Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 4
Rabelais GARGANTÚI Hin stór-hrikaiega ævisaga Gargantúa hins mikla,föður Pantagrúls,forðum saman sett af meistara Alkófrýbasi 1. hluti -Erlingur E. Halldórsson þýddi Þriðji kapítuli Hvernig Gargantúi var borinn ellefu mán- uði 1 móð- urkviði Grandgussi var mikill sprelli- karl á sínum tíma, og þótti eins gott og hver annar sem þá var uppi aö drekka í botn. Hann kunni líka vel að meta saltkjöt. Af þeirri ástæðu átti hann yfir- leitt vænar birgðir af svínakjöti frá Mayence og Bayonne, gnægð af reyktum uxatungum, ókjör af innyflum í sláturtíðinni og nautakjöti í sinnepspækli, feikn af fiskhrognum (botargos) og forða af pylsum; þó ekki frá Bol- ogna, því hann ótteðist eitur- flikrur langbarða , heldur frá Bigorre, Longaulnay, La Brenne og Le Rouergue. í blóma lífsins gekk hann að eiga Gargamelu, dóttur konungs fiðrilda, dáindis fríða hnátu, og tvö saman léku þau oft tveggja baka skepnuna, og nugguðu saman fleski sínu með gleðilát- um uns hún varð ófrísk að fal- legum strák sem hún bar undir belti nokkuð á ellefta mánuð. En svo lengi og jafnvel lengur getur kona gengið með barn, einkum ef það er meistaraverk náttúrunnar, afreksmaður sem áskapað er að drýgja miklar dáðir á sínum tíma. Um þetta vitnar Hómer, sem segir frá því að barnið sem Neptúnus gerði vatnadísinni hafi fæðst eftir ár, það er í tólfta mánuði. En eins og Aulus Gellius segir í þriðju bók, var svona langur tími nauðsynlegur vegna yfirburða Neptúnusar, því þennan tíma tók það barnið að verða full- skapað. Af sömu ástæðu lengdi Júpíter nóttina sem hann svaf hjá Alkmenu í fjörutíu og átta stundir, en á styttri tíma hefði hann ekki getað smíðað Herkúl- us, þann er útrýmdi forynjum og harðstjórum úr heiminum. Me^starar minir, pantagrúl- istar 1 fyrri tíma, hafa staðfest þetta sem ég segi, og hafa lýst því yfir að barn sem kona elur ellefu mánuðum eftir lát bónda síns sé ekki einungis mögulegt, heldur sé það jafnframt skilget- ið. Sjá Hippokrates, lib. De ali- mento, , Plinus, lib. vii, cap. v, Plautus, í Cistellaria, Markus Varro, í háðriti sínu Erfða- skránni, þar sem hann tiltekur Aristoteles heimildamann sinn í því efni, Censorinus, lib. De die natali, Aristoteles, lib. vii, cap. iii og iv, De nat. animalium, Gellius, lib. iii, cap. xvi, Servius, í Hjarðljóðum, þar sem hann skýrir út þetta vísimrð Virgils, Matri longa decem, 1 o.s.frv., og þúsund aðrir brjálæðingar, sem hefur fjölgað mjög vegna lög- fræðinganna, f. De suis, etglegit. I. Intestato, paragrapho fin, og í Authent., De restitut. et ea quae parit in xi mense. Það sem meira er þá hafa þeir krotað það í Rauðafleskslögin, Gallus, ff. De lib. et posthu., et 1. septimo ff. De Stat. homi., sem ég þori ekki að geta hér. En samkvæmt þessum lögum er ekkjum frjálst að stunda náraleik af öllum mætti og hvenær sem færi gefst í tvo mánuði eftir brottfall bónda síns. Gerið því bón mína, lagsmenn góðir, ef þið vitið um ekkjur í þessu standi, sem eru þess virði að maður losi um kýlinn, stigið upp á þær og færið til mín. Því þó þær verði ófrískar í þriðja mánuði, þá verður af- kvæmi þeirra lögmætur erfingi hins látna; og þegar þungi þeirra verður opinber geta þær steðjað sína leið hnarrreistar undir fullum seglum, því að lest- in er full, og farið þannig eftir dæmi Júlíu, dóttur Oktavíans keisara, sem