Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 8
Sundbakki á austurenda Viðeyj- ar árið 1925, þégar Kárafélagið rak „Stöðina". Fremst á myndinni er hafskipabryggjan og á henni járnbrautarspor. Rafmagn var þá í Viöey frá dísilstöð. Fjær er olíu- bryggjan, þá olíuhúsið og portið. Upp af bryggjunni er Mariner-húsið, þar sem danski flotinn geymdi kol og annan varning. Við hliðina á því er verzlunarhúsið, áður geymsluhús Sameinaða gufuskipafélagsins. Síð- an taka við fiskverkunarhúsin á sjávarkambinum og fiskreiturinn lengst til vinstri. A Kleppsholti, í baksýn, er þá engin byggð. Húsin í efri röð frá vinstri: Kvennabrekka, hús beykisins, Glaumbær, verbúð fyrir aðkomufólk, Ólafshús þar sem framkvæmdastjórinn bjó og þar fyrir ofan önnur íbúðarhús. Bryggjurnar báðar, fiskverkun- arstöðin og oliustöðin voru rifin í upphafi stríðsins, þegar timburskort- ur varð. Seinna voru öll ibúðarhúsin rifin, nema Glaumbær, sem brann. Ljósm. Óskar og V'ignir Allir þekkja Viðey. Hún blasir við frá Sundahöfninni og Kleppsveginum, þar sem fjöldi manns á leið um daglega. Eyjan er hluti af daglegu umhverfi Reykvíkinga og flestir lands- menn þekkja hana í sjón. Alk margir hafa komið þangað, einkum eftir að Hafsteinn Sveinsson fór að flytja fólk út í eyna og flestir vita, að Viðeyjar- stofa er eitt af elztu húsum landsins. Þeir muna einnig úr barnaskólafræðunum, að Skúli Magnússon bjó þar. En Viðeyj- arklaustur og prentsmiðjan? Æ, þar versnar nú í því. Það er að mestu grafíð og gleymt, að Viðey var eiginlega höfuðstaður þjóðarinnar um langt árabil. Og menn í fjörrum löndum eru á þessum sjónvarps- og myndbandatímum margfalt kunnugri en Magnús konfer- ensráð ellegar Olafur sekrétérí. Þó ekki sé langt um liðið, er faríð að fenna illilega í spor Egg- erts Briem í Viðey og er hann þó maður þessarar aldar. Og fáir vita nú lengur deili á Milljónar- félaginu og „Stöðinni“, sem nú er ekkert eftir af utan hlaðinn viðlegukantur og fáeinar stein- steypurústir. Saga Viðeyjar er svo mikil og margþætt, að að- eins verður drepið á meginatriði í grein sem þessari. Sú saga endar í raun og veru með því að kreppan mikla kippir fótunum undan þeirrí atvinnustarfsemi og uppbyggingu, sem þá var haf- in á austurenda Viðeyjar. En vegna þess arna er Viðey nú sem ónumið land. Fyrir utan Viðeyjarstofu og kirkjuna eru þar ótrúlega litlar minjar um mannvirki miðað við allt, sem á undan er gengið. Á björtum sumardegi bylgjast grasið, hvert sem litið er; safaríkt valllendis- gras — og hefur fyrir löngu kaffært stóran kirkjugarð, bæ- inn undir Sjónarhóli, klaustrið og prentsmiðjuhúsið. Frá klett- Sögustaður og unaðs- reitur við bæjardyr Reykjavíkur 1. HLUTI Gísli Sigurðsson tók saman Útsýni af Sjónarhóli austur yfir Viðey. Yfir Viðeyjarstofu ber Skúlahól, en lengst til hægri er Heljarkinn og þar í er Abóta- sæti. Eftir öll umsvifin í Viðey, klausturhald, prentsmiðju, fyrirmyndarbú og Milljónafé- l»g, eru hús Skúla fógeta það eina sem eftir stendur. í Naustabrekku, norðvestan í Sjónarhóli, er kafgresi sem víð- ar og sundið yfir á Köllunarklett hjá Kleppi og núvcrandi Sundahöfn er slétt og mein- leysislegt. En sú dýrð getur hæglega farið af. Neðri mynd: Minnismerki um brostnar von- ir. Húsgrunnar á Sundbakka, þar sem þó nokkur fjöldi fólks bjó og starfaði allt frá 1907 til 1931, að kreppan mikla gerði út af við Kárafélagið. ? óttri strönd berst garg mávsins og þungur vélargnýr berst yfir sundið frá höfninni. En samt; það er sem enginn hafi hróflað við einu eða neinu á stórum flæmum, aðeins mógrafir, sem voru um leið uppþurrkunar- skurðir og grjótgarður frá tím- um Skúla. Viðey er miklu stærri en mað- ur gæti í fljótu bragði ímyndað sér; um 3 km enda á milli og víðast um 800 metrar á breidd. Víða í eyjunni hagar svo til, að sundin sjást ekki