Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 eftir Jóhann Hjálmarsson I tilefni útkomu bóka um nokkur þekkt skóld og bóka um Ijóólist skrif- ar skóldið Glyn Maxwell langa grein (TLS, 29. jan. sl.) sem aó stórum hluta er hugleiðing um mat manna ó skóldum og skóldskap. Inngangur- inn tekur m.a. til umræðu „mikil ljóð“. kannski „mestu ljóð“ sem ort hafi verið, og túlkun manna ó hvað skóld hafi ótt við meó hinu og þessu orði og setningu, ekki síst eftir að þau eru fallin fró. Margt kynlegt telur Maxwell að þó komi fram. Derek Walcott, skáld frá Vestur-lndíum. Karíbahafið og fleiri höf vaka í Ijóðum hans. m ii«. i&cvK'xxJtnrsJi H' -{«*> .tíivt ' *ot<- t j'Z? íi-.i . U ; : H* rsiwn &t 'Js iH 'Mrt. m ÍWW4« M ♦. tífáfgr&ffSSiSiiZSK spxj<ár*(tvjt»K«; p*i l<t ' iv,«x<iráj >*& i '***>&*s ffvJ Derek Walcott og sýnishorn af frumgerðum Ijóða hans á frí- merkjum sem gefin voru út honum til heiðurs í tilefni af veitingu Nóbelsverðlauna í bókmenntum 1992. Meðal þeirra bóka sem Maxw- ell fjallar um er The Art of Derek Walcott sem Stewart Brown hefur ritstýrt (útg. Bridgend). Bókin er . sögð lýsa aðdáun á skáldinu og Brown leitast við að sýna hvað Walcott hefur lært og ekki lært af skáldum á borð við Eliot, Dylan Thomas, Yeats og Baudelaire. Meistari enskrar tungu Derek Walcott fékk Nóbelsverð- laun í fyrra og er af mörgum tal- inn meðal helstu samtímaskálda. Hann er sjálfur blanda ólíkra kyn- þátta og í ljóðum hans renna sam- an áhrif frá ýmsum menningar- heimum. Vestur-Indíur með sér- kennilegt málfar sitt og niðinn frá Karíbahafi eru oft yrkisefni og þá verður ekki komist hjá því að spegla með einhveijum hætti áhrif hins gamla breska nýlenduveldis. Walcott er sagður meistari enskrar tungu. Hann fæddist 1930 á St. Lucia í Vestur-Indíum og býr nú á víxl í Trinidad og Boston. Oþýðanlegur Menn hafa fullyrt að ekki sé hægt með góðu móti að þýða ljóð. Fjölbreytni ljóðlistar Dereks Walc- otts er slík að margir hafa hrein- lega gefist upp á að líkja nákvæm- lega eftir frumgerð ljóða hans, í staðinn þýtt frjálslega og m.a. lát- ið bragarhætti hans eiga sig. Nær óhugsandi telja margir að unnt sé svo vel fari að herma eftir ensk- kreólskum mállýskum ljóðanna. Jósef Brodskí hefur sagt um Derek Walcott, vin sinn, að það skipti einu um hvað Walcott yrki, öll ljóð hans séu sjálfsævisöguleg, ekki síst vegna málsins á þeim sem sé hluti hans sjálfs. Brodskí er mikill aðdáandi Walcotts og notar um hann stór orð. Hann líkir hon- um við hafið og talar jafnframt um hlýjuna sem ljóðin miðla. I þeim sé fólgið frelsi og þau gæði hið lifandi sál. Eitt af því sem sameinar þá Walcott og Brodskí er víðfeðmi ljóða þeirra og líka dálæti þeirra á bragarháttum og rími. Vissulega hefur Walcott ort mörg stutt ljóð og hnitmiðuð. Eitt þeirra er Vetur í Greenwich Vil- lage sem birtist í fyrstu ljóðabók skáldsins, In a Green Night (1962); Bókin er líf og blaðið hvíta dauði, ég sting því í ritvélina og sný valsinum anda Bacardi-hugrekki. Sannleikurinn er ekki léttari en hann var fyrr á tímum, en það sem Catullus og Villon heyrðu, hvert orð svart fótspor í skelfilegum snjónum. Skonnortan Flóttinn En það eru lengri ljóðin sem eru dæmigerð fyrir Walcott, frásögnin og hið leikræna í þeim. Ég nefni sérstaklega Skonnortuna Flóttann úr The Star-Apple Kingdom (1979). í þessu ljóði gefur Walcott margtilvitnaða lýsingu á sjálfum sér þar sem hann með orðum Shabines (raddar höfundarins) segist bara vera „rauður negri sem elskar