Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1971 Getraunaþáttur Mbl.: Arsenal og Leeds í einvígi um meistaratitilinn Jeff Astle, miðherji W.B.A., skoraði sögnlegt mark í Lecds. Þetta mark kann að ráða úrslitum í deildakeppninni og það olli miklum slagsmálum og ólátum á Elland Road. Á mymd- iniii hér að ofan sést Jeff Astle verjast árásum æstra áhorf- enda, sem margir gistu steininn fyrir vikið. ARSENAL hefur náð efsta sæti í 1. deild eftir sögulega helgi í enskn knattspyrnunni og er félagið nú liklegt til að vinna meistaratitilinn i fyrsta skipti í átján ár. Arsenal vann New- castle á laugardaginn, en á sama tima tapaði Leeds fyrir W.B.A. á heimavelli í sögulegum leik. W.B.A. hafði ekki unnið leik á útivelU í 16 mánuði og fæsta gmnaði, að liðið léki einhverjar kúnstir á Elland Road. En það fór á annan veg, því að W.B.A. sigraði með tveimur mörktim gegn einti. Siðara mark W.B.A. verður að teljast afdrifaríkasta mark keppnistimabilsins í tvenn- um skilningi, því að það kostaði Leeds efsta sætið í 1. deild og olli auk þess slikum ólátum á vellinum, að leikurinn tafðist nm fimm mínútur. Annar línu- vörðurinn var grýttur, svo að hann lá við, en lögreglumenn og Mkmenn tirðti að slá skjaldborg um dómarann á meðan völlnrinn var ruddur æstum áhorfendum. Jeff Astle skoraði þetta sögulega rnark eftir sendingu frá Tony Brown. Leikmenn Leeds töldu markið ólöglegt vegna rangstöðu eins leikmanns W.B.A., C-olin Suggett, en dómarinn dæmdi hins vegar markið gilt, þar sem hann taldi, að rangstaða Sugg- etts hefði engin áhrif á leikinn. Og þa-r við sat. Fyrsta ma-rk leiksins skoraði Tony Brown, en Allan Clarke skoraði mark Leeds skömmu fyrir leikslok. Að leikn- um Ioknum hófust ólætin að nýju og varð lögreglan að vernda dómarann, Ray Tinkler, fyrir áhorfendum, svo að hann héldi lífi og limum, en handtók síðan óeirðaseggi eftir því sem ffangelsisrými leyfði. Stjóm Leeds hefur nú sent yfirstjórn deildakeppninnar opinber mót- mæli vegna frammistöðu dóma.r- ans i leiknum, en úrslitum hans verður enga-n veginn breytt. Leikurinn á Highbury, milli Arsenal og Newcastle, fór hins vega-r fram með friði og spekt, utan þess, að Charlie George fékk áminningu, en hann svar- aði fyrir sig með því að skora eina mark leiksins. Arsena-I á nú fimm leiki eftir í deildakeppninni, gegn Burnely og Stoke á heimavelli og gegn W.B.A., Leeds og Tottenham á útiveRi, en Leeds á aðeins þrjá leiki eftir, gegn Southampton á útivelli og gegn Arsenal og Nott. Forest á heimavelli. Athygli skal vakin á því, að leikur Leeds og Arsenal verður leikinn á mánu- daginn kemur á EUand Road. Allar líkur benda til þess, að Buraley muni fylgja á eftir Blackpool niður f 2. deild, en í stað þeirra muni koma Leieester og annað hvort Sheffield Ltd. eða Cardiff. Við skulum nú líta nánar á úr- slit leikjanna á laugardaginn var: 1. deild: Arsenal —- Newcastle 1:0 Blackpool — Nott. Forest 2:3 Coventry — Bumley 3:0 Crystal Palace — Man. Utd. 3:5 Ðerby — Everton 3:1 Ipswich — Huddersfield 2:0 Leeds — W.B.A. 1:2 Liverpool — Tottenham 0:0 Man. City -— Chelsea 1:1 West Ham — Stoke 1:0 Wolves — Southampton 0:1 2. deild: BJackburn — MiJlwaJl 0:2 Cardiff — Watford 0:1 Carlisle — Norwich 4:2 Charlton — Bolton 4:1 HulJ — Orient 5:2 Luton — Shefíield Wed. 2:2 Oxford — Bristol City 1:0 Portsmouth — Middlesboro 1:1 Q.P.R. — Swindon 4:2 Sheff. Utd. — Birmingbam 3:0 Sunderland —- Leicester 0:0 Urslit á mánudag: 1. deild: Man. Utd. — Liverpool 0:2 Og þá skulum við gefa spá- manni hlaðsins orðið: Burnley — Derby 1 Ég geri ráð fyrir því, að Burn- ley verði fallið í 2. deild á laug- ardaginn, en þar sem þessi leik- ur verður síðasti leikur liðsins á heimavelli í T. deild tel ég við- eigandi að Burnley kveðji deild- ina með sigri. Chelsea — Coventry 1 Chelsea tapar ógjarnan stigum á heimavelli og Coventry er varla líklegt til að bregða fæti fyrir Chelsea á Stamford Bridge. Ég spái Chelsea sigri. Everton — Blackpool 1 Þó að Everton hafi gengið illa að undanförnu tel ég liðið eiga sigur visan gegn Blackpool, sem er þegar fallið í 2. deild. Áhorf- endur á Goodison Park krefjast þess, að Everton vinni sigur í síðasta leik sinum á heimaveUi, og þeir eiga það skilið. Huddersfield — Wolves X Huddersfield er mikið gefið fyrir jafntefli á heimavelli og þó að Uílarnir muni örugglega leika stíft til sigurs, geri ég ráð fyrir því, að Huddersfield haldi jafntefli. Man. Utd. — Ipswich 1 Þessi leikur er síðasti leikur Man. Utd. á heimaveJli í ár og sennilega sá síðasti, sem Sir Matt Busby stjómar á Old Traf- ford, þvi að innan skamms verð- ur eftirmaður hans valinn. Ég hefi trú á þvi, að Man. Utd. bregðist ekki Sir Matt á kveðju- stundu og Ipswich er heppilegt lið sem andstæðingur í slíkum leik. Ég spái þvi Man. Utd. sigri. Newcastle — West Ham 1 Newcastle hefur ekki tapað leik á heimavelli í langan tíma, en West Ham hefur tapað flest- um leikjum sínum að heiman. West Ham er sennilega úr faU- hættu og þvi verður liðið vel víð- ráðanlegt. Ég spái Newcastle sigri. Nott. Forest — Liverpool X Það hefur sjaldan orðið mikill munur á þessum liðum, þegar þau hafa mætzt í Nottingham, og oft hafa þau skilið jöfn. Nott. Forest hefur samt verið lítið gefið fyrir jafntefli á heimavelíi i vetur, en ég spái því, að svo verði nú. Southampton — Leeds X Þessi leikur er erfiður við- fangs og úrslit hans torráðin. Southampton hefur aðeins tvisv- ar beðið ósigur á heimavelli, í síðara skiptið gegn Arsenal um páskana. Leeds hefur hins vegar beztan árangur allra liða á úti- veJU og hefur aðeins tapað tveimur leikjum að heiman og liðið er ekki á því að afsala sér meistaratitlinum baráttulaust. Southampton hefur ekki unnið Leeds á heimavelli í 1. deild, en Jiðið á í harðri keppni um vega- bréfin í Evrópukeppni á næsta ári. Ég hallast að jafntefJi i þess- um leik. Stoke — Man. City 1 Stoke og Man. City hafa að Jitlu að keppa i þessum leik. Mikil forfölJ hafa verið í Jiði Man. City að undanförnu, en