Morgunblaðið - 30.05.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1923, Blaðsíða 2
MORGUNtíi.AÖiB )) Hm-MHi i Olseh (( a u p u m s Æðardún, S e I s k i n n og Lambaskinn leiðina), en nú gat jeg farið tim endilangt bretska ríkið og víðai með góðri samvisku, bara að skjalið hefði verið farseðill um leið! — Frh. Frá Kina. Eftir Ólaf Ólafsson kristniboða tegmndir af ýmiskonar skiltum; skrár, margar tegundir; lamir, og yfirleitt alt, sem að hús- gagnasmíði lýtur, nýkomið í stóru og ódýru úrvali til Jóns Halldórssonar & Co. Nýjar vörur. Með síðustu skipum höfum við fengið miklar birgðir af nýjum vörum. Hálstau Manchetskyrtur, flibbar, bindi, slaufur, einnig mikið úrval af Gummihálstaui.. Vöruhús Sð. Ferðapistlar. Eftir Bjarna Sæmundsson. I. Jeg skal strax taka það fram, að jeg fór til Englands og Dan- merkur, svo að ekki þarf að bú- ast við neinum tíðindum úr ör- æfum Ástralíu eða frumskógum Kanada, úr Norður-Grænlandi eða Nýju-Guineu, eða öðr-um fjarlæg- um löndum eða sjaldförnum af Íslendingum. Það, sem ýtti mjer af stað^ í þessa ferð, var fyrst og fremst það, að vinur minn, Dr. <jóhannes &chmidt, hinn frægi for ingi )>Daila<<dei(Sangursins um At- lantshafið í fyrra, skrifaði mjer frá Vestur-Indíum (í yetur sem leið„ og spurði mig, hvort jeg vildi ekki heimsækja sig í Höfn í sumar, þá er hann væri kominn l eim, og heyra ýmislegt um leið- angurinn og tala við sig uin fiski- rannsóknir við ísland í framtíð- inni (hann stóð fyrir fiskirann- sóknunum á „Thor“ hjer við land 3 byrjun aldarinnar) og þáði jeg það boð feginn, þvtí að við höfðum ekki hitst í 10 ár. Svo hafði mig lengi langað til að sjá einhvern af hinum miklu, ensku fisksölu- bæjum, einkum Grimsbv, og höfuð borg Bretaveldis, með öllum henn- ar söfnum, einkum hinum afar- auðugu náttúrugripasöfnum. Og auk þess vildi svo til, að jeg átti cióttur í Englandi; dvaldi hún nú á austurströnd Englands, skamt frá Lowestoft, 'þar sem önnur helsta fiskirannsóknarstöð Eng- lands er. Ennfremur átti jeg gaml au vin frá stúdentsárum mínum í Norður-Slesvík. Hann hafði jeg ekki sjeð í 30 ár. Sá jeg fljótt að nú gat jeg slegið margar flugur í einu höggi, og lagði ferðaáætlun rnína eftir því: Hjeðan til Grims- by; þaðan um Lowestoft til Lond- on, frá London til Esbjerg, um Slesvík, til Hafnar og frá Höfn heim um Lekh. En nú var að fá hentuga ferð, þegar skólastarf mitt var úti, og var jeg helst að „spekúler.x í troll- ara“, eins og margir aðrir góðir meðborgarar mínir gera, og viti menn: 4. júlí fæ jeg boð frá ein- um skipstjóra kl. 6. um kvöldið, að hann fari kl. 8 til Grimsby, og mjer væri velkomið að vera með1. Jú, það var nú hægara sagt en gert; jeg var af misskilningi alveg oviðbúinn, og maður getur ekki rokið af stað til útlanda nú, hve ærlegt sem andlitið kann að vera, ef passinn er ekki lí vasanum. Jeg varð því af ferðinni, og ,þá hyrj- aði alvaran, því að nú hættu botn- vörpungar að sigla með ísfisk, og leit helst út fyrir, að jeg yrði að taka „Botniu“ til Leith þann 16. og missa marga daga. Nú fór jeg að fá mjer skjalið nauðsynlega, svo að ekki stæði á því. Fór jeg fyrst til Sigríðar og fjekk mjer b þar kopiu af gamalli „mislukk- aðri“ mynd af mjer, þar sem önn ur augabrúnin hafði af vangá komist upp á mitt enni (líklega atavismus, af því að jeg kvað, eins og reyndar fleiri vera kominn af Agli sál. Skallagrímssyni). Svo fór jeg til lögreglustjóra, og þar t(k við mjer Þorlákur mælinga- maður; skoðaði hann mig í krók og kring, nákvæmlega eftir sömu íeglum og jeg hafði kent honum í 1. bekk, þegar hann eða aðrir áttu