Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 10
Úr sögu Reykjavíkur — Eftir Árna Óla því kom fálkameistari konungs og hafði me'ð sér einn eða tvo aðstoðarmenn. Hlut- verk hans var að meta fálkana og dæma úr leik þá er honum þótti ekki markaðs- hæfir. Síðan ákvað hann hve marga nautgripi þyrfti að kaupa. Hann gaf og fálka- föngurum vottorð um hve marga fálka hver þeirra hefði afhent sér. Það var svo aftur í verkahring landfógeta að greiða andvirði fálkanna, og kaupa jafn marga stórgripi og fálkameistari heimtaði. Hann átti einnig að sjá um að nægi- lega miki’ð fálkahey væri komið um borð í skipið áður en fálkarnir voru fluttir um borð. Eftir að fálkar „sigldu í Hólmi“ kom það eingöngu í hlut bænda á Seltjarnar- nesi og í Mosfellssveit að afhenda nægilega mikið fálkahey. S jálfsagt hafa bændur oft orðið því fegnir að fá markað fyrir nautgripi sína hjá fálkaverzluninni, en þegar hart var í ári, reyndist oft erfitt að ná í nógu mörg naut. Sumarið 1702 fengust ekki nema nokkrir gripir í nærsveitum Bessastaða, og varð þá að sækja naut austur í Árnessýslu og upp í Borgarfjörð. Árið 1759 kvartaði Skúli fógeti um hve erfiðlega gengi að fá naut handa fálka- skipinu, og kvaðst hafa orðið að beita þvingun og valdi við bændur í fjórum sýsl- um til þess að þeir afhentu nógu marga nautgripi. Hér er átt við bændur í Gull- bringu-, Kjósar-, Árnes- og Borgarfjarðarsýslum. Ekki tók betra við árið eftir (1760). Þá dróst von úr viti að fálkaskipi'ð kæmi. Þá var það í öndverðum ágúst að Magnús Gíslason amtmáður skipaði tveimur bændum í Mosfellssveit að fara tafarlaust í nautaafréttina undir Henglinum, ásamt mönnum frá landfógeta, og sækja þangað 12 naut, þrevetur eða eldri, og reka þau niður að Eiði í Mosfellssveit. Þeir skyldu athuga vel aldur og mark hvers grips, en landfógeti ætti síðan að sjá um sæmilega borgun handa eigendum. Hér má geta þess, að um þessar mundir ráku bændur geldneyti sín til fjalls og smöluðu þeim aftur eins og stóði á haustin. Á Mosfellsheiði og Kjósarheiði var upp- rekstrarland Árnesinga vestan Sogs og Ölfusár, og allra bænda norðan hei'ðanna. Voru nautaréttir skammt frá Engidal undir Hengli og þangað var öllum nautunum smalað um mánaðamótin sept.—okt. og þar var þá nautamarkaður 1.—3. október. Hefir þar oft verið margt nautgripa því að Olafur Stefánsson amtmaður getur þess í bréfi til Levetzow, að hann hafi séð þarna 600 gripi saman komna á góðum árum. En í hörðum árum var þarna fátt gripa, og svo mun hafa verið 1761 því að þá var Brynjólfi Sigurðssyni sýslumanni í Árnessýslu skipað að láta reka 24 naut, þrevetur og eldri, til Gufuness handa fálkunum. Skúli landfógeti getur þess, áð nautin hafi jafnan verið geymd í Geldinganesi þangað til þau voru flutt um borð í fálkaskipið. Er því eðlilegt að svo væri fyrir mælt, að nautahóparnir skyldi annað hvort rekast að Eiði eða til Gufuness. Sum- arið 1761 voru sendir út 106 fálkar og hafa því hverjir 10 fálkar verið látnir fá tvö rígfullorðin naut í nesti, auk fuglakjöts og sauðakjöts, sem haft var til bragðbætis. Uörmangarafélagið gafst upp á einokuninni 1758, en þá tók konungur við og hafði alla íslandsverzlun á sinni könnu fram til 1763. Þá hætti hann og