Morgunblaðið - 05.07.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐto S Tftlcrgttwblafctfc Úícef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Rltntjörar: J6n KJartannnon. Valtýr Stefánenon. Rltntjörn og- afgrilösla: Auaturatrœtl 8. — Slmi 600. Auslýslngaatjörl: B. Hafbers. Auglýainsaakrif atof a: Auaturstrseti 17. — Simi 700. Hel jaalmar: Jön KJartansoon nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. B. Hafberg nr. 770. Aakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. Utanlanda kr. 2.60 á mánuBl. f lauaasölu 10 aura eintaklB, 20 aura meB Lesbök. Erlendar símfregnlr. Stjórnarmyndun í Finnlandi. London (UP) 3. júlí FB. Helsingfors: Relander forseti hefir falið Svinhufvud efrideild- arþingmanni að mynda stjórn. (Svinhufvud er 59 ára gam- all. Hann var forseti „hvítu stjórnarinnar“ í finska frelsis- stríðinu 1917—1918). Þingfrestun í Bandaríkjunum. London (UP), 4. júlí FB. Washington: Sjötugasta og fyrsta þjóðþing Bandaríkjanna hefir frestað þingfundum þang- að til í desember, eftir 15 mán- aða að kalla látlaus fundahöld. i Hlutafje í Alþjóðabankanum. Helsingfors: Finnlandsbanki hefir ákveðið að skrifa sig fyr- ir tíu miljónum gullfranka, eða 4000 hlutum í Alþjóðabankan- um. 0 Gamlir peningar fundnir í Gaulverjabæ. Við útfærslu kirkjugarðs í Uaulverjabæ, tóku menn mold úr hálgarði utan við kirkjugarðinn "til þess að fylla með útfærsluna. Vildi þá svo til, að undan rek- unni hjá einum verkamanninum valt upp hrúga af silfurpen- ingum. Maðurinn kallaði upp til þess sem næstur var: „Sjáðu nú. Jón!“ Tóku þeir til að tína upp dg fundu þarna ca.. 350 silfur- peninga, flesta af svipaðri stærð •og 50-eyringarnir voru. Allir eru þeir meira og minna kripplaðir, sumir brotnir sundur. Nokkrir ■eru minni og virðast þeir meira slitnir. Flestir eru þeir með róm- versku letri í kringum gjörð á háðum hliðum, og gyðjumynd á miðri annari hliðinni, en tvöfald- ur kross þvert og langs yfir hina hliðina. Þar sem peningar þessir eru allmjög kripplaðir, er óvön- oim örðugt að lesa á þá. Utan um hrúguna mótaði fyr- ir dökkum öskuhring, trjeöskju, áem peningarnir höfðu verið 1. En svo var stökkt í því, að engu heillegu varð náð, enda hugur- inn í mönnunum allur við að tína silfrið upp úr moldinni. Þetta var nálægt einum meter újúpt í jörð. óglöggt mótaði þar fyrir grjóthleðslu skamt frá, og Öskuvart var þar í stöku stað. Var strax hætt að grafa þarna, og verður ekki hreyft meir þar til fornminjavörður hefir sícoðað staðinn. Dagur Brynjúlfsson. Kjötinnflntiiingnrinii. Hefir stjórnin gefið út bráíabirgðalög ? Eða ^hefir hún brotið lög landsins? Eins og skýrt var frá nýlega hjer í' blaðinu, hafði stjórnin leyft innflutning á nýju kjöti frá Danmörku fyrir Alþingishá- tíðina. Eftir því sem Tíminn skýrði frá mun innflutningur þessi hafa numið um 8 smálest- um. Gat stjórnarblaðið þess, að þetta danska kjöt, hafi verið flutt inn vegna þess að rann- sókn hafi leitt í ljós, að hjer yrði kjötskortur um hátíðina. En hvað hefir reynslan sýnt í þessu efni? Þann 16. f. m. átti Morgun- blaðið tal við forstjóra helstu kjötverslana í bænum og fekk upplýsingar um kjötbirgðir þeirra. Þá voru um 70 smálestir af kjöti fyrirliggjandi í íshús- unum. Og síðustu dagana fyrir hátíð bárust að daglega tugir nautgripa og alikálfa til slátr- unar, svo fullyrða má, að hjer hafi verið fyrirliggjandi um 100 smálestir af nýju kjöti, þegar