Tíminn - 25.09.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.09.1957, Blaðsíða 2
T í MIN N, miðvikudaginn 25. september 1957. i- ©g m] heíiir Yetrarstarfsemi sina Skólinn keíir staríaí sí'San 1939. Nú eru kenndar rnmlega 30 lisfcgreinar Tíminn átti í gær samta! við Lú'ðvíg Guðmundsson .skóia- stjóra Handíða- og myndlistarskóláns í tilefni aí því að skól- Ínn mun brátt heija vetrarstarfið. Lúðvíg er sjúkur um þess- ar mundir cg dveist á sjúkrahúsi, en Sigurður Sigurðsson listmálari mun sinna skóiastjórastörfum i hans stað. í sum- ar var efnt til myndiistarsýningar til heiðurs Lúðvígi sex- tugum og rnátti dæma af þeirri sýningu hve gagnmerkt starf skóiinn hefir unnið og hve snar þáttur hann er orð- inn í menningarlífi þjóðarinnar. Þýzka skólaskipið Pamír Þar haí'a margir beir listamenn dregið lyrstu pensildrætti sína sem seinna urðu vi'ðfrægir jafnt heima sem erlendis. Ennfremur hefir skólinn rekiö kennaradeildir þar sem teiknikeunarar hafa öðlazt égæta menntun á sínu sviði. Alls mun skólinn reka kennslu í rúm- lega 30 greinum myndlistar, list- iðna og handiða. bröngur húsakostur Starfsemi skólans fer nú fram í leiguhúsnæði í Skipholti 1. Er það rúmgott húsnæði og ákjósanlegt það sem það nær, en skólinn þyrfti raunverulega helmingi meira hús- næ'ði. Héfir Lúðvíg fullan hug á að bæta úr þeirri þörf og telur hagkvæmast að reisa nokkra vinnu skála rúmgóða og bjarta. Eins og stendur hefir skóíinn einungis yfir að ráða 6 skólastofum. Einkaskóli í upphafi Lúðvig Guðmundsson stofnaði Handíðaskólann 1939 og rak liann sem einkaskóla í 3 ár. Þá var stofnað skólafélag til að sjá um reksíur hans og voru þar að verki áhugamenn. Þó hefir skólinn jafn- an notið nokkurs styrks frá ríki cg bæ. Kennaradeildin sem áður get- ur er hrein ríkisstofnun. Listiðn- aðardeildirnar sem stofnaðar voru 1951 eru lögum samkvæmt rekn- ar í sameiningu af ríkissjóði og bæjarsjóði. Kvað skólastjóri þró- un mála nú komna á það stig að eðlilegast væri að ríki og bær tækju að fullu að sér rekstur skól ans, en nú er það einungis mynd- listardeildin sem enn er rekin sem einkastofnun. Fjölþæff kennsla Dagdeildir skólans eru myndlist- ar- og teiknikennaradeildin, list- iðnaðardeild kvenna og deild hag- nýtrar myndlistar. Auk þess er haldið uppi lcennslu í mörgum nér- greinum á síðdegis- og kvöldnám- skeiðum. Þar má meðal annars nefna teiknun og listmálun, aug- lýsingateiknun, bókband, vefnað, ýmsar greinar svartlistar, sáld- þrykk, listprjón, batik (tauprent), línolþrykk, námskeið fyrir börn og fullorðna í föndri, barnanámskeið í teiknun og málun og margt fleira. Kennslan hefst nú um mánaða- mótin, er því ástæða til að hvetja þá sem ætla sér að stunda nám í skólanum að láta ekki dragast lehgur að senda umsóknir um ■ 4iÍÉfeÉBl H:; :• W1 skólavist. Eyðublöð fást í bóka- vei-zlun Lárusar Blöndals á Skóla- vörðustíg. óvenjulág skólagjöld Aðalþættirnir í kennslunni í myndlistardeild og deild hagnýtrar myndlistar eru sameiginlegir :'ram anaí. Er það teiknun, meðferð lita og fjölbreytilegt undirbúnings- : nám að myndsköpun. Nám þetta 1 sækja ekki aðeins þeir, sem hyggja síðar a æðra myndlistarnám, því að beir eru jafnan fáir hverju sinni. eins og eðlilegt og heilbrigt er. Nám þetta sækja hins vegar margir, sem áhuga hafa á hvers- konar listiðnaði, í. d. kvenlegum listiðnum, silfur- og gullsmíði, húsgagnasmíði, auglýsingateiknun og hverskonar skreytingarvinnu og námi. Kennslan í þessum deildum fer öll fram síðdegis og er það gert m. a. til þess, að margir, sem þurfa að vinna fyrir sér að ein- hverju eða öllu leyti, geti þá haft lausa alla morguntímana. Skólagjöld öll eru með afbrigð- um lág, vetrarkennslan í dagdeild- um frá októberbyrjun til maíloka kostar t. d. ekki