Morgunblaðið - 20.09.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1935, Blaðsíða 2
M 0 R G U N B L A Ð 1 f> Föstudaginn 20. sept. 1935. út.get.: H.í. Árvakur, Reykjavlí- Rltntjörar: Jón Kjartansaon, Valtýr Stefánason Rltiitjörn og fLtgrelhulA: Austurstrætl 8. — 8lml lðOe Aug’lýslngastjörl: Hafberg 4 u*,iýslngH8k rifstofa: Austurstrætl 17. — Síml 870< H*lma8l mar; Jóii Kjartansson, nr. 8742 Valtýr Stefánsson, nr. 422t Árnl Óla, nr. 3046. E. Hafberg. or. 8770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánutjl .lausaaöiu: L0 aura elntaklO. 20 aura neð Leabób „Umbótamennirnir", Almenningur hefir sjálfsagt veitt því eftirtekt, að í hvert skifti sem einhver stjórnarfram- kvæmd hefir verið kunngerð, hafa stjórnarblöðin kepst um að loía og vegsama verkið og jafn- an tjáð fólkinu, að þetta væri gert í þágu „umbótanna“. Það væru „umbótamennirn ir“, sem væru að starfi, sögðu stjórnarblöðin. Én nú bhegður svo einkenni- lega við, að stjórnarblöðin steinþegja yfir einní merkilegri stjórnárframkvæmd, sem al- menningur veit þó um. Er hjer átt við beina-verslun þá sem fram fór í sámbandi við Ólaf Sveinsson frá Eskifirði. Ólafur átti að taka við vín- útsölunni hjer í Reykjavík frá 1. ágúst og var Hannesi Thor- arensen sagt upp því starfi frá sama tíma. En Hannes neitaði að fara, táldi ráðningarsamn- ing sinn bundinn við áramót. Hann hótaði því skaðabótamáli, ef hann ætti að víkja 1. ágúst. Stjórnin mun hafa sjeð fram á, að Hannes hafði mikið til síns máls og gæti svo farið, að hann ynni málið. En stjórnin hafði lofað Ólafi Sveinssyni bitanum og hann var dyggur Tímaþjónn. Hann mátti því ekki svíkja. Fann þá stjórnin upp á því snjallræði, að semja þannig við Hannes, að hann mætti sitja kyr tií áramóta, gegn því að hann greiddi Ólafi 800 kr. á mánuðí frá 1. ágúst, enda ynni hann í versluninni. En Óíafur kom aldrei til vihhú í ' víhversluninni, heldur seridi þarigað Snorra Jónsson, fyrv. starfsmann sinn. Sjálfur fekk hánn skrifstofustarf í inn- futnings- og gjaldeyrisnefnd. Nú segja kunnugir, að Snorri fái ekki nema lítinn hluta af þeim 800 kr., sem greiddar eru mánaðarlega í vínversluninni fyrir vinnu hans. Bróðurpartur- inn fari til Ólafs og í flokks- sjóð Tímamanna. Það er þessi beina-verslun, sem stjórnarblöðunum hefir klígjað við að segja frá. Þau hafa kosið að þegja, En vegna þess að það eru „umbótamennirnir“ sem hjer hafe verið nð verki, væri mjög æskilegt að stjórnarblöðin vildu skýra það fyrir almenn- ingi hverskonar ,,umbætur“ hafi fengist með þessari frum- legu beinawerslun. E s. Lyra fór hjeðan í gær áleið- is til Bergen. T Minsta smáatvik getur kveykt Mussolini hæðist að tillögum fimm-manna nefndarinnar. Bretar eru við öllu búnir. r i tundrinu. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Bretar auka jafnt og þjett stríðsundirbúning sinn við Miðjarðarhafið. Talið er að samþykt hafi verið á ráðherrafundinum í fyrradag, að beina öllum breska flotanum til Miðjarðarhafs- ins. — Aðgerðir Breta hafa skotið ítölum skelk í bringu. Eru J>eir farnir að búast til varnar með fram ströndum Italíu. Ennfremur hafa Italir viðbúnað til að hindra að Súez-skurðinum verði lokað. 30 þúsund her- menn hafa verið sendir til Libyu með það fyrir augum. Mussolini: „Tilboð Þjóðabandalagsins er óaðgengilegt og blátt áfram hlægilegt. Heldur bandalagið að jeg sje að safna eyðimörkum, eða hafi sent hermenn mína í skógarför til Austur- Afríku!“ Sáttatilboði fimm manna nefndarinnar er ennþá haldið eyndu, og er talið, að það stafi af því, að Abyssiníukeisari hafi sótt um aðstoð Þjóðabanda- agsins til þess að efla menn- ingarlegar framfarir í Abyss- iníu. TILLÖGUR FIMM MANNA NEFNDAR- INNAR Fullyrt er að höfuðdrættirnir í tillögum fimm manna nefndar- innar sjeu þessir: 1. Þjóðabandalagið tilnefni 4 menn, sem fari með umboð bandalagsins í Abyssiníu og fái allmikið áhrifavald á stjórn landsins. 