Morgunblaðið - 23.01.1926, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1926, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ERLENDAR SÍMFREGNIR Kihöfn 21. jan. FB. Seðlafölsunannálið enn í Ungverjalandi. Símað er frá Budapest, að j?ingið hafi samþykt að setja á stofn nefnd til þess að rannsaka fölsnnarmálið. Lögreglan heldur, að samtals hafi verið prentað 125 miljónir franka. Mikið ræktunarfyrirtæki í Sudanhjeraði. Símað er frá London, að hleðsla varnargarðanna við hina fyrir- huguðu áveitu við hið svokallaða bláa „Nílarfljót“ í Sudanhjeraði sje lokið. Er þetta með stærstu verklegu fyrirtækjum, sem gerð hafa verið. Tuttugu þúsundir manna hafa unnið við verkið. — Áveitusvæðið 200,000 ekrur og er ætlað, að hægt muni að rækta 40 milj. punda af baðmull á svæðinu árlega. Krabbameinsrannsóknirnar. Símað er frá London, að Gye læknir, þektur um allan heim, vegna rannsókna sinna á krabba- meini, hafi sagt í fyrirlestri, að útlit sje á, að orsök krabba- ' meinsins finnist bráðlega. Yegna rannsókna, er nýlega hafa fram farið, sjeu allar líkur til, að hægt verði að verjast sjúdóminum og lækna hann. Frá Jerúsalem. Símað er frá Jerúsalem, að skotið hafi verið á eitt borgar- hverfið, þar sem uppreisnarmenn höfðu gert sjer vígi. Kj ósendur! f dag verða allir að gæta 'skyldu sinnar og ganga að kjör- borðinu. Vill nokkur taka á sig þá á- byrgð að hleypa jafnaðarxnann- jjnum Haraldi Guðmundssyni í bæjarstjórnina að óþörfu — með því að vanrækja kosningaskyldu sina? Hugleiðið ástandið á fsafirði. Kjósið B-LISTANN! Alþýðublaðið í gær. Það hefst með stórri augl. um fund er einhver Alýðu(sic)flokk- ! ur haldi í Bárunni. Ennfremur birtir það nokkrar smágreinar um bæjarstjórnarkosninguna í dag. Ólafur Friðriksson hneykslast á því, að Morgbl. skuli ekki vilja1 að hann hafi lögregluvald í land-. inu! Einhver óþeiktur „foringi“ fár- ! ast fyrir því, að aðrir „leiðtog- ar“ skyldu ekki komast inn á fundinn í Bárúnni en Björn Bl. Jónsson og Guðjón „skáld.“ —, Líklegt er, að fundarmenn, sem í Bárunni voru, hefði dkki haft á móti því að fleiri hefðu þar verið en Björn og Guðjón, til þess að hlæja að. „Skáldið“ Guðjón segir Alþýðu blaðinu frá því að á Bárufund- inum hafi orðið „hörð deila“ milli sín og Ólafs Thors um jafnaðar- stefnuna. Heyr á endemi! Ekki er ólíklegt að orðið hefði deila milli Guðjóns þessa og Ólafs Friðriks- sonar hefði hann verið þar, því Guðjón sveikst þar svo greinilega undan merkjum, að hann afneitaði aðalstefnu jafnaðarmanna þarna á fundinum, þjóðnýtingu atvinnu- fyrirtækjajma. Ólafur Thors setti 1 dálítið ófan í við manninn bæði fyrir heigulskap hans og van- þekkingu. Gat Guðjón þá engu svarað — og fcr að tala um hænsnarækt! , Haraldur Guðmundson talar um efnahag Isafjarðarkaupstaðar og — hinar „arðberandi eignir“ bæj- arins. Á hann þar væntanlega við bæjarbryggjuna sælu — sem eng- mn vill nota. Hagsýnn maður er Haraldur í fleiru en að innheimta með lög- sókn tekjuhalla fjelaga þeirra, er hann stjórnar! Hallbjörn talar um stjórn at- vinnuveganna — en gleymir því, að vel hefði farið á því að til- nefna eitt einasta fyrirtæki