nema kr. 800. Fyrir bá upphæð íær hver nem- andi nálega 1000 kennslustundir. Til samanburðar má geta þess að einkatímar hjá hæfum kennara kosta yfirleitt ekki minna en kr. 50. Kennsla á liinum styttri nám- skeiðum er mun dýrari en þó aíar ódýr. Velmennfaðir kennarar Yfirkennari og aðalkennari er Sigurður Sigurðsson, einn listfeng- asti listmálari þjóðarinnar og kenn- ir hann listmálun og teiknun. Ann ar aðalkennari er Wolfgang Schmidt er kennir hagnýta mynd- list, hann er einn fremsti lista- maður heims í sinni grein, þýzkur að þjóðerni. Þá kennir Björn Th. Björnsson listasögu og er óþarft að kynna hann frekar. Hann er sí- frjór, lærður, vekjandi og snjall kennari. Frú Ólöf Pálsdóttir mun taka við lcennslustörfum í nóvem- berlok er hún kemur heim frá Ítalíu. Þá bætast við 3 nýir kenn- arar í listiðnaðardeild kvenna, frú Guðrún Jóhasdóttir og frú Mafgrét Ólafsdóttir í vefnaði og frú Krist- ín Jónsdóttir, sem kennir konum sáldþrykk, línolþrykk o. fl. Frú Kristín hefir stundað íramhalds- nám í listiðnaði við listaháskólann í Kaupmannahöfn. Færeyingum boðið Þó má að lokum geta þeirrar merku nýlundu að skólinn hefir boðið 1—2 Færeyingum ókeypis skólavist og nokkurn fj árhagsstyrk að auki. Nú í vetur kemur fyrsti Færeyingurinn, er það Zacharias Heinesen, húsgagnasmiður, ronur hins íræga skálds Williams Heine- sen. I dag var haidiö uppi álcafri leit að skipverjum af þýzica skipinu Pamír, sem fórst s. I. laugardag vestur af Azoreyjum. í gærkvöldi fann flutning3- skipið Saxon björgunarbát frá skipinu. Voru í honum 10 menn, en aðeins fimm þeirra á lífi og sumir mjög aðþrengdir. Skip og fiugválar leita í aii- an dag í örvæntingarfullri von um að finna fleiri lífs. Sú von dvínar þó óðum, því lengra sem líður. Vitað er, að annar björgunarbátur komsr frá skipinu áður en það sökk og voru í hcnum 15—25 manns. Hver orðið hafa örlög hans vifa menn eklci. Finnskir jafnaÖarinenn ! (Framhald af 12. síðu). manna sem eru fylgjendur Skog, er tókst að fá Tanner kjörinn for- mann flokksins á s.l. hausti með eins atkvæði meirihluta, að gera ræka úr félagi þingmanna há fjöra þingmenn, sem tekið iiafa við ráðherraembaéttum í stjórn Sukselainen, sem er úr Bænda- f'okknum. Ekki voru þó ráðherr- ar þessir reknir úr flokknum né svintir réttindum til þess að sitja á þingi. Segja má, að finnski jafnað- armannaflokkurinn sé algerlega klofinn. Er meirililutinn, sem er fremur naumur, undir stjórn Skog, sem á mest fylgi sitt með- al verkalýðsfélaganna í landinu. Hinn armurinn er undir fonlstu August Fagerholm fyrrverandi forsætisráðhcrra. Hann tapaði formannssætinu með eins at- kvæðis minnihluta til Tanners, sem er orðinn 76 ára gamall, Má vel vera, að enn dragi til stærri i tíðinda í flokkmim og virðist ! brottrekstur ráðherrans úr þing- ! félaginu til þessa. Einum skipverja aí Pamír bi NTB—HAMBORG, 24. sept. — Seint í gærkvöldi bárust fregnir um, að bandarískt leitarskip hefði fundið annan björgunarbát af skipinu Pamír og í honum1 einn mann lifandi. Ekki fylgdi fregninni, hvort margir hefðu I veri'ð látnir í bátnum. Er þá tala [ þeirra, sem bjargast hafa, kom-| in upp I sex, en alis voru 86 manns á skipinu. Kirkja á ferSalagi. XLVÍ. fundur alþjóðaþingmannasambandsins var að þessu sinni haldinr í London dagana 12.—19. þ. m. Fundinn sóttu 506 fullírúar frá 48 ríkjum. Auk þess sátu fundinn áheyrn- arfulltrúi frá þjó'ðþingi Ghana, hins nýstofnaða lýðveldis í Afríku, og alls 9 áheyrnarfulltrúar frá Evrópuráðinu, vís- inda- og mriinmgai'stofnun Sameinuð.u þjóðanna, alþjóða- vinnumáiastofnuninni o. fl. alþjóðast.ofnunum. (Framhald á 2. síðu). miklu og munaði litlu að hun ^ fyki um koll, að.