Morgunblaðið - 05.07.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Kaupmenn: Kaupið eftirtaldar vörur hjá okkur: Ávextir bl. í heilum og hálfum dósum. Ananas í heilum og hálfum dósum. Perur í heilum og hálfum dósum. Ferskjur í heilum og hálfum dósum. Asparges í heilum dósum. Laukur, egyptskur. Vörugæðin eru alþekt. Stýrliannaskfilinn. Þeir nýsveinar sem vilja fá inntöku í Stýrimanna- skólann næsta vetur, sendi forstöðumanni skólans beiðni um það fyrir 1. september, ásamt áskildum vottorðum. (Sjá B-deild Stjórnartíðindanna 1924, bls. 113—114, 7. —9. gr.). Reykjavík, 4. júlí 1930. Páll Halldórsson. + Jón Bjarnason, trjeamiður. Mig langar til að minnast þessa látna fjelaga með nokkr- um orðum, fyrst enginn af vin- um hans hefir orðið til þess. Jón Bjamason var fæddur að Tröð í Álftafirði 2. janúar 1881, sonur Bjarna hreppstjóra Jóns- eonar og konu hans. Hann ólst upp í foreldrahúsum þar til er hann um 17—18 ára aldur fór til Noregs. Þar lærði hann hús- gagnasmíði og var við nám í 4 ár. Að því loknu kom hann hingað heim og tók þá þegar að stunda allskonar trjesmíði, og mátti svo að orði kveða, að hon- um væri jafn tamt bæði húsa- og skipasmíði, enda stundaði hann það jöfnum höndum. — Hann var hinn besti smiður, og mjög mikið var sóttst eftir hon- um, og hann var svo mikill af- kastamaður til starfa, að jeg hygg, að hann hafi átt fáa eða jafnvel engan sinn líka hjer vestra. Það var eins og starfs- þolið væri óbilandi og var hann þó alls ekki heilsuhraustur. Jón sál. var hinn besti yfir- maður og unun var að vinna með honum, eða svo reyndist þeim, er þetta ritar. Hann var ör í skapi og drengur góður. — Hann var kvæntur Daníelu Samúelsdóttur, sem lifir mann sinn og eiga þau 8 börn á lífi, öll hin mannvænlegustu. Jón sál. andaðist í sjúkra- húsi í Reykjavík 8. júní 1929. Kæri látni vinur, jeg vil svo kveðja þig með orðum lista- skáldsins góða: Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgun- roðans, meira að starfa guðs um geim. Blessuð sje minning þín. G. Dagbðk. Veðrið (föstudagskv. kl. 5) : Yfir Grænlandshafi er alldjúp og nærri kyrstæð lægð, sem veldur allhvassri S-átt og regni um allan vesturhluta Islands. Hinsvegar er þurt og bjart veð- ur Austanlands og hitinn um 20 st. víða á Austfjörðum. Á Græn- landi er komin allhvöss N-átt og er ekki ósennilegt að lægðin fari að þokast austur eftir, svo áttin geti orðið N eða NA hjer á landi. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Stinningskaldi á S og SV. Rign- ing öðru hvoru. Messað á morgun. í dóm- kirkjunni á morgun kl. 11 síra Friðrik Hallgrímsson. — Engin síðdegismessa. 1 fríkirkjunni á morgun kl. 5 síra Árni Sigurðsson. Messað á morgun í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði, kl. 2 síðd., síra Ólafur Ólafsson. Hjónaband. Kl. 10V2 árdegis í dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Þóra Garðarsdóttir (Gíslasonar stórkaupmanns) og cand. jur. Gunnlaugur Briem. Brúðhjónin fara utan í dag með skemtiskipinu Britannia. Landskjörið. Ekki mun enn neitt ákveðið um það, hvenær atkvæði verða talin frá lands- kjörinu. Sennilega verður ekki talið fyr en um eða eftir 20. júlí. Otiskemtun ætlar kvenfjelag- ið Hringurinn í Hafnarfirði að halda á sunnudaginn (morgun) á Hamarskotstúni. Mjög fjöl- breytt skemtiskrá. Togaramir búast nú sem óð- ast á síldveiðar. Var í gær gert ráð fyrir, að einhverjir þeirra mundu leggja af stað norður í nótt. Lyra fór í fyrrakvöld til Nor- egs, með hvert farþegarúm full- skipað. Tóku sjer fari með skip- inu fjöldi útlendinga, sem hjer dvöldu um Alþingishátíðina. — III ðsoða fyrlr mrúttaskúlonn ð Rlafossl verðnr skemtnn haldin ef veðnr leyör á morgnn kl. 5 síðd. 1. Sjonleikur. Gamanleikur, leikinn á hinu nýja leiksviði — af ágætum leikurum. — Mjög skemtilegur leikur. 