Morgunblaðið - 19.08.1921, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1921, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ MOSGUHBLAÐIÐ Ritstjórar: Vilhj. Finsen og Þorst. Gísiaaon. Sími 500 — PrentsmiSjnstmi 48 Afgreiísla í Lækj'argetn 2. Ritstjómarsímar 498 og 499 Kemur vit alla daga vkanar, aö mánu- dogum undanteknum. Bitstj órnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kL 1—3. Auglýsingum er e k k i veitt mót- taka í prentsmiöjunni, en sé skilað á itige. fyxir kl. 4 daginn fyrh' díkomu þess biaða, sem þær eiga aö birtast í. Auglýsingar sem koma fyrir Ifl. 12, fá að ölinm jafnaði betri staö í blaðinu tá lesmálssíðum), en þær, sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstn síðu kr. S,00 hver em. dálksbreiÖdar; á öörum ítööum kr. 1,50 om. Verö blaösins er kr. 2,00 á m&nuöi. Afgreiðsian oípin: Virka daga frá kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. INTERNATIONALE ASSURANCE-COMPAGNI Höfuðstóll 10 miljónir. Sjó- og stríðsvátryggingar Aðalumboðsmaður: Gunnar Egilson Hafnarstrœti 15. Talsíni 608. A slíku svæði geta mýrlendigrösin ekki haldist til lengdar. Vallendis grastegundir koma smám saman i þeirra stað. Hér væri líka ástæða til að sá fræi af vallendisgrösum. Þess skal nú getið, að það getur verið bættulegt að rækta vallendi i stórum stíl, með því að brjóta það og sá, því það getur haft uppblást- ur í för með sér, og eitthvað er sagt hafa gert vait við sig í þá átt á Kjalarnesi, þegar menn vorn að búa þar til hafratún. Ef það skyldi nú reynast óger- andi af þeirri ásíæðn að brjóta og sá vallendi, þá vildi eg fyrir mitt leyti, heidnr en að nota þá aðferð sem nú tíðkast, sem sé að slétta °g leggja svo frnmsvörðinn á að nýjn, taka # hann af, slétta undir, leggja hann svo á aftnr, snúinn og sá i hann. Sú aðferð mnndi hafa þann kost, að frumsvörðnrinn með því að fúna og verða að áburði, greiddi fyrir vexti hinnar nýju gras- rótar. Að öðru leyti eru þessar að- ferðir svo umfangsmiklar, að ekki er hægt að nota þær í stórnm stil. Það vantar tilfinnanlega skjól í hinni íslensku bygð nú á dögum. Þar hefir verið gott að rækta land meðan hún var að mestu leyti skógi vaxin, en nú getur farið svo, að það reynist vandræði. Skógargróð- nrinn er hið eina sem veitir skjól svo það dugar, jafnvel þótt hann sé lágvaxinn. Það er þvi öll ástæða til, að reyna að framleiða skjólgarða úr skógargróðri víðast hvar. Túnin i þéttbýlum og hin ræktuðu skóg- svæði segja líka frá því, hvaða þýð- ingu skjólfarið hefir fyrir grasvöxt- inn, þegar þau er borin saman við þan tún, er liggja á opnu svæði. Það er ekki hægt að glöggva sig á því, hve mikið gróðnrinn hér á landi, jurtagróður jafot og skógar- gróður, hefir úrættast og er orðinn kyrkingslegur við misþyrmingu og rányrkju. Eflaust mutm menn vera á þvi að álíta skaðann minni en hann er, ef þeir hafa yfirleitt hugs- að um þetta og vilji kannast við hann. Það er auðskilið, að jurta- gróðuúnn þar sem hann er sleginn á hinn óræktaða iandi, bæði engju.n og vallengi, hlýtur að hafa veiklast og kyikst með tímanum. Oppskera hefir verið tekin þar ár frá ári, en enginn áburður gefinn til endurgjalds. Baunagras er fyrirtaks fóðurjurt, en það er nú á dögum