Tíminn - 20.11.1943, Qupperneq 1

Tíminn - 20.11.1943, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 27. árg. Kcykjavík. laiigarclagiim 20. nóv. 1942 115. blað Erlent yfirlit: Deilumál við sfríðslokin Þótt samkomulag næðist á Moskvu-ráðstefnunni á dögun- um um mörg mikilsverð atriði, er engan veginn fengin með því trygging fyrir samkomulagi hlutaðeigandi ríkja eftir styrj- öldina, þótt vitanlega hafi þarna verið stigið þýðingarmik- ið spor í þá átt. Þau rpálefni, sem þá eru lík- leg til að valda ágreiningi, eru m. a. þessi: 1. Landakröfur Rússa. Telja má víst, að Rússar krefjist þess að halda baltisku löndunum þremur (Estlandi, Lettlandi og Litháen), þeim hluta Póllands, sem þeir hertóku 1939, Bess- arabíu, sem þeir hertóku af Rúmenum 1940, og þeim héruð- um Finnlands, er þeir hertóku 1940. Þótt Bandamenn hafi ekki viðurkennt neinn af þessum landvinningum Rússa, má telja líklegt, að þeir fallist á suma þeirra til samkomulags við Rússa. Það er t. d. talið líklegt af mörgum, að þeir munu við- urkenna innlimun Bessarabíu og baltisku landanna í Rússaveldi. Bíins vegar er liklegt, að þeir reyni að fá hagstæðari landa- mæri fyrir. Pólverja og Finna, einkum þá fyrrnefndu, en Rúss- ar gera ráð fyrir. 2. Nágrannaríki Rússa að vestan. Bandamenn hafa oft látið uppi þá skoðun, að ríkin, sem liggja milli Rússlands og Þýzkalands (Pólland, Ung- verjaland, Tékkóslóvakía, Rúm- enía, Búlgaría og Júgóslóvakía), ættu að mynda sérstakt varnar- bandalag. Þessu virðast Rússar andvígir og bendir margt til þess, að þeir vilji að þessi ríki séu eins konar áhrifasvæði Rússa og geri við þá hervarnar- sáttmála. Er ekki ólíklegt, að þetta geti orðið verulegt á- greiningsmál milli Rússa og Bandamanna. Fjölmargt bendir til þess, að Rússar reyni hið ítrasta til að ná ítökum í þessum löndum. Ein sönnunin fyrir þessu er slafneska bandalagið, sem Rúss- ar hafa stofnað og búið er að halda allmörg þing í Moskvu. Tilgangur þess er að vinna að auknu samstarfi slafnesku þjóðanna, og skipa það full- trúar frá flestum þessum lönd- um. Það sýnir klókindi Rússa, að þeir hafa reynt að halda þessum samtökum ópólitískum. Önnur sönnunin fyrir þessu er stofnun eins konar yfir- biskupsstóls í Mbskvu, er ákveð- in var fyrir skemmstu. Slikur yfirbiskupsstóll hefir ekki verið í Rússlandi síðan á dögum Pét- urs mikla, er lenti í deilum við kirkjuna og lagði þvi yfirbisk- upstólinn niður. Kommúnista- stjórnin ofsótti kirkjuna lengi vel, en nú hefir orðið breyting á því og hún svo alger, að Stalin hefir endurreist yfirbiskupsstól- inn. Þykir líklegt, að Rússar ætli að vinna að því, að yfir- biskupinn í Moskvu verði leið- togi allra grísk-kaþólskra manna, líkt og páfinn í Róm er leiðtogi rómversk-kaþólskra manna, en grísk-kaþólskan er útbreiddust í Balkanlöndunum. Júgóslóvnesku og búlgörsku kirkjudeildirnar hafa lengi haft náin sambönd við rússnesku kirkjuna. 