á miðvikudaginn leikur liðið síðari Jeik undanúrslitanna í Evrópu- keppni bikarhafa gegn Chelsea og teflir því ekki á tvær hættur i Stoke. Ég spái Stoke sigri. Tottenhani — Crystal Pa-Iace 1 Tottenham hefur unnið þrjá síðustu leiki sína á heimavelli, en Palaee hefur ekki unnið leik í langan tima, hvorki heima né að heiman. Ég tel því sigur Tott- enham vísan. W.B.A. — Arsena-1 X W.B.A. kastaði af sér álagafjötr- unum í Leeds á laugardaginn, er liðið vann sinn fyrsta sigur á útivelli í 16 mánuði. Ég er smeykur um, að W.B.A. ætJi sér nú að láta kné fylgja kviði og vilji bæta Arsenal í höfuðleðra- safnið, en Arsenal hefur nú unn- ið sjö leiki í röð og verður því varla auðunnið. Á undanförnum sex árum hefur Arsenal unnið þrisvar í West Bromwiich, W.B.A. hefur unnið einn sigur, en liðin hafa tvisvar skilið jöfn. Ég sætti mig við jafntefli að þessu sinni. Middlesboro — Sheff. Ufd. X Middlesboro er jafnan hart í horn að taka á heimavelli, en liðið er nú ekki lengur með í kapphlaupinu um sætin í 1. deild. Sheffield Utd. er nú í öðru sæti í 2. deild og því sæti vilja þeir halda með öllum ráðum. Ég spái jafntefli í þessum leik og mega þá bæði Jiðin vel við una. Staðan í ensku deildakeppn- inni er nú þessi: 1. deild: 3716 3 0 Arsenal 10 3 5 66:26 58 3914 2 3Leeds 10 8 2 66:30 58 3911 6 2 Chelsea 6 8 6 50:40 48 3912 2 5 Wolves 8 5 7 61:53 47 39 10 10 0 Liverpool 5 6 8 38:22 46 3710 4 4 Tottenh. 6 9 4 49:31 45 3811 5 2 South'ton 5 7 8 49:38 44 38 7 8 3 Man. City 5 8 7 42:33 40 3911 3 5 Coventry 4 610 34:36 39 39 8 6 6 Man. Utd. 6 4 9 57:60 38 39 8 8 3 Newcastle 5 41140:4338 39 8 5 7 Derby C. 6 4 9 52:53 37 4010 6 4 Everton 2 6 12 54:58 36 39 9 3 7 Nott. For. 5 41142:58 35 38 9 7 3 Stoke 2 5 12 42:46 34 39 9 7 4 W.B.A. 1 7 11 56:68 34 38 8 5 7 C. Palace 3 6 9 36:46 33 39 7 8 5 Huddersf. 3 51137:4633 39 9 3 8 Ipswich 3 5 11 40:45 32 39 6 8 6 West Ham 3 51134:57 31 38 4 8 8 Burnley 2 5 1127:59 25 39 2 8 9 Blackpool 1514 30:6419 2. deild: 3911 7 2 Leicester9 6 4 53:29 53 3912 6 lSheff. U 7 7 6 64:37 51 3811 7 2 Cardiff 7 6 5 60:32 49 3910 5 4 Hull 8 8 4 52:35 49 3915 3 2 Carlisle 3 9 7 60:42 48 3913 4 2 Middl'b. 4 7 9 58:4145 3811 6 2 Luton 5 6 8 55:39 44 40 11 8 1 Norwich 4 6 10 53:49 44 3912 6 2 Birm.h. 5 31156:46 43 40 12 5 3 MiUwaU 5 41154:42 43 3911 6 3 Sunderl. 3 51149:51 39 39 7 7 5 Oxford 6 6 8 37:44 39 38 12 6 2 Swindon 2 4 13 58:49 38 3810 4 5Q.P.R. 4 5 10 53:52 37 4010 7 3 Sheff.W 2 513 50:64 36 39 510 4 Orient 4 51127:4733 39 9 4 7 Portsm. 1810 43.5832 39 5 7 7 Watford 4 61035:5431 39 9 5 5 Bristol 1415 44:6129 38 8 4 8 Charltonl 811 39:59 28 39 5 7 8 BJackb. 1612 34:64 25 40 6 4 10 Bolton 1415 33:7222 3. deild (effstu liðin): Fulham 43 leikir 56 stig Preston 42 — 55 — Halifax 42 — 52 — Aston Villa 42 — 50 — 4. deild (efstu liðin): Notts County 43 leikir 65 stig Bournemouth 43 — 57 — Oldham 43 — 55 — York 42 — 54 — Chester 43 — 53 — R.L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.