aðeins til á hólmum í stóránum og á hólmi á Rangársandi. Baitin hefir útrýmt þvi. Sama má sega um umfeðmungs- gras, það er aðeins til á fáum stöð- utr, en breiðist fljótt út á friðuðu svæði, t. d. I Hallormsstaðaskógi. Öspukjarrið í Fnjóskadalnum álít eg vera söcnun þess, að þessi trjá- tegund hefir verið á stangli viðast hvar i frumskóginum. Nú er ekki nema þetta eina kyrkingslega kjarr. Beitin hefir útrýmt henni lika, og gert birkiskóginn að skripamynd í samanburði við frumskóginu. Land- ið hefir blásið upp i stórum stíl, og er altaf að blása upp. Frá ferða- lögum minum hefi eg þá tilfinningu, að flestir bændur horfa á þetta af- skiftalusir, og munu vera ánægðir, svo lengi sem hægt er að búa á jörðunum. A rannsóknarferðum mínum 1909 —’io og 1911 fann eg ekki nema eitt skóglendi, þar sem skógargróð- urinn var til útlits nokknð í átt- ina til þess, sem griðskógur erlend- is. Það var Bæjarstaðaskógur í Ör æfum. Útlit hans bar þess ljósan vott, að hann hafði vaxið í friði, og það bar saman við frásögn manna þar í sveit. Um sama leyti og bú ið var að berhöggva hann að mestu leyti, hættu bændur að setja fé vestur yfir Morsá, af þvi, að það var orðið lítið um graslendi, en skóglendi þetta liggur milli S«eiðar ár og Morsár. 1909 sá eg hann í griðar miklum vexti og þéttur, en fyrsta skifti. Aldnrinn var um 40 á', hæðin um 20 fet. Hann var þá í hafði þá grisjað sig svo mikið, að hægt var að ferðast milli stofna. 1915 kom eg þangað aftnr. Þá var búið að grisja skóginn, en of sterkt. A skógarblettinum var kom- ið mikið gras. Hæsta hrislan, sem eg mældi var 27 fet. Bæjarstaða- skógur er lítil skógartorfa um 45 vallardagsl. 1 mátulega brattri hlíð. Uppblástur var þá byrjaður I moldar- ' rofunum og eg skyldi, að þetta var troðningi skepna að kenna. Sá sem þá var piestur á Sandfelli sagði mér frá þvi, að nú væri að nýju farið að setja fé yfir Morsá. Um miðjan september voru settar yfir hana 500 kindur og sóttar heim þegar komið var fram undir jól, en um miðjan mars voru þær aftur fluttar vestur yfir ána. í júnimánuði i sumar fór eg til Borgarstaðaskógar í þriðja skifti. Hann var nú i aftarför. Troðningur skepnanna hafði gert skógarbotn- inn fastan, en þetta veldur því, að vöxturinn minkar og verður loks- ins að engu. Snm tré voru farin að verða þur í toppinn, en þetta sýnir glögt, að skóginum líður illa. Hann fer og torfan með honum, ef hann verður ekki friðaðnr, þvi upp- blásturinn heldur áfrám. jón Pálsson á Svínafelli, sem hef- ir lært skógrækt á Hallormsstað og annast grisjnn af skógsvæðinu í Ör- æfum var skipaöur umsjónarmaður f. h. skógræktarinnar þar og i Suð- nrsveit. Kofoed-Hansen, skógræktarstjóri. ------0------- ErL símfregmr frá fréttaritara Morgnmblaðsins. Khöfn, 17. ágúst. Péiur Serbakonungur látinn. Simað er frá Belgrad að Pétur konungur sé látinn, 77 ára að aldri. Hefir verið iýst yfir konungdómi AUxanders krónprins yfir Jugoslavíu. Pétur I. Serbakonungur var fædd- ur í Belgrad árið 1844 og var son- ur Alexanders Kirageorgievitsch. Gekk á háskóla i Genf og á her- mannaskóla í París í ófnðntím mill Frakka og Þjóð- verja 1870 gerðist hann sjálfboða- Uði í her Frakka og gekk þar fram með hreysti mikilli. Arið 1883 