Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 14
Andersson hefur kverkatak á broddgeltinum Byrjanaafbrigði draga nöfn sín af mjög mismunandi hlutum og ástæðan fyrir sumum nafn- giftunum liggur síður en svo í augum uppi. Sum eru kennd við landafræðiheiti, eins og t.d. Sik- ileyjarvörnin, sem allir hafa heyrt um, hvort sem þeir tefla skák eða ekki. Algengast er þó að þau séu kennd við skákmenn og þá yfirleitt upphafsmenn sína, þó á því hafi verið nokkur misbrestur og stundum rangur maður hlotið heiðurinn. Nöfn á enn öðrum virðast oft hreinlega gripin úr lausu lofti, svo sem Broddgaltarafbrigðið sem notið hefur gríðarlegra vinsælda á kappmótum síðasta áratuginn. Þegar betur er að gáð ber þessi einkennilega nafngift hugmyndaflugi höfundar síns þó fagurt vitni, því taflmennska svarts minnir dálítið á háttalag broddgaltarins, sem er rólynd skepna, en tekur hraustlega á móti þegar á hana er ráðist. Þannig fer svartur einnig að, hann stillir liði sínu upp á fyrstu þremur reitaröðunum og bíður átekta eftir því að hvítur geri atlögu. Fyrst eftir að slík tafl- mennska varð vinsæl gaf hún oftast góða uppskeru, því það er ómögulegt að slá svart niður í einu höggi og enginn snöggur blettur á stöðu hans. Stórmeist- arar af yngri kynslóðinni náðu frábærum árangri með honum, er þar helst að nefna þá Ljuboj- evic og Andersson, sem vann Karpov með broddgaltartafl- mennsku í Milano 1975, en það var fyrsta tapskák Karpovs eftir að hann varð heimsmeistari. En upp á síðkastið hefur sænski stórmeistarinn söðlað um og hefur veitt broddgaltar- unnendum þung högg hvað eftir annað. Leið sú sem Andersson velur er dæmigerð fyir rólegan stíl hans. Hann byrjar á því að skipta upp á tveimur léttum mönnum og þróar hvítu stöðuna síðan af geysilegri þolinmæði, sem margir andstæðingar hans hafa hins vegar ekki haft til að bera. En það er þó ekki öll nótt úti fyrir broddgöltinn, því þeir sem hafa reynt að feta í fótspor And- erssons hafa lítið komist áleiðis. í þeim hópi er sjálfur heims- meistarinn. En lítum nú á nýjustu aðför Anderssons að broddgeltinum og rifjum í leiðinni upp fleiri skákir hans sem teflst hafa á svipaðan máta. Andstæðingur hans hér er ísraelskur stór- meistari sem frægur er fyrir geysilega byrjanaþekkingu sína. Skákin er tefld á Ólympíumót- inu í Luzern. Hvítt: Andersson (Svíþjóð) Svart: Griinfeld (ísrael) Enski leikurinn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. g3 — b6, 4. Bg2 — Bb7, 5. 0-0 — e6, 6. Rc3 — Be7, 7. d4 — cxd4, 8. Dxd4 — d6, 9. Bg5!? Þessi og næsti leikur hvíts marka aðferð Anderssons. Eftir 9. b3 - a6,10. Bb2 - 0-0,11. e4 — Rbd7 er komin upp dæmigerð broddgaltarstaða sem svartur hefur náð góðum árangri með. — a6,10. Bxf6 — Bxf6,11. Df4 — 0-0, Að skipta strax upp á biskup og riddara gafst svörtum ekki vel í skák þeirra Anderssons og Browne í Tilburg í október: 11. — Bxf3, 12. Bxf3 - Ha7, 13. Hfdl - 0-0, 14. Hd2 - Hd7, 15. Hcl - Dc7,16. b3 - Hc8,17. a4 — Rc6, 18, Dxc6 — Dxc6, 19. Bxc6 — Hxc6, 20. Ra2 með held- ur betra endatafli á hvítt. 12. Hadl Það skiptir ekki öllu máli hvor hrókurinn fer á d-línuna. Tvær merkilegar skákir hafa teflst þannig: 12. Hfdl — Be7, 13. Re4 — Bxe4, 14. Dxe4 — Ha7,15. Rd4 og nú: a) 15. - Dc8,16. b3 - He8,17. a4 - Dc5, 18. Ha2 - Bf6, 19. Had2 - Hc7, 20. Dbl - Be7, 21. b4!? — Dh5 og staðan er tvísýn, Karpov — Kasparov, Sovétríkj- unum 1981. b) 15. - Hc7, 16. b3 - Hc5, 17. a4 - Dc7,18. Dbl - Hc8,19. Ha2 - Bf8, 20. e3 - De7, 21. Hc2 - g6, 22. Da2 - Dg5, 23. h4 — Df6, 24. b4! - H5c7, 25. b5 - a5, 26. Rc6 með betri stöðu á hvítt, Andersson — Seirawan, London 1982. — Be7, 13. Re4 — Bxe4, 14. Dxe4 — Ha7, 15. Rd4 — Dc8, 16. b3 — He8,17. Hd2 — Hc7, Þessi áætlun hefur ekki reynst sérlega vel. Það kom því vel til greina að fylgja fordæmi Kasparovs og staðsetja svörtu drottninguna á c5. 