Tíminn - 20.11.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.11.1943, Blaðsíða 2
458 TÍMINX, laiigardagiim 20. nóv. 1943 115. blaSS Drengskaparheitíð enn Nokkrar leiðréttingar á missögnum í varnargrein 01. Thors og Jakobs Möllers irá Eysteíni Jónssyni og Hermanni Jónassyni ^íminn Laugardagur 20. nóv. Eíðrofsmálið Það mun vafalaust flestra dómur, að Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson hafi vel getað sleppt því að svara hinni seinni skýrslu Ólafs Thors og Jakobs Möllers 1 eiðrofsmálinu. Sú skýrsla hróflaði ekki við neinu í hinni rækilega rök- studdu greinargerð þeirra Hef- manns og Eysteins, heldur end- urtók aðeins fyrri ósannindi og blekkingar þeirra Ólafs og Jak- obs. Dómur andstæðingablaða beggja aðila sýndi það bezt, að sekt þeirra Jakobs og Ólafs var fullsönnuð. Alþýðublaðið sagði: „Eru með sk'ýrslu þessari (þ. e. skýrslu Hermanns og Ey- steins), sérstaklega með tilvitn- unum í fundargerðir Fram- sóknarflokksins, fram kom- in ný sönnunargögn í þessu máli, sem ekki getur hjá farið að veki stórkostlega athygli, enda virðast þau óneitanlega taka af öll tvímæli um sekt Ól- afs“. (Alþbl. 29. okt.). Þjóðviljinn sagði: „En hvað hefir svo upplýzt í öllum þessum umræðum? Það, að Ólafur Thors hefir þann 17. jan. 1942 kl. 12,25 lof- að Hermanni Jónassyni og Ey- steini Jónssyni, og lagt við drengskap sinn, að kjördæma- málið, öðru nafni „réttlætismál- ið svo notað sé orðalag Sjálf- stæðisflokksins, skyldi ekki af- greitt fyrir kosningar 1942. Þetta drengskaparheit rauf Ólafur Thors, ef til vill tilneyddur af flokki sínum“. (Þjóðv, 30. okt.). Þessi ummæli andstæðinga- blaða beggja aðila eru raunar ekki annað en dómur alls al- mennings, sem fylgzt hefir með málavöxtum og því dæmt Ólaf og Jakob sekan. Þann rétt- mæta sektardóm fá þeir ekki þvegið af sér, þótt þeir fylli Morgunblaðið og ísofold með löngum blekkingavaðli um mál- ið. Þessi viðleitni Ólafs og Jak- obs mun og ganga enn verr vegna þess, að áreiðanlega eru ekki til aðrir tveir menn í land- inu, er fjöldi manna hef- ir reynt að beinum vanefndum. Þeir bifreiðastjórar skipta vafa- laust hundruðum, sem Jakob Möller gaf loforð um bíl fyrir kosningarnar í fyrra og sveik síðan. Þeir bændur skipta þús- undum, sem tóku trúanlega þá yfirlýsingu, er stjórn Ólafs Thors lét birta i útvarpi rétt fyrir haustkosningarnar í fyrra, að nóg væri til af síldarmjöli, en síðar fengu að reyna, að þetta voru hrein ðsannindi. Þessir menn og margir fleiri, sem svipað er ástatt um, hafa áreiðanlega ekki þurft að fá fyrri skýrslu þeirra Hermanns og Eysteins til þess að láta sannfærast um sekt Ólafs og Jakobs 1 málinu. Þeir hafa get- að dæmt út frá eigin reynslu. Þetta mál er raunverulega búið mál, hvað það snertir að fá fullar sannanir fyrir sekt Ólafs og Jakobs. Þær eru þegar fengnar. Hitt er eftir — og það er nú aðalmálið, — hvernig unnt verði að fyrirbyggja slíkt fram- ferði í stjórnmálabaráttunni í framtíðinni og afstýra þannig, að aftur kunni að skapast svip- að öngþveiti og upplausn og hlotizt hefir af drengskapareið- rofi Ólafs og Jakobs. Vegna þessa háttalags þeirra er nú svo komið, að íslenzk stjórnmál vantar alla þá gagnkvæmu tiltrú og traust á drengskap andstæðinga, sem er nauðsynleg undirstaða heil- brigðrar stjórnmálasamvinnu. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins hefir í formannssæti mann, sem enginn þorir að treysta, og hefir þannig raun- verulega dæmt sig úr leik til að geta haft forustu um nokkurt heiðarlegt stjórnmálasamstarf. Þetta er yfirlýst af blöðum allra hinna flokkanna. Alþýðublaðið segir um það, þegar Ólafur var iátinn svíkja heitið: „Þar með var Sjálfstæðis- Þeir Ólafur Thors og Jakob Möller birta grein í Morgunblað- inu 9. þ. m., þar sem þeir þræta fyrir að hafa unnið drengskap- arheit það, er þeir gáfu okkur 17. janúar 1942, um að kjör- dæmamálið skyldi ekki verða afgreitt á þinginu 1942. Þetta verða vjíst að teljast eðlileg vinnubrögð, því að það er næsta náin skyldleiki milli þess, að rjúfa gefið drengskap- arheit og að þræta eftir á fyrir að hafa unnið heitið. Áður en þeir Ólafur Thors og Jakob Möller rufu drengskapar- heit sitt, áttum við tal við þá um það, hvaða afleiðingar slík brigðmælgi mundi hafa. Skýrð- um við þeim greinilega frá því, að við gætum eftir það ekki treyst þeim til neins samstarfs. í þessum samtölum kom það fram hjá þeim Ólafi Thors og Jakob Möller, að þeir töldu sig ekki geta ráðið við flokk sinn í kjördæmamálinu, yrðu því aö rjúfa drengskaparheitið og teldu sig neydda til að þræta fyrir það eins og komið væri. — „Svar“ 'þeirra Ólafs Thors og Jakobs Möller er að þessu leyti eigi frábrugðið því, sem vænta mátti. Það er eðlilegt ‘einkenni svars þessarar tegundar, að gengið er á snið við margar þær staðreyndir, sem greindar voru í skýrslu okkar og taldar voru í réttri tímaröð, og segjast þeir gera þetta vegna þess, að þeir „leggi meiri áherzlu á, að mynd- in verði sem skýrust en hitt, að hrekja hverja einustu missögn". Hingað til hefir þessi aðferð að ganga framhjá staðreyndum („missögn"), sem taldar eru í réttri tímaröð, ekki verið talin bezta leiðin til að „skýra“, held- ur til að flækja og vefja mál og gera það sem óskýrast. — Annað einkenni svarsins eru neitanir þær og hálfjátningar á víxl, sem oft auðkenna ósatt mál, auk mótsagnanna, sem oftast eru eitt höfuðeinkenni á röngum framburði. Innan um allar neitanirnar skjóta upp höfðinu óbeinar játningar eins og þessi: „En af því leiðir, að þegar af þeirri á- stæðu er óhugsandi, að við höf- um lofað þessu beinlínis“. En mótsagnir svarsins og bein ósannindi skulu nú rakin, varð- andi þau atriði, er þeir Ólafur Thors og Jakob Möller hafa gert tilraunir til að>>mótmæla. — 1. í svarinu segja þeir Ólafur Thors og Jakob Möller, að þegar við höfum rætt um, að ekki mætti afgreiða kjördæmamálið á vetrarþinginu 1942, hafi þeir svarað því, að þar sem kosning- um til Alþingis hefði verið frest- flokknum að vísu forðað frá því ámæli, að hafa svikið kjör- dæmamálið. En um leið tók hann á sig annað ámæli, sem mjög er vafasamt, hvort betra var: að hafa þann mann fyrir formann, sem ekki er hægt að treysta að standa við gefin lof- orð. Og við það ámæli losnar hann ekki fyrr en Ólafur Thors er horfinn úr forsæti flokksins.“ (Alþbl. 22. okt.). Þjóðviljinn segir í grein um málið: „En bezt er honum (þ. e. Ól- afur Thors) að gera sér ljóst, að erfitt mun reynast fyrir hann að fá andstæðing til samstarfs, á sviði stjórnmálanna, upp á drengskaparheit hans eins“. (Þjóðv. 