jafn- aðarmanna, sem beri sig fjár- hagslega og næði tilgangi sínum. Hann man e. t. v. ekkert dæmi. Er það sennilega vandfundið. Aðalgrein blaðsins skrifar Guð- mundur úr Grindavíkinni. En þá grein nennir enginn að lesa. Kjósendur. Hafið þið gleymt rússneska tilboðinu, sem kom hingað til Bolsanna í fyrra? Ef Bolsar væru búnir að fá hjer nægileg völd í febrúar í ár — þá áttu þeir að fá fje að launum — rússneskt gull í lófann! — væntanlega til að gefa út blöð og svíkjast að íslenskri alþýðu. Er nokkur borgari þessa bæj- ar svo tómlátur um hag þessarar þjóðar, hag sinn og barna sinna, að hann vanræki í dag að kjósa B-LISTANN! Um hundruð þúsunda vildu jafnaðarmenn hækka útsvör bæj- arins í ár. Það mistókst. Þeir eru í minnihluta í bæjar- stjórn. Hver sem ann efnalegu sjálf- stæði bæjarins, hann kýs í dag B-LISTANN! Gengismálið í Danmörku. Er stýfing möguleg? Eftir tilmælum frá frjáls- lynda flokknum, fól danska stjórnin tveim bankamönnum það á jólaföstunni, að athuga og gefa stjórninni álit sitt um það, hvort stýfing væri möguleg, — lagalega og fjárhagslega. — Ef til kæmi, er áformið að hafa •krónuna í sama verði og skild- inginn enska. Þessir tveir bankamenn voru, Ussing bankastjóri og Axel Niel- sen. Álit þeirra kom til stjórnar- innar fyrir nokkrum dögum, en var ekki almenningi kunnugt, er síðustu blöð, sem hingað eru komin, fóru frá Höfn. Kjósendnr! Áður en kosið er, lítur kjörseðillinn þannig út: A-lisfi Ólafur Friðriksson, bæjarfulltr. Haraldur Guðmundsson kaupfje- lagsstjóri. Sigurjón Ólafsson, afgreiðslum. Nikulás Friðriksson, raflagning- armaður. Ágúst Pálmason, innheimtum. t 1 B-lisfi Pjetur Halldórsson, bæjarfulltr. Jón Ásbjörnsson, hæstarjettar- málaflutningsm. Hallgrímur Benediktsson, heild- sali. Árni Jónsson, kaupm. Sigurður Halldórsson, trjesm. • Þegar þjer hafið kosið B-list-ann, á seðillinn að líta þannigút: A-listi Ólafur Friðriksson, bæjarfulltr. Haraldur Guðmundsson, kaupfje- lagsstjóri. Sigurjón Ólafsson, afgreiðslum. Nikulás Friðriksson, raflagning- armaður. Ágúst Pálmason, innheimtum. X B-lisfi Pjetur Halldórsson, bæjarfuUtr. Jón Ásbjörnsson, liæstarjettar- málaflutningsm. Hallgrímur Benediktsson, heild- sali. Árni Jónsson, kaupm. Sigurður Halldórsson, trjesm. IVIunið að setia krossinn fremsf við lisfa* nafnið, þannig, | X B-lisfii ' KJósið fyrrihlufa dags, þá fáið þið g,reið" asfan aðgang. / K j ósendur! f dag er Ólafur Friðriksson efst- ur á lista jafnaðarxnanna. Hjer á landi eru jafnaðarmenn og Bolsar í sama flokki ennþá. Svo ósvífinn er þessi sam- steypuflokkur, að hann tranar Ólafi Friðrikssyni fram við kosn- ingar, manni, sem opinberlega boðar byltingastefnu hjer í landi! Manni — sem rær að því öllum MUNIL A.-S. I. Sími: 700. árum, að undirbúa jarðveginn hjer fyrir rússneskt kúgunarveldí- Kjósendur! Gjörið skyldu yðat í dag. Styðjið ekki slíka mexiB með hlutleysi yðar. Mætið í Barnaskólanum °S kjósið B-LISTANN! !