giftist hann Zorka prinsessu í Montenegro og áttu þau tvo syni, Georg og Alexander, er nú hefir verið kiýnd- ur konungur Se ba. Arið 1903 var Alexander Serbakonungur og Draga drotning haus myrt og komst þá Pétur til valda i Serbíu. Landhelgi Noregsstœkkud Norska stjórnin hefir ákveðið, að breikka landhelgina við Noreg upp í 6 enskar milur, án undangenginna alþjóðasamninga nm það mál, Astæð- an til þessarar ákvörðunar er áfeng- issmyglunin við strendur Noregs. Ofriðurinn í Litlu-Asiu. Frá Aþenu er símað að framsókn gríska hersins haldi áfram austur á bóginn. Angora, höfuðstaður Kemal- ista, er í hættu staddur. Nýtt lýðveldl. Frá Laibachen er símað, að 30 þúsund Jngoslavar hafi í Funfkirch- en lýst því yfir, að hé aðið Baranya væri hér eftir serbnesk-ungversk lýð veldi og hefir Michael Karolyi ver- ið kjörinn forseti þess. Hérað þetta, Baranya, er i Ung- verjalandi hinu forna, í krikanum milli Donár og Drava og liggja landamæri Jugoslaviu nm héraðið sunnanvert. Héraðið er 2000 fermil- ur enskar að stærð og búa þar nm 350 þúsund manna. Helsti bærinn er Ftinfkirchen, sem á ungversku heitir Pécs, og eru 5/e hlutar bæjarbúa Magyarar en afgang- nrinn Þjóðverjar, en í sveitahérað- ídu er annar hver íbúi Magyari, þriðji hver maður Þjóðverji en af- gangurinn Jugoslavar. I Dagmapleikhúsið hefir tekið til leiks gamauleik um hjónaskilnað eftir Guðmund Kamban, er heitir »Arabatjöldin«. 0- Þjóðvinafélagið hálfrar aldar. í dag — 19. átúst — er Þjóð- vinafélagið 50 ára, eir.s og áður hef- ir verið vikið að. Hefir féhgið í minninga þess gefið út yfirlit um sögu þessara starfsára sinna, eftir forsetann, prófessor dr. Pál Eggert Ólason. Páll Eqqert Olason. Þjóðvinafélagið ei vinsælt félag og hefir Btarfað mikið Og er bókaútgáf- an þektust af þeirri starfsema, enda hefir félagið þvi nær eingö’ngu gefið sig að henni siðnstu áratugina. Af bókum þess er t. d. A!maDakið ein- hver víðlesnasta bók og vinsælasta, sem hér kemnr út, einmitt í þvi formi, sem nú er á þvi, með alls- konar fréttayfirlitum, fróðleiksmolum, skrítlum og öðrum samtiningi. Af öðrum ritum félagsins sem út komu að staðaldri, hefir Dýravinurinn sjálf- sagt verið vinsælastur á sinu sviði auk þess sem tímarit félagsins And- vari er all útbreitt. Hann er nú prentaður i 1800 eintökum. Það er, sem sagt, þessi hlið á starfsemi félagsins, sem mönnum er nú kunnust og minnistæðust. Hitt er flestum nú ekki eins minnisstætt hver voru tildrög félagsins og til- gangur i öndverðu. En það er nú alt rakið i minningarriti P. E. Ó. Er þar réttilega sagt, að það var sjálfstæðismál íslands, sem hratt þess- nm félagsskap í framkvæmd og að saga Þjóðvinafélagsins framan af er í rauninni þáttnr úr sögu Jóns Sig- urðssonar. Fyrsta umræðan um stofnun félagsins er í sambandi við alþingisumræðurnar nm stöðnlögin og stjórnarskrána 1889. Virðist það I öndverðu hafa verið ætlunin að félagsskapurinn yrði nokkurskonar föst flokksmyndun i stjórnmálnm landsins, bæði innan þings og ntan, tii þess að vinna fyrir hveiskonar framfaramálum islenskum, og þá ekki sist að »eindregnu nuddi* um stjórnarbótina, eins og Jón Sigurðs- son komst að orði. í lögum félags- ins var það líka tekið fram, að það ætti að vinna