Tíminn - 30.07.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1943, Blaðsíða 3
76. blað TfMrVTV, föstudagiim 30. |úli 1943 303 Jón Ólafsson Kaupfélag Króks- fjarðar Aðalfundur Kaupfél. Króks- fjarðar fyrir s. 1. ár var haldinn að Króksfjarðarnesi 14. júní s. 1. Framkv.stjóri gerði grein fyr- ir starfsemi félagsins s. 1. ár, las upp reikninga þess og skýrði einstaka liði þeirra. Sjóðseignir félagsins voru í árslok: Varasjóður kr. 61.800, stofnsjóður kr. 53.000 og fyrn- ingarsjóður 15.800. Innstæða hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga nam 325 þús. kr. Inneignir við- skiptamanna voru í árslok kr. 369 þús. Skuldir viðskiptamanna voru engar. Sala á búðarvörum var kr. 270 þús. og fyrir innl. vörur var viðskiptamönnum greitt 561 þús. kr. Samþyk'kt var á fundinum að félagið leggði fram 10 þús. kr. sem stofnfé í skipakaupasjóði Sambands ísl. samvinnufélaga. Þegar störfum aðalfundar var lokið kvaddi Jón H. Brandsson, Kambi, sér hljóðs og flutti hann Jóni Ólafssyni Króksfjarðarnesi, sem lét af störfum sem kaup- félagsstjóri um s. 1. árarnót, þakkir félagsmanna fyrir prýði- lega óeigingjarnt og samvizku- samlega unnið kaupfélags- stjórastarf um 32ja ára skeið og tilkynnti honum jafnframt, að félagsmenn hefðu ákveðið að af- henda honum sem gjöf skrif- borðsstól útskorinn af Ríkarði Jónssyni. í stjórn félagsins eiga sæti nú þeir Jón Ólafsson, Króksfjarð- arnesi, Július Björnsson, Garps- dal, Jón H. Brandsson, Kambi, Jón Jóhannsson, Mýrartungu og Magnús Þorgeirsson, Höllustöð- um. Endurskoðendur eru Grínv ur Arnórsson, Tindum og Karl Guðmundsson, Valshamri. Framkv.stjóri félagsins er nú Ólafur E. Ólafsson, Króksfjarð- arnesi. Baðstofulijal fFramh. af 2. síOu) Rómverjum að brjótast inn í borgina. Rómverskir stríðsmenn fundu reiknimeistarann á vinnu- stað hans, þar sem hann var niðursokkinn í teikningar sin- ar og tölur. Síðustu orð hans voru: „Eyðileggið ekki hringana mína“. ÞAÐ ER HEITT á Sikiley á miðju sumri, varla minna en 30 stig í forsælunni á daginn og sjaldan ský á lofti. Um þetta leyti sumars er mesta blóm- skrúð vorsins horfið í Suður- Evrópu og fegurð náttúrunnar minni en fyr. Hitinn er lamandi fyrir menn og málleysingja. En innrásarherinn á Sikiley kemur nú frá enn heitari lönd- • um, og það gerir honum barátt- una léttari. FYRIR RÚMLEGA TUTTUGU ÖLDUM var gerð innrás á Ítalíu frá Norður-Afríku eins og nú. Þeirri herferð stjórnaði Hanni- bal hershöfðingi í Kartagó. En hann fór allt aðra leið og lengri en Eisenhower, nefnilega vestur á Spán og þaðan landveg yfir Frakkland og Alpafjöll og kom Rómverjum á óvart úr norður- átt. Sagan endurtekur sig, en þó aldrei nákvæmlega. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. EKill SignrgeirssoHi hæfitaréttannálaflutnlngiunaSur Austurstræti 3 — Reykjavík Áttræðnr: Kristínn Sigurðsson Skriðulandi Merkur Skagfirðingur, Krist- inn Sigurðsson, á Skriðulandi í Kolbeinsdal, varð 80 ára í fyrra- dag. Hann er fæddur að Flögu í Hörgárdal 28. júlí 1863. Faðir hans, Sigurður Gunnlaugsson, bóndi þar var Eyfirðingur að ætt, þremenningur við Guð- mund, föður Stephans G. Step- hanssonar, greindur maður og gagnmerkur og búhöldur góður. Kona hans og móðir Kristins hét Guðrún Jónsdóttir, skagfirzk að ætt, og voru