30. okt.). Það öngþveiti, sem nú ríkir í íslenzkum stjórnmálum, á þannig verulegar rætur í því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir drengskapareiðrofa í formanns- sæti. Sá þáttur öngþveitisins mun ekki læknast fyrr en liðs- menn Sjálfstæðisflokksins hafa manndóm til að vísa Óla'fi sama veg og Bandamenn vísa nú eiðrofunum í alþjóðamálum. Þ. Þ. að, lægi í því „trygging fyrir því, að flokkurinn tæki ekki upp kjördæmabreytingu né neina aðra stjórnarskrárbreyt- ingu, þar eð stjórnarskrárbreyt- ing og kosningafrestun gæti eigi farið saman“ — og að það hafi verið sú ástæða, sem við höfðum til að treysta því, að kjördæmamálið yrði ekki af- greitt. Hér er þetta að athuga: a) Kosningafresturi til Al- þingis var úr sögunni, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafði þá rofið samningana um kosningafrestun með því að neita að láta fara fram friðar- kosningar í Norður-ísafjarðar- sýslu. — b) Ríkisstjórnin, sem með völd fór, var yfirlýst bráða- birgðastjórn, þangað til kosn- ingar færu fram um vorið. Þeg- ar hún tók við völdum fyrir ára- mótin, lýsti forsætisráðherra (H. J.) yfir því í þingræðu (sem að sjálfsögðu er prentuð í Al- þingistíðindum), að stjórn þessi tæki við völdum til þess að af- stýra vetrarkosningum og þang- að til kosningar gætu fram far- ið um sumarið. c) í samræmi við þetta höfðu bæjarstjórnarkosningar um allt land verið auglýstar. — d) í útvarpsræðu, sem Ey- steinn Jónsson flutti 8. janúar 1942 um gerðardómslögin, lýsti hann yfir því, einnig í samræmi við fyrri ákvarðanir, að úr- skurður yrði látinn ganga um málið með kosningum. e) í útvarpsræðu, sem Her- mann Jónasson flutti um kosn- ingafrestun í Reykjavík, rétt eftir samningana, er gerðir voru 17. janúar 1942, tók hann sér- staklega fram, aö kosninga- frestunin í Reykjavík væri að- eins um tiltekinn tíma og al- mennar kosningar til Alþingis færu fram um vorið. Eftir allt þetta gat ekki verið um það að ræða, að samið yrði um nýja kosningafrestun til Alþingis milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins, enda upp- lýst að fyrir því var sáralítið fylgi í flokkunum, eins og eðli- legt var. — Af þessu er augljóst, að hér er í svarinu byggt á ósannindum, sem eru sannanleg með opin- berum sönnunargögnum. Ýmsir munu telja það eigi mjög óvar- lega ályktað, að þeir menn, sem þannig hagræða sannleikanum, þrátt fyrir opinber sönnunar- gögn, kynnu að víkja frá hon- um eigi lítið þar sem hvorki vitnum né skriflegum gögnum verður við komið. — 2. En mótsögnin í málfærsl- unni er líka augljós. Það er öll- um vitanlegt, að ekki var hægt að afgreiða kjördæmamálið á þinginu 1942, nema almennar kosningar til Alþingis færu fram um vorið. Getur þá ekki hver maður séð, að það hefði verið þarfleysa að hefja samninga um afgreiðslu kjördæmamáls- ins, ef fresta hefði átt kosning- um. Það var einmitt vegna þess, að kosningar áttu að fara fram um vorið, að við kröfðumst þess að Sjálfstæðisflokkurinn tryggði það með skriflegum samning- um, að kjördæmamálið yrði ekki afgreitt. Þeir Ólafur Thors og Jakob Möller segja í svari sínu, að við höfum mælst til þess við þá, að Sjálfstæðisflokkurinn tæki ekki upp kjördæmamálið á þinginu. Þetta eru alveg ósannir vafn- ingar, og það er auðsætt. Það var okkur engin trygging, þó að Sjálfstæðisflokkurinn lofaði þessu og efndi það. Hættan