hafið sitt“. Sök hans um borð er ekki aðeins sú að hann er kynblendingur heldur sést til hans við það vafasama athæfi að skrifa ljóð í stílabók. Eina vopn hans er í raun skáldskapurinn, en þegar gerður er aðsúgur að honum, kokkurinn dregur dár að iðju hans, er eina leiðin að grípa til hnífsins til að öðlast tilætlaða virðingu. Silfurhnífurinn minnir á flugfisk sem flýgur beint á kokkinn: „... það leið hægt yfir hann og hann varð hvítari en hann hélt sig vera“. Hugarflugið eina fósturlandið Lífið um borð, hugsanir um þá sem bíða heima, samviskubit hins ótrúa er sá veruleiki sem við blasir. Hugarflugið er þó eina fósturland mælandans. Myndir úr Biblíunni eru jafn áberandi og hetjur kvikmyndanna. Raunsæislegar lýsingar eru stundum rofnar af ásókn draumanna. Ljóðið er skorinort, en það er stutt í hið óræða. Ljóðmálið er vindurinn og blöðin segl skonnortunnar, eins og skáldið orðar það. Hafíð er Sagan nefnist annað ljóð í The Star-Apple Kingdom. Hafið er löngum í huga skáldsins, sæfarar nútímans og þeir sem báru beinin á hafsbotni. „Karíbahafið er fullt af leifum drukknaðra sjómanna." Ljóðið og lesandinn Sagt er að Walcott flytji ljóð sín án leikrænna tilburða. Hann leggi fremur áherslu á tón þeirra, hrynjandi. Mælska ljóðanna verki eðlileg. Jafnvel þeir sem ekki eru vanir ljóðalestri ættu að hafa þolinmæði til að lesa ljóð Dereks Walcotts. Fyrrnefndur Glyn Maxwell ber á borð kaldhæðnislega hugmynd í grein sinni í TLS þess efnis að til að mynda sér skoðun um ljóðabók nægi oft að lesa upphafsljóðið, hið síðasta og einnig lengsta ljóð bókarinnar. Ég ætla ekki að taka undir með Maxwell, ekki einu sinni þegar mjög önnum kafnir og langþreyttir gagnrýnendur eiga í hlut. Það er meira að segja ekki víst að skáldin geri sér grein fyrir því þegar þau hafa lokið við „mestu ljóðin“, tímamótaljóð fyrir þau sjálf, lesendur og bókmenntasöguna. Til þess þarf góða lesendur og tíma sem tengja sig við sköpun skáldsins. Umdeilanleg, en ekki fjarri lagi, er eftirfarandi fullyrðing Glyns Maxwells: „Skáld kunna skil á gildi þess sem sagt er um önnur skáld.“ MENNING/LISTIR ÍNÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn Islands Yfirlitssýning á verkum Hreins Friðfinn- sonar tií 21. mars. Norræna húsið Færeysk myndlist til 28. mars: Amariel Norðoy, Bárður Jákupsson, Marius Olsen, Thorbjöm Olsen og Trándur Patursson. Kjarvalsstaðir íslenskt landslag 1900-1945 til 18. april. Listasafn ASÍ Sýning á veflist Guðrúnar Gunnarsdóttur til 4. apríl. Hafnarborg Sýning á verkum Margrétar Reykdal til til 15. apríl. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sýning á verkum Astu ólafsdóttur til 23. mars. Sýning á verkum Medúsu-hópsins til 5. apríi. Nýlistasafnið Níels Hafstein sýnir bókverk. Sýningarsalurinn Onnur hæð Sýning á verkum svisslendingsins Adrian Schiess til aprílloka. Gallerí Sævars Karls Helgi Öm Helgason sýnir smámyndir til 14. apríl. G-15 gallerí Sýning á verkum Elíasar Hjörieifssonar til 31. mars. Galierí einn einn Sýning á ljósmyndum og málverkum til Svölu Sigurleifsdóttur til 24. mars. Listasalurinn Portið/Hafnarfirði Sýning á verkum Jón Baldvinssonar, og ljósmyndum og skrautgripum Lárasar Karls Ingasonar og Ólafs Gunnars Sverr- issonar tíl 4. apríl. Galleri Úmbra Sýning á leirverkum Bryndísar Jónsdóttur til 7. apríl. Safn Asgríms Jónssonar Skólasýning á þjóðsagnamyndum fram í maí. Stöðlakot Magnús Pétur Þorgrímsson sýnir leirlista- verk. