Morgunblaðið - 01.08.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.08.1935, Blaðsíða 5
Frnitudaginn 1. ágúst 1935. MORGUNBLAÐIÐ Þóroddur Hreinsson, Hafnar firði. Athugun á námsskrá iðn- skólanna var vísað til sömu nefndar samkvæmt svohljóð- .andi ályktun: „Þingið ákveður að kjósa þriggja manna milliþinganefnd til þess að athuga námsskrána með sjerstöku tilliti til þess, hvort ekki sje unt að fella nið- ur einhverjar af þeim náms •greinum, sem nú eru heimilað- ar, á meðan á verklegu námi stendur. Jafnframt athugi hún hvort unt sje að koma á fram- haldsnámi við iðnskólana sem sundirbúningi undir meistara próf“. Um blaðakost fyrir samband- ið var gerð svohljóðandi sam- þykt: „Iðnþingið samþykkir að fela væntanlegri stjórn Landssam- bandsins að leita samkomulags við iðnaðarmannafjelögin 1 sambandinu um þátttöku í út gáfukostnaði tímarits fyrir iðn- aðarmenn, er sambandið gefi út. Þingið samþykkir ennfremur ^ð fela stjórn sambandsins að liefja útgáfu þessa tímarits, þegar er henni finst undirtekt- ir það góðar, að hún sjái sjer Jært fjárhagslega“. Um útbreiðslustarfsemi vegna sambandsins var gerð eftirfar- andi samþykt: „3. Iðnþing Islendinga lítur 'Svo á að það geti haft úrslita- .áhrif á vöxt og viðgang iðn- og iðjustarfseminnar í landinu, að ^allir iðnaðarmenn standi sam- einaðir um hagsmuna og fram- faramál atvinnuvegarins í -Landssambandi Iðnaðarmanna. "Skorar því Iðnþingið á sam- handsstjörnina að gera alt, sem í hennar valdi stendur til að æfla samvinnu allra iðnaðar- manna í landinu með því: .a) Að vinna að stofnun iðnfje- laga þar sem þau eru ekki til áður. b) Að reyna að fá þau iðnfje- lög í sambandið, sem enn eru utan þess. «) Að krefjast ríflegrar hækk- unar á ríkissjóðsstyrknum til Landssambands Iðnaðar- manna, til þess að samband- ið geti rækt nauðsynlega upplýsinga og útbreiðslu- starfsemi fyrir iðju- og iðn- aðarmenn í landinu, verið á verði um hagsmunamál þeirra og beitt sjer fyrir nýungum í iðnmálum, og eflingu og aukningu atvinnu vegarins á allan hátt“. Útaf fyrirspurn frá stjórnar- aráðinu um íslenska sýningu í Kaupmannahöfn, hafði stjórn Landssambands Iðnaðarmanna svarað því, að iðnaðarmenn mundu fúsir til samvinnu um slíka sýningu, ef það opinbera legði fram það fje, er með þyrfti, að undantekinni lítils- háttar leigu er framleiðendur og sýnendur greiddu. Málið var lagt fyrir iðnþingið og þar samþykt svohljóðandi nefndar- álit: „Nefndin er samþykk þeirri afstöðu, sem stjórn Landssam- bandsins hefir tekið til máls þessa í brjefi til ráðuneytisins, dags. 10. jan. 1935, og leggur til að Iðnþingið fallist á hana“ Um sameiginlega sölustaði fyrir iðnaðarmenn var samþykt svohljóðandi nefndarálit: „Nefndin sjer sjer ekki fært að koma með neinar ákveðnar tillögur um framkvæmd þessa máls, sökum daufra undirtekta iðnráðanna, en telur hinsvegar rjett að Landssambandsstjóm in haldi málinu vakandi og vinni að framgangi þess“. Ennfremur voru samþ. eftir- farandi þingsályktanir: 1. „Að gefnu tilefni lýsir þriðja Iðnþing Islendinga yfir því, að það telur nauðsynlegt, að iðnráðin hafi vakandi auga á því, að sveinspróf sjeu fram- kvæmd eftir settum reglum og felur sambandsstjórn að líta eftir því, að þau sveinspróf sjeu ekki tekin gild, sem ekki fara fram á löglegan hátt“. 