Tíminn - 28.10.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.10.1943, Blaðsíða 3
105. blað TÍMCVIV, fiinmtMdagiim 28. okt. 1943 419 Áttr æðttri Björn Arnason Írá Ketilsstöðum Þann 27. þ. m. varð áttræður Björn Árnason fyrv. bóndi á Ketilsstöðum á Tjörnesi. Björn er fæddur að Álandi í Þistilfirði 27. okt. 1863, sonur Árna bónda Björnssonar, er bjó lengi aö Bakka í Kelduhverfi og fyrri konu hans, Önnu Soffíu Friðjónsdóttur. Árið 1890 giftist Björn Guð- rúnu Jónsdóttur frá Breiðuvík, og reistu þau bú á litlu koti, Ketilsstöðum á Tjörnesi. Efni voru engin, ómegð fór ört vax- andi, og kotið var rýrt. En með frábærum dugnaði, hagsýni og sparnaði tókst hjónum þessum að sigra erfiðleikana, bæta jörð- ina og koma börnum sínum til manns. Þegar Björn hætti bú- skap á Ketilsstöðum árið 1921, eftir 30 ára búskap, hafði hann stækkað túnið um fullan helm- ing, girt engi og tún og húsað bæ sinn mjög sómasamlega. Kom honum vel, að hann var smiður góður, eins og margir í ætt hans. Dró hann að rekavið af fjörum sínum, notaði hverja stund, sem afgangs var búönn- um, til þess að saga viðinn, bæði í aflviðu og þiljur. Á þenna hátt kom hann upp timburhúsi á jörð sinni, án þess að kaupa aö nokkra fjöl eða spýtu. Mun slíkt harla fágætt orðið á síðari tím- um. Jafnhliða búskapnum vann Björn allmikið að smíði margs konar íláta úr tré, Var jafnan mjög eftir þeim sótt, því þau þóttu traust mjög, og sjaldan fannst þar veila í efni né smiði. Eftir að hann brá búi ferðaðist hann um næstu sveitir og smíð- aði fyrir menn ílát og húsmuni. Hefir jafnan mjög verið eftir- sótt að fá hann til dvalar á heimili til slíkra starfa, og bar margt til. Það fyrst, að hann var hverjum manni iðnari, kapp- samari og vandvirkari. Það ann- að, að hann tók jafnan lægri laun fyrir störf sín, en þau raun- verulega voru verð. Það þriðja, og þótti ýmsum þar mest um vert, að hann var frábær maður að grandvarleik, góðu skaplyndi og barnslegu sakleysi og góðvild, sem vart átti sinn líka. Björn Árnason er maður svip- bjartur og sviphreinn, eins og hann á kyn til, söngelskur og næmur fyrir því, sem fagurt er og göfugt, hvar sem það birtist. Hann ber aldurinn vel og er enn sístarfandi. Hann hefir lagt fram sinn skerf á altari lífsins, án undandráttar, án sérhlífni, án möglunar ofe jafnan þannig, að gefa meira en hann tók. Og lífið hefir goldið honum aftur þau laun, er það aðeins greiðir dyggum þjónum, starfsgleðina, barnslega glatt og saklaust hjarta, og verðskuldaða samúð og vinarhug þeirra mörgu, sem borið hafa gæfu til að kynnast honum. Björn dvelur nú hjá frænd- fólki sínu norður í Þingeyjar- sýslu. Sv. urlendi, sem er eign verksmiðju- Stjórans. En þetta er seinlegt verk, sem ekki er hægt að fram- kvæma í stórum stíl og krefst mikils vinnuafls, sem Þýskaland skortir nú tilfinnanlega. Hin mikla Lenna-olíuvinnslu- stöð, sem nær yfir sjö mílna spöl meðfram Dresden-Leipsig járn- brautinni, er á hverju kvöldi hulin þokuskýi. Er það fram- leitt úr sérstökum vökva, sem er hafður í stórum ámum um- hverfis verksmiðjurnar. Stund- um eru borgarhverfi einnig hul- in slikri þoku. En sá galli fylgir þessu, að það er gagnslaust, ef vindur er hvass. Annað úrræði er í því fólgið, að byggja verksmiðjurnar að mestu úr timbri og gleri. Þótt undarlegt megi virðast gera stórsprengjur