Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 3
ÞEGAR við vorum að nálgast hvor annan á götunni þá tók ég ekki eftir neinu sérstöku í fari hans. Hann kom þarna gangandi á móti mér á götunni án þess að ég fyndi hjá mér sérstaka löngun að tala við hann. 1 huga mér kviknaði engin athugasemd við að sjá hann koma, sérkenni í göngulagi voru engin og allt útlit hans blátt áfram. Það vakti ekki hjá mér neina undr- un eða gaf tilefni að brosa til hans af gömlum vana sökum þess að maður kannaðist við taktana í hreyíingum hans og hefði gaman af þeim En þeim var ekki að dreifa í fari hans. I rauninni lifnaði ekki á vörum mínum ósjálfrátt bros, naumast gretta í vandraeðalegu kurteisisskyni þegar hann var að koma þarna á móti mér á göt- unni. Og við nálguðumst hvor annan. Ef til vill var það tilviljun að rekast á hann þarna frekar en á öðrum stöðum en ég var ekki að gera upp við mig hvort um hreina tilviljun væri að ræða í þetta til- tekna skipti. Það voru engar hugsanir af þessu tæi sem voru að brjótast um í mér né nokkra augsýnilega vísbendingu að sjá um þankagang minn (að því er ég bezt vissi) svo sem eina van- þóknunargrettu eða svo. Við gengum þarna hvor á móti öðrum og ég fann að þessi tilvilj- unarkennda mæting okkar hafði ekki minnstu áhrif á viðhorf mitt til þessa manns. Hún breytti engu. Á þessari stundu var viðhorf mitt þó ekki áskapað hlutleysi sem ég el með sjálfum mér til þess að þurfa ekki að standa í átakspunkti daglegs lifs og taka ákvarðanir um hluti sem eru mér algerlega óviðkomandi. Ég horfði aðeins á hann koma eftir götunni án þess að velta bein linis nokkru sérstöku fyrir mér — í hæsta lagi ferðinni sem ég átti i vændum. Að minnsta kosti var BÖKMENNTIR OG LISTIR brottfarardagurinn þá ekki langt unrlan. Engin orð komu í hugann og þegar við mættumst loksins þá köstuðum við ekki kveðju hvor á annan líkt og tveir menn sem búnir eru að þekkjast það lengi, að þeir hafa ekki lengur yfir kurteisishætti vanans án þess að hafa gert sér fyllilega Ijóst þeir væru löngu hættir að meina nokk- uð, hvað þá hlusta eftir orðum hvor annars. Þegar við vorum að mætast, mótaðist framkoma mín meira af afstöðuleysi til mannsins en meðvitnuðu hlutleysi. Sannast að segja skoðaði ég ekki hug minn út af þessu öllu saman. Gleði mín fólst í því að geta í eyðuna án þess að finna ástandi hugarins fyllilega staff í orðum. En þess gerðist engin þörf hvorki þá né núna. í hvaða tilgangi átti ég að koma orðum að því, lýsa ástand- inu, þegar hlutirnir eru komnir fram af hversdagslegri senu van- ans og maður hefur í rauninni ekkert að segja við endurfundi. Ég heyrði hann fjarlægjast og fann betur en nokkru sinni áður að ég hafði ekkert að segja. Þá gerði ég mér nokkurn veginn grein fyrir þessum orðnu hlutum. Um stund heyrði ég fótatak hans enda þótt ég legði mig ekki sérstaklega eftir að hlusta. Var um nokkuð annað velja en hlusta. Ekki stóð mér til boða að troða einhverju í eyrun svo að ég heyrði ekki ,fótatak hans. Mér var hjart- anlega sama hvort ég heyrði það eða ekki sem hvorki gladdi mig né angraði að nokkru marki. 1 eyrum mínum lét aðeins fóta- tak hans meðan það var að fjara út, skórnir skullu á steyptri göt- unni, fótatakið varð brátt veikara og veikara og ég fann mig vera hlusta á það án þess að vera ein- beita mér sérstaklega. Meðan hann var að ganga burtu fór fjarri að hann kæmi róti á hugann svo að ég sæi mig til- neyddan að tala við hann um eitt- hvað líkt og feiminn gestur í húsi sem héldi i vandræðum sínum, að hann þyrfti eitthvað að segja af uppgerðarlegri háttvísi einni sam- an, skjóta orði inn í þögnina eins og þögn í húsi fæði af sér kröfu að hún verði rofin með hvers- dagslegu hjali. Að spilla þögninni voru svik. Engin orð fóru á milli okkar og hann var genginn hjá á svip- stundu. Framundan var gatan auð og í svipinn gat ég ómögulega séð fyrir mér andlit hans, svipbrigðin voru engin. Andlitið var fölt eftir sólarlausan vetur, það minnti á einstaka snjófönn í fjalli. Andlit hans var snjóhvítt og sviplaust, að minnsta kosti gat ég alls ekki komið fyrir mig svipnum í and- liti