Tíminn - 28.10.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1943, Blaðsíða 4
420 TÍMIM, fimmtndagiim 28. okt. 1943 105. blað Roííð drengskaparheít (Framh. af 1. siSu) Þeir svöruðu engu. Blöð Sjálf- stæðisflokksins svöruðu heldur engu. 18. Frásögn sú um , dreng- skaparheitið, sem birt er í upp- hafi þessarar skýrslu, er birt í Tímanum hinn 6. ágúst. Það var og rætt um málið í Alþýðu- blaðinu og Morgunblaðinu. svo að ekki gat farið fram hjá Ólafi Thors. En hann svaraði engu fyrr en nú fyrir nokkrum dög- um, að flokksmenn hans neyddu hann til þess með þeim hætti, sem þegar er alþjóð kunnugt. — Við ætlum ekki mjög að ræða þetta mál umfram staðreyndir, sem raktar hafa verið. Þó skulu athuguð lauslega áðurnefnd líkindarök Ólafs Thors fyrir því, að ekki sé rétt frá skýrt af okk- ar hálfu. a) Að ekki sé sennilegt að við höfum krafizt „borgunar" fyrir að fresta bæjarstjórnarkosning- um. Það getur ekki kallast borg- un, þótt flokkar með ólíkar skoðanir' semji um það að fresta ágreiningsmálum. Samstarf slíkra flokka í ríkisstjórn bygg- ist einmitt næstum undantekn- ingarlaust á því, — svo var um þjóðstjórnina og þannig er það um aðrar samstjórnir. Ef tryggja átti samstarfið, varð að tryggja að kjördæmamálið yrði ekki afgreitt, án þess voru samningarnir um kosningafrest- un og skattamálin meiningar- leysa. En Ólafur Thors viður- kennir'og sjálfur, að við höfum í'ætt um þetta mál, og Árni Jónsson skýrir frá því, að um þessar kröfur okkar hafi verið haldinn hinn eftirminnilegi næturíundur í Sjálfstæðis- flokknum. b) að það hafi verið svo erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að verða við þessari kröfu. Menn athugi rökin í lið 8 og ræðu Jakobs Möller í lið 14. c) að ekki hefði komið til mála, að við hefðum tekið lof- orðið gilt, þótt gefið hefði verið. — Það kann að vera, að það þyki hér eftir varhugavert að taka drengskaparloforð gild af samstarfsmönnum í ríkisstjórn, en fram til þessa hefði það þótt ærumeiðandi móðgun, að neita slíku og jafngilt því, að neita öllu samstarfi við þá menn, er í hlut áttu. Ef líkindarök Ólafs Thors væru rétt, þyrfti margt ein- kennilegt að hafa gerzt. Við ættum 16. janúar 1942 að hafa komið af fundi flokksbræðra okkar, sem höfðu gefið okkur umboð til að semja um frestun bæjarstjórnarkosninga og skattamálin með því einu móti, að samið væri um kjördæma- málið — eina málið, sem var í okkar þágu,— og skrifað undir samninga um þau atriði. sem okkar málstað var enginn hagur í að um væri samið,en sleppt því að semja um okkar mál. Síðan tökum við okkur til og ritum þá skröksögu á samninginn, að um þetta hafi verið samið með drengskaparheiti. Þegar það er búið, fer Hermann Jónasson til manns þess, sem af drengskap hafði lofað að taka sæti í ríkis- stjórn og skýrir honum frá, að við höfum náð samningum um allt, sem Framsóknarflokkurinn. hafi lagt áherzlu á í samning- unum. Þaðan förum við á mið- stjórnarfund í flokk okkar, skrökvum því upp og látum færa til bókar, að það sé tryggt, að kjördæmamálið verði ekki leyst. Á fundi í miðstjórn flokks okk- ar 14. maí birtum