Morgunblaðið - 31.12.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1934, Blaðsíða 2
Aramót. Eflir Ólat' Xhors. ^Tlorgitnblaðtð Útg-ef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Ritstjörar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiósla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Augiýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á. mánubl. Utanlands kr. 2.50 á mánubi. I lausasölu: 10 aura eintakiö. 20 aura meC Lesbók. Horfur. , Á árinu sem nú er að kveðja, hafa þjóðirnar um gjörvallan heim, horft með kvíða til fram- tíðarinnar. Hvað eftir annað hefir ófrið- arblikuna dregið upp yfir stjórn- málaviðskifti þjóðanna. Hvað eftir annað hafa menn hugsað sem svo, að nú væri kveiktur sá neisti, sem úr gæti orðið ófriðarbál, er breiddist út um heiminn með öllum þeim hörmungum, heift og æði, sem því fylgir. En nú, einmitt um áramótin berast fregnir um það, að allar líkur bendi til, að hinir fornu erfðafjendur, Frakkar og Þjóð- verjar, undirbúi sáttagerð, sem haft geti varanlegt gildi fyrir friðinn í álfunni (sbr. skeyti í blaðinu í dag). Eru það hin mestu gleðitíð- indi, er hvarvetna verður fagn- að. En um sama leyti horfir þó alt annað en friðvænlega út í hinu víðlenda ríki hinna rúss- nesku kommúnista. Þar berst harðstjórnin fyrir tilveru sinni, með böðulöxi, og grimdaræði. En þeir, sem láta líf sitt fyrir andstöðu sína gegn valdhöfun- um, spá því, fullum rómi, áður en þeir hníga í valinn, að aðrir muni taka við af þeim til að steypa harðstjórninni af stóli, sbr. ummæli Nikolojefs, er getið var um hjer í blaðinu í gær. Þegar litið er til þeirra at- burða, sem gerst hafa í Rúss- landi undanfarna daga, komast menn ekki hjá því að renna hug- anum til þeirra íslendinga, sem árum saman hafa hylt og dáð hina rússnesku harðstjórn, og blátt áfram unnið að því, að hin rússneska harðstjórnar- og ógnaröld, væri það sem koma skyldi hjer á voru landi. Menn hugleiða, að hjer úti á Islandi mun nú vera einhver fjölmennasti kommúnistaflokkur, sem til er í nokkru landi, miðað við fólksfjölda. Nýársboðskapur Stanley Bald- wins, sem skýrt er frá hjer í blaðinu í dag, á því sannarlega erindi til okkar íslendinga. Mætti hið nýja ár bera í skauti sínu þá farsæld til handa okkur íslendingum, að hjer verði hafin öflugri og einbeittari and- staða gegn þeirri hættu, sem hinn breski stjórnmálamaður talar um, barátta gegn harð- stjórn, ófrelsi og kúgun, svo lögð verði sterk drög að því, að í Úrslit Alþingiskosninganna 24. júní síðastliðinn kváðu nið- ur allar vonir þeirra manna er talið höfðu að hin nýja stjóm- arskrá, sem endanlega var sam- þykt á haustþinginu 1933, gæfi sæmilegt öryggi fyrir jöfnum áhrifum kjósenda á stjórnmál- in, áii hliðsjónar af búsetu, eða því, hvar í flokki kjósandinn stendur. Með 22,647 atkvæðum fengu rauðliðar 25 þingsæti, en Sjálf- stæðisflokkurinn og Bænda- flokkurinn, sem samtals fengu 25.322 atkvæði, eða 2.675 at- kvæðum fleira en rauðliðar, hlutu tveim þingsætum færra, eða aðeins 23 þingsæti. Einn utanflokkamaður náði kosningu með 499 atkv. Sá órjettur, sem svo er aug- Ijós, ber í sjer sinn eigin dauða- dóm. Síðari stjóramálaviðburðir ársins eru eðlileg eða a. m. k. skiljanleg afleiðing kosninga úrslitanna. Það var eðlilegt að sósíalist- ar og Framsókn mynduðu sam- eiginlega stjórn. Það var a. m. k. ekki óeðlilegt að fyrverandi forsætisráðherra, Ásgeir Ás- geirsson veitti þeirri stjóra málefnalegan stuðning. Og hitt, að Magnús Torfason ynni hin óæðri verkin, sviki sinn flokk altaf þegar á reið, og styddi stjómina í öllum höfuð hneyksl- is- og óþurftar málum þingsins — það er í alveg fullu samræmi við eitt af lífsins allra