þær Ingibjörg móð- ir Vilhjálms Stefánssonar, land- könnuðs, og hún bræðradætur. Árið 1866 fluttist Kristinn með foreldrum sínum að Skútustöð- um í Hjaltadal, en árið 1872 keypti faðir hans Skriðuland í Kolbeinsdal og fluttist þangað með allt sitt. Síðan hefir Krist- inn átt þar heima nema eitt- hvað þrjú ár, er hann bjó ann- ars staðar. — Árið 1894 kvæntist hann Hall- fríði Jónsdóttur, ættaðri úr Fljótum, og lifir hún enn. Hafa þau búið þar á Skriðulandi fram á síðustu ár, en nú er einka- sonur þeirra, Kolbeinn, tekinn við jörðinni. Hann er afbragðs- maður um fróðleik, mannvit og mannkosti. Kristinn er mað- ur greindur, marglesinn og stál- minnugur, enda sannfróður um fornt og nýtt. Ferðagarpur var hann einhver hinn mesti'á sinni tíð, og mun hann hafa haft til þess mikið af sjálfum -sér, en auk þess var hann þar í sveit settur, er slíks þurfti mjög við. Skriðuland liggur hið næsta Heljardalsheiði, sem er foraðs- vegur mikill, einkum á vetur, og þó fjölfarinn. Þau Kristinn elduðu lengi grátt silfur og bar hann jafnan hinn hærra hlut í þeim skiptum, meðan hann mátti sér við koma fyrir aldurs sakir, en oft komst hann þó í krappan dans, og eru til um það margar sagnir, sem ekki verða raktar hér. Eins og áður segir, eru þeir Kristinn og Vilhjálmur Stefáns- son þremenningar að frænd- semi. Þeim, sem þekkja til Krist- ins og lesa ferðasögur hins þrautseiga og ráðslynga norður- fara, getur varla dulizt ættar- mótið, slíkt afbragð var Krist- inn annarra manna um áræði, framsýni og atorku á ferðalög- um. Gilti þá einu, á manndóms- árum hans, hvort hann fór gangandi um reginfjöll um há- vetur í ófærð og illviðrum eða hann ferðaðist með hesta við hverskonar torleiði. Hann var hestamaður mikill og kunni vel með hesta að fara, en þó hygg ég, að hann hafi unað sér bezt einn og gangandi upp til fjalla. Mörgum hefir Kristinn fylgt yfir Heljárdalsheiði, vísað til vegar eða veitt annan farar beina. Margir hafa komið á heimili hans illa til reika og verið fagnað sem í foreldrahús- um. Sumir eiga honum líf að launa. — Flestir þessara manna munu farnir veg allrar veraldar, en þeir, sem enn eru á lífi, senda vafalaust hinum aldraða ágæt- ismanni hlýjar kveð-jur og árn- aðaróskir. Enn er hann ern og furðu hraustur, minni og heyrn í bezta lagi, en sjónin allmjög þverr- andi. Þó geta hálfblind augun blikað enn, ef sagnir um hreystibrögö forn eða ný ber á góma, eða sagt er frá torfæri- legum leiðum á landi hér. Þá hækkar brún öldungsins og at- hyglin verður hvöss og skýr. 28. júlí 1943. Pálmi Hannesson. Vinníngfar Happdrætti Sundlaugarsjóðs U. M. F. Dagrenning. Nr. 243 Hestur. — 1523 Svefnpoki. — 407 Ljósmyndavél. — 1640 Feningar (100 kr.). Vinninganna sé vitjað að Skarði i Lundareykjadal. Vinnið ötullega fyrir T imann. Hún komsl til Lössu FRAMHALD. „Sleppið tjaldinu og skilið spónunum aftur“, segir hún skipandi. Um leið og hún segir þetta, hagræðir hún skammbyssunni í hendi sér undir stakknum. Sá ræningjanna, sem djarfari var, hlær hátt, snýr að henni bakinu og ætlar að fara að skoða far- angur þeirra. Alexandra lyftir skammbyssunni og skýtur. Mað- urinn kastast á bakið og þrífur í hár sér. Kúlan hefir flogið rétt yfir höfuðið á honum. Hann er þó fljótur að spretta á fætur og fleygja