við svo skrök- söguna um drengskaparheitið, sem rofið var, og þykjumst vera að berjast fyrir því vegna þjóð- arinnar, að þetta sé ekki birt í kosningum — og stöndum þar í deilum við flokksmenn okkar til þess að koma því fram. — Síðan fullyrðum við (H. J.) í útvarpi, að það hafi verið rökstudd á- stæða til að telja það tryggt, að kjördæmamálið yrði ekki af- greitt. — Allt þetta gerist sannanlega fyrir 1—2 árum. Væri rangt skýrt frá um drengsaparloforð- ið, ætti þetta allt að hafa verið gert til þess að byggja undir- stöðu undir rógsherferð gegn samstarfsmönnum okkar ein- hverntíma síðar. Þetta væri ekki lítil fyrirhyggja. En einkennilegast væri það þó, að það sýnist engu líkara en þessir samstarfsmenn okkar fyrverandi, hafi verið að styrkja okkur í þessum ásetningi. Þeir skýra frá því á nætur- fundi í flokki sínum, aðfaranótt 17. janúar, að við höfum gert þessa kröfu. Þeir afstýra því á fundi 17. janúar, að nefnd sé skipuð til þess að undirbúa mál- ið, þeir reyna að afstýra Varð- arfundi 18. janúar eftir að vitað er, að þar á að hreyfa kjör- dæmamálinu. Þeir neita að mót- mæla því þegar Alþýðublaðið segir, að samið hafi verið um málið. Ólafur Thors viðurkenn- ir í útvarpsræðu, að við höfum haft rökstudda ástæðu til að ætla, að kjördæmamálið yrði ekki afgreitt, og þegar fullyrt er hvað eftir annað af Jóni Blöndal í útvarpsræðum, að samið hafi verið, svarar Sjálf- stæðisflokkurinn engu. Þegar frásögn okkar er birt í Tímanum og skýrt frá henni í Aíþýðublað- inu og Morgunblaðinu fyrir mörgum vikum, svarar Ólafur Thors enn engu fyrr en hann er neyddur til þess. Þetta er meiri mildi en við höfum átt að venjast, ef satt væri, að ekki hefði verið samið um málið. Við orðlengjum þetta ekki frekar. Við fáuimekki séð, að hið sanna í málinu sé vandfundið fyrir þá, sem vilja vita það og líta á þær staðreyndir, er bent hefir verið á. Það ætti þá heldur ekki að vera mikil þraut að skilja hverjir eiga sök á þeirri upplausn, tortryggni og ófriði, er ríkt hefir undanfarið og nú ríkir í íslenzkum stjórnmálum. Það skorti þó ekki á, að við tækjum það oft og skýrt fram við fyrverandi ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, áður en þeir Stigu umrædd skref, hvaða af- leiðingar það hlyti að hafa, fyrir samstarf milli flokka og stjórnmálin í landinu, ef það fordæmi væri gefið, að ekki mætti einu sinni treysta loforð- um samstarfsmanna staðfestum með drengskaparheitum. Reykjavík, 26. október .1943. Eysteinn Jónsson. Hermann Jónasson. Kosningrar í Stúdenfaráð Stúdentaráðskosningar eiga að fara fram á laugardaginn. Hafa tveir listar komið fram og standa Félag frjálslyndra stúd- enda, Félag ráttækra stúdenta og Alþýöuflokksfélag háskóla- stúdenta að öðrum, en Vaka að hinum, þ. e. íhaldsmenn. jEfstir á lista hinna fyrr- nefndu eru: Páll S. Pálsson, stud. jur., Bárður Daníelsson, stud. polyt., Eiríkur H. Finnbogason, stud. mag., Gunnar Vagnsson, stud. oec., Einar Ákústsson, stud jur., Jóhannes Elíasson, stud. jur., Árni Björnsson, stud. med., Helgi Þórarinsson, stud. jur., og Kjartan Ólafsson, stud. med. í fyrra