verzlunin var leigð Almenna verzlunarfélaginu. Það er nokkuð einkennilegt, að einmitt þetta sama ár (1763) er fálkahús kon- ungs flutt frá Bessastöðum til Beykjavíkur. Á þessu ári lauk einnig Sjö ára stríð- inu, en upp úr því vildu Þjóðverjar hvorki þiggja fálka að gjöf frá Dönum, né held- ur kaupa af þeim fálka. Minnkaði þá útflutningur Dana og voru ekki sendir á næstu árum nema 60 fálkar árlega til hirða í öðrum löndum. Samtímis þessu, eða um svipað leyti, reis og upp mikill ágreiningur milli fjármálaráðs Dana og utanríkis- ráðs. Þótti fjármálaráðinu allt of mikið lagt í kostna'ð vegna fálkanna og óskaði helzt að fálkaverzlunin væri lögð niður algerlega. En utanríkisráðið hamaðist gegn þessu. Það taldi, að Danir gætu ekki varið fé betur, en með því að gefa erlendum þjóðhöfðingjum íslenzka fálka og tryggja sér þannig vináttu þeirra. Næstu þrjú ár var fálkaveiði með mesta móti: 150 alls árið 1763, 210^alls árið 1764 og var það metveiði, 152 alls árið 1765. Voru þetta nær eingöngu gráfálkar, því að sárafáir hvítfálkar náðust þessi árin. Þessi mikla veiði ofbauð fjármálaráðinu, því að stjórnin hafði ekki neitt að gera við þennan sæg af gráfólkum. Var þá gerð sú málamiðlun, að takmarka skyldi fálkaveiðarnar og flytja ekki fleiri rálka en 100 tn Danmerkur á hverju ári. Þessi fyrirmæli reyndust þcr-éþörf, því áð aldrei framar veiddust 100 fálkar á ári. Var hámarkið þá fært niður í 60—70 á ári, en sú tala náðist þá ekki. Segir Skúli fógeti að á árunum 1775—1784 hafi ekki verið fluttir út nema 436 fálkar, eða um 43 á ári til jafnaðar. JL Móðuharðindunum, sem hófust 1783, hrundu allar skepnur niður, og þá drápust fálkar líka unnvörpum. Var því ekki eftir miklu að slægjast fyrir fálka- fangara, en þar við bættist svo, að kjöt hækkaði mikið í verði vegna fjárfellis í land- inu og var því dýrt að ala fálkana. Kvá'ðust fálkafangarar þá ekki geta stundað veiðarnar lengur nema því aðeins að verð á fálkum væri einnig hækkað. Vildu þeir fá verðið hækkað svo, að 20 rdl. væri greiddir fyrir hvítfálka, 15 rdl. fyrir hálf- hvíta og 10 fyrir gráfálka. Skúli landfógeti féllst á að þetta væri sanngirniskrafa og hann sýndi stjórninni fram á með tölum, að fálkafangarar væru ekki ofhaldnir af þessu verði. Samþykkti því stjórnin að verða við óskum fálkafangara og hækkaði verðið eins og þeir báðu um. Mun þetta verð á fálkunum svo hafa haldizt síðan. Og enn bárust stjórninni ný vandkvæði að höndum. Skúli fógeti tilkynnti henni 1784, að svo mikill gripafellir hefði orðið á Islandi, að alls ekki muni verða hægt a'ð fá keypta nautgripi til fóðurs fálkunum. Stjórninni þótti þó illt að gefast upp. Hún sendi hingað fálkaskip og með því 20 lifandi naut og 160 hesta af heyi. Þegar hingað kom vildi fálkameistarinn ekki taka nema 30 fálka. Hefir hann þar senni- lega farið eftir fyrirmælum stjórnarinnar, því að yfrið nóg nesti hefir hann handa fálkunum, 2 naut handa hverjum 3 fálkum. A næstu árum veiddust svo fáir fálkar, að ekki voru sendir út nema 15—20 árlega. Og árið 1794 ókvað stjórnin a'ð senda ekki fálkaskip hingað. Fálkameistar- inn kom þó og greiddi verð þeirra fálka, er honum voru færðii', en síðan lét hann höggva þá alla. Var þá og ákveðið að stiftamtmaður