að lýsa skötu, ketti, eða öðr- u.m kvikindum, að því við bættu, að hann reisti npp gálga við bak mjer, rjett eins og ætti að .. .. til þess að sjá hvað jeg væri hár. Svo fjekk jeg skjalið — í þrenn- slags tungumáli — íslensku, dönsku og frönsku — og þar stóðu meðal margra annara lýsingar- orða: „þæruskotinn. Jeg dáðist að því, hve klassiskur Þorlákur var og datt í hug vísan: Hæruskotinn höfðinginn, heiðarlega búinn; axlarbrotinn auminginn, eineygður og lúinn, þó að hún ætti nú ekki við að öllu leyti, en ekki var það heint iipplífgandi að sjá það dókúment- erað á þrem tungumálum, að mað- ur væri orðinn gamall og grár. Svo fór jeg með skjalið upp til prókonsúisins enska, því að ann- ars var það ónýtt í Englandi og löggiltí hann það með með því að smella á það stærsta stimplin- l,m> sem jeg hefi sjeð1. Alt þetta umstang kostaði svo mikið fje, að fyrir það hefði mátt fara frá Kaupmannahöfn til ítalíu (aðra Frh. Illir andar sitja.um líf harns- ins á öllum vegum þess, og mikl- um brögðum er beitt til að verja það' fywir ágengni þeirra. Gull-. eða silfur-nisti hera flest kínversk börn í festi um hálsinn eða hægri úlnlið. Tveir bókstafir eru greiptir í nistið, sem þyða anðæfi og langlífi. Nistið bera þau oft til tvítugs aldurs eða jafnvel alla æfi, enda er það einskonar fjöregg. Börnurn, sem bera slíkt risti, þora ekki illir andar að gera mein; falli nistið af, má bitast \ið að barnið hráðdeyi. Hræddir eru andarnir við föt, sem gerð eru úr alla vega litum tuskum; það nota margir sjer, sem auðsjeð er á fáránlega ljótu bamafötunum, sem eru áltof al- geng. Þá má villa öndunum sjónir. Ef barnið er sveinn, er gleðin rnikil, en foreldrin gráta þó og kveina: „Það er stelpa! það er stelpu drusla!“, því andarnir kæra sig ekkert um sálarlaust siúlkubarn. Göt eru stungin í eyru drengsins fyrir eyrnahringi cg hann er nefndur stúlku heiti í daglegu tali. Svo halda heimskir andar: „Þetta er stúlka.“ — Oft eru hörn í Kína látin heita dýra- og jurta nöfnum, í sama tilgangi. Veikist barnið, er það ávalt illum öndum að kenna, og óttinn beltekur móður hjartað. Hún her þá oftast harnið til hafsins og heitir að helga það guðunum ef því batni. Versni barninu þrátt fyrir alt kákið og kuklið, er það borið út í andaslitrunum, því ekki má það deyja inni lí 'húsi. Eftir andlát barnsins er andi þess illur djöfull, sem ógjarna vill í gröfina; helst mundi hann kjósa að ganga aftur í næsta harni og færi 'þá á sama veg. Ekki má það koma fyrir. Mikil veitsla er haldin þegar barnið er mánaðar gamalt, ,,rakstrarveitslan“ svonefnda. Er þá rakari fenginn til þess að raka höfuð þess alt, nema ofurlítinn topp fremst; á meðán spáir hann öllu góðu um framtíð barnsins og fær þess ríflegri borgun. Þegar barnið fer að hafa gam- an af leikföngum, er allskonar dóti og leikföngum raðað í kring um það á gólfin. Er svo vel tekið eftir á hverju það snertir fyrst, má nokkuð af því ráða um fram- tíð þess. Taki það fyrst ritföng t. d., má ugglaust telja að hjer sje efni í mentamann; taki það eitthvað, sem spáir illn, segja for- eldrin að það sje ekkert að marka. en eru ekki síður hrædd fyrir það. Afmælisdagur barnsins er á- valt tyllidagur, einkum þó 10 ára afmælið. Húsið er þá fult af boðs- fólki. Hljómsveit skemtir gestun- um og »ögur eru sagð<ar, oftast liótar sögur um ósiðlæti og hjá- trúar sögur.Stundum er þá drukk- ið fast, og spilað upp á peninga langt fram á nótt. N vkomið í veiðarfænavensl. Liv enpool flestallar tegundir af farfa þurum og i olíu, allskonar lökk, fernisolia, þurkefni, terpentina m. m. Gæðin hvergi betrj. Verðið hvergi lægra. Reynslan er sannleikur. iVlálning fæst löguð ef óskast. fijólapartar ódyrari nýknmnir en áQur. Handföng.................frá 0.80 Keðjur, 1. st..............