og þá virðist þetta flæmi áfast við land. Útí Viðey er aðeins fáeinna mínútna ferð á sæmilegum báti; hvort heldur er frá Vatnagörð- um eða smábátahöfn Snarfara við Elliðaárósa. Þegar kemur nærri lendingu, sem nú er beint framan við kirkjuna og Viðeyj- arstofu, verður ljóst, hversu glæsilegt bæjarstæði þarna er. Stígur iiggur upp frá fjörunni, framhjá Líkaflöt, sem svo er nefnd og gefur hugmynd um, að þar hafi dauðinn verið á ferð með einhverjum hætti. Þetta ör- nefni segir heilmikla sögu, þeg- ar betur er að gáð, og bendir okkur á ríkjandi viðhorf eða trú fyrir margt löngu, þegar menn töldu að gott væri að hljóta hinztu hvílu í Viðeyjarkirkju- garði og létu gjarnan fjármuni renna til klaustursins í því augnamiði. Og síðan, þegar kall- ið hafði komið og hinir góðu gef- endur voru allir, var einn áfang- inn sá að flytja líkin yfir til Við- eyjar og þangað komnum var þeim raðað á flötina atarna. Vestan við lægðina rís Sjón- arhóll og suðaustanundir honum mun fyrst hafa risið bær í Við- ey. Handan við hann, norðvest- anmegin, er Naustabrekka, vax- in kjarngresi og snarhallar niður að Brekkuvör, sem hefur verið lendingarstaður. Skammt þaðan teygist Virkishöfði, eða Hrossanes, fram og eru sögur tengdar þeim örnefnum, sem verður vikið að síðar. Grasiö grær yfir mannanna verk Margvíslegar gönguferðir mætti hugsa sér um Viðey og væri ugglaust nokkurra daga verk að kanna eyjuna til hlítar. Sjálf ströndin allt um kring er geysilega tilbreytingarík og vert væri að gaumgæfa margvísleik bergsins í hömrum og kletta- nefjum, sem skaga fram í sjó- inn. Sumstaðar virðist hreint stuðlaberg, en reynist nokkuð brotið og því var farið austur að Hrepphólum í Árnessýslu eftir stuðlabergsdrangi, sem er minn- ismerki um Skúla fógeta og trónir á Skúlahóli. Jarðfræðingum þykir fróðlegt að gaumgæfa Viðeyjarströnd — undarlegt er það til dæmis, að sumstaðar liggur stuðlabergið á ská, en stendur ekki lóðrétt eins og oftast er raunin. Til er sú kenning, að eyjar á sunnanverð- um Kollafirði, Viðey þar á með- al, séu það sem uppúr stendur af geysimiklu hrauni því er endur fyrir löngu hafi runnið úr Mos- felli. Önnur kenning er reist á þeirri skoðun, að feikileg eldstöð hafi eitt sinn verið á öllu svæð- inu frá Esju og suður fyrir Reykjavík; sé Esjan leifar af gígbarmi, en jarðhitinn í Mos- fellssveit og á Reykjavíkursvæð- inu eigi ættir að rekja til þessa eldfjalls. Samkvæmt þeirri kenningu, gætu hinar skrýtnu bergmyndanir í Viðey verið vitnisburður um jarðfræðilega þróun í botni þessarar eldstöðv- ar. Viðey hefur verið tvískipt, en malarkambar tengja nú saman austur^ og vesturhluta eyjarinn- ar. Þar heitir Eiði og Eiðistjörn milli malarkambanna, sem haf- rótið hefur reist. Var nýlega viðruð sú hugmynd Trausta Valssonar arkitekts hér í Les- bók, að endurbyggja gömlu kvosina í Reykjavík í uppruna- legri mynd á Eiðinu. Ekki er að sjá, að sú hugmynd hafi þótt góð; að minnsta kosti urðu eng- ar undirtektir á prenti og þaðan af síður í framkvæmd. Vesturhlutinn er liðlega þriðj- ungur eyjarinnar; þar er stór- þýft graslendi, en flatt og í dagsferð er betra að einbeita sér að austurhlutanum. Ekkert ann- að eh hóll eða þúst er eftir af því fornfræga Viðeyjarklaustri, sem talið er að hafi staðið norðvest- ur af kirkjunni. Þar stendur hlaða og fjós sem heldur óhrjá- legt minnismerki um búskap Eggerts Briem fyrr á öldinni, en aðeins grasbeðjan ein, þar sem prentsmiðjan stóð upp við hey- garðinn. Uppi undir hamri, sem þar verður og hýsir huldufólk, sést vel móta fyrir beðum, sem raunar voru tilraunareitir Skúla fógeta, en ofar af Skúlahóli, og Kvennagönguhólum austar, er fagurt útsýni yfir eyjuna. Skemmtilegt er einnig að ganga austur með ströndinni, sem við blasir úr Sundahöfn — unz kom- ið er á athafnasvæði Milljónar- félagsins. En