Tíminn - 30.07.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.07.1943, Blaðsíða 1
RIT8TJÓHI: ÞÓRARINN ÞÓRARDTSSON. ÚTaEPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKK 0 RINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. * Slmar 3948 og 3720. RITSTu ÓRASKUIFSTOFUR: EDDUHÚSI, LlndargStu 9 A. Eímar 23S3 og 4373. APGREIÐSLA, DJNHEIMTA OG APGLÝSING ASKRIFSTOFA: ’j EDDUHÚSI, Llndargötu WA. { Sími 2323. ST. ártf. Reykjavík, föstudaginn 30. júlí 1943 76. blað Lýðveldísmálíð þarf að leys- astáður en stríðinu lýkur Þjóðin verður að hafa gengið frá lýðveld- ísstofnuninni áður en friðarfundurinn á- : kveðurjíkjaskipunina a ^ Það vakti óskiptan fögnuð almennings, er kunnugt varð, að stjórnarskrárnefnd hefði orðið sammála um þá tillögu, að íslenzka lýðveldið yrði formlega stofnað á næsta ári. Þjóðin hefir jafnan æskt þess, að flokkarnir stæðu saman um þetta mál, þótt þeir væru ósammála um önnur efni. Um stund hefir dregið nokkurn skýflóka fyrir þenn- an fögnuð almennings, því að Alþýðublaðið, stutt af nokkrum dansklærðum og þýzklærðum embættismönn- um, hefir hafið andblástur gegn þessum tillögum stjórn- arskrárnefndar. Nokkur bót er þó það, að blaðið virðist ekki gera þetta í umboði Alþýðuflokksins, enda er víst, að kjósendur flokksins eru yfirleitt fylgjandi lýðveldis- stofnun á næsta ári. Vígstöðvarnar í Rússlandi Svarta línan á uppdrætti þessum sýnir vigstöðvamar í Rússlandi, eins og þær voru áður en sumarstyrjöldin hófst. Eins og menn muna, hófu Þjóðverj- ar sókn hjá Belgorod í byrjim júlí. Markmið þeirra virtist vera að taka Kursk og fá beina víglínu milli Orel og Belgorod. Hefði það mjög auðveld- að þeim vörnina. Hins vegar er vafa- samt, hvort Þjóðverjar hafi með þess- ari sókn ætlað sér öllu meira. Rússar hrundu þessari sókn Þjóð- verja og hófu sjálfir mikla sókn við Orel. Hafa þeir sótt þangað bæði að norðan og sunnan og reynt að um- kringja bormna. Hefir þeim orðið all- vel ágenf?t, m. a. tekið Mtsensk. Á þessu svæði geisa nú aðalorusturnar í Rússlandi. Þjóðverjar halda enn Kubanskaga í Kákasus, sem er gegnt Kerchskaga á Krím. Eru vígstöðvarnar þar ekki merktar sérstaklega á uppdrætti þess- um. Hátíðahöld Færey- íngaíélagsíns á Ólaísvökunni í gær var Ólafsvakan, þjóð- hátíðardagur Færeyinga. Efndi Færeyingafélagið í Reykjavík til hátíðahalda af því tilefni. Söfnuðust Færeyingar saman við Iðnó klukkan 2 og var þá færeyskur fáni dreginn að hún á húsinu. Litlu síðar var gengið fylktu liði suður í kirkjugarðinn við Ljósvallagötu, og voru alls 60 menn í fylkingunni. Bar ungur maður í fallegum færeyskum þjóðbúningi, Jóannes Iversen frá Kvívík á Straumey, fánaberi ungmennafélaganna í Færeyj- um, færeyskan fána fyrir fylk- ingunni. Fyrst var staðnæmzt við leiði skipshafnarinnar af skútunni „Önnu“, sem fórst við Grinda- vík í aprílmánuði 1924. Minnt- ust þeir Peter Vigelund og Jó- hannes Sigurðsson prentari þar færeyskra sjómanna og fær- eysku þjóðarinnar og Samuel Davidsen blaðamaður