— 4.50 Olía í glösum..............— 0.50 Bjöllur....................— 0.75 Lyklar, 6 gata.............— 0.70 Skiftilyklar............... 1.50 Felgir 40, 36, 32 göt — 2.50 Framhjól, komplett .. .. — 10 50 Fríhjól, Rotax.............— 18 50 — Torpedo................— 18.25 Teinar, 36 stk.............— 1.80 Gúmmílím nýkomið, specialt fyri: Prima Gúmmi á barnavagna Pakkaherarar, 1 stk. .. frá 1.50 extra svera — 4.50 Handpumpur...............— 1.90 Fótpumpur................— 3.50 Petalar..................— 4.00 Styri, dönsk.............— 6.00 Net......................— 2.00 Skerrna, 1 sett..........— 2.40 Framskermar..............— 0.90 Dekk, extra prima með 12 mánaða ábyrgð .. — 11.Ó0 gúmmístígvjel; stórar túpur f.0.50 mjög ódýrt. Vörur sendar um alt land gegn póstkröfu. Reiðhjólaverksmiðjan ,,Fálkinn“. Sumarbeit fyrir hesta. Þeir meðlimir Hestamatma-fjelagsins Fákur, og aðrir, sem tryggja vilja sjer góða sumarhaga fyrir hesta sína, gefi sig fram við Björn Gunnlaugsson, Laugaveg 48, í dag (sími 803) frá kl. 6—9 síðdegis, eða á morgun fyrir kl. 12 á hádegi. Skeiðvallarnefndin. Seint mun jeg gleyma nótt einni á Hanelfinni. Það var löng nótt, stjörnulaus og niðdimm. í aftur- enda bátsins lágu 3 börn í kíg- hósta, öll ibörn formannsins. Þunn ur þilveggur var á milli okkar; en hvað gerði það til, þó jeg gæti ekki sofið, hefði ekki vesalings hörnunum liðið svo hræðilega illa. Þau hóstuðu og grjetu liðlanga nóttina, grjetu og hóstuðu. Sár- ari grát hefi jeg aldrei heyrt, fanst mjer þá að minsta kosti. Þau grjetu svo, að mjer lá við gráti. Aumingja börnin' En yfir þeim stóð ráðþrota móðir, grát- andi og bölvandi. Fleiri börn hefi jeg sjeð í Kína en í nokkru öðru laudi, og aldrei heldur heyrt eins oft barnagrát, beiskan grát, þrunginn ekka. — Vesalings börn! „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki“, sagði barnavinurinn besti. Er nú ekki mál til komið að íslenska kirkjan fari að styrkja tilraunir þær, sem gerðar eru til að flytja Kínverjum þau orð Jesú! Frh. Frá Daranvörkui 29. maí. Allir þeir, sem særðust við sprenginguna lí herskipinu „Geys- ir“, virðast vera á batavegi. Með- al samhrygðarskeyta þeirra, sem borist hafa frá erlendum stjórnum í tilefni af slysinu, 'er eitt frá for- sætisráðherra Islands. Á fundi þeim, sem haldinn var á sunnudaginn í „Dansk-island.sk 1 Kirkesag“ var hátíðasalurinn í K. | F. U. K. hjer um bil fullur af | fólki. Ingihjörg Olafsson aðalrit- ari setti fundinn, og bauð sjera ! Bjarna Jónsson og frú hans vel- | komin, en því næst var söngur | Munch’s um ísland sunginn stand- andi. Síðan hjelt sjera Bjarni Jónsson langt erindi. „Kristeligt Dagblad“ segir, að sjera Bjarni hafi sýnt sig sem lipran ræðu- mann, og að hann tali ágætlega ciönsku. Blaðið segir ennfremur, eftir frásögn sjera Bjarna, að nú ísje meira ritað á dönsku um ís- land á tveimur mánuðum en áð- ui’ á 10 árum, og að kynni af Dan- mörku hafi aukist stórum á ís- landi, síðan sambandslögin komu 3 gildi. „Það ríður á, að land kynn ist landi og kirkja 'kirkju, svo að þjóðirnar skilji hvor aðra“. — Hoffmeyer stiftsprófastur sleit fundinum með bæn fyrir íslaudi cg íslensku kirkjunni. Aage Meyer Benedietsen skrif- ar í „Politiken“ um bækur sem nú sjeu til á dönsku, til þess að læra af íslenska tuníhb og tal- ar einkum um rit prófessoranua

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.