3. Meðferð Þýzkalands eftir stríðið. Bandamenn hafa látið í veðri vaka, að þeir munu heimta algera uppgjöf Þýzka- lands, eyðingu alls herafla þess og langvarandi hernám lands- ins. Rússar hafa hins vegar lát- ið uppi, að þeir telji eðlilegt að Þýzkaland haldi sjálfstæði sínu JVtótmæll bænda Fundur Sunnlendinga Búnaðarsamband Suðurlands hélt aukafulltrúafund að Sel- fossi laugardaginn þ. 13. nóv. Þar voru mættir yfir 40 fulltrú- ar frá 25 búnaðarfélögum á Suðurlandsundirlendinu. Sam- þykkt var þar með öllum at- kvæðum eftirfarandi tillaga: „Vér fulltrúar bænda í bún- aðarfélögum innan Búnaðar- sambands Suðurlands höfum í dag komið saman við Tryggva- skála til aukafundar og tekið til athugunar frumvörp til laga og þingsályktunartillögur varðandi sölu mjólkur, rjóma o. fl., til- lögur um rannsóknarnefndir á fyrirtæki og framleiðslu bænda, tillögu um afnám verðlags- nefndar, um að banna sölu af- urða til setuliðsins og um greiðslu uppbóta á landbúnaðar- afurðir, er fram hafa komið og eru til umræðu á hinu háa Alþingi. Með frumvörpum þessum og tillögum er áformað: 1. Að taka af bændum um- ráðarétt framleiðslunnar og fá hann í hendur neytendum. 2. Að framkvæma eignarán gagnvart bændum. 3. Að hefja opinberar rann- sóknir á framleiðsluhætti og félagsstarfsemi bænda . 4. Að taka af bændum rétt- inn til að verðleggja afurðir sínar. 5. Að banna bændum einum að skipta við setuliðið, og 6. Að vekja tortryggni meðal almennings og bændanna sjálfra í garð þeirra, sem ann- ast sölu afurða þeirra. Þar sem frumvörp þessi og tillögur mundu, ef samþykkt ýrðu, stórlama efnalega og fé- lagslega starfsemi bænda, mót- mælum vér þeim harðlega. Þau eru óréttmæt og óvitur- leg. Vér fullyrðum, að mjólkur- framleiðslan á verðjöfn;uriar- svæði Reykjavíkur hefir á und- anförnum árum þróazt, bæði að magni og um meðferð, svo sem hægt er með nokkurri sanngirni að gera kröfu til, og að þetta hefir áunnizt aðeins fyrir það frelsi og forustu, sem framleiðendur hafa haft um þessi mál. Vér krefjumst að hafa fullt atvinnufrelsi móts við að'ra borgara landsins og væntuw fulltingis hins háa Alþingis til þess að vernda atvinnu vora og félagsréttindi.“ og að hafa nokkurn her. Stjórnarnefnd þýzku frelsis- hreyfingarinnar I Moskvu hefir birt stefnuskrá í þessum anda. Fyrir ári síðan lét Stalin sjálf- ur svo um mælt, að baráttan væri háð gegn hazistum, en ekki þýzku þjóðinni, og það væri engan veginn tilætlunin að uppræta alveg þýzka herinn. -Þýzkaland ætti að lifa áfram, þótt nazisminn félli. Þessi aðstaða Rússa þykir benda til, að þeir óski eftir þeirri þróun málanna í Þýzka- landi, að samvinna geti verið milli Rússa og Þjóðverja eftir styrjöldina og skapi eins konar mótvægi gegn enskumælandi (Framh. á 4. síðu) Seinustu Sréttir Rússar hafa tekið Korosten. Þjóðverjar hafa hafið harða gagnsókn við Litomir. Bretar gerðu harða loftárás á Barlin í fyrrinótt. Þýzku yfirvöldin í Noregi tóku átta Norömenn af lífi nú í vik- unni. Kommúnístar hjálpa kvík- myndahúsaeigendum Þeír koma í veg Syrir, að bæjarstjórnir geti lagt á sætagjöld og ákveðið hámarksverð aðgöngumiða Deilur þær, sem risið hafá um svonefnt kvikmynda- húsafrumvarp á Alþingi, fengu næsta furðulegan endi1 við 3. umræðu þess í neðri deild í fyrradag. Þegar búið , tar að koma því ákvæði í frúmvarpið, að bæjar- og sveita- stjórnir gætu komið í veg fyrir okur á kvikmyndahús- um og tryggt sér hæfilegan hagnað af þeim, hjálpuðu 1- ommúnistar stærsta kvikmyndahúseiganda landsins, Garðari Þorsteinssyni, til að fella frumvarpið. Gangur þessa sögulega máls | er í aðalatriðum þessi: Snemma á þingi lögðu Sigfús Sigurhjartarson og Stefán Jó- \ hann fram frv., sem rétt þykir að birta hér í heilu lagi: „1. gr. Engum er heimilt að reka kvikmyndahús, nema hann 1 hafi til þess fengið leyfi við- 1 komandi bæjarstjórnar eða hreppsnefndar. Leyfi þessi j skulu að jafnaði veitt til ákveð- I ins árafjölda, þó ekki yfir 10 ár. 2. gr. Nú er kvikmyndahús rekið samkvæmt leyfi til óá- kveðins tíma, og getur þá bæj- arstjórn sagt því upp með eins árs fyrirvara miðað við 1. jan- úar. 3. gr. Nú vill bæjarstjórn eða hreppsnefnd taka rekstur á- kveðins kvikmyndahúss í sínar hendur, eftir að leyfistími er útrunninn eða leyfi hefir verið sagt upp, og á hún þá rétt á að taka kvikmyndahús með sýn- ingartækjum eignarnámi, ef ekki takast samningar um kaup á þeim. 4. gr. Nú segir bæjarstjórn eða hreppsnefnd upp leyfi til kvik- myndahússrekstrar með það fyrir augum að taka bíórekst- urinn í sínar hendur, og skal þá tilkynning um það fylgja upp- sögn. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Afstaða Framsóknar- maima ðil frv. Þótt Framsóknarmenn hafi jafnan verið fylgjandi bæjar- rekstri kvikmyndahúsa og hvað eftir annað látið flytja tillögu í bæjarstjórn Reykjavíkur um bæjarrekstur kvikmyndáhúsa þar, töldu þeir sig ekki geta fallist á þetta frumvarp, eins og frá því var gengið. Alþingi hefir haft þá venju að veita ekki eignarnámsheim- | ild til bæjar- og sveitar- j stjórna, nema um nafngreinda' eign sé að ræða, mjög eindreg- j in ósk hefði komið fram um eignarnámsheimildina, sýnt! væri, að hún yrði tafarlaust; notuð, og myndi verða til hags fyrir kaupandann. Hér lá ekk- ert slíkt fyrir. Aðeins eitt bæj- arfélag af öllum sveitar- og bæjarfélögum landsins, Reykja- vík, hafði látið uppi slíka ósk, en hún var byggð á svo veik- um meirihluta í bæjarstjórn- inni, að líklegt var, að hún yrði ekki notuð. Auk þess var ekki hægt að velja óhagstæðari tíma til kaupanna, vegna hinnar miklu verðbólgu, sem nú er. Þótt hagkvæmt geti verið fyrir bæj- arfélögin að kaupa kvikmynda- hús á venjulegum tíma, virðist það fyllsta óráð nú. Ef Alþingi hefði átt að veita eignarnámsheimild til kvik- myndahússkaupa með venju- legum hætti, hefði hún átt að vera bundin við nafngreinda eign (t. d. Gamla Bíó, Nýja Bíó), fyrir hefði legið eindreg- in yfirlýsing bæjarfélagsins um að heimildin yrði þegar notuð, og það verið álitið því hag- kvæmt að veita því slíka heim- ild. í stað þess að leggja málið þannig fyrir, er frv. látið fjalla um eignarnámsheimild á öllum kvikmyndahúsum landsins, án nokkurra almennra óska sveita- og bæjarfélaga og án nokkurr- ar vitneskju um, hvort eða hvenær heimildin yrði notuð Ef þetta frv. hefði verið sam- þykkt, hefði það verið sam- bærilegt við það, að Alþingi hefði veitt Reykjavíkurbæ í fyrra eignarnámsheimild á öllum jörðum landsins í stað þess að binda hana við Grafay- holtsjörðina eina. Öllum mun Framsöknarmenn í R.vík mótmæla árásum á bændur Á fjölmennum fundi Fram- sóknarfélaganna, sem haldinn var i fyrrakvöld tli að ræða mjólkur- og kjötmálin, var í einu hljóði samþykkt svohljóð- andi ályktun: „Fundur Framsóknarfélag- anna í Reykjavík, haldinn 18. nóv. 1943, lítur svo á, aff sókn sú, sem nú er beint gegn bænd- um og samvinnufélögum lands- ins meff skefjalausum skrifum dagblaffanna í Reykjavík og framkomnum tillögum á Alþingi um rannsóknarnefndir á fé- lagssamtök bænda, eignarrán á mjólkurstöffvum o. fl. myndi reynast stórskaffleg neytendum í bæjunum, ef árangur bæri, þar sem vitandi vits er aff því stefnt, aff hindra framleiðslu og sölu á matvælum landbúnaðar- ins til bæjanna, neytendum sem framleiðendum til stór- tjóns, og skapa meff því neyffar- ástand. Skorar fundurinn á Al- þingi aff stöffva framkomnar til- lögur í þessum málum.