lagði blómsveig á grafirnar, en allir sungu færeyskan sálm „Sig tú iki av at stúra“. Síðan var haldið að legstað sjö sjómanna, sem fórust í eldi (Framh. á 4. síðu) Hví er lýðveldfsstofn- unin nauðsynleg nú? Hinir dansklærðu og þýzk- lærðu skrifstofumenn, sem standa að baki Alþýðublaðinu, hampa þeirri röksemd, að ekk- ert liggi á, stofnun lýðveldisins sé engin aðkallandi nauðsyn. Þess vegna sé alveg óhætt að draga hana til stríðsloka. Þetta er meginfirra. Það er einmitt nauðsynlegt, að það hafi komið ljóst fram áður en stríðinu lýkur og friður er sam- inn, að íslendingar vilja vera ó- háð og sjálfstæð þjóð. Það er stórum aukið öryggi fyrir því, að réttindi þeirra verði viður- kennd. Ekkert getur lýst betur þessum frelsisvilja þjóðarinnar en lýðveldisstofnun, sem væri staðfest af yfirgnæfandi meiri- hluta í allsherjar atkvæða- greiðslu. Það er gott að minnast þess í þessu sambandi, hversu gífur- lega athygli það vakti á Dönum um allan heim, þegar kosninga- úrslitin þar á síðastliðnu vori sýndu einhuga fylgi þeirra við málstað lýðræðisins og frelsis- ins. Ýmsir þeirra, sem vinna gegn lýðveldisstofnuninni, telja hættu á því, að viss erlend stór- veldi munu krefjast hér íhlut- unar, t. d. herstöðva.. Þessa að- stöðu myndu þau væntanlega reyna að tryggja sér við friðar- samningana. Gegn slíkum á- gangskröfum myndi það vera ís- lenzka málstaðnum öflugastur stuðningur, að fyrir lægi ský- laus staðfesting á frelsisvilja þjóðarinnar. Það er því af framangreind- um ástæðum, — og raunar fleirum, — íslendingum hin mesta nauðsyn, að hafa stofnað lýðveldið formlega áður en stríðinu lýkur. Þjóðin verður fyrir þann tíma að hafa sýnt það svart á hvítu, að hún standi einhuga um frelsismál sín. Vinnst nokkuð við liiðina? Ef hinir dansklærðu og þýzk- lærðu menntamenn eru spurðir að því, hvað vinnist við frestun á lýðveldisstofnuninni, verður þeim næsta svarafátt. Aðalsvar þeirra er það, að með því sýnum við Dönum kurteisi og höldum tengslum við Norðurlönd. Það ætti öllum að vera kunn- ugt, að þáð er fyllilega sam- ræmanlegt sambandslögunum að skilja við Dani á næsta ári. Samkvæmt ákvæðum þeirra geta íslendingar fellt þau úr 1 gildi eftir árslok 1943 með til- skildum meirahluta við þjóðar- atkvæðagreiðslu. Við brjótum því engan rétt á Dönum og sýn- um þeim fulla kurteisi, þótt við riftum sambandslagasamningn- um eftir næstu áramót. Það er náttúrlega hreinasta firra, sem er stórmóðgandi við Norðurlönd, að sambandslaga- samningurinn, sem er arfur gamallar kúgunar, sé einhver tengiliður okkar við Norður- lönd. Ef til vill eru til einstaka Stór-Danir, sem ekki geta hugs- að sér, að sambandi íslands við Norðurlönd geti verið öðruvísi háttað en að ísland sé dönsk hjálenda. En allur almenningur á Norðurlöndum æskir íslend- ingum fulls frjálsræðis og sjálf- stæðis. Sambandsslitin við Dani eru þvi algerlega áhrifalaust atriði i sambúð okkar við Norð- urlandaþjóðirnar, þótt þau kunni að angra einstaka Stór- Dani. Þeir íslendingar