minni usla á slík- um byggingum en stál- og járn- byggingum, auk þess, sem við- gerðir eru tiltölulega fljótleg- ar. Viðgerðir ganga seint, ekki sízt þar, sem allur þorri verka- mannanna eru útlendingar, sem hirða ekki hót, hvort viðgerðinni lýkur næsta dag eða að mánuði liðnum. Stálverksmiðja í grennd' við Berlín varð fyrir sprengju 1. marz í ár. Viðgerð var ekki lok- ið 23. ág., og þá var hún lögð algerlega í rústir á nýjan leik. Þjóðverjar leggja yfirleitt ekki verk upp á að gera við íbúðar- hús. Eina vörnin, sem að haldá kemur gegn loftárásum, er orr- ustuflugvélar og loftvarnarbyss- ur. Þess vegna hefir fjöldi verk- smiðja hætt að framleiða sprengjuflugvélar og tekið að smíða orrustuflugvélar. Sá aragrúi orrustuflugvéla, sem nú ver Berlín að næturlagi, er skæður óvinahópur, sem vart verður sigraður, nema brezkar flugvélar verði betur brynvarð- ar líkt og amerísku flugvélarn- ar. Loftvarnabyssur er hvergi nærri svo skæðar, þótt þær séu háværar og blossandi. Þær eru nú mest megnis í höndum ungra hermanna eða drengja, sem eru ekki eins markvissir og gömlu hermennirnir voru. Það mætti minna á um leið, að hervæðing þessara kornungu manna hefir komið öllu uppeld- ismálakerfi Þýzkalands á ring- ulreið. Brezka leyniþ j ónustan er býsna þefvís, enda óttast Þjóð- verjar hana mjög. Ég hafði hvað eftir annað heyrt sögusagnir um það, að ráðizt hefði verið á verksmiðjur daginn eftir, að loftvarnarbyssur höfðu verið teknar frá þeim og fluttar ann- að. Og einu sinni varð ég sjón- arvottur að því, að léttar sprengjuflugvélar beindu árás sinni hiklaust að herbækistöð í Köln, þar sem varnarbyssur höfðu verið teknar burtu nokkr- um klukkustundum áður. Berlínarbúar eru sífellt á nál- um, önugir og fljótlyndir. Þeir standast loftárásir miklu miður en fólk í vesturhéruðum Þýzka- lands, ef til vill af því að þeir eru þeim óvanari. í Berlín vott- ar aldrei fyrir svipuðu léttlyndi og hjá Lundúnabúum 1940, þeg- ar mest gekk á, aldrei gamansöm ummæli eða tilkynningar skrif- að með krít úti fyrir búðum og húsum, daginn eftir að loftárás hefir dunið yfir. Berlínarbúar eru sljóvir og kærulausir, en ekki mótþróa- gjarnir. Þeir nöldra og kýta sí- fellt í loftvarnabyrgjunum og stundum verður úr því handa- lögmál. Eftir loftárás í marzmánuði, sá ég dr. Göbbels og fylgdarlið hans skoða stórbyggingu, sem hafði eyðilagzt. Fólk stóö í hóp- um í grenndinni og horfði ó- lundarlega á hann. Þá kallaði einhver: „Við þökkum foringj- anum.“ Brátt tók öll þyrpingin að æpa sömu orðin í kór, og Göbbels var í raun og sannleika hrakinn á flótta. En allar fregnir um uppþot og óeirðir í Berlín eru vitleysa. Það verður aðeins eitt uppþot í Þýzkaland — dauðateygjurnar! Kjarkur manna og þol hefir beðið mikla hnekki við húsnæð- isleysi og hina stórfelldu brott- flutninga úr borginni. Brottflutningur úr Berlín hófst 3. ágúst. Þá fóru 60 járn- brautarlestir, troðfullar af kon- um og börnum. Síðan hafa tvær miljónir verið fluttar brott. (Framh. á 4. síðu) Nólseyjar-Páls þáttur NIÐURLAG 10. dag janúarmánaðar 1809, er menn voru teknir að gerast langeygðir eftir heimkomu Páls, og jafnvel óttast um afdrif hans, kom norskt víkingaskip frá Björgvin inn á Vog í Suðurey. Spurðist skipstjórinn gaumgæfilega fyrir um Nólseyjar-Pál. En Færeyingar höfðu eigi til hans