2. Sem gestir. Hinir frægu harmonikusnill- ingar Gellin og Borgström skemta. 3. Hin kgl. Ballettdansmær Brock-Nielsen dansar Ballett með' aðstoð Gellin og Borg- ström. 4. Nýjar gamanvísur, sungnar af R. Richter. 5. Gellin og Borgström skemta. 6. Kl. 8 D A N S — í stóra tjaldinu. Frægustu harmonikusnillingar aðstoða. 7. Rólur. Skemtunin hættir kl. 11 síðdegis. Sundlaugin er til frjálsra afnota fyrir alla allan daginn. Aðgangur kr. 1,00 fyrir fullorðna; frítt fyrir böm. Má t. d. nefna Bay aðalræðis- mann, ÓI. Jónsson lækni, Max Raebel, Jón Loftsson kaupm., Guðrúnu Þorkelsdóttur, Skaarn ritstjóra o. m. fl. Fulltrúi Norður-Dakóta heitir Gunnar Grímsson, en ekki Guð- mundur Grímsson, eins og stóð i blaðinu í gær. Aðalflugið verður framvegis á þriðjudögum (í stað mánu- dags). Vestfjarðaflugið verður því á föstudag og Vestmanna- eyjaflugið á laugardögum. Hrelnlegan og vonan maf svein vantar á togarann KÁRA SÖLMUNDARSON. Upplýsingar hjá skipstjóranum, Guðmundi Guðmundssyni, Ránargötu 18, kl. 1—2 í dag. Lesbók Morgunblaðsins. — Á morgun gefur Morgunblaðið út Lesbók með rúmlega 30 mynd- um frá Alþingishátíðinni. Þessi Lesbók verður send öllum á- skrifendum Morgunblaðsins. — Allir kaupendur Isafoldar fá þessa Lesbók senda ókeypis. — Hinir mörgu hátíðargestir, sem voru á Þingvöllum, vilja áreið- anlega fá þetta myndablað til endurminningar um hátíðina, er lifir eigi aðeins í hugum þeirra, heldur í hugum manna kynslóð fram af kynslóð. — Lesbókin á morgun verður því bæði hátíð- argestum og þeim, sem heima sátu, kærkomin lýsing á því, hvernig Alþingishátíðin fór fram. Norður að Blönduósi og Sauð árkróki fer á morgun bíll frá bifreiðastöð Meyvants. Dánarfregn. 1 fyrrinótt ljetst á St. Jósefsspítalanum í Hafn- arfirði frú Jónína Sigurðardótt- ir, Sigurðar Grímssonar prent- ara. Flugið. Flugvjelarnar hjeldu kyrru fyrir í gær vegna veðurs. Kappsund Alþingishátíðar- móts 1. S. 1. verður háð í Örfiris- ey á morgun kl. 1% e. h. Verð- ur kept í 100 m. sundi, 200 m. IHaðnr óskar eftir mnheimtustarfi eða einhverri ljettri atvinnu. Upplýsingar í síma 1685 og 1002. bringusundi og 4x50 m. boð- sundi. Er þetta fyrsta súndmót ársins. Skemtiskip eru væntanleg hingað tvö í dag. Er annað Britannia, er mun hafa hjer að- eins nokkurra klukkustunda við dvöl, en hitt Reliance. Skipin hafa bæði ameríska farþega. Knattspyrnumótið. Kl. 8% í kvöld keppa Vestmannaeyingar og Víkingur. Danaleiðangurinn. Allir þátttakendur í ,,Dana“- leiðangrinum voru af krónprins- inum, sem gegnir konungsstörf- ium meðan konungurinn er fjar- verandi, sæmdir viðurkenning- arminnispening úr silfri með silfurspennu og áletruninni: Dana-leiðangurinn 1928—1930. María Markan syngur kl. 7,15 í kvöld í Gamla Bíó. Til miuningar um Hlbíngisliðtíðina: Postulínsvörur með Alþing- ishátíðarmerkinu. Bollastell (mokka) Blómavasar Vindlahylki Öskubikarar Islensku spilin með myndum af íslenskum fornköppum og kvenskör- ungum. Vasaklútar með Alþingishátíðarmerk- inu og íslenska fánanum. Borðflögg með mynd af vikingaskipinu í öxará. Flaggstengur úr Bronce og silfurlíki, eru þær sjerlega fallegar, og gerðar eftir frumsmíði Guðmundar Einarssonar frá Miðdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.