var að stjórnarandstaðan tæki mál- ið upp og Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi því. Við vissum af reynslu undanfarinna ára, að Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðikks- flokkurinn höfðu þetta gamla deilumál gagnkvæmlega á reið- um höndum til þess að reyna að rjúfa samstarf Framsóknar- flokksins við ' þann flokk, sem Framsóknarflokkurinn hafði stjórnarsamvinnu við. — Vegna þess hugar, sem Stefán Jóh. Stefánsson bar til stjórnarinn- ar, sökum gerðardómslaganna, og hann fór ekki dult með, staf- aði hættan í kjördæmamálinu frá Álþýðuflokknum. Við urð- um því að fá tryggingu. fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn sæi um, að málið yrði ekki af- greitt á þinginu. Án þess var samningur um skattamálin og tímabundna kosningafrestun til bæjarstjórnar í Reykjavík, til að fyrirbyggja rof á stjórnar- samstarfi, fyrirsjáanlega alveg þýðingarlaust kák, frestun að- eins um skamman tíma á slit- um, sem hlutu að koma. Þrátt fyrir það, hve augljóst þetta er, . færast þeir Ólafur Thors og Jakob Möller það í fang, að staðhæfa eftirfarandi: „Af eðlilegum ástæðum var ekki minnzt á, að við undirrit- aðir (þ. e. Ó. Th. og J. M.) ætt- um að lofa að koma í veg fyrir að kjördæmamálið næði fram að ganga á næsta þingi, því að þá kröfu hafði enginn við okk- ur orðað“! Þessi staðhæfing lítur ekki sennilega út í ljósi þeirra raka, sem að framap eru talin eða í ljósi þeirrar knýjandi nauð- synjar, sem okkur var að gera einmitt þessa kröfu. En það kemur fleira til, sem þeir Ól. Th. og Jakob Möller virðast ekki hafa athugað nægi- lega. a) Það er játað í svari Ólafs Thors og Jakobs Möllers, að allt hafi verið klappað og klárt í samningum milli flokkanna kvöldið 16. janúar 1942 — nema kjördæmamálið. Fundi hafi vegna þess verið slitið án sam- komulags þegar komið var fram á nótt. b) Er líklegt, að samningar hefði slitnað aðfaranótt 17. janúar, ef krafa okkar hefði verið um það eitt, að Sjálfstæð- isflokkurinn tæki ekki upp kjör- dæmamálið á þinginu, þar sem það kemur fram í svörum þeirra Ó. Th. og J. M„ að þetta hafi ekki verið ætlun þeirra, og það kemur alveg skýlaust fram í áður tilvitnaðri ræðu Jakobs Möllers við 1. umræðu um kjör- dæmamálið, að hann telur á því öll tormerki að afgreiða það? Það hefðu líka mátt undur heita, ef ráðherrarnir hefðu hikað við að gefa þegar loforð um það, að þeir hefðu ekki þánn „rýting í erminni“, þegar verið var að semja um fram- haldandi samstarf um erfið mál, að flokkur þeirra ætlaði ef.tir 4 vikur að taka upp kjördæma- málið til að kljúfa stjórnar- samvinnuna. c) Er það sennilegt, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði kallað saman fund um hánótt til að ræða ekki stærra atriöi en þetta? d) Auk alls þessa liggur fyrir skýr vitnisburður um atriðið. í greininni „Saga um svik“, segir Árni Jónsson þannig frá næturfundinum: „Þegar við komum heim til Ólafs um nóttina lá Jakob endilangur á legubekk og virt- ist vera lasinn. Ólafur sat í hægindastól, þreytulegur. Áður en hann skýrði frá tilefni þess, að menn væru kallaðir saman um 1 hánótt, strauk hann sér hvað eftir annað um höfuðið og hafði einhver orð um það, hvað hann væri orðinn steinuppgef- inn á þessu bölvuðu stappi. Það var auðfundið á öllu, að eitt- hvað leiðinlegt