2. „Þriðja Iðnþing Islendinga samþ. að beina þeirri ályktun til hæstvirtrar ríkisstjórnar ís- lands, að ef hún tekur einka- sölu á efnivörum til iðnaðar, þá beri fyrst og fremst að hafa innlenda sjerfróða menn til að velja vörur í innkaup og að veita slíkum stofnunum for- stöðu“. 3. „Þriðja Iðnþing íslendinga skorar á ríkisstjórnina að hlut- ast til um það, að þær peninga- stofnanir, sem veita íslenskum sjómönnum lán til bátakaupa, veiti þau aðeins til kaupa á þeim bátum, sem smíðaðir eru á Islandi“. Stjórn Sambandsins var end- urkosin og skipa hana þeir: Helgi Hermann Eiríksson, for- seti, Guðmundur Emil Jóns- son, varaforseti, Einar Gísla- son, ritari, Ásgeir Stefánsson, vararitari, Þorleifur Gunnars- son, gjaldkeri. I varastjórn eru: Enok Helgason, Guðmundur Eiríksson, frú Kr. Kragh, Tóm- as Tómasson, Jón Halldórsson. Iðnaðarmannafjelagið á Ak- ureyri tók á móti þinginu með hinni mestu rausn, lánaði ó- keypis húsnæði og bauð að- komumönnum öllum, um 30 að tölu, í skógarferð (í Vagla- skóg) sunnudaginn 7. júlí. Skemtu menn sjer þar ágæt- lega við gnægð veitinga, söng, ræðuhöld og sumarblíðu í ang- andi birkiskógi. Sláturleyfín á AustfjðrOum. SókhtoioH Lækjargötu 2. Sími 3736. 1 frjettabrjefi frá Austfjörð- um, sem Morgunblaðið flytur í gær (sunnudaginn 28. júlí) er nieðal annars lítillega minst á veitingu sláturleyfa í fyrrahaust. Ut af ummælum í þessii brjefi vil jeg taka fram það, sem lijer greinir: 1. Kjötlögin frá 9. ágúst f. árs ákváðu, a.ð veita skyldi lögskráð- um starfandi samvinnufjelögum leyfi til slátrunar, og samkvæmt því fengu öll slík fjelög, nærri 50, sem umsóknir sendu, slátur- leyfi. Samkvæmt sömu lögum var heimilað að veita öðrum verslun- um, samskonar leyfi, ef þær höfðu starfrækt sláturhús árið áður, þannig, að fullnægt væri fyrirmælum laga um kjötmat o. fb, og í samræmi við það fengu yfir 70 kaupmannaverslanir slát- urleyfi. Höfundur virðist álíta, að sam- vinnufjelög sjeu undanþegin þeim ákvæðum, sem kjötsölulögin setja fyrir því, að mega liafa slátrun, en því fer fjarri. Yfir- kjötmatsmaður, aðstoðarmenn hans og kjötmatsmenn eiga að sja um að þau ákvæði sjeu ekki brotin, og eru samvinnufjelög á engan hátt leyst frá þeirri skyldu nieð álcvæðum kjötlaganna, enda mun þess engu síður hafa verið krafist á síðasta hausti en fyr, að sláturhús væru í sem bestu á- standi, bæði hjá kaupmönnum og kaupfjelögum. 