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning á völdum verkum listamannsins. Gallerí Borg Sýning á verkum Braga Hannessonar til 30. mars. Listhús í Laugardal Höggmyndir Helga Ásmundssonar sýnd- ar til 31. mars. FÍM-salurinn Rut Rebekka Siguijónsdóttir sýnir verk sín til 28. mars. Cafe Mílanó Verk Titu Hevdecker til marsloka. Laugardagur 20. inars. Hljómsveit æskunnar í Langhoitskirkju kl. 14.00. Sunnudagur 21. mars. Hamrahlíðarkórinn syngur íslensk þjóðlög í Listasafni íslands kl. 20.30. Kammer- sveit Hafnarfjarðar leikur á fyrstu tón- leikum sínum í Hafnarborg ki. 20.30. Maria Cederborg og Michael Hillenstedt leika á flautu og gítar i Norræna húsinu kl. 17.00. Minningartónleikar um Pái ísólfsson í sal tónlistarskólans á Sauðár- króki, kl. 16.00. Mánudagur 22. mars. Söngtónleikar með fimm einsöngvuram og tuttugu nýjum sönglögum í Hafnar- borg kl. 20.30. Þriðjudagur 23. mars. Ásdís Valdimarsdóttir, lágfiðluleikari, og Steinunn B. Ragnarsdóttir, píanóleikari, á tónleikum í íslensku óperunni kl. 20.30. Miðvikudagur 24. mars. Háskólatónleikar í Norræna húsinu kl. 12.30 og kammertónleikar kl. 20.30. I Stykkishólmskirkju era sameiginlegir tónleikar tónlistarskóla á Vesturlandi kl. 15.00. Fimmtudagur 25. mars. Gulir tónleikar Sinfóníuhijómsveitar Is- lands kl. 20.00 í Háskólabíói. Þórarinn Stefánsson, píanóleikaii, f Akureyrar- kirkju kl. 20.30. Karlakórinn Stefnir ásamt Þorgeiri J. Andréssyni í Bústaða- kirkju kl, 20.30. Laugardagur 27. mars. Hólmfríður Benediktsdóttir, Jennifer Spe- ars og Helga Bryndís Magnúsdóttir, á tónleikum í Akureyrarkirkju kl. 16.00. Háskólakórinn í Dalvíkurkirkju kl. 16.00. Söngsveitin Filharmónía í Langholts- kirkju kl. 20.30. Sunnudagur 21. mars. Helga Bachmann og Helgi Skúlason flytja dagskrána „Myndir úr Brekkukotsannái" eftir sögu Halldórs Laxness" í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17.00. Aðgangur ókeypis. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Stóra sviðið kl. 20.00: Dansað á haustvöku: lau. 20. mars, fim. 25. mars. My Fair Lady: fös. 26. mars, lau. 27. mars. Hafið: lau. 13. mars, sun. 21. mars. Dýrin í Hálsaskógi: kl. 14.00, lau. 20. mars, sunnud. 21. mars, sunnud. 28. mars. Litla sviðið kl. 20.30: Stund gaupunnar: lau. 20. mars, fös. 26. mars, lau. 27. mars. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: Stræti: sunnud. 21. mars, mið. 24. mars, fim. 25. mars, sunnud. 28. mars. Borgarleikhúsið Stóra sviðið: Ki. 20.00: Tartuffe; lau. 20. mars, fös. 26. mars. Kl. 14.00: Ronja ræningjadótt- ir; lau. 20. mars, sun. 21. mars, lau. 27. mars, sun. 28. mars. Blóðbræður kl. 20.00: sunnud. 21. mars, lau. 27. mars. Litla sviðið kl. 20.00:Dauðinn og stúlk- an, lau. 20. mars, fim. 25. mars, lau. 27. mars. íslenska óperan Sardasfurstynjan kl. 20.00, lau. 20. mars, fös. 26. mars, lau. 27. mars. Leikbrúðuland Bannað að hlæja sun. 14. mars kl. 14 og 16. Leyni Leikhúsið „Þrusk’ á Café Sólon íslandus lau. 20. mars kl. 17.00 og 20.30, sun. 21. mars kl. 20.30. KVIKMYNDIR MIR-salurinnn: ,„Einn möguleiki af þúsund" sun. 21. mars. kl. 16.00. Háskólabíó Norræn kvikmyndahátíð frá 23.-27. mars. ■BQQQSB Laugardagur 20. mars Málþing um myndlist í Gerðubergi kl. 13.15. Málþing um sýningar sem tjölmiðii í Nor- ræna húsinu kl. 9.30. f.h. UMSJÓNARMENN LISTASTOFN- ANA OG SÝNINGARSALA! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morgunblað- ið, menning/iistir, Hverfisgötu 4, 101 Rvk. Myndsendir: 91-691294.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.