var á seið.i Og svo sprakk bomban. Ólaf- ur skýrði frá því, að tilefni þessa næturfundar væri það, að Framsóknarflokkurinn krefðist þess, að Sjálfstæðismenn féllu frá afgreiðslu*) kjördæmamáls- ins á þinginu og vildi nú heyra undirtektir manna“. e) Enn má minna á þessar staðreyndir: Hvers vegna neitaði Sjálf- stæðisflokkurinn að mótmæla þeirri frétt Alþýðublaðsins, 25. janúar 1943, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði samið við Framsóknarflokkinn um að stöðva kjördæmamálið? Hvers vegna neituðu ræðumenn og blöð Sjálfstæðisflokksins að svara, þegar þetta sama atriði var staðhæft (og um það spurt) í útvarpsumræðum 29. janúar 1942, sbr. Alþýðublaðið 30. s. m.? Framhjá þessum o. fl. stað- reyndum ganga þeir Ólafur Thors og Jakob Möller í svari sínu. 3. Af því, sem að framan seg- ir, liggur sú staðreynd ljóst fyr- ir, að við bárum fram sem ó- frá.víkjanlega kröfu og skilyrði fyrir samningum um önnur at- riði, að Sjálfstæðisflokkurinn sæi um að kjördæmamálið yrði ekki afgreitt á þinginu, — en staðhæfingar Ól. Th. og Jakobs Möllers eru ósannar. Það getur svo hver maður sagt sér sjálfur, að þegar við á kvöld- fundinum 16. janúar (sem stóð fram á nótt) fundum tregðu á því, að þetta yrði tryggt með skriflegum samningum, jók það enn á tortryggni okkar um það að samstarfið mundi rofna á þessu máli innan skamms. Það kom því ekki til mála og sízt eftir þennan fund, að falla frá þessari kröfu og gera nokkra samninga um önriur mál, án þessarar tryggingar. Þess vegna slitnaði upp úr samningunum um nóttina, eins og getið er. Þess vegpa var næt- urfundurinn haldinn í Sjálf- stæöisflokknum — krafa okkar var ófrávíkjanleg. Þessi krafa okkar var eðlilega jafn ófrávíkjanleg um morgun- inn 17. janúar. Þeir Ólafur Thors og Jakob Möller völdu þá þann kost, frekar en að slíta samstarfi, að lofa því og vinna að því drengskaparheit, sam- kvæmt „miðlunarboði“ Ólafs Thors, að sjá um, að kjördæma- málið gengi ekki fram á þing- inu. 4. Ein líkindarök Ólafs Thors og Jakobs Möllers fyrir því, að þeir segi það satt, er þeir segj- ast ekki hafa unnið drengskap- arheit að loforði sínu, eru þau, að það sé ósennilegt, að við höf- um, er við vorum að semja um framhaldandi samstarf, „ekki treyst loforðum hver annars eða vorum að vega gildi þeirra loforða eftir því, hvort þau væru munnleg eða skrifleg, eða að viðlögðum drengskap“. Það verður fremur lítið úr svona röksemdum, þegar for- saga þessara mála er athuguð. Við höfðum gert munnlega samninga um kosningafrestun. Sá samningur var rofinn og hörmuðu það. þá margir, að hann hafði ekki verið skrifleg- ur. Samkomulag hafði náðst um verðfestingarfrumvarpið haustið 1941. Morgunblaðið sagði meira að segja, að í því máli ættu sjálfstæðismenn ekki síður efnið en Eysteinn Jónsson, þótt hann hefði „stílsett" það. Þing var kallað saman. Sjálf- stæöismenn gengu þá sem einn maður á móti frumvarpinu. Þessi vinnuaðferð varð til þess, að ríkisstjórnin sagði af sér. Þarf að telja fleira? Svona vinnubrögð er hægt að endur- taka, en ekki alveg endalaust — án þess að það veki tortryggni. Þegar þess er gætt, að þetta var nýafstaðið, munu víst flest- ir telja það næsta undarlegt og ósennilegt, ef við hefðum ekki sett fram þá kröfu, að í þetta *) Auðkennt af okkur. E. J. og H. .J