Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 SAFN í MÓTUN Húsið var rúm sjö ár í byggingu og var opnað með viðhöfn 24. mars 1973 með sýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals. Eitt fyrsta verk stjórnar hússins var að leggja til við borgaryfirvöld að nafninu yrði breytt úr Myndlistarhúsinu við Miklatún, sem það hét upphaf- lega, í Kjarvalsstaði enda hafði seinna nafnið fest rækilega við það. Fyrstu árin var starfsemi Kjarvalsstaða í nokkuð föstum skorðum en þar leigðu myndlistar- menn, samtök þeirra og aðrir, sýn- ingarrými en einnig stóð húsið sjálft fyrir nokkrum yfirlitssýning- um, þá sérstaklega á verkum Kjarvals. Starfsemi Kjarvalsstaða eins og hún er í dag er orðin talsvert frá- brugðin þessu fyrirkomulagi en hana má rekja til ársins 1986 þeg- ar gerð var umtalsverð breyting á stjóm menningarmála í Reykjavík og þar með Kjarvalsstaða. Breyt- ing þessi fór ekki hátt og, eins og oft vill verða um opinberar stofn- anir, áhrifín voru nokkurn tíma að koma í ljós. Breytingin fólst í því að sett var á laggirnar Menn- ingarmálanefnd Reykjavíkurborg- ar og starfsemi Kjarvalsstaða færð undir yfírstjóm hennar ásamt öðr- um menningarstofnunum borgar- innar, s.s. Borgarbókasafni, Gerðubergi, Árbæjarsafni og Ás- mundarsafni. Menningarmála- nefnd Reykjavíkur er skipuð fímm fulltrúum stjómmálaflokkanna auk tveggja fulltrúa frá Bandalagi íslenskra listamanna sem hafa til- lögurétt en ekki atkvæðisrétt. For- maður nefndarinnar hefur verið frá upphafi Hulda Valtýsdóttir. Listasafn Reykjavíkur er sam- heiti yfír listaverkaeign borgarinn- ar; Kjarvalssafn, Asmundarsafn og útilistaverk. Á Kjarvalsstöðum er haldið utan um þessa listaverka- eign og höfð umsjón með listræn- um og fjárhagslegum rekstri stofnunarinnar. Árið 1989 var tekið annað af- drifaríkt skref í átt til þess að gera Kjarvalsstaði að ábyrgara nútímalistasafni sem væri sam- bærilegt öðrum borgarlistasöfnum í Evróp. Snemma það ár var lista- manni boðið að sýna þar og greiddi Reykjavíkurborg uppsetningu, sýningarskrá og boðskort. Mikil- vægi þessarar breytingar var ekki öllum Ijós og var hún jafnvel um- deild enda flestir þá orðnir vanir þeirri tilhögun að sýningarsalir Kjarvalsstaða væm leigðir út eins og hafði tíðkast allt frá upphafí. Hins vegar kölluðu nýir tímar og aukið framboð á öðm sýningar- húsnæði á þessar breytingar jafn- framt því sem fram komu kröfur um markvissari vinnubrögð og meiri listrænan metnað. Þessi tilraun þótti takast það vel að fleiri boðsýningar fylgdu í kjölfarið og var innlendum jafnt sem erlendum listamönnum boðið að sýna en einnig voru sýningar- salirnir leigðir út áfram. Á síðasta ári samþykkti svo Menningar- málanefnd að gera tilraun sem stæði yfír í tvö ár; að allar sýning- ar á Kjarvalsstöðum yrðu á vegum Reykjavíkurborgar. Tilraunin hófst um áramótin og verða allar sýningar á þessu og næsta ári boðsýningar. Listasafn Reykjavíkur er safn sem er í stöðugri mótun og þar sem leitað er nýrra leiða til að sýna eldri sem yngri list í nýju ljósi og gefa landsmönnum öllum kost á að skoða verk eftir fjöl- breyttan hóp listamanna. Það eru ekki mörg ár síðan að erlend list á Islandi þótti tíðindum sæta en nú er svo komið að hún er orðin eðlilegur hluti af íslenskri listaflóru. Kjarvalsstaðir hafa lagt sérlega mikilvægt því þau eru bæði í senn listamenn og áhorfend- ur framtíðarinnar og því nauðsyn að kenna þeim þegar á unga aldri að umgangast list og listasöfn. Safnafræðslan er, eins og mörg önnur menningarstarfsemi, lang- tímaferli sem e.t.v. skilar ekki árangri á nokkrum dögum eða vikum heldur kemur hinn raun- verulegi árangur hennar í ljós oft mörgum árum seinna. Á næstunni verður stigið enn eitt skrefið í átt að því að gera Listasafn Reykjavíkur að virku safni því þá verður tekið í notkun bókasafn Kjarvalsstaða. í því eru bækur um og tengdar myndlist, m.a. einkasöfn Jóhannesar Kjarv- als og Ásmundar Sveinssonar auk bréfa og annarra heimilda sem þeir ánöfnuðu Reykjavíkurborg, að viðbættum tímaritum og sýn- ingarskrám hvarvetna úr heimin- um. Ekki er fyrirhugað að bæk- urnar verði lánaðar út en þeir sem vilja nýta sér safnið munu gera það í samráði við bókavörð. Ekki er hægt annað í grein eins og þessari, sem fjallar um starf- semi Kjarvalsstaða í dag, en að minnast á þær breytingar sem gerðar voru á sýningarrýminu síðastliðið haust og