að því »að vér fáum þá stjórnarskrá, er veiti oss fult stjórnfrelsi í öllum islenskum mál- um, alþing með löggjafarvaldi og fnlt fjárforræði og landsstjórn með fullri lagalegri ábyrgö fyrir alþingi*. Stofnun Þjóðvinafélagsins er því í rauninni hin fyrsta eiginlega póli- tíska flokkstofnnn i landinn. Ymsar bollaleggingBr komu fram um skipu- lag félagsins og framkvæmdir og eru til mörg bréf um þessi efni frá J. S. og ýmsum öðrum mætum mönn- um, sem honnm voru samhentir og er alt það mál rakið ýtarlega í minn- ingarrittnu. Einhver ötulasti starfs- maður félagsins og forseti þess lengi eftir Jón Sigurðsson var Tryggvi Gunnarsson og er mynd hans í rit- inu og sömuleiðis hinna forsetanna, dr. Jóns Þorkelssonar og Benedikts Sveinssonar. Annars hafa ýmsir hinna þjóðkunnustu manna starfað meira eða minna í þágu félagsins, með fjársöfnunum, með því að skrifa í rit þess o. s. frv. Má t. d. geta þess að Andvari hefir flutt um 40 ýtarlegar æfisðgur hinna merkastu manna, sem hér hafa andast á starfs- árum félagsins. Almanakið, sem er jafn gamalt Andvara, hefir áður verið nefnt og var fyrst gefið út í 2 þúsund ein- tökum, en nú eru þau orðin 8 þús. árlega. Auk þessa hefir félagið svo gefið út um 25 bækur og ritlinga, frumsamda og þýdda, um ýms mál og hefir þvi verið útbýtt, að mestu ókeypis til félaga, ásamt ákveðnu ársbókunum, Andvara og Almanak- inu. Félagar munu vera um 1600. Eítt af því sem Þjóðvinaféíagið hef- ir einnig gengist fyrir vai þjóðhá- tíðarhaldið á Þingvöllum 1874 (þús- und ára hatíðin). Yfirleitt hefir Þjóðvinafélagið starf- að mikið og starfað vel og hefir stofnun þess og starf sjálfsagt h»ft mikil áhiif á sínum tíma, á gang þeirra mála sem því var einkum ætlað að vinna fyrir, sérstaklega stjórnarbótinni, og þar með óbein- línis á þau úrslit sjálfstæðismálanna, sem nú eru fengin og menn nna alment vel við. A seinni árnm hef- 1r þessarar starfsemi félagsins ekki gætt ýkja mikið, þar sem það hefir snúið sér rneira að almennri fræðslu með útgáfu góöra bóka og Uþýð- légra. Forsetinn segir að vísu í for- mála minningaritsins, að heldur sé tómahljóð í handraða félagsins. Þó tekst .félaginu vonandi að halda svo í horfinu og eflast að heilaldar minn- ing þess verði ekki lakari en þessi hálfraraldar. Vp?- ■ ■---—0 .i-i , .. -= DAGBÖK. =- 1. O. O. F. 1038198J4- Byqqinqar. Jón Jacobson lands- bókavörður hefir keypt lóðina nr. 3 3 við Laufásveg úr erfðafestulandinu Borgsblettnr, og ætlar að reisa þar einlyft steinsteypuhús. — Einnig ætlar Háskólinn að byggja steinsteypu- skúr á lóðinni nr. 12 við Kirkju- stræti. Móverðið. Fjárhagsnefnd bæjar- stjórnar hefir lagt til vegna lækknn- ar á kolaverðinu, að verðið á mó- birgðnm þeim, sem bæjarsjóður á nú fyrirliggjandi, um 400 smálestir, skuli vera 60 kr. á smálest, heim- fluttri til kaupanda. Ný hafskipabry^ja. Skúli Jóns- son, Kristinn Brynjólfsson og Guð- mundur Sigurðsson hafa farið fram á það við bæjarstjórn að fá leyfi til að leggja barkskipinn »Fristad« upp í fjöru vestan hafskipabryggju »Hauks« niður undan Brunnstig, og nota það sem bryggju. Fara þeir fram á að fá þetta leyfi til 5—xo ára. Hafnarsljóra, C. Proppé og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.