var aldrei bumbu- leikurunum sínum eftirlát nema hún vissi að hún væri ófrísk, á líkan máta og skip tekur ekki við stjórnarmanni sínum fyrr en það hefur verið kalfattað og fermt. Og ef einhver atyrðir þær fyrir að láta fara þannig með sig þungaðar, og bendir á að dýrin leyfa ekki karlinum að koma nærri sér eftir þungun, þá munu þær svara því til að skepnur séu skepnur, en þær séu konur og kunni vel að meta hinn mikla og góða rétt sinn til endurgetnaðar; eins og Populia svaraði forðum eftir frásögn Makrobiusar, í Saturnalia, ann- arri bók. Ef djankurinn vill ekki að kviður þeirra tútni út, þá verður hann að snúa devikanum og loka gatinu. 1) Langbarðar höfðu orð fyrir að kunna öðr- um betur að byrla eitur. 2) Við Alkmenu, konu Amfítrýons, gat Júpi- ter (Seifur) Herakles, „er mestur hefur verið kappi og afreksmaður með Grikkj- um.“ (J.G. Goðafræði Grikkja og Róm- verja.) 3) Árið 1532, tveim árum á undan Garg- antúa, kom út sagan um son hans, Pant- agrúl; pantagrúlistar eru þeir sem láta eins og hann. 4) Um fæðuna. 5) Um fæðingardaginn. 6) Saga dýranna. 7) Móður langra tíu (mánaða). 8) Um lögmæta erfingja, lög um arfleys- ingja, lokagrein. Rabelais notar 16. aldar skammstafanir: ff: Digeste eða lagasafn, 1. = lög. 9) Um konuna sem fæðir í ellefta mánuði eftir lát bónda síns. 10) Um börn, hvort gera eigi að erfingjum eða svipta arfi börn sem fæðast eftir lát föður síns. Fjórði kapítuli Hvernig Gargamela, þegar hún gekk með Gargantúa, át feikn af vömbum Þannig bar það til þegar Gargamela var lögð á sæng, og megi botninn detta úr ykkur ef þið trúið mér ekki! Botninn datt úr henni síðla dags, hinn þriðja febrúar, þegar hún hafði étið yfir sig af gode- billio. Godebillio eru feitar vambir úr coiro-nautum. Coiro- naut eru fituð á staili og á guimo-lendi. Guimo-lendi eru akrar sem hægt er að slá tvisvar á ári. Það höfðu verið drepin þrjú hundruð sextíu og sjö þús- und og fjórtán svona fituð naut og söltuð niður á öskudegi, svo að nógu mikið væri af nauta- kjöti um vorið, til stuttrar minningargerðar í máltíðar- byrjun, að vínið rynni betur niður. Vambirnar voru vel útilátnar, eins og þið fáið að heyra, og svo lystugar að allir sleiktu fing- urna. En hængurinn var sá að ekki var nokkur leið að geyma þær lengur því þær voru farnar að úldna. Það þótti öllum óhæfa. Það var því ákveðið að éta þær umsvifalaust upp til agna. I því skyni var öllum borgurum Cina- is, Seuilly, La Roche-Clermault og Vaugaudray boðið, að ógleymdum íbúum La Coudray- Montpensier og Gué de Vede, og öðrum nágrönnum: allt hörku drykkjumenn, kátir félagar og flinkir í keiluspili. Sá hinn mæti Grandgussi skemmti sér hið besta í veisl- unni og mælti svo fyrir að öllum skyldu bornar fullar ausur. Bað ekki að síður konu sína að gæta hófs þar sem hún væri komin langt á leið og vambirnar ekki sérlega kræsilegar. Hver sem étur þessar skjóður, sagði hann, gæti rétt eins tuggið kúaskít. En þrátt fyrir varnaðarorð hans át hún sextán fjórðunga, tvær skeppur og sex mál. Ó, hvílíkt dýrindis gor hlóðst upp í iðrum hennar. Eftir máltíðina hlupu þau öll sem fætur toguðu út í Pílvið- arhvamm, og þar dönsuðu þau á skrúðgrænu grasinu við léttan hljóðpípuleik og blíða sekkja- píputóna af svo miklum galsa að það var himnesk upplyfting að horfa á þau gantast. 'S « o 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.