hans eins og það hafði komið mér fyrir sjónir rétt í þessu. Við horfðum hvor á annan, augu okk- ar mættust og af svip hans var ekkert að ráða. Það var öngvu líkara en hann horfði í gegnum mig án þess að ég tæki eftir því. Skömmu seinna fréttist um sjálfsmorðið. Fregnin hafði engin áhrif á mig önnur en þau að slík- ur atburður hefur dálitla tilbreyt- ingu í för með sér. Atburðurinn beindi athygli minni um stundar- sakir frá auglýsingum og skrítlum í blöðunum eins og kærkomin ný- breytni er vön að gera. En um for- vitni af minni hálfu um nánari atvik var ekki að ræða. Lífið skipti hana ekki nokkru máli og sömu- leiðis endalokin. Þau bundu endi á það sem öngvu máli skipti. Síðar rakst ég á nokkur kveðju- orð í dagblaði um þennan mann. Þau voru rituð á ósköp venjulegan iarðarfararmáta svo það nægði að lesa aðra hvora línu. Og undir þessi kveðjuorði hafði greinarhöf- undur sett hæversklega kenni- mark sitt: Vinkona. Nafn mannsins stóð feitu letri yfir greininni og þar undir voru tvær stuttar línur með dagsetning- um og ártölum. En aldrei þessu vant dró ég ekki tölurnar hverja frá annarri til þess að komast að raun um aldur hans. Annars var það gagnstætt venju minni að gera það ekki sökum þess að ég drap oft tímann með þvi að fást við tölur á ýmsan hátt, safnaði að mér fáránlegum staðreyndum og fékkst við þær þegar ekkert var fyrir stafni. En nú var enginn timi til stefnu að ganga úr skugga um slíkt þar sem ég var að fara úr landi og hafði enga eirð í minum beinum að fást við slíka hluti. Við brottförina fylltist ég eftir- væntingu líkt og vitundin um brottförina glæddi óljósar vonir minar um að margt mundi bera fyrir augu í nýju umhverfi og ég mundi sjá hlutina í öðru Ijósi heldur en hversdagsbirtu vanans, annað umhverfi hlyti að hafa að geyma neista að breytingu í ein- hverri mynd. Ég hafði allan hugann við ferð- ína og það_ var annars af hreinni tilviljun að ég rakst á greinina í blaðinu á brottfarardaginn. Það var síðla dag. Ég sat inni í biðsal flugvallarins og var að horfa á ferðafólk koma að utan hlaðið farangri eins og lítil burð- ardýr. Fólkið kom gangandi utan af vellinum í rigningunni, það gekk í mjórri röð eftir vellinum og lagði lykkju á leið sína þar sem rigningarvatnið hafði safnazt sam- an í polla og inni í mannmörgum biðsalnum mætti því hávaðinn. Einn og einn skar sig úr hópn- um um leið og hann kom auga á einhverja sem biðu hans. Sumir tókust í hendur en aðrir féllust í faðma og öðru hvoru var mein- ingarlaus hávaðinn í fólkinu rof- inn af gjallandi kvenmannsrödd í hátalaranum: . . . passengers on flight . . . passengers on flight number 614 for . . og síðan hófst kliðurinn að nýju meiningarlaus og þungur eins og brim. Ég horfði út um gluggann, horfði á vatnið leka í mjóum taumum niður eftir rúðunni og milli þess sem ég horfði ekki út á flatneskju vallarins blaðaði ég annars hugar í nokkrum ferðabæklingum líkt og ég fyndi timanum enga rás að líða burtu. Annað hafði ég ekki fyrir stafni þá stundina en kynnast nánar þeim stöðum sem ég mundi fara um. Þaðan voru nokkrar myndir og sumar sýndu rústir. Það var eitthvað í þeim sem tók hug minn allan og einhverra hluta vegna vissi ég, að í hjarta mínu fyndi ég gleði innan um þessar rústir, sólgult yfirborð þeirra virtist eiga hljóm sem fór um mig allan. Allt var þessari gleði bundið; að horfa á mynd af rústum. Svo var mér litið upp eitt and- artak og þá kom ég auga á upp- slegið dagblað á borðinu fyrir framan mig. Á annarri síðu opn- unnar var greinin og mynd af sjálfsmorðingjanum. Þó ég væri á leiðinni út renndi ég augum yfir greinina og sum smáatriðin náðu að festast i minni eins og einhverjir aðskotahlutir sem áttu sér engan stað. Að vísu kom myndin af honum ekki ókunnuglega fyrir sjónir en í svip hans hvíldi sama myrkrið og áður líkt og ókomnir dagar. Síðan hélt ég utan og dagarnir liðu Ég ferðaðist land úr landi og naut sólarinnar. En einhvern veginn fór ferða- lagið á annan veg heldur en ég hafði gert mér í hugarlund. Vonir Framhald á bls. 11 11. maií 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.