voru listar tveir eins og nú. Fengu íhaldsmenn (Vöku- menn) þá 167 atkvæði, en hinir 154. Október- ví sitalan Verðlagsvísitala októbermán- aðar hefir verið reiknuð út og reyndist hún vera 260 stig, eða 2 stigum lægri en í síðasta mán- uði. Kartöfluverðið, sem hækkaði vísitölu síðasta mánaðar, lækk- aði hana aftur, en hins vegar komu aðrar vörutegundir til þess að hækka vísitöluna, t. d. kjöt, kol, tóbaksvörur o. fl. Rausnarleg gjöf Nýlega veitti biskupinn við- töku af hjónunum frú Margréti Þ. Jensen og Thor Jensen for- stjóra á Lágafelli í Mosfellssveit 65 þúsund króna gjöf, er verja skal til þeirra hluta, er hér segir: Kr. 50.000,00 Jál stofnunar Ekknasjóðs Staðarsveitar í Snæ- ÚR BÆIVUM Tveir íslendingar, sem voru með tveimur amerískum hermönnum í bíl uppi í Mosfellssveit í fyrrinótt, urðu fyrir árás af hálfu hermannanna og hlutu talsverð sár. Málið er í rannsókn. Gunnar Thoroddsen hefur verið skipaður prófessor í lög- um við Háskóla íslands frá 22. þ. m. að telja. Félag Suðurnesjamanna var stofnað hér í bænum sðastlið- inn sunnudag í Oddfellowhúsinu. Er það stofnað í svipuðu augnamiði og önnur héraðafélög o^ er því ætlað að ná um Gullbringusýslu alla. Á stofn- fundinum voru um 90 manns, en ef- laust munu fiölmargir fleiri ganga í félagið. Þess má geta, að aðalhátíðis- dagur félagsins er ákveðinn 11. mar (lokadapurinn). Formaður félagsins var kosinn Egill Hallgrímsson kenn- ari, og aðrir í stjórn: Jón Thoraren- sen prestur, Tryggvi Ófeigsson skip- stjóri, Friðrik Magnússon heildsali og Ársæll Árnason bókbindari. Opinber rannsókn hefir dómsmálaráðherra skipað út af bygp-ingu loftvarnaskýla í Reykja- vík. Þykir sannað að minna timbur hafi verið notað x þau en reikningar sýna. Skýlin voru bygpð undir umsjá loftvarnanefndar, eða formanns £enn- ar, Jörundar Pálssonar, en verktaki var Kristján Kristjánsson, Þórsgötu 3. Borgarstjóri óskaði eftir rannsókn. Nýtt blad Nýtt blað, sem nefnist „Bónd- inn“, kom út síðastliðinn mánu- dag. Er það út gefið til þess að hnekkja ýmiskonar áróðri, sér- staklega í Reykjavík, gegn bændum og framleiðslu þeirra. Er blaðinu ætlað að koma út eftir þörfum. Ritstjóri blaðsins er Gunnar Bjarnason ráðunautur, og ritar hann ávarp til lesenda. Einnig birtast athyglisverðar greinir eftir Ólaf Bjarnason í Brautar- holti, Ingólf Jónsson, alþingis- mann, frá Hellu, Jón Árnason framkvæmdastjóra og Halldór Eiríksson, forstjóra. Tílkynníng frá utan- ríkísmálaráðuneyt- inu Tímanum hefir borizt svo- hljóðandi tilkynning frá utan- ríkismálaráðuneytinu: Fyrir nokru var tilkynnt, að ríkisstjórn íslands myndi taka þátt í stofnun hjálpar- og endurreisnarstofnunar hinna sameinuðu þjóða í Washington í næsta mánuði, og var jafn- framt gerð grein fyrir tilgangi þessarkr hjálparstofnunar og fyrirkomulagi. Nú hefir Magnús Sigurðsson bankastjóri verið skipaður til þess fyrir hönd ríkisstjórnar ís- lands að undirskrifa samning- inn um þessa stofnun og verður það gert í Hvíta húsinu í Wash- ington um 9. nóvember næst- komandi. Ennfremur hefir Magnús Sigurðsson verið skip- aður til þess að eiga sæti