2. Innlend lögregla undir er- lendri yfirstjórn gæti laga. og reglu í þeim hjeruðum, þar sem útlendingar hafa að- setur sitt. 3. Ítalíu verði veitt víðtæk hlunnindi í Abyssiníu. Ítalía hljóti hjeruðin Ogaden og Danakil, en í staðinn fái Ab- yssinia spildu af enska og franska Somalilandi. (Hjer mun vera um að ræða löfnina Zeilu og lar.dspiidu umhverfis. Ritstj.). SVAR MUSSOLINIS Talið er að svar Mussolinis við tillögum fimm manna nefndarinnar verði birt á laug- ardaginn. — En í viðræðu við frjettaritara enska blaðsins Daily Mail, fór Mussolini hin- um háðulegustu orðum um til- ögurnar og sagði m. a.: Tillögurnar eru óaðgengileg- ar og blátt áfram hlægileg- ar. Hjeruðin, sem mjer eru boðin eru eyðimerkur. Held- ur Þjóðabandalagið að jeg sje að safna eyðimörkum, eins og drengir frímerkjum, eða hafi sent hermenn mína í skógarför til Austur-Afríku. Páll. ÆSINGAR í FRAKKLANDI London: 19. sept. FU. Mikil æsing er í Frakklandí og eru blöðin efckert myrk í máli um: ástandið. Figaro segir: „.Voðaleg á- byrgð hvílir nú á Mussolini, sem hefir það á valdi sínu, hvort friður á að verða eða ófriður. Eitt orð nægir til að hleypa stríði af stað og það þarf heldur ekki nema eitt orð til að tryggja frið. En það er sárt fyrir Mussolini, að segja þetta eina orð, sem skynsemin býður, eftir að haf a hleypt sjer eins langt eins og hann hefir gert.“ L’Ouvre segir, að ef Musso- lini ákveði að steypa heimin- um út í ófrið þá hafi hann engan með sjer nema ítalska herinn og ef til vill kunni Frakkland að fara vægilega í það að beita refsiaðgerðum. HERSKOÐUN í ABYSSIMÍU Frá Addis Abeba kemur fregn um það í dag, að keis- arinn hafi haldið herskoðun á 5 þús, nýliðúm úr nálægum borg- um og þorpum. Hann sagði þeim, að þess mundi verða af þeim krafist,, að þeir ynnu í herfylkjum þeim, er hinir ný- komnu belgísku liðsforingjar stjórna. ÁLIT SPÁNVERJA Spönsku blöðin lofa mjög þá stefnu, sem Bretar hafa tekið. Eitt áf forystu blöðunum í Mad- rid segir, að Bretland hafi nú gert Þjóðabandalagið að þeirri friðarstofnun, sem því var upp runalega ætlað að verða. SMUTS HERSHÖFÐ INGI STYÐUR ÞJÓÐABANDA- LAGIÐ Afstaða Suður-Afríku kom Abyssinía. Sá hluti landsins, sem merktur er með ferhyrning’- mn, sýnír svæði það, er Mr. Ricket náði sjerleyfissamningnum um á dögunum. fram í ræðu sem Smuts hers- höfðingi hjelt í dag. Hanr. mælti á þessa leið: „Suður-Afríka er einráðm í því, að standa með Þjóða- bandalaginu í orði og verki. Þó að Þjóðabandalagið sje veikt er það vafalaust mesta friðarstofnun, sem hingað til hefir verið sköpuð á jörðinni. Það táknar hugsjón rjettlætis- ins gegn ofbeldinu, og ef það 1 á að líða undir lok þá erum • vjer aftur komin undir þau lög, sem ríkja í frumskógunum.“ Hann heldur áfram og segir „Þjóðabandalagssáttmálinnger- ir ítarlega grein fyrir því hve- nær ófriður má teljast lögleg- ur. Þessi lög eru þau sömu fyr- ir Bretland og sambandsríki þess. Stóra-Bretland lendir ekki í löglegum ófriði án þess að það snerti sambandsríkin. — Ekki vegna þess að þau sjeu sambandsríki Bretlands heldur af því, að þau eru meðlimir Þjóðabandalagsins. Strfðsundirbúningur Breta. Tyrkir lofa Bretum stuðningi. KAUPMANNAIIOFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Um ekkert er nú meira rætt í heiminúm en hinn stórkost- lega stríðsundirbúning breska flotans í Miðjarðarhafinu. Hvert herskipið, af öðru er sent til Miðjarðarhafsins, og eru þar og í Rauðahafi nú þegar 150 bresk her- skip. HERSKIPIN DREGIN SAMAN VIÐ GIBRALTAR Við Gibraltar eru 70 herskip. í gær komu þangað 15 herskip úr heimaflotanum og eru meðal þeirra stærstu herskip heimsins, Hood og Renown. Búist er við að öllum heimaflotanum verði beint til Gíbraltar. Ennfremur er talið að breska Indlandsflotanum hafi þegar verið beint til Aden. STRÍÐSUNDIRBÚN- ÍNGUR I PALESTÍNU Englendingar eru í óða önn að koma sjer upp forðabúri fyrir herskipafiotann í Akaba flóa (við Sinaiskaga). Enn- fremur er verið að bæta vega- kerfið á Sinaiskaga og reisa þar vatnsból. Talið er að Tyrkland hafi heitið Englandi stuðn ingi, ef ítalir ráðast inn í Egyptaland eða Pal- estínu. MUSSOLINI SENDIR HERSVEIT TIL LIBYU! Þrjátíu þúsundir ítalskra hef- manna, sem ákveðið var að færi til Austur-Afríku, hafa nú verið sendir af stað til Li- byu. Er gert ráð fyrir að þeir eigi að reyna að koma í veg fyrir að Suezskurðinum verði lokað. Er þá svo komið, að her- sveitir standa á Egypta- land og Súdau, úr tveim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.