spónunum frá sér. Síðan leggja báðir þorpararnir á flótta. ~ : Nú verða þau að hafa hraðan á. Sjálfsagt koma ræningjarnir á vettvang aftur, þegar þeir hafa náð sér eftir skelfinguna og safnað liði. Þá þyrfti ekki að spyrja um leikslok. Alexandra og Jongden eru að ljúka við að binda bagga sína, þegar þrjátíu pílagrímar í hóp koma á vettvang. Þeir hafa átt næturgistingu jar skammt frá og koma á vettvang, er þeir heyra skotið. Auð- vitað myndi það vekja stórfurðu, ef það vitnaðist, að kona hefði skammbyssu í fórum sínum. Slík vopn bera aðeins höfðingjar og ríkir kaupmenn. Þau segja því, að Jongden hafi skotið og sýna pílagrímunum litla og fornfálega pístólu. En innan klæða hefir Alexandra falið nýju hraðskotaskammbyssuna sína. Píla- grimarnir bjóða þeim að slást í hópinn, meðan leiðin liggi um Detta hérað, því að ræningjarnir muni hika við að ráðast á svona fjölmennan flokk. Það boð þekkjast þau. * Þó er kynnum þeirra af ræningjunum i Pópashéraði ekki lokið. Þegar þau eru komin yfir versta hættusvæðið, kveðja þau samfylgdarmehnina og halda leiðar sinnar niður með fljóti, sem rennur í gegnum þéttan skóg. Eftir fljótsbakkanum er mjór stígur. í rökkurbyrjun tveim dögum eftir að þau skildu við píla- grímana, er Alexandra að svipast um eftir hentugum bólstað í skógarjaðrinum. Þá kemur hún allt í einu auga á sjö menn, sem stefna í áttina til þeirra. Þeir bera allir sverð við belti sér. Hún fær strax illt hugboð um þessa menn, en lætur þó sem ekkert sé og reynir að hegða sér sem líkast því, sem þreytt göngukona myndi gera'. Einn mannanna staðnæmist á miðjum stígnum og spyr hvaðan hún komi og hvert hún sé að fara. Hún tuldrar í barm sér nöfn ýmissa heilagra staða og rambar síðan framhjá honum. Maðurinn gerir enga tilraun til að stöðva hana. Og Alexandra heldur áfram og hyggur, að engin hætta sé á ferð- um. En svo lítur hún til baka og sér þá, að mennirnir hafa stöðvað Jongden. Hún heyrir ekki, hvað þeir segja við hann, en sér, að þeir hafa rifið klútinn af hálsi Jongdens og eru að skoða eitthvað, sem þeir hafa fundið í honum. „Þeir hafa stolið silfurdalnum mínum,“ hrópar Johgden. í sömu andrá sér hún, að einn mannanna þrífur poka Jong- dens og-ætlar umsvifalaust að opna hann. Hún er í vanda stödd. Ef hún skýtur, munu ræningjarnir óðar grípa til sverða sinna og vega Jongden. Ef þeir fá að frýnast i pokana, mundi þá þegar gruna, að hér séu útlendingar á ferð. Þeir munu ræna þau öllu fémætu og annað tveggja drepa þau, þar sem þau eru, eða færa þau yfirvöldunum. Alexandra hugsar sig um stundarkorn. En allt i einu rekur hún upp hátt vein og barmar sér sem mest hún má yfir missi dals- ins, einu peninganna, sem þau hafi, til þess að tryggja ferð sína til Lössu. „Þetta er heilagur peningur," hrópar hún. „Guðhræddur bóndi, sem var nýbúinn að missa son sinn, gaf okkur hann. Munkurinn, sonur minn, jarðaði son bónda og las heilagar ritningar yfir lík- inu. Nú hafið þið stolið þessum heilaga peningi." Og enn brýnir hún raustina. Hún kann skil á öllum þeim for- ynjum og óvættum, sem Tíbetbúar óttast, og nú þylur hún nöfn þeirra og særir þá að láta hefnd ganga yfir þjófana. Hún hrópar hvað eftir annað á Polden — Dorjé — Lamó, sem ríður villtum fáki i söðli úr blóðugu mannsskinni, og heitir þeim