2. Höfundur segir, að með þessu hafi „fjáreigendur verið neyddir til að fara til ltaupfjelag- anna með kjöt sitt“, en engin dæmi eru tilfærð því til sönnun- ar. Tel jeg vegna þessara ummæla rjett að skýra hjer frá, liversu háttað var veitingu sláturleyfa á Austfjörðum á síðasta hausti, og ætti eftir því að vera auðvelt að átta sig á, hvort nokkuð er hæft í fullyrðingum brjefritarans. Sláturleyfi voru veitt: Á Vopnafirði: 1 kaupfjelagi og 2 kaupm.verslunum. í Borgar- firði; 1 kaupfjel. og 1 pöntunar- fjel. Á Seyðisfirði: 1 kaupfjel. og 3 kaupin.versl. Á Norðfirði: 1 kaupfjel. Á Eskifirði; 1 kaupfjel. og 1 kaupm.versl. Á Reyðarfirði: 1 kaupfjel. og 3 kaupm.versl. Á Páskrúðsfirði: 1 kaupf jel. og 3 kaupm.versl. Á Stöðvarfirði: 1 kaupfjel. Á Breiðdalsvík: 1 kaup- fjel. Á Djúpavogi: 1 kaupfjel. og 1 kaupm.versl. Auk þess fengu 3 einstaklingar á Austurlandi leyfi til lítillar slátrunar og hafa þeir einn eða tveir ef til vill einhverja verslun. Af þeim 27, sem leyfi var veitt, í nefndum landshluta, eru 10 kaupf jelög, 1 pöntunarf jelag og 16 kaupmannaverslanir eða ein- staklingar. Skýrslan ber með sjer, að á flestum stöðunum fá sláturleyfi tveir eða fleiri aðilar, og gátu því fjáreigendur fullkomlega valið um, hverjum þeir seldu kjöt sitt. Fjáreigendum voru ekki heldur settar neinar skorður við því af kjötverðlagsnefnd, að reka fje sitt til slátrunar hvert sem þeir sjálfir töldu sjer hagkvæmt. Þeir gátu því farið með það „hvert á land sem var“, til hvers þess, sem sláturleyfi hafði fengið og vildi við sláturfje taka. Það skal einnig tekið fram, að flestir þeir kaupmenn, sem slát- urleyfi fengu, notuðu ekki nema nokkum hluta leyfisins, og sann- ar það fullkomlega, ásamt því, sem áður er fram tekið, að menn voru ekki „neyddir til“ viðskifta í kaupfjelögunum vegna aðgerða kjötverðlagsnefndar. Leyfð slát- urfjártala var hjá mörgum kaup- mönnum á þessu svæði miklu hærri heldur en þeir notuðu. 3. Kjötverðlagsnefndin hefir ekki aðstöðu til að dæma um fjárhagsaðstöðu einstakra versl- ana, hvorki kaupmanna nje kaup- f jelaga; vafalaust er hagur margra lakari og erfiðari en æski- legt væri, og fæstir eru þeim spá- sagnaranda gæddir að vita löngu fyrirfram, hvort þeasi eða hin verslunin stenst þá erfiðleika, sem „hinir síðustu og verstu“ tímar hafa að færa. Höfundur nefnir sjerstaklega Kf. Eskifjarðar, sem hafi legið við gjaldþroti. Jeg vil benda á, að þeim, sem sáu hvað að fór hjá því, var í lófa lagið að forða fjár- munum sínum. Onnur verslun á staðnum fekk sláturléyfi og gátu þeir skift við hana, en ef þeir ekki vildu það, voru í næsta kaup- túni — Reyðarfirði — 4 — f jór- ir — sem sláturleyfi fengu, og milli þessara tveggja staða er engan veginn sú óraleið, að ekki sje vinnandi vegur að koma fjen- aðinum þangað. Annars er það nú fléstum vitanlegt, að meginhluti allra sláturfjárafurða hjá bænd- um fer til greiðslu úttektar — peninga og vara — sem búið er að gera fyrir sláturtíð. Því miður eru verslunarliættir flestra þannig, að heimilisþarfirn- ar eru teknar að láni hjá verslun- um fyrri hluta ársins og eiga þær því venjulegast eftirkaupin en ekki viðskiftamennirnir. Það ætti að véra flestum skiljanlegur hlut- ur, að kjötverðlagsnefndin getur ekki vitað um fjárhag hinna ein- stöku verslana, sem sækja um sláturleyfi, nje gefið nokkra á- byrgð fyrir því, að einhver versl- un haldi áfram starfi þrátt fyrir ósjeða erfiðleika, sem kunna að mæta. Það er hinsvegar hægara fyrir hina einstiiku viðskiftamenn hverrar verslunar, að kynna sjer