Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 VEFUR, LEIR OG MYND Þrjár konur aó vinna með þrjá anga myndlistar; ein með vefnað, ein með leir og ein með málverk: Guðrún Gunnarsdóttir opnar í dag sýningu á textíl- verkum í Listasafni ASÍ, Bryndís Jónsdóttir opnaði sýningu á leirmunum í Gallerí Úmbru í fyrradag, og Rut Rebekka Sigurjónsdóttir hóf að sýna smá- myndir í FÍM-salnum síðastliðinn laugardag. Allir liggja þessir þvervegir myndlistarinnar um íslenska náttúru, þangað sækja þær sýnir og fyrirmyndir, þó útfærslan sé misjöfn og margbreytileg eins og efnisvalið gefur til kynna. SKALDAÐ I LANDIÐ 2 Guðrún Gunnarsdóttir sýnir tólf '3 ofin verk. Uppistaða þeirra er 2 ull, en hún notar einnig hamp, 3 bast og hör, auk þess sem á ö veggjum hanga smágerðar formtilraunir úr tágum. Litimir eru sterkir og upp úr löngum renningum stingast brúskar, ekki ósvipaðir grö- sugum þúfum, en reglan er heldur meiri en í hefðbundnu þýfi: „Verkin eru eins konar hughrif af landinu þegar flogið er yfir það,“ segir Guð- rún, „og það fært í stíiinn sem fyrir ber. Skurðir og hrúgur við hliðina á þeim, tún og vegir reita landið niður í lóðréttar og láréttar línur, sem ég sker síðan í sundur á mismunandi stöðum. Aðrar hugmyndir koma þeg- ar unnið er með litunum. Landið er svart og blátt, en hjá mér er það gleði, lífsgleði, sem ræður litavali. Sumarlitimir em sterkir og skærir, en á haustin sér maður korngula liti í landinu; blaktandi, heiðgul strá, og síðan skálda ég í landið. Allir eru svo daprir yfír sk. þjóðfélagsástandi að maður verður að spyma á móti til að sökkva ekki í sama þunglyndi. Ég hef unnið mikið i svörtu gegnum árin, en nú er komið að því að vinna í liti, vinna með línur og náttúm. Listamenn eiga sér gjarnan litatíma- bil, þar sem þeir vinna sig frá einni litakönnun til annarrar og það er óskaplega gaman að vinna á slíkum skeiðum." En hvers vegna þessi stökkbreyting yfír í tágverkin? „Það er púl að vefa, bamingur eins og sjómenn segja. Ég vinn yfirleitt með einföld form og einlita fleti, en það þarf að skipuleggja þau vel, því ann- aðhvort heppnast textílverk eða ekki. Öfugt við málverkið er ekki hægt að mála yfír misheppnað fleti, það verður að byrja frá gmnni. Það sem ofíð er þarf að vera vel gert og bilið milli myndlistar og handavinnu er afskaplega viðkvæmt, samkvæmt mínum skilningi. Eftir langa vinnu- lotu fyrir sýningu eins og þessa kem ég ekki nálægt vefstólnum í hálft ár eða svo og sný mér að öðru. Ég hef því ríka þörf íýrir að vinna með eitthvað fijálsara en vefínn og þá reyni ég að vinna með rýmið sem myndast á milli táganna, eitthvað létt og ljóðrænt. Tágar eiga sér eig- ið líf, ráða sér sjálfar, þannig að yfírleitt verður eitthvað allt annað úr þeim en maður átti von á. Tága- verkin tengjast þó vefinum, því þau em líka samansett úr línum sem eru hnýttar og ofnar saman, uns þau líkj- ast einhveiju utan úr geimnum." LIST SEM HELDUR VATNI ,2! Bryndís Jónsdóttir sýnir leir- O listaverk sín í Gallerí Úmbru, * djúp og íhvolf ílát, og skildi sem ^ glansa af glemngi. Ytri byrði flB vasanna er hijúft viðkomu og áferðin ekki óáþekk hveraútfelling- um, en að innan em þeir alsettir kynjamyndum sem leirinn og ofninn hafa laðað fram. Hun vinnur leirinn eingöngu í höndunum, sem er ein elsta aðferðin, ef ekki sú elsta, á þessu sviði. „Með þessum vinnu- brögðum fría ég sjálfa mig frá bekknum en verk unnin í honum verða nær algerlega samhverf og eilítið stíf og þvinguð fyrir vikið,“ segir Bryndís. „Ég blanda saman leirtegundum og ólituðum Ieir og lit- uðum til þess að verkin teikni sig sjálf í stað þess að ég risti í þau eða máli. Ég er einfaldlega of bundin Guðrún Gunnarsdóttir náttúmnni til að bæta í hana og vegna litrófs og yfirbragðs íslenskrar náttúm er hún mjög keramísk. Þessa eðliskosti kallar leirinn fram sjálfur og það er alltaf spennandi að sjá hvaða myndir mynstrið tekur á sig. í mínum huga er það nánast þrá- hyggja að vinna leirinn eins og hann býður upp á; efnið harmónerar svo vel. Þeir sem mála beint á hann færa önnur rök fyrir vinnu sinni, svo að ég held að þetta sé einfaldlega spuming um val.