smiðshöggið Nokkrir atburóir úr starfssemi Kjarvals- staða: Yoko Ona að só fræjum í Miklatún, umkringd börnum, Dr. Kristjón Eldjórn, for- seti Islands, Hannes Kr. Davíðsson, arki- tekt hússins og Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, við opn- un hússins þann 24. mars 1973, börn í safnkennslu, eitt lista- verka Mírós sem sýnt var ó Listahótíð 1992, og Hugsuður- inn ó væntanlegri sýningu verkum eftir Rodin. ríka áherslu á að setja upp sýning- ar með erlendum listamönnum, bæði með beinni samvinnu við listamennina sjálfa og einnig í samvinnu við listasöfn. Þessi inn- fiutningur á erlendri list hefur ekki bara skilað sér í fjölbreyttari sýningum hér á íslandi heldur hafa myndast mikilvæg tengsl við erlend listasöfn sem síðan hafa ákveðið að setja upp sýningar á íslenskri list í sölum sínum. Kjarv- álsstaðir vinna einnig í nánu sam- bandi við söfn á hinum Norður- löndunum. Á þessu ári eru haldnar 20 myndlistasýningar auk annarra viðburða. Hæst bera sýningar á íslenskri landslagslist 1900-1945 sem stendur yfir núna og sýning á um 60 höggmyndum eftir Rodin úr Rodin-safninu í París en þessi sama sýninga var sett upp í Pek- ing nú fyrir skömmu og hlaut gríð- armikla athygli. Auk þess má nefna sýningu á útgáfu- og neon- verkum eftir Ian Hamilton Finlay sem stóð yfír í janúar og febrúar. Af einstökum íslenskum lista- mönnum sem boðið er að sýna í ár eru t.d. Svava Bjömsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Sæmundur Valdimarsson, Daníel Magnússon, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Louisa Matthíasdóttir. Kjarvalsstaðir hafa nú um nokk- urt skeið staðið fyrir ljóðasýningum í samvinnu við Ríkisútvarpið, Rás 1, og hafa boðið íslenskum ljóð- skáldum að sýna ljóð sín í rými sem nánast eingöngu hefur verið ætlað myndlist. Ljóðasýningamar hafa þannig bæði víkkað út hugmyndir manna um Ijóðið og einnig breytt hugmynd- um manna um notkun sýningarrýmisins. , Samhliða boðsýning- unum hefur útgáfu- starfsemi Kjarvalsstaða vaxið hröðum skrefum og nú er svo komið að þar eru gefnar út mjög vandaðar sýningarskrár með upplýsingum um listamanninn og/eða verkin. Þessar sýningarskrár gegna miklu hlutverki í upplýsingaþjóðfélagi og leggja grunninn að faglegri og nákvæmari vinnubrögðum en áður hafa tíðkast. En útgáfustarfsemin er ekki bundin við sýningarskrár eingöngu því að auki hefur Lista- safn Reykjavíkur látið gerá litlar gifsafsteypur af höggmyndum Ásmundar Sveinssonar, póstkort með myndum úr eigu Listasafni Reykjavíkur og plaköt. Frá 1991 hefur verið starfandi við Listasafn Reykjavíkur safna- leiðbeinandi sem sinnir hópum sem vilja fá leiðsögn um safnið. Þessi þjónusta varð strax mjög vinsæl og aukast vinsældirnar með hveiju ári. Aðallega eru um að ræða hópa skólafólks allt frá 1. bekk grunn- skóla upp í elstu bekki mennta- og framhaldsskóla en einnig sækja safnið reglulega í þessu augnamiði börn af dagheimilum, leikskólum og úr skipulagðri félagsstarfsemi Reykjavíkurborgar. Markmiðið með safnafræðslunni er að hjálpa áhorfendum að njóta listarinnar og fá þeim í hendur „lykla“ að henni svo þeir geti sjálfír dregið eigin ályktanir. Fyrir börn er þetta rekið á nú í febrúar. í september sl. var veitingasala hússins, sem hafði verið frá upphafí í miðskip- inu, færð í austurforsal en við það skapaðist mun stærra og heil- steyptara sýningarrými á göngum Kjarvalsstaða. Við þetta jókst einnig skrifstofurými hússins til ’ muna en hafði verið fram að því mjög þröngt og óhentugt. Hin nýja og glæsilega kaffistofa sem opnuð var er orðin mjög vinsæl meðal stórra hópa sem fá sér kaffi eftir að hafa skoðað sýningarnar eða_ koma bara til að drekka kaffí. Á þessum tímamótum er ekki hægt að segja annað en bjart sé yfir framtíð Listasafns Reykjavík- ur og Kjarvalsstaða. Þar er stöð- ugt unnið að því að bæta þjónustu safnsins og að móta það umhverfi sem listin er í núna. Þar er mark- visst stefnt' að því að gera Kjarv- alsstaði að lifandi og fjölbreytilegu safni sem geti verið eðlilegur hluti af lífi nútímafólks en ekki bara geymslustaður fyrir listaverk. Gott er fyrjr alla fjölskylduna að heim- sækja Kjarvalsstaði, en þar ríkir þó engin lognmolla, því stöðugt spyija menn sjálfa sig og aðra um gildi þeirrar listar sem þar er sett upp og hafa skoðanir á því sem fer þar fram. Þorri Hringsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.