sinn yrðu samningar allir milli flokkanna skriflegir. Þetta eru ástæðurnar fyrir því, það vita þeir vel Ól. Thors og Jakob Möller, að samningar voru skriflegir, meira að segja- um frestun kosninga í Reykjavík, um lög, sem gefin voru út þá þegar. Ætti þá hver maður að geta séð, að því síður var ástæða til að víkja frá þeirri kröfu, að samningur um kjördæmamálið væri einnig skriflegur. Við stungum aldrei upp á staðfest- ingu með drengskaparheiti. Þeir Ólafur Thors og Jakob Möller muna það áreiðanlega mæta vel, að, á ráðherrafundinum 17. janúar, báðu þeir uin stutt fundarhlé meðan þeir færu í næsta herbergi til að tala sam- an. — Það var eftir það samtal, sem Ólafur Thors gerði það „miðl- unartilboð“, að hann og Jakob Möller ynnu drengskaparheit að því að tryggja það, að kjör- dæmamálið gengi ekki fram á þinginu, enda yrði þetta trún- aðarmál, sem ekki yrði skýrt-frá opinberlega. Rökin, sem þeir færðu fyrir því, höfum við rak- ið í fyrri skýrslu. Þessu tilboði frá samstarfs- mönnum töldum við ekki hægt að neita. Við tókum því, og drengskaparheitið var síðan unnið. 5. Þá eru enn ein af líkinda- rökum þeirra Ólafs Thors og Jakobs Möllers fyrir því, að þeir segi ekki ósatt, sem nú skal greina: a) að þeir hefðu með því að koma í veg fyrir framgang kjör- dæmamálsins beinlínis tekið að sér „það hlutverk að leiða Sjálf- stæðisflokkinn út í opinn dauð- ann“ og '— að við hljótum að hafa séð, að okkur væri ekki fært „að setja Sjálfstæðis- flokknum nokkra afarkosti fyr- ir samningum um áframhald- andi samstarf“. b) að óhugsandi sé, að Fram- sóknarflokkurinn hefði látið bresta þó að hann fengi ekki tryggingu fyrir því að kjör- dæmamálið yrði ekki afgreitt. — „Þetta stafar beinlínis af því að ef og meðan samstarfið helzt, voru fyrir hendi þær sterkustu og jafnvel einustu líkur, sem um gat verið að ræða því til tryggingar, að breyting yrði ekki gerð á kjördæmaskip- uninni", segja þeir. Ef við slitum samningum við Sjálfstæðisflokkinn, hefðum við hins vegar mátt telja víst, að flokkarnir tækju höndum sam- an um að afgreiða kjördæma- málið. Þessar staðhæfingar skulu nú athugaðar. Eins og við höfum sýnt í fyrri skýrslu okkar, var það lítil eða engin fórn ‘fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að koma í veg fyrir afgreiðslu kjördæmamálsins á hættulegum ófriðartímum. — Flestir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins hefðu áreiðanlega ekki óskað eftir friðslitum vegna þessa máls, ef blöð flokksins hefðu skýrt málið rólega. Frest- un á afgreiðslu kjördæmamáls- ins var því hvorki fórn né dauði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Staðhæfingin um að svo hafi verið er fyrsta blekkingin. Við höfum í fyrri skýrslu okk- ar með orðréttum tilvitnunum í fundargerðir miðstjórnar Framsóknarflokksins, skýrt frá því, hvernig þessi mál öll lágu fyrir og hvernig Sjálfstæðis- mennirnir rökstuddu sitt mál á ráðherrafundum. Þeir höfðu fyrir fáum dögum, ásamt okkur, gefið út bráða- birgðalög um gerðardóminn. Þeir töldu lögin óvinsæl hjá ýmsum flokksmanna sinna. Al- þýðublaðið kom út daglega með svæsnum áróðursgreinum á Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæð- isflokkurinn taldi sig ekki geta gefið út blað sér til varnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.