því að talið er. En kirkjan sjálf, eða máttarviðir j hennar, skemmdust ekki, þrátt1 fyrir það, að hún raskaðist ái grunni. Upphaflega mun það hafa ver- ið ætlunin að taka kirkjuna eitt-1 hvað sundur til að auðvelda fiutn! ing hennar, en þegar tii koni, I varð Ijóst, að kirkjan er svo j vandlega geirnegld á ölium saum! um, að slíkt hefði orðið mikil' skemmd. Var það ráð því tekið, að reyna að flytja kirkjuna í heilu lagi, þó slíkir flutningar séu lieldur óvenjulegir með slíkt stórhýsi, að minnsta kosti á Hval fjarðarveginum. Beðið var eftir því að fullgerð- ur væri hinn nýi vegarkafli, sem í sumar hefir verið unnið að að gera fyrir neðan Fossá í Kjós. Er þar tekin af veginum kröpp beygja í þröngu gili og þótti ó- ráðlegt að leggja með kirkjuna á vagni þar wm veginu. Saurbæjarkirkja ver'ður nú til þess að þjóna nýju hlutverki í suinarbúðum KFUK. A3 vísu Jief ir hún áður mjög koir.ið við tsögu Kristilegs félags ungra manha, sein liclzta kirkja „Skógarmanna" meðan dvalið er í Lindarrjóðri í Vatnaskógi. Hafa ungir og gaml ir, er þar hafa dvalið, oft farið til kirkju i Saurbæ. Af hálfu Islands sátu fundinn þingmeiinirnir Jóhann Hafstein og Pé'.ur Pétursson og Friðjón Sig- urðsson, skrifstofustjóri Alþingis. í 1. grein sam'þykkta AJþjóða- þingmannasamJbandsins segir svo: Sförf sambandsms Markmið AJiþjóðaþingmannasam- bandsins er að stuðla að kynmun milli tþingmanna allra þjóðþinga, og greinast þeir í þjóðdeildir, og að sameina þá til átaka í þvá skyni að tryggja og efla fulla bátttöku ríkja þeirra, hvers um sig, í stofn- un og þróun lýðræðislegra stjórn- ai'hátta og til þess að efla störf að friði og samstarfi þjóða í milli, einkum með saartökum allra þjóða. í þessu augnamiði ber Alþjóða- þingmannasambandinu einnig að athuga og reynn að leysa öll var.damál, sem alþjóðleg eru í eðli sínu og hægt er að ráða fram úr með þingræðislegum ráðstöfunum, SI ó í i S Pennateikníng af gamalli konu eftir Alfred Flóka Nielsen. A næstunni byrja sýningar í j Nýja bíó á Italsk-amerískri kvik- j mynd í litum, sem gerð hefir ver- j ið a/f óþerunni Aida eftir G. Verdi. ! Söngvarar í myndinni eru: Renata j Tebaldi, Ebe Stignani, Giuseppe Tampora, Gino Bechi, Giulio Neri og Enrico Formiehi. Þá dansar j balJettfloklcur óperunnar í Pióma- borg. Sophia Loren fer með hlut- verk Aidu, sem er sungin af Te- baldi, en Radames er leikinn af Luciano Della Marra. Leikstjóri Á Stórmótinu í gærkvöldi voru tefidar bi'oskákir. A0 þeim Zoknum er Pilnik efstur með sex og hálí'au vinning eftir 8 umferð ir og Friðrilí í 2. sæti með 6 vinninga. er Clemente Fraeassi. Eins og fyrr segir er myndin tek in í litum og mörg svið í henni sérlega falleg. Ópera þessi er lát- in gerast við hirð Faraós í Egvptá landi, en menn lians hafa rænt dóttur konungsins í því landi, sem nú. heitir Etiopia og er hún.ambátt við hirðina. Ungur íoringi, Rada- mes og ambáttin (Loren) fella hugi saman, en Amneris prinsessa er einnig hrifin af hinurn unga her manni. og skal það gera tillögur um þró- un lýðræðislegra stjórnarhátta með það fyrir augum að efla framgang slíkra stjórnarhátta og skapa þeim aukna virðingu. — Ýmsar ályktan- ir voru gerðar, m. a. um flótta- mannavandamálið, áhrif löggjafa- þinganna, verðlag á hráefnum o.fl. Uæsfca hús á íslandi (Framhald af 12. síðu). járnlögn. Aðrir tæknilegir ráðu- nautar eru þeir Haraldur Einars- son trésmíðameistari, Árni Guðna son múrarameistari, Pálmi Gunn arsson raflagningameistari og Haukur Jónsson pípulagninga- meistari. Geislahitun er í inngangs svölum, en venjuleg hitalögn í íbúðum frá sameiginlegri miðstöð í kjallara. Hér sést Ólafjur Noregskonungur lcoma til minningarguösþjónustunner í Dómkirkjunni eftir lát Hákonar konungs. í fylgd meö honum er Ástríöur prlnsessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.