spurt og gátu enga vitneskju veitt um ferðir hans. í embættisbókum frá þessari tíð, er komu þessa norska víkingaskips getið, og er þar svo greint frá erind- um þess, að það sé að leita uppi enska víkinga. Ólíklegt má telja, að 4iinn norski maður, sem var fyrirliði á þessu skipi, hafi af sjálfsdáðum gert sér erindi til hafnar í Fær- eyjum til þess að spyrja eftir Nólseyjar-Páli, því að þeir höfðu engin skipti átt. Að minnsta kosti skaut þegar upp illum grun eftir komu hans. Færeysk mál heyrðu og á þessum áruu að nokkru leyti undir stjórnarvöld, er áttu setu í Björgvin, og það- an var skipið. Áður en Páll fór frá Lundúnum hafði hann skrif- að verzlunarstjórninni dönsku bréf og skýrt frá ferðum sínum og undirtektum Englendinga og þar með, hvenær hann byggist við að sigla heim til Færeyja. Heimild um þetta er sögn Jóhannesar, yngra bróður Páls, er hann ritaði einnig bréf um sama leyti og verzlunarstjórninni. Og það vissu allir, að því fór fjarri, að verzlunarstjórnin óskaði honum neins góðs. Að sögn Páls sjálfs og Jóhannesar bróður hans var jafnvel ekki með öllu grunlaust, að einn þeirra manna, sem sat í verzl- unarstjórninni, Hilcker að nafni, hefði eitt sinn látið byrla Páli ólyfjan í veizlu, sem hann bauð honum til í Kaupmannahöfn. Féll Páll í öngvit yfir borðum, en raknaði við í ókunnúgu her- bergi, þar sem hann lá aleinn. Skreið hann út um vindauga, er hann fann, og lét sig falla til jarðar. Komst hann síðan niður til skips síns, en Jóhannes bróðir hans, er þá var í förum með honum og kunni talsverð skil á læknisfræði, gaf honum inn upp- sölulyf. Taldi hann, að eitri'hefði verið blandað í mat hans eða drykk, þótt ekki ynni það á honum, enda var hann mjög heilsu- hraustur maður. Vann Jóhannes eið að því á gamalsaldri, að þessi frásögn væri sönn. Manni þessum, Hilcker, hefir Páll sjálf- ur gefið mjög vondan vitnisburð í bréfi, er hann ritaði Re- ventlow greifa haustið 1806, en hann var þá yfirmaður rentu- kammarsins. í ræðu um verzlunarmálin, sem séra Johan Henrik Schröter hélt síðar í Þórshöfn, gerði hann Nólseyjar-Pál, baráttu hans og hvarf að umræðuefni. Hann sagðist hallast að þeirri skoðun, að hann hefði verið ráðinn af dögum af óvinum sínum 1 verzlunar- stjórninni og vék í því sambandi að ferðum norska víkinga- skipsins. Einnig hefði í enskum fréttablöðum verið skýrt frá þeim orðasveimi litlu eftir að Páll sigldi brott frá Englandi, að norsk skip myndu hafa verið send á vettvang til þess að hefta för hans. Þá kvað hann sig og fleiri menn hafa heyrt fallbyssuskot í hafi suður af Suðurey um það leyti, sem menn væntu hvað helzt heimkomu Páls. Engan dóm, sem óyggjandi sé, er þó unnt að leggja á það, með hvaða hætti dauða Nólseyjar-Páls og förunauta hans hefir borið að höndum. Það verður ætíð myrkrum hulið. En eitt er engum vafa undirorpið: Þeir féllu allir með sæmd. Þeir voru hetjur, sem munu lifa í þakklátri minningu þjóðar sinnar. Þegar landar þeirra sultu og drógu fram lífið á skóbótum, holtarótum og fjörugrösum, undu þeir segl að húni og freistuðu þess að sækja björg í bú hinnar aðþrengdu þjóðar. Þeim hefir sjálfsagt virzt sigurinn unninn, og ef til vill hafa þeir náð að sjá hinar þver- hnýptu klettaeyjar, föðurland sitt, hilla úr hafi. Svo dundi ó- gæfan yfir. Nólseyjar-Páll og menn hans létu lífið