18. e3 — Bf8, 19. Dbl — Rd7, 20. Hfdl — Rf6, 21. a4 — Hc5, 22. Hc2, Nú hótar hvítur að leika 23. b4! - Hc7 (Ef 23. - Hxc4? þá 24. Hxc4 — Dxc4, 25. Hcl og svarta drottningin fellur), 24. Hdcl og síðan 25. b5 með sömu áætlun og í skákinni Andersson — Seirawan hér að ofan. eftir MARGEIR PÉTURSSON — e5 Nú fyrst breytir Griinfeld út af fyrstu skákinni sem Anders- son beitti leikaðferð sinni í. Sú skák á milli Anderssons og Langewegs í Wijk aan Zee 1981 tefldist: 22. — d5, 23. cxd5 — Rxd5, 24. Bxd5 — exd5, 25. Hcd2 og vegna staka peðsins á d5 hef- ur hvítur vænlega möguleika. Að sjálfsögðu apaði ísraels- maðurinn svo lengi eftir Lange- weg vegna þess að hann hafði nýjung á prjónunum. En í heimarannsóknum sínum hefur hann ekki rýnt nægilega vand- lega í stöðuna: 23. Re2 — b5, 24. axb5 — axb5, 25. Rc3! — bxc4, 26. b4 — Hc7, 27. Rd5! — Rxd5, 28. Bxd5 Svartur er peði yfir og mislit- ir biskupar á borðinu og því erf- itt að ímynda sér að hann sé í mikilli taphættu. En biskupinn á d5 er stórveldi og einmitt vegna mislitu biskupanna er svartur svo til varnarlaus á hvítu reitunum. Vinningstromp hvíts er síðan frípeðið á b-lín- unni. — Db8, 29. b5 — Hc5?!, Skárri kostur var 29. — Db6, 30. Hxc4 þó svartur sé illa beygður. 30. b6 — Hec8, 31. e4 — g6, 32. Db4 — H8c6, Svartur er gripinn örvænt- ingu, því ef hann bíður aðgerða- laus vinnur hvítur með 33. Hal og 34. Ha8. 33. Hbl! — Hc8, 34. Da4! Hér sá ísraelski stórmeistar- inn sér þann kost vænstan að gefast upp og ekki er hægt að lá honum það. Hvítur hótar 35. Da7 með árás á f7 og eftir 34. — H5c7, 35. Hb4 - He7, 36. b7 - Hcc7, 37. Hcxc4 kemur hvíta b-peðið til með að kosta svart mikið lið. Nokkur aðskota- orð í íslensku Sigurður Skúlason tók saman VERÖND, yfirbyggðar svalir (OM). Oröið er komiö af varanda i portúgölsku. E. ver- anda(h), þ. Veranda, d. veranda. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1899 (OH). VERMÓÐUR, áfengur drykkur úr hvítvíni með malurt o.fl. kryddjurtum. b. Wermut, e. verm(o)uth, d. vermouth. Þetta orð heyrði ég í ísl. talmáli af vörum bráðfyndins manns árið 1927 og hentu menn gaman að því. VERÓNAL, svefnmeðal. Taliö er sennilegt aö nafnið á þessu svefnlyfi sé myndað af heiti borgarinnar Verona á italíu þar sem Emil Fischer (d. 1919) dvaldist pegar tekin skyldi ákvörðun um heitiö á lyfinu, en hann var heimsfrægur þýskur vísindamaður og háskólakennari er hlotiö hafði nóbelsverö- laun árið 1902 fyrir afrek á sviöi efnafræði, þar sem hann haföi m.a. fundið upp ýmsar samsetningar á lyfjum. Þ. Veronal, d. og e. veronal. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1938 (OH), en hafði þá að sjálfsögöu heyrst í tal- máli um nokkurra ára skeið. VERSALIR, bær skammt frá París, aðsetur Frakkakonunga áöur fyrr (OM). íslenska heitið á þessari borg, Versalir, finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1838 (OH). Franska heitið er Versailles og hefur það verið tekiö upp óbreytt í þau tungumál sem oftast er vitnaö til i þessari samantekt. VESÍR, tignarmaður, ráðgjafi kalífa, keisari í Austurlöndum að fornu (OM). Orðiö er kom- ið af wazir i arabísku og merkir þar: Sá sem ber byrðar. Það varð vezir í tyrknesku. Þ. Wesir, d. vesir, e. vizier. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1687 (OH). VIST, sérstakt fjögurra manna spil (OM). Orðið er komið af whist í ensku sem hefur verið tekið óbreytt upp í dönsku og er þaöan komið til okkar. Fyrrum hét þetta spil whisk á ensku. Halda margir að það heiti sé komiö af so. whisk sem merkir á ensku: að sópa burt, af því að spilunum var sópað af borö- inu að loknu hverju spili. Þ. Whist. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1876 (OH). VILLA, (glæsilegt) einbýlishús (OM). Orðiö er komið af villa í latínu sem merkir: landsetur. Það orð komst óbreytt inn í ítölsku, frönsku, ensku, þýsku og dönsku, en þaðan að venju hingað. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1896 (OH). VÍN, áfengur drykkur (OM). Orðið er komið af vinum í latínu. ít. vino, fr. vin, e. wine, þ. Wein, d. vin. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). og í ritmáli síðari alda frá árinu 1540 (OH). VÍÓLA, lágfiðla, sérstök fiðla sem hljómar fimm tónum lægra en venjuleg fiðla (OM). Orðið er komið af viola í ítölsku sem komst óbreytt inn í dönsku og barst þaðan hingaö til lands. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1962 (OH). VÍR, grannur málmþráður, notaður til mjög margra hluta (OM). Oröið er komið af wire í ensku. D. vire. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1899 (OH). VÍRUS, veira (OM). Oröið er komið af virus í latínu sem merkir: örsmár sýkill. Það hefur verið tekið upp óbreytt í ýmis erlend mál, m.a. frönsku, ensku og dönsku. íslenska orðið veira virðist ætla að útrýma þessu er- lenda tökuorði sem finnst í (sl. ritmáli frá árinu 1945 (OH). VÍSITERA, (um biskup eða prófast) kirkju- vitja, líta eftir (kirkjum, uppfræöslu, safnað- arlífi), vitja, heimsækja (OM). Oröið er komið af so. visitare í latinu. Það varð visiter í frönsku, visit i ensku, visitieren í þýsku og visitere í dönsku. Finnst í norrænu fornmáli ásamt no. visitering og visiteran (Fr.). VÍSITASÍA, eftirlitsferð biskups (prófasts) um umdæmi sitt (OM). Orðið er komiö af no. visitatio í latínu. Fr. og e. visitation, þ. Visi- tation, d. visitation og visitats. Finnst í ísl. ritmáli frá 17. öld (OH). VÍTAMÍN, fjörefnl, efni sem smáskammtur af er líkamanum nauðsynlegur (er venjulega í fæðunni) (OM). Oröið var myndað árið 1913 af pólska heilsufræðingnum Casimir Funk úr latínsku orðunum: vita (líf) + amin (ammoni- ak + in). Fr. vitamine, e. vitamin, þ. Vitamin, d. vitamin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1923 (OH). VOLAPYK, alþjóðlegt hjálparmál. Orðið er myndað af vol sem merkir: veröld eftir fram- burði enska orðsins world + púk er merkir: mál eftir enska so. speak (tala). Þetta mál var útbúið árið 1879 af þýskum presti, J.M. Scheyer að nafni, en náði ekki útbreiðslu. Fr. og e. volapuk, d. volapyk. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1885 (OH). VOLTAKROSS, kross úr kopar- og sinkplöt- um með rökum dúk á milli og var borinn innan klæöa sem lækningatæki gegn sjúk- dómum. Volta er heiti ítalska eðlisfræðings- ins A. Volta (d. 1827). D. voltakors. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1889 (OH). YARD, ensk mælieining, 9,44 cm (OM). Orð- ið er komið úr ensku, skylt þýska orðinu Gerte sem merkir: vöndur. Þ. Yard, d. yard. Finnst í samsetningu í ísl. ritmáli frá árinu 1948 (OH). JUL, JULLA, lítill bátur. Orðið er komið af yawl í ensku. Það heitir jolle á lágþýsku. Þ. Jolle, d. jolle. Orðmyndin jul finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1714 og er þar kk., en eftir þaö hk. Orðmyndin júl finnst frá árinu 1828. Julla finnst í ritmáli frá því um 1820 (OH). JÓGA, indverskt heimspekikerfi. Orðmyndin yoga er komin úr sanskrít og merkir: sam- eining, samband. Þ. Joga, d. yoga. Jóga finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1942 (OH). SEBÚUXI, hnúöuxi (OM). Oröið heitir zébu á frönsku og er taliö indverskt aö uppruna, enda hefst hnúöuxi þessi við í Indlandi og Austur-Afríku. E. og d. zebu. Ekki er mér kunnugt um aldur þessa orðs í íslensku. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.