“ Hún segir að þeg- ar leirinn sé blautur hafi hann á sér annan litblæ en eftir brennslu, and- stæðurnar séu meiri. „Leirinn er ótrúlega þjáll og mótanlegur, en það eru samt skrýtin örlög að vera að puða við leirinn, því hann er lífrænt efni og óútreiknanlegur sem slíkur, þó að ég vilji ekki segja að hann sé fullkomlega stjórnlaus. Alltaf kemur eitthvað á óvart og sumt virðist ráð- ast af duttlungum andrúmsloftsins í ofninum hveiju sinni. Þrátt fyrir möguleika hans er vinnan við leir- mótunina ströng, bæði líkamlega og andlega. Ég hnoða kannski fimm kíló af blautum leir og þó ekki skorti einbeitingu og vinnugleði er oft erf- itt að kalla fram þá lögun, sem maður hefur í huga, en ég reyni að fá spennu í formið. Ferlið eftir það er líka tímafrekt." Eftir mótun er leirnum leyft að þorna að fullu, hann síðan grófbrenndur og loks gljá- brenndurtil að skerpa á glerungnum, en suma hluti þríbrennir Bryndís til að bæta við lit, gljáa eða áferð á Morgunblaðið/Þorkell Rut Rebekka Sigurjónsdóttir Bryndís Jónsdóttir þessi nytjalistaverk. „Einhveijir listamenn og listfræðingar líta niður á nytjalist, en sjaldnast álmenning- ur, og stafar fyrrnefnd afstaða eflaust af því að flestallar hefðir vantar á íslandi. Sú vöntun stendur manni fyrir þrifum á vissan hátt en opnar heim tækifæra á hinn bóginn. Nytjalist er nauðsynlegur þáttur í lífinu þegar maður kynnist henni. Fólk sem gagnrýnir þetta form gerir sér yfírleitt ekki grein fyrir því hversu mikið hugvit býr að baki og vinna. Það sem stendur upp úr er valið úr ótal hlutum en annað hafnar Morgunblaðið/Þorkell í glatkistunni. Hver gripur er ein- stakur, það á að nota hann og njóta en ekki upphefja á einhvern stall og þetta er jafnframt list sem heldur vatni — og leikið það eftir! Og ég spyr, ef listamenn bera ekki virðingu fyrir vönduðu handverki og fjöl- breytileika í sköpun, hver gerir það þá? Mér verður hugsað til Japans, þar sem þeir geyma allt frá ævaforn- um Ming-vösum til nútíma keramik- hluta í eldvörðum og þjófaheldum hirslum, því þar er þessi virðing fyr- ir hendi og ómenguð af snobbi og yfírdrepsskap." KARÓLÍNA EIRÍKSDÓTTIR TÓNSKÁLD NÝTT HUÓMSVEITARVERK FRUMFLUTT í STOKKHÓLMI Frumflutt verður á morgun, sunnudag, nýtt hljóm- sveitarverk eftir Karólínu Eiríksdóttur í Stokkhólmi á opnunartónleikum tónlistarhátíðar sem ber nafn- ið Stockholm New Music 1 993. Verkið sem nefnist Þrjár setningar (Three Paragraphs), var pantað af sænsku ríkiskonsertunum og var styrkt af MOMUS. Verkið verður flutt af sinfóníuhljómsveit- inni í Malmö undir stjórn Leifs Segerstam. Karólína verður viðstödd opn- unartónleika tónlistarhátíð- arinnar í Stokkhólmi. Blaða- maður Morgunblaðsins ræddi lítil- lega við hana áður en hún hélt ut- an, og sagði hún þetta vissulega hafa verið skemmtilegt verkefni. Verkið héti Þijár setningar, vegna þess að það væri þrír stuttir kafl- ar, þannig að hún liti á hvern kafla fyrir sig sem eina setningu. „Þetta verk var pantað af sænsku ríkiskonsertunum í fyrra, eða fyrir rúmu ári síðan. Ég lauk ekk'i samningu verksins fyrr en í febrúarmánuði, þannig að þetta er alveg nýtt. Ég var búin að ráðstafa hluta af árinu í fyrra, þegar þeir komu að máli við mig, svo ég gat ekki hafist handa alveg strax. Þetta eru þrír kaflar, svona þijár setning- ar, fyrir frekar stóra sinfóníuhljóm- sveit,“ sagði Karólína. Aðspurð hvernig það hefði komið til að þetta verk var pantað hjá Karólína Eiríksdóttir tónskóld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.