í ráði hjálparstofnunarinnar. Sem að- stoðarmaður hans hefir Svein- björn Finnsson » verðlagsstjóri verið skipaður. Fara þeir héðan bráðlega til Bandaríkjanna. Þeir Ólafur Johnson konsúll og Helgi Þorsteinsson verzlunar- fulltrúi, báðir í New York, hafa verið kvaddir til að vera ráð- gjafar (advisers) og Henrik Sv. Björnsson sendiráðsritari í Was- hington til að vera vararáðs- maður í ráði téðrar hjálpar- og endurreisnarstofnunar. Þess má og geta, að ríkis- stjórnin hefir falið Magnúsi Sigurðssyni bankastjóra að eiga viðræður við starfsmenn í fjár- málaráðuneytinu í Washington um tillögur Bandaríkjastjórn- arinnar um framkvæmdir i gjaldeyrismálum að stríðinu loknu, en íslandi hefir verið boðið að taka þátt í samstarfi um laúsn þessara mála. fellsnessýslu, til minningar um foreldra frú Margrétar, hjónin Steinunni Jónsdóttur og Kristj- án Sigurðsson, áður bónda að Hraunhöfn í Staðarsveit, o'g kr. 15.000,00 í kirkjubyggingarsjóð Borgarness, til þess að kaupa fyrir hljóðfæri og altaristöflu í fyrirhugaða kirkju í Borgarnesi. ÞrengSngar nazista (Framh. a1 3. sí8u) Gestgjafar þeirra á lands- byggðinni taka þeim fálega. Þeim er mjög á móti skapi á- troðningur sá og húsþrengsli, er þeir verða fyrir. Deilur, rifrildi og óánægja grefur um sig og fer vaxandi. Greinar í þýzku blöðunum, er fjalla um þessi vandamál, bera því vitni, hve örðug þau eru við- fangs> Göbbels, Göring og Hitler sjálfur reyna að stappa stálinu í fólk með því að heita þeim hefndum gegn Englendingum. Göbbels lætur þann orðróm berast út, að Þjóðverjar eigi leynivopn í fórum sínum, er brátt muni gjalda Englending- um í sömu mynt. Almenningur lætur sér hægt um að trúa þessu. * * * Þótt undarlegt kunni að virðast, er sannleikurinn þó sá, að þessi leynivopn eru til. Chur- chill hefir nýlega sagt frá nýrri tegund af sprengjum, sem not- uð sé gegn brezkum skipum, en „rakettubyssan" hefir varla ver- ið nefnd á nafn. Ég veit með vissu, að slíkar byssur eru til, ekki aðeins fáein- ar í tilraunaskyni, heldur eru þær byggðar inn í varnarkerfið Frakklands megin við Ermar- sund í allstórum stíl. Þetta eru risavaxnar fallbyss- ur með 30 m löngu hlaupi. Þeim er komið fyrir neðanjarðar í grennd við Calais og Boulogne. Það er sagt að þær dragi allt að því 200 km. og eigi að gera stór- skotahríð á Lundúnaborg í hvert skipti sem þýzk stórborg verður fyrir loftárás frá Bretlandi. Skeytunum er beint hátt upp í loftið og þau eru búin litlum vængjum og eins konar stýri. Enn fremur eru þau hlaðin rak- ettum, sem veita þeim aukinn hraða á leiðinni til skotmarks- ins. Lítil ástæða er þó fyrir Lund- únabúa að óttast þessar trölla- sögur. Reynslan hefir sýnt, að byssuhlaupin þola ekki nema 25 —30 skot, og það tekur viku- tíma að skipta um hlaup, þótt það sé við hendina. Það er ekki heldur hægt að nota þær að næturþeli, því að skotblossinn er svo gífurlegur, að hann lýsir upp stór svæði í grenndinni, svo að brezkar flug- vélar finna byssuhreiðrin þegar í stað. Berlínarbúar eru þeirrar skoð- unar, að rakettubyssan hafi meira gildi sem áróðurstæki og skrumáuglýsing en