munu næsta fáir, sem ekki vilja auka og styrkja bræöraböndin við Norð- urlönd. En því aðeins verða þessi bönd styrkt, að þjóðirnar séu (Framh. á 4. siðu) Stríðsgróðaskatfur- ínn og samvinnu- félögín Ákvæði núgildandi skattalaga koma mjög hart niður á hinum stærri samvinnufélögum lands- ins. Var þetta mál meðal ann- ars rætt á aðalfundi S. í. S. að Hólum, og báru 'þeir Jakob Frí- mannsson, Þórhallur Sigtryggs- son, Sigfús Sigurhjartarson, Björn Kristjánsson og Guðgeir Jónsson fram svolátandi tillögu, sem samþykkt var í einu hljóði: „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, hald- inn að Hólum 15.—17. júlí 1943, mótmælir rangindum þeim, er samvinnufélög landsins eru beitt með núgildandi ákvæðum skattalaganna um stríðsgróða- skatt, en þau ákvæði gera fé- lagsmönnum nær ókleift að full- nægja ákvæðum samvinnulag- anna um sjóðatillög. Felur fundurinn stjórn S. í. S. að vinna að því, að skattalög- unum verði breytt þannig á næsta Alþingi, að samvinnufé- lögunum verði mögulegt að auka sjóðeignir sínar á eðlilegan hátt.“ Á myndinni sjást helztu hershö/ðingjar Bandamanna í Túnis-styrjöldinni. Eru þeir þessir, talið jrá vinstri: Juin hérshöfðingi (jranskur), Alexander, Anderson, Tedder flugjoringi, Eisenhower hershöfðingi og Giraud hers- höjðingi. Um einn þessara manna, Alexander, er grein á þriðju síðu blaðsins. Erlent yfirlit 30 júlí: Gerast Tyrkir samherjar Bandamanna? Athyglisverður spádóntur I amerísku lilaði. Um miðjan maimánuð birtist eftirtektarverður spádómur í ameríska blaðinu „New York Times“. Hann var á þá leið, að brátt myndi ítalska fasistaríkið hrynja í rústir og Tyrkland ger- ast virkur þátttakandi í styrj- öldinni við hlið Bandamanna. Fyrri spádómurinn hefir ræzt, ítalska fasistaríkið er hrunið saman. Mussolini hefir hrökkl- ast frá völdum. Fasistaflokk- urinn hefir verið leystur upp. ítala bíður vart annað en upp- gjöf eða skjótur ósigur. En síðari spádómurinn hefir enn ekki ræzt. Týrkland er hlut- laust enn. En margar líkur benda til þess, að spádómur þessi' sé ekki ólík- legur til að rætast. Hér skulu nefndar nokkrar þeirrar: Sambúð Bandamanna, eink- Breta, við Tyrki hefir stöðugt farið batnandi. Viðræðufundur Churchills og tyrkneskra stjórn- málamanna er eitt merki þess. í vor fregnaðist, að háttsettir tyrkneskir hershöfðingjar hefðu komið til Kairo og átt viðræður við hershöfðingja Breta þar. Tyrkneskir hershöfðingjar hafa um lengra skeið verið tíðir gest- ir á herstöðva Bandamanna í Afríku. Vígbúnaður Tyrkja hefir aldrei verið meiri en nú. Vopna- sendingar frá Ameríku og Bret- landi til Tyrklands hafa stór- aukizt síðustu mánuðina. Ef Tyrkir ætla að njóta góðs af sigri Bandamanna, er ann- aðhvort fyrir þá að hrökkva eða stökkva nú. Ef þeir vinna ekki til sigurlaunanna, er vafasamt, að þeir fái þau nokkur. Fyrir Bandamenn væri það ó- metanlegur styrkur að fá Tyrki í lið með sér. Með því opnuðust þeim beztu möguleikarnar til innrásar á grisku eyjarnar og