Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 38

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 38
sé lagt fram 10 þúsund sinnum meiri orku til að sundra hverri mannlegri veru á jörðinni, allt frá karlægum gamalmennum til ungbarna í vöggu, heldur en verkamennirnir notuðu til að sundra klöppinni í Kópavogi. Það kom ekki fram í því bandaríska tímariti, þar sem ég las þessar upplýsingar, hvort forsetaefnið teldi ekki að vörn- um Bandaríkjanna væri sæmilega borgið með þessu, en á öðrum stað í blaðinu var þess getið til, að Rússar mundu að minnsta kosti ekki vera fátækari að kjarnorkuvopnum en Bandaríkjamenn. Samkvæmt því eiga þessi tvö stórveldi, ef þörf krefur, að geta lagt fram kjarnorkuvopn sem svarar 100 tonnum, eða um það bil hálfum togarafarmi af dýnamiti á hverja 5 manna fjölskyldu. Það verður sem sé ekki sagt, að hér sé naumt skammtað. Það ætti sem sé að vera nokkurn veginn tryggt, að ekki yrði mikið eftir af okkur, ef kveikt yrði í tundrinu. Og samt er enn haldið áfram að framleiða kjarnorkuvopn; samt er enn haldið áfram að stafla upp birgðunum í pakk- húsum dauðans. Það er nefnilega aldrei að vita nema annar aðilinn, t.d. sá sem kenndur er við austur, hafi á takteinum sem svarar 5 tonnum meira af jafngildi dýnamits til að sundra hverju einstöku okkar, og því verður hinn aðilinn, sá sem kenndur er við vestur, líka að hafa jafngildi 15 tonna í sama augnamiði. Þetta er í stuttu máli það sem vissir stjórnmála- spekingar nefna valdajafnvægi í heiminum. Það er ekki nóg að hafa sem svarar hálfum togarafarmi af dýnamiti á hverja vísitölufjölskyldu, meðan grunur leikur á, að hinn aðilinn hafi sem svarar heilum togarafarmi. Það verður að stöðva þetta brjálæði, segja menn. Já, það verður að stöðva þetta brjálæði. En það er ekki nóg að t a 1 a um að stöðva það. Menn verða að g e r a það, sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það. Og hvað stendur þá í okkar valdi, íslendinga, að gera? — Þeirri spurningu höfum við hernámsandstæðingar margsinn- is svarað, bæði hér á þessum fundi og annars staðar. Það stendur fyrst og fremst í okkar valdi að vísa hernum úr landi, segja okkur úr því stríðsfélagi, sem nefnist Atlantshafsbanda- lag, lýsa á ný yfir ævarandi hlutleysi okkar í hernaðarátök- um. Það er verkefni okkar að afla þessum málstað fylgis með þjóðinni. En það er ekki sama með hvaða rökum við gerum það. Mér hefur t.d. fundizt að ýmsir hafi að undanförnu reynt að afla málstaðnum fylgis með rökum, sem bera vott um helzt til mikil hugsanaþrengsli: að við eigum að vísa hern- um úr landi fyrst og fremst í hefndarskyni við þær þjóðir sem ekki hafa viðurkennt rétt okkar til 12 mílna fiskveiði- lögsögu. Ég er að vísu ekki á móti því, að reynslan af land- helgisdeilunni sé notuð til að koma þjóðinni í skilning um hið rétta eðli Atlantshafsbandalagsins. Og hvort tveggja eru þetta vissulega sjálfstæðismál okkar, baráttan fyrir aukinni landhelgi og baráttan gegn hernáminu. En baráttan gegn her- náminu er meira en sjálfstæðismál okkar íslendinga sérstak- Guðlaugur Þórisson, 12 ára: Mér er nú ekki vel við herinn og vil styðja að því að hann fari. Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur: Við erum hersetin þjóð, en ef við eigum að lifa í landinu verðum við að losna við herinn. Fólk vill samhug í þessum málum og með baráttu okkar á að skapast kjarni, sem leiðir málið fram til sigurs. Finnbogi Júlíusson, blikksmiður: Allur hernaðarundirbúningur andstæður lífinu, það er skylda okkar að vera á móti her, og herstöðvar eru viss- asta leiðin til stríðs og tortímingar. Hugrún Gunnarsdóttir, kennari: Mér finnst, að það eigi að gera allt sem hægt er, til þess að losna við herinn og vekja fólk til umhugsunar og þátttöku í málinu. Kristinn Þorbergsson, 13 ára: Mér lízt á meininguna, sem bak við gönguna er, og styð hana með þátttöku minni. Narfi Haraldsson: Ég hef alltaf verið á móti hernum. Þessi ganga gæti fengið fólk til þess að rumska í málinu, hún væri ekki árangurs- laus, ef það tækist. Theodóra Thoroddsen, frú: Mér fannst ómögulegt að sitja heima við þetta tækifæri, ég trúi því að þessi ganga hafi þýðingu til þess að herða á því að herinn verði rekinn úr landi. Guðmundur Norðdahl, söngstjóri: Það er mjög einfalt mál. Það er tilgangur fararinnar, sem gildir og skiptir öllu máli og hrífur mann með. Hreinn Steingrímsson, stúdent: Það leggst með þunga á mann að vita af hernum í landinu. Fátt er eins gott og baráttan gegn hernum til þess að finna tilgang með uppruna sínum sem Islendingur. Eiríkur Þorleifsson, rafvirki: Fyrst og fremst hef ég alltaf verið á móti hernáminu. Ég tel að þetta sé tákn upp á andstöðu þjóðarinnar gegn hern- um og geti vakið aftur áhuga fyrir baráttunni. 36 Keflavíkurgangan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.