með geig- vænlegum, ef til vill hryllilegum, hætti. Hin vota gröf var búin hetjunurrí færeysku. Og þjóðin sat áfram í svelti, og margir dóu. En samt — vann Páll frá Nólsey ekki samt sigur? Fjörutíu og átta árum eftir dauða hans var verzlunin í Færeyjum gefin frjáls. Hann hafði vakið þjóð sína til trúar og vona og vilja til þess að rétta sig úr kútnum. Hann hafði svipt hulunnj af óheilindum og sviksemi embættislýðsins og gert svívirðingu og ok verzlunar- háttanna lýðum ljóst. Hann flutti mál þjóðar sinnar á erlendum vettvangi og gekk fyrir hinn æðsta mann Danaveldis og' vann hug hans. Allt til þessa dags hafa Færeyingar býggt á þær undirstöður, sem Páll lagði. Stig af stigi hafa þeir heimtað rétt úr höndum annarra, er voru þeim miklu voldugri, og oft þurft á manndómi og seiglu að halda í þeirri baráttu. Páll var fallinn, en lifði þó. Hann lifði í vitund fólksins, og andi hans lifði með öllum beztu mönnum þjóðarinnar. Þannig hefir rætzt sú von sumra samtíðarmanna hans, er ekki gátu sætt sig við það, að Nólseyjar-Páll væri fallinn í val- inn, aðeins 42 ára gamall, og væntu þess í mörg ár, þrátt fyrir illan grun og orðasveim, jafnvel trú margra, að hann kæmi ein hvern bjartan dag af hafi á fríðu skipi og með fríðu föruneyti. Þannig kom hann aftur. Á sínum breiðu herðurp lyfti hann þjóð sinni til vaxandi gengis. Nýir menn með orku og þor gerðust sverð hennar og skjöldur, er fram liðu stundir. Glæsilegastur þeirra arftaka Nólseyjar-Páls á nýrri öld er Jóannes Patursson, kóngsbóndinn víðfrægi í Kirkjubæ. Ef til vill auðnast honum að sjá Færeyjar frjálsar og óháðar. Svo lýkur þætti Nólseyjar-Páls. Orðsending til innheimtumanna Tímans Gjalddagi Tímans var 1. júlí en ennþá vantar skilagrein- ar frá mörgum innheimtumönnum blaðsins. Sökum þess hve útgáfukostnaður er mikill, er mjög óþægilegt ef greiðslur á blaðgjöldum dragast fram yfir hinn ákveðna gjalddaga. Eru það því vinsamleg tilmæli til kaupenda og innheimtumanna Tímans, að þeir sjái um, að áskriftargjöldin berist afgreiðslu blaðsins hið allra fyrsta. Samband ísl. samvinnufélatia. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. — Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. Dráttarvextír Dráttarvexiir ialla á tekju- og exgnarskatt og verðlækk- unarskatt ársins 1943, hali gjöld pessi ekki verid greidd í síðasta lagi laugardag- ínu 6. nóvember næstk. klukkan 12 á hádegi. Á pad, sem þá verður ógreitt, reiknast dráttarvextir Srá gjalddaganum, 15. ágúst síd- astlidnum. Reykjavík, 19. október 1943. Tollstjóraskriístofan HaSuarstræti 5 Sími 1550. Tílkynnmg írá húsaleigunefnd. Samkvæmt heimnld í 5. gr. laga um húsaleigu, nr. 39 frá 7. apríl 1943, mun húsaleigunefnd taka til umráða lausar íbúðir og ráðstafa þeim til handa húsnæðislausu innanhéraðsfólki, hafi eigendur ekki sjálfir ráðstafað þeim til íbúðar fyrir 1. nóv. n. k. Jafnframt vill húsaleigunefnd beina því til þeirra, sem kynnu að vita um lausar íbúðir í bænum, að þeir skýri nefndinni frá því í viðtalstíma hennar, á mánudögum og miðvikudögum kl. 5—7 eða skriflega. 25. október 1943. Húsaleigunefndin í Reykjavík Síðara bíndið af hínní stórfróðlegu og bráðskemmtilegu bók Þ EIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN er komid í bókabúðir. ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.