óbrigð- ulustu lög-málum, og fyrir það eitt eftirtektarvert, að telja verður víst, að þetta framferði gamla mannsins framkalli nú þegar merkilegan úrskurð um eitt mikilvægasta atriði hinnar nýju stjórnarskrár. Eins og menn vita, er eitt höfuð nýmæli nýju stjórnar- skrárinnar það, að nú er bygt á flokkum. Enginn getur leng- ur boðið sig fram nema til- greina hvar í flokki hann stend- ur, og síðan fá flokkamir upp- bótar þingsæti eftir vissum reglum, í því skyni að hver flokkur hljóti þingsæti í sem mestu samræmi við kjósenda- tölu sína. Einn þessara upp- bóta þingmanna er Magnús Torfason. Hann fjell við kosn- ingarnar en hlaut þó þingsæti á atkvæðum kjósenda Bænda- flokksins um land alt, sem upp- bótarþingmaður þess flokks. — Hjer skal nú gert ráð fyrir því að miðstjórn Bændaflokksins bjargi sóma flokksins, og geri Magnús Torfason flokksrækan, og jafnframt hinu, að sjálfan framtíðinni búi hjer brjáls þjóð í frjálsu landi. í trausti þess óskar Morgun- blaðið öllum lesendum sínum góðs og farsæls nýárs! skorti hann velsæmi til að víkja mótþróalaust af þingi. Þá rís sú spurning, hvort uppbótar þing- maður, sem rekinn er úr flokki sí'num, getur lengur átt þing- setu. Um þetta geymir stjóra- arskráin engin bein fyrirmæli. Hinsvegar svarar allur andi stjórnarskrárinnar þessu alveg tvímælalaust neitandi. Alþingi sjálft mun úrskurða málið. Framsóknarmenn muhu styðja ranglætið og M. T. Um aðstöðu sósíaljsta er erfiðará að spá, vegna þess, að þeir eiga nú 5 uppbótar menn á þingi, og líkur benda til, að uppbótar þ ngsæti þeirra verði jafnan hlutfallslega mörg. Má því vera að þeim þyki varhugavert að afsala flokksstjórninni valdi til að svifta þann þingmann þingsetu, sem þverbrýtur und- antekningarlítið samþyktir og stefnu flokksins í öllum aðal- málum þingsins, og úrskurði því M. T. af þingi. Verðí Magnús Torfason rek- inn af þingi, gerbreytist svipur þingsins, því þá fellur sjerhvert örþrifa mál í neðri deild, sem Ásgeir Ásgeirsson ekki bein- línis greiðir atkvæði með. Þannig getur Magnús Torfa- son átt þátt í merkum viðburð- um. Á þessu ári hefir framfara- saga þjóðarinnar á sviði opin- berra mála gerst utan sala Al- þingis og veggja stjómarráðs- ins. Undir ótráuðri og farsælli forystu Jóns Þorlákssonar borg- arstjóra, hefjast nú rherkustu verklegar framkvæmdir, sem stofnað hefir veríð til á þessu landi síðustu þrjá áratugina, virkjun Sogsins. Fer vel á því, að sá maður sem fyrstur hreyfði því máii, aldrei hefir yfirgefið það og altaf fylgt því fastast eftir, skuli nú standa fyrir fram- kvæmd þess. í atvinnuleysinu tryggir nú Jón Þorláksson 200 —300 manns langa atvinnu við Sogsvirkjunina og skapar jafn- framt miklum hluta þjóðarinn- ar nýja og bætta aðstöðu til aukins atvinnurekstrar ög betri lífsskilyrða. Og til þessa þarf enga nýja skatta að léggja á gjaldþegnana. Að öðru leyti eru stjórnmálavið- burðir ársins almenningi kunhif og í fersku minni, Vegna þess að aðdragandi þingsögunnar og þingsagan sjálf hafa nýlega verið all-ýtarlega rakin, bæði í útvarpsumræðum og blöðum Sjálfstæðisflokksins. — Þykir nauðsynjalaust að endursegja þá harmasögu hjer. Skattpyhdingum, einokunar- viðjum og hverskonar frelsis- skerðingu, hlutdrægni og alls kyns fáhgsleitni áttu menn von á. Hefir þó sjón orðið sögu rík- afi. Og jafnvel sínum eigin kjósendum hefir stjórnarliðum tekist að ofbjóða svö, að þótt leitað sje í þeim herSúðum alt ofan í svartasta starblint flokks ofstæk'ð, finst trauðla nokkur sá, að hann treystist til að full yrða að stjórnjn hafi kunnað fótum sínum forráð. Alþingistíðindin 1934 skjal- festu í fyrsta skifti að hjer á landi ríkir kommúnistiskari hugsunarháttur en í nokkru