“ Frummælendur á fundinum voru Jón Árnason framkvæmda- stjóri og séra Sveinbjörn Högna- son. Auk þeirra töluðu Þórhall- ur Bjarnason, Sigurvin Einars- son, Hermann Jónasson, Gunn- ar Bjarnason, og Guðbrandur Magnússon. Sýndu ræðumenn mjög greinilega fram á, að of- sóknirnar gegn böendum, væru ekki síöur skaðlegar neytendum, þar sem af því gæti hlotist skortur, verðhækkanir og fleiri illar afleiðingar. ljóst, hvílíkur háski það hefði verið fyrir bændur landsins. Jarðirnar hefðu fallið í verði og verið lítt seljanlegar, ef eignar- námsheimildin hefði hvílt á þeim. Heimildin hefði líka getað verið notuð hlutdrægt, t. d. not- uö til að kaupa jarðir þeirra, er heimildarhafa var í nöp við, en látið hina, sem honum féllu betur, halda jörðunum. Þótt kvikmyndahús séu ekki nema að nokkru leyti sambærileg eign og jarðir, hefði með slíkri heimildargjöf skapazt sams kon- ar tjón fyrir kvikmynda- húsaeigendur og bændur í um- ræddu dæmi. Það var bæði ranglátt við þessa stétt manna að láta þá þannig búa við þrengri kjör en aðra og skapaði auk þess varhugavert fordæmi. Fyrir flokk, sem vill veita eignarnámsheimildir með hæfi- legri varfærni, var því ekki hægt að fara inn á þessa braut. Þótt hann vilji stuðla að bæj- arrekstri kvikmyndahúsa, get- ur hann ekki gert það eftir eignarnámsheimildarleiðinni á jafn víðum grundvelli. Slíkar heimildir gæti hann því aðeins veitt, að fyrir lægju öruggar beiðnir frá ákveðnum bæjarfé- lögum, bundnar við nafn- greindar eignir, og að kaupin mættu teljast því til hags. Blckkingartilraim f 1 u tiiin gsmaiina. Það var líka nokkurn veginn augljóst mál, að frv. var flutt af flutningsmönnunum í hreinu blekkingarskyni. Þeir vita, að meðal almennings er það vin- sælt mál, að bæirnir séu látn- ir reka kvikmyndahúsin og nota tekjurnar tU menningar- eða mannúðarstarfsemi. Hins vegar höfðu flokkar þeirra, þar sem þeir höfðu völdin, t. d. í Hafnarfirði, á ísafirði, á Norðfirði, ekki gert neitt til þess að koma þessu fram. í Reykjavík höfðu þeir að vísu fengið það samþykkt, en litlar líkur bentu samt til, að þar yrði heimildin notuð, enda hreint óráð, eins og nú standa sakir, vegna hins gífurlega verðs á fasteignum. Eins og stendur myndu kvikmyndahúsin met- in margfalt meira en fyrir fáum árum, en hins vegar ó- víst, að þau gefi af sér jafn miklar tekjur til langframa og nú. Þótt kaupin væru eðlileg á venjulegum tíma, væru þau blátt áfram heimskuleg nú, og ekki hægt að ætla* nema verstu niðurrifsmenn svo illviljaða bænum að vilja ráðast í þau nú. , AÖ öllu þessu athuguðu, var augljóst, að frv. var aðeins flutt í áróðursskyni, en þó næsta klaufalegá, eins og sýnt hefir verið fram á. Endurliót Franisókn- armaima á frv. Þótt málið væri þannig klaufalega flutt og tilgangur- inn engan veginn lofsverður, töldu Framsóknarmenn eigi að síður rétt að reyna að láta gagn af því