heim- sókn hans. Hún hrópar á djöfulinn, sem nærist á mannakjöti. Hátíðamatur hans er heili reiddur fram í opnum hauskúpum. Og hún hrópar á jötnana, sem eru hirðmenn konungs dauðans, sem ber kórónu úr mannabeinum og dansar á likum við eldinn. Þótt Alexandra sé hvorki stór né ægileg, skjóta bölbænir henn- ar, þarna í rökkrinu í skuggalegum skóginum, ræningjunum skelk í bringu. Þeir stara fyrst á hana óttaslegnir, en svo tekur einn sig út úr hópnum, færir sig nær henni en staðnæmist þó í svo sem armslengd frá henni.“ „Vertu ekki reið, gamla kona,“ segir hann. „Hér er dalurinn þinn. Formæltu okkur ekki. Þið skuluð fá að fara í friði leiðar ykkar.“ Alexandra tekur við peningnum, og síðan biðja ræningjarnir munkinn að blessa sig. Hann gerir það, er þeir hafa þrábeðið hann þess. Síðan halda þau Alexandra og Jongden leiðar sinnar. Þau halda áfram alla nóttina og náðu um morguninn seint út úr skóginum. Pópashérað er nú að baki þeirra. * Að lokum' koma þau til borgarinnar Gíömdu, sem stendur þar, er leiðir frá Kína og Brahmapútra mætast. Hún er því mikil sam- göngumiðstöð og verzlunarborg, og má þar oft sjá kaupmanna- lestir miklar. Hún er í tiltölulega frjósömum og grónum dal, og þótt hún sé ellefu þúsund fet yfir sjávarflöt, er þar álíka hlýtt á daginn í janúarmánuði og á sumrin í Mið-Evrópu. Ferðamenn, sem eru á leið til Lössu, verða að fá þar leyfi yf- irvaldanna og vegabréf til þess að geta haldið ferðinni áfram. Strangt eftirlit er með öllu, og þelr, sem vekja grunsemdir, eru vendilega yfirheyrðir, áður en þeir fá að halda leiðar sinnar. Þessi borg stendur við fljót, og er fyrst yfir brú að fara. Þau komast trafalalaust yfir á brúarsporðinn og síðan eru þau leidd til fundar við eftirlitsmennina. Alexandra setzt á stein við dyrnar á eftirlitstöðinni, en Jongden gengur um. Margt fólk er á ferli um mjóa götuna, en enginn gefur henni gaum. Að vqrmu spori kemur Jongden út aftur. Honum hefir gengið svo greiðlega að fá ferðaleyfið og vegabréfið, að þau eru bæði undrandi. Síðan taka þau pjönkur sínar og halda af stað út á þjóðveginn — eina veginn, sem kallast getur, í Tíbet. * Á leið sinni um Kongbú-Bó-skarð rekast þau á hóp pílagríma, ílest konur, sem rændir hafa verið öllum farangri sínum af ókunnugum ferðalöngum. Ein kona er með ljóta skrámu á and- litinu, önnur með stórt sár á brjóstinu og sú þriðja handleggs- brotin. Ræningjarnir hafa beitt spjótum og kylfum. Við dálítinn hellisskúta finna þau tvö lík. Þessir atburðir hafa gerzt tæpar 200 rastir frá Lössu á sjálfum þjóðveginum. Eftir fjögurra mánaða ferðalag leggja þau af stað úr Dekken- þorpi í dögun.Nú eru þau loks að hefja síðasta áfangann til hinn- ar helgu borgar. Það er heiðríkt veður og bjart, en kalt. Þegar Sambmnd íaU gmmvinnmféUtym Samvinnumenn! Munið að sjóðir kaupfélaganna eru yður trygg- ing fyrir góðum framtíðarviðskiptum. Þér eflið þá bezt með því að beina öllum viðskiptum yðar til kaupfélaganna. Hugheilar þakkir fœri ég öllum þeim, sem með heim- sóknum, gjöfum og kveðjum auðsýndu mér vináttu og vinarhug á áttrœðisafmœli mínu. GUÐMUNDUR ÞORBJARNARSON, Stóra-Hofi. Blautsápa frá sápnverksmiVJiuwi Sjöfn er alomut vil- nrkemtd fyrir g»8l. Flestar húunaeðw mmtm Sjafnar-blautsápu ljóst er orðið af degi, horfir