Balkanskagann. Tyrkneski her- inn, sem er orðinn vel þjálf- aður og vopnum búinn, væri heldur ekki lítilvægur banda- maður. Af ummælum Bandamanna sjálfra, má ráða, að þeir hafa ætlað sér meira í sumar en innrás á Sikiley og Ítalíu, enda myndi það ekki verða Þjóðverj- um alvarlegur hnekkir í biii, þótt ítalir gæfust upp. Hitt væri Þjóðverjum háskalegra, ef þeir misstu Balkanskagann, rúmensku olíulindirnar kæmust í hendur andstæðinga þeirra og herir Rússa og Bandamanna næðu saman. Það virðist nokkur bending i þessum efnum, að Bretar hafa tvo heri í löndunum við botn Miðjarðarhafs, 9. og 10. herinn. Þeir hafa alltaf verið að efla þessa heri að undanförnu. Ekk- ert virðist líklegra en að þeim sé ætlað að ráðast til innrásar á Balkanskagann. Þótt Bandamenn næðu bæði Ítalíu og Balkanskagann, væri styrjöldin ekki þar með búin. Þegar herfræðingar Banda- manna ræða um svoneínt Ev- rópuvirki Þjóðverja, tala þeir oftast um ytra virkið og innra virkið. Innra virkið, sem þeir telja að Þjóðverjar búi sig eink- um undir að halda, er Þýzkaland sjálft, Holland, nokkur hluti Belgíu og Frakklands, Austur- ríki, Tékkoslovakía, Ungveria- land og mikill hluti Póllands. Sagt er t. d., að Þjóðverjar vinni nú kappsamlega að því að koma sér upp í Póllandi einhverri öfl- (Framh. á 4. síðu) Semusifu fréfttir Stjórn Badoglio veitist lítt gerlegt að halda friði í borgum Ítalíu. Bann hennar við útisam- komum hefir ekki verið haft að neinu. Víða hefir múgur hópast saman og heimtað frið, verka- menn hafa ekki mætt til vinnu og fasistar hafa verið ofsóttir. Til að friða fólkið, hefir stjórnin leyst upp fasistaflokkinn og lát- ið handsama ýmsa foringja hans, Það dregur þó ekki úr óánægjunni. Enn virðist það ekki fullráðið, hvort stjórnin ætlar sér að leita friðarsamn- inga, en svo er að sjá sem Þjóð- verjar óttist það, því að þeir segja einu skipta, hvað verði um Ítalíu. Lausafregnir herma að páfi annist milligöngu um frið- arsamninga. Roosevelt og Churchill hafa báðir haldið ræður og lýst yfir því, _að eigi verði saminn friður við ítala, nema þeir gefist upp skilyrðislaust. Á Sikiley geisa harðir bardag- ar, einkum við Katania. Vinna Bandamenn þar lítið á, vegna öflugrar mótspyrnu Þjóðverja. Annarsstaðar á vígstöðvunum hafa þeir bætt aðstöðu sína. Seinustu næturnar hafa brezk- ar flugvélar gert harðar árásir á ýmsa staði í Þýzkalandi, eink- um Hamborg. Kosningum er nýlokið í Suð- ur-Afríku. Smuts hershöfðingi bætti drjúgum við fylgi sitt. Maisky, sendiherra Rússa í London, hefir verið skipaður aðstoðarutanríkismálaráðherra. Roosevelt hefir upplýst, að 3000 skip hafi tekið þátt í inn- rásinni á Sikiley og hafi þau flutt í einu 160 þús. manns, 14 þús. flutningatæki, 600 skrið- dreka og 1800 fallbyssur. Hann sagði, að innrásin hefði verið skipulögð fyrir sex mánuðum. Á víðavangi RIT UM LANDBÚNAÐARMÁL. Þingeyskur bóndi, Árni Jak- obssoh, hefir nýlega sent frá sér smárit um landbúnaðarmál, þar sem hann svarar ýmsum at- riðum í hinni illræmdu