hátíðin hófst. Og hvað er að segja um birgð- irnar nú eftir hátíðina? Mbl. átti aftur tal við kjöt- verslanirnar og fekk þær upp- lýsingar að hjer væri ennþá mjög miklar birgðir fyrirliggj- andi, langsamlega meiri en nokkru sinni áður á sama tíma. Þetta er þá kjötskorturinn, sem Tíminn reyndi að hafa til afsökunar gerræði stjórnar- innar! En leyfist að spyrja stjórn- ina: Samkvæmt hvaða heimild yar þetta danska kjöt flutt inn í landið? Lögin frá 23. apríl 1928, um varnir gegn gin- og klaufaveiki, banna innflutn- ing á nýju kjöti; og þau veita stjórninni enga heimild til þess að gefa undanþágu. Svo var að skilja á Tímanum, að atvinnumálaráðherrann hafi gefið út bráðabirgðalög til þess að fá þetta danska kjöt flutt inn. En þau bráðabirgðalög hafa hvergi verið birt ennþá. Lög- birtingablaðið hefir þrisvar komið út síðan þetta kjöt var flutt inn, en bráðabirgðalögin hafa þar ekki sjest. Máske hefir stjórnin ekki gefið út nein bráða birgðalög; en þá hefir hún brot- ið lög landsins og á að sæta á- byrgð fyrir athæfið. Og þjóðin á heimting á að fá fulla vitn- eskju um þetta mál. Þessi kjötinnflutningur stjóm- arinnar hefir haft mik.lar og alvarlegar afleiðingar fyrir bændur landsins. I haust var bændum ráðlagt að ala í vetur kálfa og nautgripi og flytja hingað laust fyrir hátíðina. Og bændur gerðu þetta mjög al- ment. En þegar þeir eru sem óðast að flytja kjötið til bæj- arins, kemur tilkynning frá stjórninni um það, að flutt verði inn danskt kjöt handa gestum Alþingis að borða í veislum há- tíðarinnar. Afleiðingin varð vit- anlega sú, að kjötverslanir kiptu að sjer hendinni um kaup á kjöti, og fjöldi bænda höfðu ekki annað en fyrirhöfnina og kostnaðinn við að vera að ala kálfa og nautgripi í vetur. Tíminn reyndi að afsaka frumhlaup atvinnumálaráðherr- ans með því að koma ábyrgð- inni yfir á hátíðarnefndina. — Blaðið vildi halda því fram, að ráðherrann hefði verið verk- færi í höndum hátíðarnefndar. En veit ekki stjórnarblaðið, að atvinnuráðherrann er sjálfur í hátíðarnefndinni? Og ekki nóg með það — heldur er dómsmála ráðherrann einnig í nefndinni! Stjórnin er tvöfaldur aðili í þessu máli og ber þar af leið- andi tvöfalda ábyrgð . Klæðaverksmiðjan „Gef jun“ sýnir* framleiðsluvörur sínar í sambandi við landssýningu Heim ilisiðnaðarfjelagsins í Mentaskól- anum. Eru þar til sýnis um 80 tegundir af .kvenna-, karla- og br.rnafataefnum. Þar á meðal er teppi, með innofnu ríkismerki íslands. Klæðaverksmiðjan Gefjun var etofnuð 1897, og er því elsta klæðaverksmiðja landsins. Hef- ir verksmiðjan ágætar vjelar, og er því fær um að framleiða bestu dúka, sem framleiddir verða úr íslensku ullinni. Hefir verksmiðj- an á undanförnum árum unnið úr 50—60 tonnum af ull á ári. Gestir innlendir og erlendir, sem sjá sýningu Gefjunar í leik- fimishúsi Mentaskólans, dást að því, hve prýðilega dúka verk- smiðjan getur unnið úr íslenskri ull. Er það fyrst og fremst að þakka framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar, Jónasi Þór, hve vandaða, margbreytilega og hent uga dúka verksmiðjan framleiðir. Barnadauðinn í Lýbeck. Forstjórar heilbrigðisráðu- neytisins í Lybeck, próf. dr. Deyckes og dr. Altstedt hafa látið af embætti samkvæmt ósk borgarstjórnarinnar þar. Borg- aistjórnin tók þessa ákvörðun vegna þess, að sýnt þykir að læknar þessir, sjeu ekki með öllu saklausir að barnadauðan- um í Lybeck. Er þó hlutdeild þeirra í málinu