Alexandra án afláts til vesturs í þeirri von að eygja þar út við sjónarhringinn það, sem hún hafði íarið alla þessa löngu leið til að sjá. Og loks sér hún Pótala, hina miklu höll Dalai Lama, hilla yfir hæðirnar langt í vestri. Eftir því sem þau þokast nær, sjá þau skýrar hin gullnu þök, sem loga og skína í gliti árdagssólarinnar. Hér var hjarta hins mikla fjallaríkis. Hún dregur andann djúpt og horfir hugfangin á hvolf- þekjur hallarinnar. Þau eru að komast á leiðarenda — eru að ná takmarkinu, sem þau hafa sett sér. „Við höfum sigrað,“ segir hún við Jongden. Hann þaggar niður i henni. „Hrósaðu ekki happi of snemma," segir hann. „Enn eigum við eftir að fara yfir Kýiána. Hver veit nema þar séu eftirlitsstöðvar og varðlið.“ Hér er landslag flatt og mishæðalítið. Á víð og dreif getur að líta lítil þorp. En þó er fáförult á vegunum. Þegar að Kyiá kemur, eru þau ferjuð yfir hana á hrörlegum báti, sem prýddur er heljarstóru hesthöfði, sem skorið er í tré. í ferjunni ægir öllu saman: mönnum, dýrum og farangri. Það er aðeins fárra mín- útna ferð yfir ána, og svo stíga þau upp á vesturbakkann. Þau eru komin inn í Lössuhéraðið. Þó er borgin sjálf alllangt undan. Litlu síðar skellur á ofsarok. Hinir ókunnu ferðalangar vita ekki fyrr en stormurinn þyrlar upp sandinum og rykinu í stóra sveipa, sem nálgast með ofsahraða. Svo skellur bylur yfir fólkið. Allir varpa sér á kné og lúta niður til jarðar og bregða fötum fyrir vit sín. Á svipstundu er Pótala-höllin horfin í gulan mökk- inn. En storminum linnir jafn skyndilega og hann kom, og píla- grímarnir halda áfram göngu sinni. Þetta er snemma í janúar- mánuði, og um það leyti eru þúsundir pílagríma víðsvegar úr Tibet samankomnir í höfuðborginni til þess að taka þátt í ár- legum hátíðahöldum. Alexandra þykist vita, að öll gistihús séu íull af fólki og kvíðiú: því nú, ef þau verða að taka sér bólstað á einhverju heimili, þar sem þau verða spurð margvíslegra spurn- inga. Og áfram halda þau, og fy-rr en varir eru þau komin inn í hina heilögu borg. Þar er alls staðar mergð fólks, ös og þröng á mjó- um götunum. Allt í einu víkur ung stúlka sér að Alexöndru og segir: „Þú ert að koma til borgarinnar, móðir, þig vantar húsaskjól. Komdu með mér. Ég skal sjá þér fyrir húsaskjóli.“ Þau fylgdu þessari stúlku eftir. Hávaðinn og ösin gerði þau rugluð eftir margra mánaða kyrrð og einveru á fjöllum og eyði- mörkum, svo að þau vita ekki einu sinni, hvert farið er með þau. En loks leiðir stúlkan þau inn í hrörlegt hús í útjaðri borgar- innar, og þar fá þau litla herbergiskytru til umráða. Um kvöldið, þegar þau leggjast til svefns á gólfið með fátæk- legan farangur sinn í kodda stað, segir Alexandra: „Nú höfum við sigrað.“ „Já,“ svarar hann sigurreifur. „Við höfum sigrað alla erfið- leika. Við erum í Lössu!“ The World’s News Seen Through The Christian Science Monitor An lnternational Daily Newsþaþer ím Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daiiy Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or £ 1.00 a Month. Sacurday Issue, including Magazine Section, #2.60 a Year. Introductory OfFer, 6 Issues 25 Cents. Naane-------------------------------------------- SAMPLB COPY ON REQUEST

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.