leiða. Þótt ekki þætti rétt að veita nú víðtæka eifenarnámsheimild og ýta und ir bæjarfélögin til óhagstæðra kaupa á verðbólgutímum, var það jafn sjálfsagt að veita þeim A víðavangi HLÆGILEGT YFIRKLÓR MORGUNBLAÐSINS. Sjálfstæðismenn eru nú farn- ir að óttast tillögu Gunnars Thoroddsen um ofsóknarrann- sókn gegn bændum og mjólkur- félögum þeirra. Bændur hafa líka sýnt mjög eindregið og af- dráttarlaust hug sinn til til- lögunnar með hinum öflugustu mótmælum, er borizt hafa hvað- anæfa af landinu. Merki þessa undanhalds Sjálfstæðisflokksins má glöggt sjá á Morgunblaðinu í fyrradag. Blaðið gerir vesaldarlega til- raun til að bera saman tillögu Gunnars Thoroddsen og tillögu þeirra Bjarna Ásgeirssonar og Jóns á Reynistað. Slíkt 'er að bera saman svart og hvítt. Tillaga Gunnars Thor- oddsen er að skipa þingnefnd með rannsóknarvaldi samkv. 34. gr. stjórnarskrárinnar til að rannsaka mjólkurmálið. Til slíkra nefndarskipunar er ekki gripið, nema þingið telji að átt hafi sér stað mjög varhugavert athæfi, er sé ofvaxið venjuleg- um nefndum eða dómstólunum að fást við. Það er m. ö. o. yfir- lýsing þingsins um, að málið sé svo tortryggilegt og illt að fá upplýst, að þingið verði að taka rannsóknarvald dómstólanna í sínar hendur til að leiða það rétta í ljós. Tillaga Gunnars Thoroddsen er því bein vantraustsyfirlýs- ing á bændur, samtök þeirra og trúnaðarmenn og setur þá und- ir strangari lög og réttarfar en aðrir landsmenn hafa við að búa. Hins vegar er tillaga Bjarna og Jóns í sama anda og venju- legar nefndarskipanir til að at- huga ýms málefni, t. d. sjávar- útvegsmál, rafmagnsmál, menntamál. Slíkar nefndir hafa iðulega verið skiípaðar til að rannsaka mjólkurskipulagið. Veit Tíminn um a. m. k. 5 slík- ar nefndir, sem haft hafa mál- ið til athugunar undanfarin ár. Munu framleiðendur vitanlega láta sig einu skipta, þótt bætt verði við sjöttu nefndinni, ef flokkurinn, sem mest hefir fár- ast gegn nefndarskipun. telur að það sé til bóta. Það sýnir hinn rétta hug Sjálf- stæðismanna til bænda, að þe:r ætluðu sér að samþykkja of- beldistillögu Gunnars, þótt þeir hafi nú gugnað fyrir mótmæl- um bænda. Yfir það fær Mbl. ekki breytt með neinum und- anbrögðum. kost á því, að tryggja sér hæfi- legan gróða af rekstri kvik- myndahúsanna og hindra okur kvikmyndahúsaeigenda. Þann- ig var komið í veg fyrir ágall- ana á einkarekstri kvikmynda- húsa, unz bæjarfélögin vildu sjálf annast rekstur þeirra. Framsóknarmenn hófust því handa um það, að sett yrðu lög um rekstur kvikmyndahúsa, en þau eru ekki til. Virtist Sjálfstæðisflokkurinn þessu fygjandi i fyrstu og náðist sam- komulag milli fulltrúa flokk- anna í allsherjarnefnd um frumdrætti að slíkum lögum. Voru þeir samþykktir við 2. umr. VicT"5. umræðu flutti svo Eysteinn Jónsson þá breyting- artillögu, er Framsóknarmenn töldu mestu máli skipta á þessu s.tigi málsins. Hljóðaði hún á þessa leið: „Bæjar- og sveitastjóírnir geta ákveffið, aff sá, er leyfi hefir fengiff effa fær, skuli greiffa gjald af sætum effa seldum aff- göngumiffum, og einnig ákveffiff hámarksverff affgöngumiffa, enda samþykki ráffherra há- marksverðiff. Engar ivilnanir má veita á greiffslu opinberra gjalda.“ Með þessari tillögu var bæj- (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.