Ísafold - 14.11.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.11.1906, Blaðsíða 1
Kemur át ýmist eino einni eöa tvisv. i viku. YerÖ árg. (80 srk. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖ& VI, doll.; borgiet fyrir miöjan jáli (erlendis fyrir fram). Upp8Ögn (skrifleg) bnndin v Ö áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurgtrœti 8 XXXIII. árg. Reykjavík miðvikudaginn 14. nóvemberl906 75. tðlublað. Avarp til Islendinga. Vegna þess hvernig stjórnmál íslands horfir nú við, höfum vér undirritaðir stjórnendur íslenzkra blaða komið oss saman idm að veita fylgi vort og styðja að því að ákveðin verði staða íslands gagnvart Danmerkurríki svo sem hér segir: ísland skal vera frjálst sambandsland við Danmörk, og skal með sambandslögum,, er ísland tekur óháðan þátt í, kveðið á um það, hver málefni íslands hljóta eftir ástæðum landsins að vera sameiginleg mál þess og rikisins. í öllum öðrum málum skulu íslendingar vera einráðir með konungi um löggjöf sina og stjórn, og verða þau mál ekki borin upp fyrir konung i ríkis- ráði Dana. Á þessum grundvelli viljum vér ganga að nýjum lögum um réttarstöðu Islands, væntanlega með ráði fyrirhugaðrar milli- iandanefndar. En eins og vér álítum brýna nauðsyn þess, að blöð landsins láti nú almenning hér á landi vita það, að vér viljum allir vinna saman að því að búið verði með lögum um þannig lagaða réttarstöðu Islands, eins er það og sannfæring vor, að þeim málstað verði því greiðlegar sigurs auðið, þess eindregnara og almennara sem þjóð vor lætur í ljósi samhuga fylgi sitt við þessa meginstefnu, hvar sem kemur til hennar kasta. Vér erum á þeim tímamótum, að eining vor út á við í þessu máli er skilyrði velferðar vorrar og þjóðarsóma; og fvrir því viljum vér skora á landsmenn að halda nú fast fram og án ágreinings þessum undirstöðuatriðum hinna væntanlegu nýju sambandslaga. Löggjafarfulltrúar landsins hafa komið fram sem einn maður erlendis í þessu máli. Blöð Islands og opinberar raddir al- mennings þurfa og eiga að koma fram á sama hátt, og vér treystum því, að þjóðin muni öll láta á sér finna, að hún vilji taka í sama streng með hverjum þeim hætti, er henni veitist færi á að lýsa yfir skoðun sinni. Reykjavík, Bessastöðum og Akureyri, 12. nóv. 1906. Benedikt Sveinsson, ritstjóri Ingólfs. Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs. B.jörn Jönsson, ritstjóri ísafoldar. Sigurður Hjörleifsson, ritstjóri Norðurlands. Einar Hjörleifsson, ritstjóri Fjalikonunnar. Skuli Tkoroddsen, ritstjóri Þjóðviljans. * * * Ritnefnd LÖgréttu er samþykk ofanrituðu ávarpi, með þeirri athugasemd, að henni virðist ekki ástæða til þess »að gera nú þegar samtök um .að halda að þjóðinni einni ákveðinni breytingu á stjórnarskránni, svo sem er afnám ríkisráðsákvæðisins*, en »vonar að geta sýnt í verki samvinnufúsleik sinn einnig þá er kemur til breytinga á stjórnarskránni«. — Þessu samsinnir alveg ritnefnd Norðra á Akureyri. Talið er alveg víst fylgi ísfirzka blaðsins nýja, Valsins, við aðalávarpið, eftir umtali við hann áður, og sömuleiðis Dagfara á Eskifirði. Um eldra blaðið ísfirzka er ókunnugt að svo stöddu, og eins Seyðisfjarðarblaðið. I. 0. 0. F. 88III687S Fl. (J.P.) Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spítal 'Fomgripasafn opið A mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2»/* og ö»/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8»/* slftd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9*/« og 6 A helgidögum. .Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10*/*—12 og 4—0. Landsbankinn 10 »/t—2»/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 0—8/ Landsskjalasafnið A þrd., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. LNAttúrugripasafn k sd. 2—8. 'J?annlækning ók. í Pósthússtr. 14, l.og8.md. 11—1 Stórt bókauppboð. Margar ágætar og fágætar ísl. og útl. bæknr. Mánudaginn 26. nóvember kl. 11 f. h. byrjar í Templarahúsinu uppboð á bókasafni síra Þorvalds sál. Bjarnarsotíar á Melstað. Safn þetta er um 2500 númer, prentaðar bækur og handrit. Skrá yfir það er til sýnis á lestrar- sal I.andsbókasafnsins. JÓH Jakobsson. Landpóstar nval9:ll nv3:l2 a7:l2 n val4:12. Póstskip 16:11 20:111 21:111 23:llt vf25: IIt 27:11 vf1:12 vf2:12t 5:12 vf8:12 11:12 12:12 17:12. fer upp í Borgarnes 18. nóv.; 3., 13. og 21. des. Suður í Keflavík m. m. fer hann 18. des.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.