það heima fyrir. Sláturleyfið er engan veginn neitt innsigli um, að viðkomandi verslun verðskuldi lánstraust viðskiftamannanna, heldur viðurlcenning þess, að hún megi taka á móti til verkunar og sölu sjerstaka afurðategund, en ef að kjötframleiðendur ekki treysta henni jafnframt til þess, kemur leyfið að engu haldi, og verður henni þá til einskis. Fjár- eigendur hafa þetta því í hendi sjer að allmiklu leyti, þeii'ra á að vera hagurinn að kjósa rjett, en líka áhættan að einhverju leyti, íþróttakepnin 2. ágúst Föstudagskvöldið 2. ágúst fér fram hjer á íþróttavellinuia kepni í frjálsum íþróttum, eins og áður hefir verið auglýst hjér í blaðinu. Stjórn K. R. stendur fyrir þessu móti, en ágóðinn rennur til Olympsnefndar íslands. K. R. er þannig fyrsta fjélagið, sem efnir til íþróttakepni og læt- ur allan ágóðann renna í Olymph- sjóðinn til þess að afla honnin fjár. Verða vonandi fleiri fjelög til þess, á líkan hátt, að stuðla að því, að hægt verði að senda ís- lenska íþróttamenn á Olympsleik- ana næsta ár. Olympsnefnd ís- lands þarf á hjálp allra íþrótta- manna að halda í þessu efni, og óneitanlega er það vel við eig- andi, og enda sjálfsagt, að íþrótta menn landsins sjálfir kosti þessa ferð og safni nauðsynlegu fje til hennar. Takist það, sem ekbi mun þurfa að efast um, stendur vonandi eliki á háttv. Alþingi með lítilsháttar styrk til að kosta að einhverju undirbúninginn hjer heima, kennara o. s. fív. Á mótinu 2. ágúst verður kept í eftirfarandi íþróttum: Hlaup 100 metra, 4x100 m. boðhlaup ©g 1500 m. hlaup, langstökk, há- stökk, spjótkast og kúluvarp. Keppendur verða 20—25, alt valdir menn og flestir fræknustu íþróttamenn okkar. Má búást við að sett verði 1—2 met að minsta kosti. Meðal keppenda í 100 m. hlaupi verða þeir Garðar Gísla- son, Baldur Möller, Kjartan Guð- mundsson og hin nýja hlaupa- „stjarna“ Sveinn Ingvarsson, sem sigraði í 200 m. lilaupinu á alls- herjarmótinu. Sveinn er tvímæla- laust besta spretthlauparaefni, sem sjest hefir hjer í mörg ár, og fái hann góða tilsögn og þjálfun, má búast við því, að hann áður en lýkur korni 100 m. metinu undir 11 sek. Auðvitað á liann enn margt eftir að læra, en þeir sem fylgjast vilja með fram- förum hans á næstunni, munu fljótlega komast að raun um, hví- líkt afburða íþróttamannsefni Sveinn er, og hve líklegur hann er til að geta sjer og þjóð sinni frægðar síðar meir. í 1500 m. hlaupinu keppa þeir Sverrir Jóhannesson, Oddgeir Sveinsson, Magniis Guðbj. og sennilega Baldur Möller o. fl. Verður þar áreiðanlega hörð kepni. Hafnfirðingarnir HaHsteinn Hin riksson og Sigurður Gunnarsson keppa í stökkunum og þar verða einnig með Ingvar ólafsson, Sveinn Ingvarsson, Stefán Run- ólfsson o. fl. í köstunum keppa þeir Borvig hinn norski, Gísli Sigurðsson, Hafnarf., Ingvar Ólafsson, og síðást en ekki síst Kristján V. Jónsson. Kristján er aðeins 18 ára gamall, en hefir vakið mikla eft- irtekt sem ágætur íþróttamaður. ef þeir elcki velja „hið góða hlut- skifti“. Reykjavík 29. júlí 1935. Jón fvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.