grein Halidórs Kiljans, er birtist i vetur í tímariti Máls og menn- ingar. Ritgerð s ina sendi Árni umræddu timariti til birtingar, en fékk hana endursenda. Sýnir það frjálslyndi þeirra, sem að þeirri útgáfu standa. Þótt Timinn, sé ósammála ýmsu, sem í ritgerð Árna stend- ur, telur hann hana á margan hátt athyglisverða og til glöggv- unar á þvi aðalmáli, sem um er rætt, samfærslu byggðarinnar. Það sýnir lika framtakssemi, sem vert er aö virða, að ein- yrkjabóndi skuli taka sig til og svara óhróðri um stétt hans jaín myndarlega og hér er gert. FRAMSÓKN — UNDANHALD. Kjarninn í riti Árna er þessi: Það eru til tvær stefnur um skipun byggðarinnar. Onnur steinan er su að færa eigi hana saman á frjósömustu biettina, og reyna að haía sem minnsta iyrirnotn. Þessi stefna leiðir jaínan til uppgjafar og dáðleys- ís. Það sanna rustirnar írá Ba- bylon, Assyriu, Egyptalandi og Komaríki. Hin stefnan er, að sækja á brattann, færa út öyggöina, gera áöur ónumda staöi byggilega og blómlega. pessi steina eykur framtak og manndáð. Við hana eru allir stærstu sigrar mannkynsins tengdir. Við eigum því ekki að færa byggöina saman, segir Árni. Við eigum ekki aðeins að halda því, sem við höfum, heldur leggja undir okkur meira land, auka byggðina. Það er sú stefna, er sæmir dugnaði og framsækni þjóðarinnar. Undir þessa kenningu* Árna vill Timinn eindrgið taka. Þótt það sé rétt, að við eigum að þétta byggðina þar, sem þess er kostur, er hitt eigi að síður sjálfsagt, að halda við öllu þvi, sem er lifvænlegt eða gera má lífvænlegt annars staðar. — Byggðahverfi, sem risa upp i frjósömum sveitum, eiga ekki að vera til að rýra byggðina annars staðar. Þau eiga aö vera til þess að auka byggðina. Ef þjóðin vill halda manndómi sín- um og tilkalli til landsins, verð- ur hún ekki aðeins að byggja það á einum stað, heldur alls- staðar. HLUTVERK ÍSLENDINGA. Sá maður, sem einna gleggst hefir talað máli þessarar stefnu, er prófessor Sigurður Nordal. Árni tekur upp þessi ummæli Sigurðar úr ritgerð, er birtist í Vöku 1927: „Ég er nú í fyrsta lagi sann- færður um, að ef íslendingar væri hnepptir saman á fáeina bletti, mundi ekki líða á löngu áður en einhver órói færi að koma í fólkið .... í þeirri fylk- ingu, sem leitað hefir út á endi- mörk hins byggilega heims, er- um vér íslendingar meðal fram- herjanna. Ef vér drægjum sam- an byggðina í landinu, afneit- uðum vér því lögmáli, sem hefir skapað þjóðina, og ekki verður numið úr gildi með neinni hag- fræði .... Það sem gerir að' ís- lendingar eru ekki í reyndinni sú kotþjóð, sem þeir eru að höfðatölu, er einmitt landið, strjálbýlið, víðáttan. Það væri alveg óhugsandi að svo fámenn- ur flokkur gæti myndað sér- staka og sjálfstæða þjóð, ef hann væri hnepptur saman á svolítilli frjósamri og þaulrækt- aðri pönnuköku ....!“ „Ef vér liugsum til að eyða hásveitir íslands að mönnum, þá er oss miklu nær að Ieggja í eyði landið allt. Enn er til rými (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.