förum að hypja okkur! — Ekki skal jeg verða móðguð, sagði lafði Mary. — Jeg er viss um, að við erum öll orðin þreytt. Þau skiftust á nokkrum orðum, og lafði Mary tók undir handlegg Mrs. Wagnall og leiddi hana fram í anddyrið. Áður en hálftími var liðinn, var æskilegUr fjöldi gesta farinn heim frá veislunni. * * Mannering stóð og var að tala við Lornu Fauntley í anddyrinu, þegar ofurstinn kom til þeirra. Ofurst- inn var eldrauður í andliti, og það var sýnilegt, að eitthvað var á seíði. En Mannering ljet eins og hann tæki ekki eftir því. Hann brosti vingjarnlega og bjó sig undir það að verða hissa á tíðindunum. — Við erum rjett að fara, sagði hann brosandi, en við vildum gjarna — — — Hann þagnaði skyndilega, því að það hefði verið áberandi, ef hann hefði ekki tekið eftir því, hve æst- ur ofurstinn var. Lorna hafði strax veitt því eftir- tekt, að eitthvað var á seiði. — Er eitthvað að, ofursti? spurði liann. — Já, livort það er!, svaraði ofurstinn og bljes af mæði og æsing. — Má jeg tala við yður einslega. Jeg skal eklti vera lengi, ungfrú Fauntley! Lorna kinkaði kolli, og Mannering gekk nokkur skref með ofurstanum. Hann var stöðugt að búa sig undir að verða undrandi á svip. En hversu mikið, sem hann hefði i'eynt á sig, hefði hann ekki verið viðbúinn þeirri frjett, sem ofurstinn kom með: — Það er Gerry Long!, sagði ofurstinn. Það var alt og sumt. Mannering varð fyrir alvöru hissa. Belton átti augsýnilega erfitt með að hafa vald yfir rödd sinni. — Gerry Long hefir — já, Mannering, svoleiðis er, að perlurnar, sem greifafrúin gaf Maríu eru horfnar, — og það er búið að taka Gerry Long fastan! — Gerry Long!, sagði Mannering undrandi. — Er búið að handtaka liann? En það er alveg út í bláinn! Fyrir hvað er hann tekinn? Ofurstinn var mjög þungbúinn og áhyggjufullur. — Hann var staðinn að verkinu! Hann var með perlufestina í vasanum — í vasa sínum, Mannering! ¥ ¥ Mannering horfði forviða á ofurstann. Hann hugs- aði með sjer, að þetta gæti ekki verið i'jett, því að hann væri sjálfur með perlufestina í vasa sínum, og því gæti hún ekki iiafa fundist í vasa Gerrys. Hins- vegar gat lögreglan ekki tekið rnann fastan, eða ofux-st- - inn verið svona örúggur, ef það var ekki rjett. — Jeg ætla að biðja ungfrú Lornu að fara heim með foreldrum sínum, bætti hann við, og ofurstinn hefði áreiðanlega undir öðrum kringumstæðum tekið eftir því, hve hörkuleg rödd hans var. Hann flýtti sjer til Lornu, sagði henni, að hann gæti ekki farið strax, og spui'ði, hvort hún vildi ekki verða foreldrum sínum samferða. Lorna kinlcaðí kolli til samþykkis, en spurði um leið„ hvort nOkkuð alvar- legt væri á seiði. Mannering fanst óttasvip bregða fyrir í augum. hennar rjett sem snöggvast, — Það gæti verið verra, svaraði hann. Hann fylgdi henni út að vagni Fauntleys lávarðar, sem beið fyrir- utan, og fór síðan inn aftur til ofurstans. Hann var að tala við Wagnall. Litli, þrekvaxni leynilögreglumaðurinn kom til þeirra um leið og Mannering. — Okkur langar til þess að tala við yður, ofursti,. sagði hann. — Já, íxú keði jeg, nú kem jeg, svaraði ofui’stinn. — Komið þjer líka, Mannering og Wagnall? — Hjer hlýtur að vera um hlægilegan misskilniixg að ræða, sagði Mannering. Hanix gat þreifað á perl- unum í sínum eigin vasa. — Perlurnar fundust í vasa hans, sagði ofurstinn aðeins. — Jeg botna ekkert í þessu, sagði Wagnall. — Jeg hefi þekt drenginn, síðan hann fæddist. Hann hlýtur að hafa verið að gera að gamni sínu. Enginn fann neitt svar. Þeir komu að bókaherberg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.