öðru Evrópuríki, ef til vill að Rússlandi undanskildu. Að sagnritarar síðari ára staldra við og íhugi stjómmálavið- burði ársins 1934, er þó fyrst og fremst af því, að það ár er undanfari áranna 1935 og 1936. Á þeim árum hlýtur margt sögulegt að gerast í þjóðlífi okkar, og sumt sem rekur ræt- ur sínar beint til viðburða síð- asta Alþingis. Hvað á þjóðin í vændum? Þjóð eins og íslendingar, þjóð sem sárasta örbirgð hefir í þús- und ár meinað að lifa lífi menn- ingarþjóðar, ríður lífið á því, að missa ekki alt jafnvægi, þótt fárra áratuga farsæld hafi í svipinn fært hana nær bjarg- álnum, og opnað henni fegurri útsýni yfir auðugri og ánægju- legri lífsskilyrði. Enda er a. m. k. í bili alt í óvissu um öryggi og áframhald þeirrar velsæld- ar. Því þótt hin ytri merkin sjeu óbreytt, prýðilegustu hí- býli, birta, ylur, klæðnaður og hverskyns lífsþægindi sjeu a. m. k. við sjávarsíðuna heimtuð , : m og af hendi látin, þá er sá grundvöllur sem á er bygt, mjög ótraustur. Sjávarútvegurinn á orðið ekki fyrir skuldum. Landbún- aðurinn er talinn eitthvað skár efnum búinn. En báðir þessir höfuð atvinnuvegir eru og hafa lengi verið reknir með tapi, og það er ekkert sem gefur sjerstakar vonir um breyting- ar til batnaðar, nema síður sje. Það er þessi framleiðsla, s€m ætlað er að standa undir því, að þjóðin geti lifað áfram un- aðslífi góðæranna, og það er þessari framleiðslu sem fjár- málaráðherrann ungi, ætlar, að standa undir nýjum tveggja milj. króna sköttum, og það eftir að Alþingi nú hefir svift framleiðendur nær öllu sjálf- forræði sinna málefna, og með fátdæma óvitahætti lagt í rúst- ir frjálsa samvinnu útvega- manna um sölu aðal útflutnings vöru landsmanna. En að minnast á kauplækk- un, þótt heitið sje aukinni at- vinnu, er lagt á borð við versta glæpi, og allur spamaður á ríkisfje er talinn rammasta aft- urhald. Alt er þetta fremur vitfirra en yfirsjón, eins og það er líka fremur vissa en spá að ríkis- stjómin rís ekki til lengdar undir afleiðingum sjálfskapar- víta sinna, sem bætast nú ofan á alla utan að komandi örðug- leika. Þessi stjóra á sjer því ekki langan aldur. Hvað á eftir fer er í óvissu. óvenjulegir atburðir eru í vændum. Það hlýtur að draga til úrslita um það, hvort íslendingar eru þess megnugir að slíta af sjer viðjana, og bú- ast til öflugrar baráttu gegn þeim herskörum örðugleika sem á sækja, eða hvort haftsár, sliguð og uppgefin þjóð, afvelta milli skammsýnis og úlfúðar váldhafanna, bíður þess að verða öðrum að bráð. ■ 'jt jígeiásjv-.1 - ■■■; ' ■ £ Einræði§> og ófrelsis- old sósíalismans. Nýársboðskapur Stanley Baldwins. KAUPMANNAHÖFN í GÆR., (Einkaskeyti til Morgunblaðsins). o Stanley Baldwin hefir flutt | i Jj þjóð sinni nýársboðskap, sem .fj§§| vakið hefir mikla athygli. í ræðu sinni lýsti hann því ■i|lg| hýerníg hann liti á stjórnmála- í • ástandið í heiminum yfirleitt. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Um gervallan heim eigast nú við gerólíkar stjórnmálastefn- ur. Barist er um það hvernig stjórnskipulag þjóðanna eigi að vera. Hvarvetna bryddir á ger- ræðis- og byltingaáformum só- síalista, sem boða nýja, hroða- »a einræðisöld. Byltingamenn þessir gera sitt ýtrasta til þess, að kæfa fje- Iagsbundið frelsi almennings, og og kippa fótum undan þjóð- skipulagi því, er tíðkast hefir. Þeir hafa og tekið upp and- stöðu við þá menningu heims- ins, er reist hefir verið á kristi- legum grundvelli, og stuðst við kristindóminn. Páll. Stanley Baldwin. Baklwin útlistaði það enn, hver hætta f járhag' Englands og al- heimsviðskiftum stafaði af því, ef sósíalistar næði völdum í Eng- landi. tm x«...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.