skotvopn líkt og Stóra-Berta, sem Krupp smíðaði í siðustu styrjöld. Elzta stukan í Reykjavík Elzta stúkan í Reykjavík, stúkan Verðandi nr. 9, hélt síð- astliðinn þriðjudagskvöld, há- tíðlegan 3000. fund sinn. Verð- andi var stofnuð 5. júlí 1885 og hefir starfað stöðugt síðan. Það mun vafalaust mega full- yrða, að ekkert annað félag hér á landi hafi haldið jafnmarga fundi og sennilega má víðar leita til þess að finna hliðstætt dæmi. Á fundum Verðanda hafa ver- ið rædd fjölmörg þjóðnytjamál, þótt bindindismálið hafi jafnan verið efst á dagskrá. Yfirleitt hafa fundirnir verið vel sóttir. Margir ágætismenn hafa tekið þátt í fundunum, t. d. Björn Jónsson ráðherra og Haraldur Nielsson prófessor. Má óhætt fullyrða, að þessir fundir hafa eflt áhuga fyrir mörgum góðum málum, og styrkt marga í þeim ásetningi að gera það, sem betur mætti fara. Auk fundarhaldanna, hefir stúkan Verðandi haldið uppi ýmsu annarri menningarstarf- semi, enda hefir hún jafnan ver- ið mjög traustur og'samhentur félagsskapur. Einn stofnandi Verðanda sæk- ir enn fundi hennar. Það er Sveinn Jónsson trésmíðameist- ari. Askriftargjald Timans utan Reykjavíkux og Hafnar- fjarðar er kr. 30.00 árgangur- inn. ...... QAIÆLA Htúwm.i,.. Ónæðissamír hveítíbrauds- dagfar Robert Montgomery Constance Cummings Sýnd kl. 7 og 9. BÓFAFORINGINN. (Bad Man). Wallr.je Berry, Linonel Barrymore. Bönnuð fyrir börn innan ( 16 ára. eg—K ÍSá. Btó —— „Glettur(( (You’ll never get Rich). Dans og söngvamynd með: FRED ASTAIRE Og RITA HAYWORTH. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Leikfélag Reykjavíknr „Lénharður fógeti“ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. NORRÆNA FÉLAGIÐ. Veizlan á Sólhaugum IVý iniisík eftir PÁL ÍSÓLFSSON, verður sýnd í Iðnó á morgun (föstudag) kl. 8.30. — Aðgöngu- miðar seldir í dag í Iðnó kl. 4—7 og eftir kl. 2 á morgun. Þökkum hjartanlega félögum U. M. F. Hörpu og öör- um sveitungum okkar fyrir ómetanlega hjálp cg marg- háttaða aðstoð í veikindum mínum í vor og sumar. Miðhúsum, 12./9. 1943. KRISTÍN GUÐBJARTSDÓTTIR. ÓLAFUR GUÐJÓNSSON. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu, skeyti og gjafir á fimmtugsafmœH minu 25. þ. m. Sérstaklega þakka ég starfssystkinum mínum og öðrum sem heiðruðu mig meö heimsókn sinni, og gerðu mér daginn ógleyman- legan. JÓHANN EIRÍKSSON. __________________________________^_______________ Spaðkföt Með næstu ferðum fáum vér úrvals spaðkjöt í heílum oghálfum tunnum m. a. úr þessum liéruðum: Af Barðaströnd, úr Strandasýslu, \ or ður-Þingeyj a r sýsl u, Borg- arfirði eystra og Jökuldal, Breiðdalsvík, Bjúpavogi og Hornafirði. Tehið við pöntununi í símu 1080. Æfyreitt með stuttum fyrirvura. Samband ísl. samvínnuíélaga Orðsending til kaupenda Tímans- Ef kaupendur Tímans verða fyrir van- skilum á hlaðinu, eru fieir vinsamlcga beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSOXAR afgreiðslnmanns, í síma 2322, helzt kl. 10—12 fyrir hádegi, eða 3—5 e. h. Þeir j^erðu garð- inn fræ^an sameinar það að vera fróðleg bók og skemtileg,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.