þar er næsta lítið að sjá; steinsteyptir kjallarar og húsgrunnar, svo og barnaskóli, bera vott um landnám sem mis- tókst. Þaðan eru um 800 metrar yfir í Gufunes; ögn skemmra en yfir á Köllunarklett hjá Kleppi. Það örnefni segir raunar sína sögu um frumstæðar samgöngur hér fyrr meir. Margir gátu átt erindi út í Viðey, meðan þar var höfuðból, klaustur, kirkjustaður og einasta prentsmiðja landsins. Þá var lausnin sú að gera vart við sig með hljóðum og hreyf- ingum af Köllunarkletti og tíðk- aðist þetta raunar fram á þessa öld. Fátt bar tU tíðinda fyrstu þrjár aldirnar Engar heimildir eru til í sög- um um landnám Viðeyjar, eða hvernig hún varð sjálfstæð jörð. Allar líkur benda til þess að Reykjavíkurbóndi' hafi nytjað eyjarnar — síðar gætu afkom- endur Ingólfs Arnarsonar hafa kosið sér þar búsetu, því hlunn- indi voru ríkuleg. Eins og nafnið bendir til, hefur þá trúlega verið birkikjarr í eynni og mómýrin norðvestan við bæinn sýnir svo ekki er um villzt, að þar hefur einhverntíma verið skógur. Fyrir utan óbrigðult gras, var og er lax uppi við landsteina og mikið æðarvarp. Þarna hafa kynslóðir unað lífinu án þess að sögur færu af, enda greina þær helzt frá deilumálum og mann- vígum. Svo fór þó, að deila dró Viðey fram 1 dagsljósið. Stóð hún á milli Gufunesbónda og Viðeyinga um miðja 12. öld. Ásgeir Guðmundsson hét prest- ur einn stórættaður, sem þá sat Gufunes og gerði Viðeyingum ógagn með drápi á æðarfugli unz sætzt var á að hann léti af þeim ófögnuði gegn hagagöngu fyrir hesta, og útræði frá eynni. Viðeyjar er getið næst í sögu Þorláks biskups helga, sem sat á biskupsstóli frá 1178—1193. Hinn sæli Þorlákur átti erindi út í eyna einhverju sinni, ugg- laust vegna þess að þar hefur verið kirkja. Þá var heldur illt í efni í Viðey; upp kominn slíkur músagangur að stórspillti korni á ökrum. Þótti nú bera vel í veiði að fá annan eins mann til að- stoðar og hafði Þorlákur sína aðferð við mýsnar: stökkti vígðu vatni um eyna, nema á það nes, sem fyrr er nefnt og ýmist kennt við mýsnar eða virkisgerð Jóns Arasonar löngu síðar. Músunum kom biskupinn fyrir í Hrossa- nesi og með þeim álögum, að þær skyltfu haldast þar á meðan nesið væri látið óræktað. Eitthvað var það boðorð brotið síðar og dreifðust þá mýslur á nýjan leik, en ekki til vandræða. I Jarteinabók Þorláks biskups er að finna þriðju heimildina um Viðey. Sá atburður hefur lík- lega gerzt vorið 1199, árið eftir að bein biskups voru upp tekin. Vandræði og búsifjar höfðu í þetta sinn orðið af erni einum miklum, sem herjaði á æðar- varpið. Fældi hann fugl frá eynni, en hirti eggin. I Viðey bjó þá prestur sá er Bjarni hét og þótti honum sá kostur vænstur að heita á sælan Þorlák. Reynd- ist það áhrifamikið. Prestur hafði ekki einu sinni lokið bæn- um sínum í kirkjunni, þegar örninn kom og settist í eyjunni, svo menn gátu gengið að honum og drepið hann. En einhvern- tíma um þetta leyti hafa verið liðin 300 ár frá landnámi í Reykjavík. Margir hafa þá verið búnir að búa í Viðey, en það hafa verið friðsamir jarðyrkju- og veiðimenn og engar sögur af þeim farið. Viðeyjar- klaustur 1225 Jón Helgason biskup ritaði grein í Lesbók 30. júlí 1939 og segir hann þar svo um þau miklu tímamót í Viðey, þegar þar var efnt til munklífis að er- lendri fyrirmynd og svo sem þá tíðkaðist einnig fyrir vestan, norðan og austan: „Saga Viðeyjar hefst að rjettu lagi með klaustur- stofnuninni þar árið 1225. Hafði sá mæti maður Þor- valdur Gizzurarson í Hruna, í samráði við Snorra Sturluson, keypt Viðey beinlínis í þeim til- gangi að setja þar á stofn munklífi. Því að þeir — og vafalaust ýmsir með þeim — undu því illa, að ekki væri neitt klaustur í Sunn- lendingafjórðungi, eins og í hinum fjórðungunum SJÁ NÆSTU SÍÐU. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.