Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 2

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 2
Þróun úraiðnaðarins „Poljot" í stálkassa. Verð með leðurbandi kr. 975.00 ,,Raketa“ í gullhúðuðum kassa (20 micron) með stálbaki. „Zarja“ kvenúr í gullhúðuðum kassa með stálbaki „Majak“ í gullhúðuðum kassa með stálbaki, gyllt skífa. „Majak“ í gullhúðuðum kassa með stálbaki kr. 1025.00 er orðin löng, þrotlaust starf og leit margra kynslóða að full- komnun þessara mælitækja, sem hefur gert þau að tákni mestu nákvæmni á sviði iðnaðar. Jafnvel Spútnikar og eldflaugar væru óhugsandi í landi, sem ekki hefði háþróaðan úraiðnað. Getur það átt sér stað að þessi skilyrði séu þegar fyrir hendi í Sovétrússlandi, aðeins 30 árum eftir að fyrsta úraverksmiðj- an þar tók til starfa? Þróun rússnesks úraiðnaðar hófst árið 1930 með rekstri tveggja verksmiðja í Moskvu, önnur smíðaði úr en hin klukk- ur. Auk verksmiðjanna var komið á fót rannsóknarstofnun til gæðamats og samanburðar á því, sem framleitt var í heimin- um á þessu sviði til úrvinnslu á því er bezt reyndist til hlið- sjónar við eigin framleiðslu. Ákveðið var að eingöngu skyldi nota innlent efni til framleiðslunnar, þar með talið steinar og fjaðrir. I byrjun var við mikla erfiðleika að etja og gekk fram- leiðslan stirðlega. Áætlað hafði verið að fyrsta árið yrðu smíð- uð 70.000 úr, en aðeins helmingur þess náðist. Næsta ár 1931 var áætlunin aftur miðuð við sömu tölu, en komst þá upp í 77.000 stykki. Síðan hefur framleiðslumagn stöðugt aukizt og á síðastliðnu ári framleiddu úraverksmiðjurnar í Moskvu ásamt þremur nýjum verksmiðjum í öðrum borgum Sovétríkj- anna um þrjátíu milljónir úra. Fyrstu áratugina seldu Sovétríkin úr sín aðallega innanlands, en síðustu árin í vaxandi mæli til Vesturlanda og tvö s.l. ár hafa'þau líka fengizt hér. I fyrstu gætti hér nokkurrar tor- tryggni, bæði vegna þess að alla reynslu vantaði á gæðum þessara úra og svo voru fyrstu úrin, sem innflutt voru, ekki valin með þekkingu á því sem hér hæfði. Nú er allur innflutn- ingur þessara úra á hendi fagmanna og aðeins valdar þær teg- undir, sem bezt hæfa okkar staðháttum, jafnframt glæsilegu ytra útliti. Að fenginni tveggja ára reynslu má staðhæfa að úr þessi hafi reynzt mjög vel. Gangnákvæmni og styrkleiki er mun meiri en annarra úra í sama verðflokki og fjölbreytni á útliti, einkum karlmannsúra, er mikil. Hjá undirrituðum fást karlmannsúr ,,Poljot“ í stál- og gull- plettkössum 20 micron og ,,Raketa“ í gullplettkössum, ýmsar gerðir, ennfremur ,,Zarja“ í gullplettkassa. Öll þessi úr eru höggvarin og vatnsþétt. Aðrar gerðir fást einnig, svo sem Sjálfvindur. Úr með vikudagatali og síðar nýjar gerðir, sem væntanlegar eru. Úr þessi fást hjá ýmsum úrsmiðum, bæði í Reykjavík og annars staðar. Sendi í póstkröfu um allt land. SIGURÐUR TÓMASSON úrsmiður Skólavörðustíg 21 - Reykjavík Sími 13445 Öll þessi úr eru högg- og vatnsvarin

x

Keflavíkurgangan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.