Vaki - 01.09.1952, Síða 39

Vaki - 01.09.1952, Síða 39
manna líklegastur til að eyða ævinni við slík skilyrði. Þótt hann væri langdvöl- um við frönsku hirðina sem sendimaður hins unga lýðveldis, hafi hann ímugust á fáguðum og viðhafnarmiklum um- gengnisvenjum. Honum fannst evrópsk yfirstétt meta um of hégómlegt hirðlíf, vera of niðursokkin í verk manna og fara um leið á mis við gjafir gamal- heilagrar náttúru. Þegar hann kom aft- ur til Bandaríkjanna að taka við for- setaembætti sem annar forseti í röðinni deildi hann á Evrópumenn og talaði með lítilli virðingu um „hnignun þeirra og hégiljur". List sjálfri séi’ nóg og ein- hliða áherzla á vitsmunalífið féll honum ekki í geð, og má kenna honum mikið af þeim vinsældum, sem sjónarmið þetta nýtur hjá nútímamönnum í Banda- ríkjunum. Eitt fannst honum lítils virði, en það var kunnátta gáfumanna ef þeir leituðu ekki gáfum sínum og kunnáttu verk- efnis við dagleg nytjastörf. Honum virt- ist sem þorri manna með óspillta vits- muni léti stjórnast af innri hvöt til réttrar breytni og hann hélt að þeirri þjóð, sem hefði hana að leiðarsteini hlyti að farnast vel. Og um leið myndi hún sleppa við óréttlæti, víxlspor, þjáningar og heimskulega sóun verðmæta þeirra þjóða, sem var stjórnað af langskóla- gengnum, fræðilega þenkjandi höfðingj- um, fjarri þegnum sínum bæði að hugar- fari og háttum. Hins vegar dáðist hann að hversdagsmanninum, hjá honum taldi hann búa dyggð og eðlislæga göfgi í ríkara mæli en hjá nokkrum fræðimönn- um og gáfnaljósum. Með lofgjörð sinni um hversdags- manninn kom Jefferson skrið á hreyf- ingu, sem farið hefur vaxandi æ síðan, því Bandaríkjaþjóðin flutti og flytur hversdagsmanninum lof og dýrð, hún hefur viljað kalla heiminn til fylgis við sig, og nú skal Evrópa hlusta, hún skal láta boðskapinn verða sér að kenningu, þótt hann láti annarlega í eyrum. Orðtakið hversdagshættir og jafnræði er ekki ennþá orðið Evrópumönnum jafn tungutamt og Bandaríkjamönnum. Af orðunum þrem, sem mynda bylt- ingarvígorð álfunnar, hefur hún mesta áherzlu lagt á frelsið og kosið að leita þess í yztu æsar. Þjóðir Evrópu höfðu öldum saman búið við harðstjórn í stjórnmálum og hugmyndum, og í aug- um byltingarmanna, menntamanna og upplýstra borgara sem hafa frá valda- töku ráðið viðhorfum álfunnar með bók- menntum sínum, list og stjórnmála- starfi, í augum þessa fólks var ekkert dýrmætara en frelsið. En stéttaskipting og forréttindi stétta, misjöfn virðing eftir stöðu í þjóðfélagi myndar þátt sem er traustlega slunginn í lífsvef Evrópu, og þeir urðu fáir, sem lögðu á sig bar- áttu fyrir jafnrétti og bræðralagi. En nú á dögum er vissulega til fólk, sem er annt um þessa hluti og jafnréttisbar- áttan stendur nú sem hæst. Menntamenn gerðu byltingu undir fána frelsisins, hversdagsmaðurinn er að gera byltingu undir merki jafnréttis- ins. Hann er að taka völd á sviðum stjórnmála og efnahagsmála, og í flest- um Evrópulöndum hefur hann unnið greinilega á. En í andlegum efnum mun honum reynast allt torsóttara. 1 Evrópu á höfðingjastéttin sér langan valdaferil, þjóðir álfunnar hafa lært að dá hið sér- stæða og virða ágæti þeirra sem skáru sig úr hópnum. Ekki fór hjá því, að þessari aðdáun væri samfara fyrirlitn- ing á hversdagsháttum og þess vegna vantrú á gildi kenninga um jafnan rétt allra. Svo rótgróið er þetta sjónarmið, að í þeirri baráttu, sem nú er háð um valdatöku lágstéttanna, hika báðir deilu- aðilar við að nefna hana réttu nafni en flytja mál sitt með viðurkenndum hug- tökum frelsisins. En fyrr eða síðar TiMARITIÐ VAKI 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.