skyldi látinn vita með árs fyr- irvara hve marga fálka stjórnin vildi fá. Árin 1798, 1802 og 1805 bað stjórnin um 30 fálka hvert árið, en þeir fengust ekki svo margir. Árið 1803 voru fluttir út 3 fálkar, en leiga skipsins, sem flutti þá nam 2600 rdl. Árið 1806 kom seinasta fálka- skipið hingað til lands og fékk 20 gráfálka, sem borgaðir voru me’ð 148 rdl. 72 sk., en skipsleigan nam hátt á 4 þús. rdl., og fóðrið handa fálkunum 492 rdl. 42 sk. Þar með var lokið fálkaverzlun konungs á íslandi, og lauk heldur illa, því að 2 sein- ustu fálkarnir dóu úr hungri í Kaupmannahöfn árið eftir, þegar Englendingar réðust á borgina. Hús O. Johnsons & Kaaber í Hafnarstræti. Fálkarnir á endum mæniássins eru til að minna á, að þetta hús er Fálkahús konungsins. Það er að vísu endurbyggt. að er eins og fálkaveiðarnar hafi aukizt mikið um leið og Fálkahúsið var flutt til Beykjavíkur. Fyrstu þrjú árin eru fluttir héðan til Danmerkur 512 fálkar. En veiðin hefir verfð meiri, því að hér má bæta við þeim fálkum, sem taldir voru sjúkir og ekki útflutningshæfir. Árið 1764 hefir því nokkuð á þriðja hundrað fálka verið geymt í fálkahúsinu þá 8 daga sem fálkameistarinn lét ala þá áður en fulln- aðai'mat færi fram. A þessu má sjá, að fálkahúsið hlýtur að hafa verið nokkuð stórt. Eigi hefir það þó verið hátt í loftinu, aðeins ein hæð, en þáð hefir verið mikið að flatarmáli. Nokkur sköft voru eftir endilöngu húsinu og á þeim sátu fálkarnir. Á sköftin voru festir litlir heykoddar í vaðmálsveri undir fálkana, svo að þeir gætu læst þar í klón- um og staðið örugglegar en á sköftunum sjálfum. Ekki er vitað hve þétt þeir sátu, en líklegt er að nokkurt bil hafi verið á milli þeirra, því að með því móti hefir verið auðveldara að gefa þeim. Þegar fálkum fækkaði, sérstaklega upp úr MóðuhaiJðindunum, er ekki veiddust nema 15—16 á ári, þá þurfti stjórnin ekki á þessu stóra húsi að halda til að geyma þá. Er líklegt að þá hafi verið sett skilrúm í húsið og ekki notaður nema lítill hluti þess. Hefir svo farið fram um 10 ára skeið. Þá kemur til sögunnar maður sem Westy Petræus hét og hafði verið verzlunar- stjóri hjá Norðborgarverzlun í Beykjavík, en hætti þar um 1797 og fékk þá leigt Fálkahúsið hjá stjórninni til þess að verzla þar. Varla mun hann þá þegar hafa fengið allt húsi’ð leigt, stjórnin hefir hlotið að hafa nokkurn hluta þess til fálka- geymslu um sinn. En sagt er að Petræus hafi breytt húsinu nokkuð og stækkað það. Hóf hann svo verzlun þarna og varð brátt umsvifamikill kaupmaður. Þegar fálkaverzlunin lagðist niður 1806, mun hann hafa fengið allt húsið á leigu. Á næsta ári hugðist hann svo flytjast búferlum til Kaupmannahafnar, því að hann þóttist betur settur þar vegna styrjaldarinnar, sem þá geisaði. Gerði hann þá Ludvig Knudsen að verzlunarstjóra sínum. Síðan sigldi hann me'ð sama skipi og þeir Bjarni riddari og Magnús Stephensen. Skipið hertóku Englendingar og fluttu til Leith. Er þessi för fræg orðin. Knudsen stjórnaði verzluninni í Fálkahúsinu fram til 1821. En á þeim árum kastaðist í kekki milli Petræusar og dönsku stjórnarinnar. Stefndi stjórnin honum ]0 LESBóK MORGUNBLAÐSINS 28. nóvember

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.