Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 1
32 síður og 16 siður Handritablað HANDRITIN HEIM Á sjöunda tímanum í gærkvöldi flaug ljósm. Mbl. ÓI. K. Magn. til móts við Vædderen og Ægi. Skipin klufu þá öldurnar 18 sjómílur út af Sclvogi. Þa? var grátt í lofti og gekk á með hryðjum. Framundan var Reykjanesskaginn og sást glytta í sólskin og rósrauðan kvöldhimininn, en norðan Reykja- ness var glampandi sól og sléttur sjór framundan snæviþöktiun Faxaflóafjöllunum. Handritin koma í land kl. 11 fyrir hádegi DANSKA eftirlitsskipið Vætld- eren leggst að hafnarbakkanum framan við Hafnarhúsið í Reykjavík kl. 11.00 í dag og hefur innanborðs Flateyjarbók og Sæmundar-Eddu. Varðskipið Ægir sigldi til móts við eftir- litsskipið í gær og fylgir í>ví til hat'nar. Lúðrasveit Reykjavík- iir heftir leik á hafnarbakkan- um kl. 10,30, en skátar og lög- reglumenn standa heiðursvörð. Meðal viðstaddra, er skipið leggst að bryggju, verða ríkis- stjórn íslands, forseti sameinaðs Alþingis, forseti Hæstaréttar, send/herra Dana, núverandi og fyrrverandi sendiherrar fslands í Danmörku, borgarstjórinn í Reykjavík, og ýmsir embættis- menn. Forsætisráðherra íslands, Jóhann Hafstein og Paul Hartl- ing utanríkisráðherra Danmerk- ur flytja ávörp á hafnarbakk- anum, en formleg afhending handritanna fer fram síðdegis i Háskólabíói. Meðal gesta við af- hendinguna verða forsetahjónin. Útvarpað og sjónvarpað verður beint l'rá liafnarbakkanum og utvarpað frá Háskólabíói. Vinna verður víða felld niður frá kl. 10,30 til hádegis og kennsla felld niður í skólum um allt land. f kvöld efnir ríkisstjórnin til veizln að Hótel Borg. Dönsku gestirnir halda heimleiðis á föstudag. Sendinefnd dömku ríkisstjóm arininar og þjóðþingsinis ásamt gestum íslenzku níkisstjómar- innar kom til landsin-s með flugvél F.í. í gærdag. í sendi- nefnd ríkisstjórnar Dammerkur og þjóðþingsins eiga sæti eftir- taldir menn: Paul Hartling utanirikisráðherra, Karl Skytte þjóðþingforseti, Knud Thestrup dómsmálaráðherra, Helge Lar- sen menntamálaráðherra, Jens Otto Krag fyrrv. fonsætisráð- henra, Hanine Budtz þjóðþings- maður, Kristen Ö'stergaard, þjóðþingsmaður, Ejler Mogen- sen ráðuneytisstjóri menmta- málaráðuneytisins og Eli Larsen ráðherraritari. Eftirtaldir memn komu í boði íslenzku ríkisistjórn- arininar: Erik Eriksen, fyrrv. for- sætisráðherra, Jörgen Jörgensen, fyxrv. menintamálaráðherra K.B. Andersen fyrrv. menmtamálaráð- herra, J. Th. Artníred, fyrrv. skólastjóri lýðháskólans í Askov, Bent A. Koch ritstjóri. Auk þesis bauð mikisstjórnin Bjama M. Gíslaisyini rithöfundi og dr. Jóni Helgasyni til íslands, en dr. Jón gat ekki þegið boðið. Jóhamn Hafstein forsætisráð- herra, Emil Jónsson utantríkis- ráðherra og dr. Gylfi Þ. Gísla- san menintamálaráðherra ásamt forseta sameinaðs Alþingia, sendiherra Dana á íslandi og noikkrum ísl. embættismönmum tóku á móti gestunum á Reykja- vikurflugvelli. Snemma í gærmorgun sigidi varðslkip til móts við daneka skipið og fylgir því til hafnar. Áður en skipið leggst að verður damska sendinefndin, flutt um borð og Gunnar Bjönnsson ræð- ismaður, sem kom með Vædder- en frá Danmörku, fluttur frá borði. Með Vædderen kom m.a. Ejler Mogenisen, ráðuneytisstjóri, sem af hálfu damiska memmta- málaráðuneytisins hafði umsjón með fJ.utningi handritanma. — Samlkvæmt dagskrá á Lúðra- sveit Reykjavíkur að hefja leik á hafraarbakkanum kl. 10,30, en kl. 11.00 leggst Vædderen að hafnarbakikanum fyrir framan Hafnarhúsið. Þegar skipið hefur lagzt við festar leikur lúðrasveit- in þjóðsöngva Danmerkur og ís- lands. Síðan flytur Jóhanm Haf- stein forsætisráðherra ávarp, en Paul Hartlimg utanríkisráðherra talar af hálfu gestanna. Að ávörp um loknum bera sjóliðar hand- ritiin frá borði, en skátar og lög- reglumenm standa heiðurtsvörð á hafnaribakkanum. Kl. 11,30 verður ekið frá höfninni um Tryggvagötu, Lækjargötu, Frí- kimkjuveg, Sóleyjargötu og Hringbraut að Hótel Sögu, þar sem gestirniir munu dveljast. Meðfram Lækjargötu, Fríkirfeju- vegi og Sóleyjargötu stamda skólabörn með danska og ís-1 og áður segir verða forsetahjón lenzka fána og gert er ráð fyrir in meðal viðstaddra. Boðið hef- að borgiin verði fánum skrýdd. ur verið mörgum gestum til at- Kl. 16 hefst sjálf afhending- i hafnarinnar, en öllum er heim- arathöfnin í Háskólabdói. Eins I Franihald á bls. 21. MORGUNBLAÐIÐ gefur út sérstakt blað í dag í tilefni af komu fyrstu liand- ritanna, Sæmundar- Eddu og Flate.vjar- bókar, frá Dan- mörku. Þá eru og nokkrar síður í aðal- blaðinu einnig helg- aðar handritumim. 1 greinum þessum er m. a. rætt við ýmsa menn, Dani og Islendinga, sem kom- ið hafa við sögu handritamálsins eða fjallað nm handritin sem vísindamenn. Myndin á forsíðu handritablaðsins er af síðu úr Flatc.vjar- bók. % Mt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.