■ VÍKINGURINN. Þegar Blood fór að hugsa um Levasseur, eftir þessa viðkynningu, varð hann dálítið kvíðinn yfir því, að hafa gert þexman samning. Honum leist ekki á fje- laga sinn. Hann ljet það í ljósi við Welverstone. — Þið hvöttuð mig til að taka boði Levasseur, eu mjer líst ekki á manninn. — Við snúum hann óðara úr hálsliðunum, ef við verðum varir við hin minstu svik frá hans hendi, — sagði eineygði risinn. — Ef við aðeins náum til hans á hinni rjettu stund, sagði Blood, og bætti síðan við: — Við siglum strax í fyrramálið. Síðan gekk hann niður í klefa sinn. I 14. KAFLI. Hetjudáð Levasseur’s. Næsta morgun lagði lítill bátur að hlið „La Fou- dré“, og Indverji einn steig á þilfarið. Hann rjetti Levasseur samanbrotin brjefmiða, og stóð þetta á honum: Elsku vinur! Jeg er sem stendur í hollenska sikipinu „Yong- vrou'w' ‘, ep það er að fara hjeðan Faðir minn hefir á&veðjð að stía Okktír supHur fyrir fult og alt, og ætl- ar að senda mig til Evrópu í vernd bróður míns. Jeg grátbið þig, ástin mín, hetjan mín, að frelsa mig. Þín Örvæntingarfulla Madaleine. Levasseur leit út yfir flóann, en hvergi var hol- lenska skipið að sjá. Indverjinn tók eftir tilliti skipstjórans, og bentí út yfir flóann. Langt úti sást skip á siglingu. — Þarna fer Jongorouw, sagði maðurinn. Indverjanum, náfölur af reiði. Hvernig stendur á því, þorparinn þinn, að þú segir mjer þetta nú fyrst. Indverjinn veik undan, skjálfandi af hræðslu, svo að hann gat ekki komið nokkru orði upp. Levasseur greip um háls honum og hristi hann grimdarlega. Svo kastaði hann honum út að borðstokknum. — Höfuð mannsins lenti á járnbolta um leið. Maðurinn seig niður, og hreyfðist ekki, en blóð vætlaði út á milli vara hans. — Séndið þessu kvikindi í sjóinn, skipaði Levass- eur og svo ljettum við akkernm og höldum á eftir Hollendingnum. — Eitt augnablik, skipstjóri! Hvað ætlist þjer fyrir? spurði Cahusac, einn af foringjum skipsins. Levassaur gerði grein fyrir áformi sínu með til- heyrandi blótsyrðum og formælingum. Cahusac hristi höfuðið. — Hollenskt skip! pað getur ekki látið sig gei’3' i Við fáum aldrei leyfi til þess! — Hver fjandinn ætti að banua okkur það? •— 1 fyrsta lagi hygg jeg, að skipshöfnin sje ekki mjög fús til þessa. Og í öðru lagi er það Blood for' | ingi. — — Hvað hirði jeg um Blood! — Þjer eruð neyddir til þess. Hann hefir meira bolmagn bæði hvað peninga og mannafla snertir. OS þekki jeg hann rjett, mundi hann fremur kjósa sökkva okkur, en að við rjeðumst á hollenska skipi^’ Levasseur gnísti tönnum af reiði. Hann leit á eft' ir skipinu, skuggalegur í bragði. Þetta var rjett. Blood mundi aldrei líða það, a^ þeir rjeðust á Hollendingana, væri hann viðstaddui’- En árásin gat farið fram án þess. Og væri verki^ framið, var of seint fyrir Blood að segja nokkuð. Klukkustund síðar sigldu „Arabella“ og „La Foa' dré“ út flóann. Allan daginn eygðu þeir hollen^a skipið, en við sólarlagið var það orðið geysilangt * j burtu. Biood og Lavasseur höfðu ákveðið að sigla 1 austur, meðfram norðurströnd Hispaniola. „Arabellu sigldi í þessa stefnu alla nóttina, en um morguniu0 var „La Foudré“ horfið. í næturhúminu hafði LevaS' seur breytt um stefnu og haldið í norð-austur, á eftJt | hollenska skipinu. « Cahusae hBfðj réynt að aftra því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.