frekar óvilj- andi verk en viljandi og mun þeim það helst til foráttu fund- ið að þeir hafi ekki gætt nægi- legrar varúðar gagnvart bólu- efni Calmettes. Svefnleysi þarf ekki að þjá fólk lengur. Læknar í Ameríku hafa fundið upp örugt meðal gegn því. Eru marglit ljós látin skína á mann þegar maður er lagstur til svefns og líður þá ekki á löngu áður en manni rennur í brjóst. ,Dana‘-leiðaii gnrinn kominn heim. „Dana“ kom tií Danmerkur á mánudag eftir tveggja ára útivist. Á því ferðalagi hefir það farið 65.000 danskar sjómílur; farið 12 sinnum um miðjarðar- línuna, rannsakað hafið á 661 stöðum, lagt 1400 km. 1. fiski- vír út og dregið inn aftur, lagt neti í djúphafið 3063 sinhum víðsvegar um Kyrrahaf, Ind- landshaf, Atlantshaf og Mið- jarðarhafið og mælt djúpvatnið á 4175 stöðum. Schmidt prófess- or hefir fundið í Indlandshafinu hrygnunarstaði álategundar eiftnar, sem hingað til hafa ver- ið ókunnar. — Eins fundu þeir í Kyrrahafinu álategundir, sem ókunnar hafa verið hingað til í vísindaheiminum. Nálægt Sú- matra fundust álalirfur, sem voru tæplega vikugamlar. Þegar „Dana“ kom til Kaup- annahafnar var leiðangurs- mönnum tekið með miklum virktum. Fóru prinsarnir Valdi- mar og Georg á móti þeim til Helsingjaeyrar og gengu þar um borð. í Kaupmannahöfn tók settur forsætisráðherra á móti þeim auk vísindamanna og ann- ara tíginna manna. (Sendiherraf rj ett.) Island (erlendum blöðum „The Wheatsheaf", tímarit, gefið út af „The Cooperative Wholesale Society“, Manchest- er, flutti í júní grein, sem heitir „Old and new in Iceland“, með þremur myndum, eftir Einar Magnússon. I maí-hefti „Gymnastikblad- et“, sem er gefið út af „Skánes Gymnastikförbund“ er grein, er heitir „Gymnastik och idrott pá Island", með fjórum mynd- um, af Ben. G. Waage, hr. Axel Tulinius, leikfimisflokki ís lenskra kvenna og uppdrætti af sundhöllinni í Reykjavík. í „Chicago Tribune“ hafa þegar birst nokkrar greinir frá John S. Steele, Evrópuforstjóra blaðsins, sem kom hingað á há- tíðina ,auk frjettaskeyta. Við- töl Mr. Steele við forsætisráð- herra og dómsmálaráðh. voru einnig birt í Parísarútg. blaðs- ins (Chicago Daily Tribune, Paris Edition). Eru greinir þess ar skrifaðar af glöggum skiln- ingi og hlýjum huga. Speglar eru kvenfólkinu jafn nauðsynlegir og maturinn, sem það nærist á. Þess vegna vakti forstöðumaður enska fangelsis- ins Holloway máls á því', að nauðsynlegt væri, að í öllum fangaklefum þar sem kvenfólk hjeldi til, væru speglar; annað væri ómannúðlegt gagnvart því. Á þetta hafa menn fallist, enda mun spegillinn hafa mjög mikla þýðingu fyrir kvenfanga, því að hann mun varna þess, að þær verði alt of þunglyndar. Óðinn fór í gærkvöld til Isa- fjarðar,. Siglufjarðar og Akur- eyrar. nm hvernig falleg hnð fæst. Sápa og vatn, segja sjdrfræð- ingar í fegrun, er aðalatriðið við húðfegrun. „Peerless Eras mic“ er einungis búin til fyr- ir húðfegrun. Reynið hversu vel hún freyðir, finnið hinn yndislega fjóluilm og sannfær ist um hvernig hún dag frá degi gerir húð yðar fegurri og mýkri. Peerless Erasmic sápan. Fyrir dömur: Erasmic Vanishing Crem. Fyrir herra: Erasmic raksápa. PEERLESS ERASMIC Sópoa Eracmic Co. Ldt., London, England. X EP 94-0215 Radísnr koma daglega. KLEIN, Baldursgötu 14. — Sími 73. Vjelarelmar og Verkfærl nýkomið. Verslnn Vald. Ponlsaa Klajiparstjg 29. Simi 24. WnEið A. S, I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.