Börn og menning - 01.04.2004, Síða 30

Börn og menning - 01.04.2004, Síða 30
Yrsa Sigurðardóttir úr smifl|u höfundar Eitt sinn fyrir óralöngu, á síðustu öld, var ég að lesa bók sem samkvæmt titli hafði að geyma 1000 fleygustu orð mannkynssögunnar. Um þá bókerekki margt að segja, nema ef til vill það að ef hún stóð undir nafni og þessar 1000 tilvitnanir voru það magnaðasta sem mannskepnan hefur haft að segja um aldirnar, þá hefðum við allt eins getað þagað. Ja, reyndar allir nema Oscar Wilde. En hvað um það. I bókinni var tilvitnun, höfð eftir W. Somerset Maugham, á þá leið að: „Höfundar skrifa ekki vegna þess að þá langi til þess heldur af því að þeir finna sig knúna til þess." Þessi lesning setti mig verulega úr stuði því ég ályktaði sem svo að ég gæti þá ekki talist sannur höfundur, að minnsta kosti ekki samkvæmt slíkri skilgreiningu. Það er nefnilega því miður þannig að mig langar eiginlega ekki til að skrifa og þaðan af síður að ég finni mig knúna til þess. Þetta leit því heldur illa út. Örlítið aftar í umræddri bók fann ég svo aðra tilvitnun sem átti betur við mig. Hún var höfð eftir Ednu Ferber og hljóðaði nokkurnveginn svona: „Einungis áhugamenn segjast skrifa sér til ánægju. Skriftir eru engin skemmtun. Skriftir eru einhvers konar sambland af skurðgreftri, fjallaklifri, hlaupabrettaiðkun og barnsfæðingu. Það að skrifa getur verið áhugavert, erfitt, gefandi og fólgið í því míkill léttir. En skemmtilegt? Aldrei!" Þessi lýsing Ednu Ferber er nær mínum reynsluheimi. Aldrei hef ég sest niður til að skrifa mér til hreinnar skemmtunar. Ef mér þætti þetta skemmtilegt myndi ég ekki draga það að byrja út yfir öll velsæmismörk, ritstjóra mínum til mikillar armæðu. Þessi tregða til að byrja hefur reyndar gert það að verkum að ég er fljótari að skrifa en gengur og gerist. Ég hef ekki þann munað að geta drollað við þetta þar sem fresturinn til að skila fyrstu drögum er yfirleitt liðinn áður en ég set staf á blað. Þegar ég loks byrja vinn ég eftir ákveðinni áætlun sem er mjög einföld. Kafli á kvöldi, tveir á dag um helgar. Öðruvísi næðist þetta ekki. Þessi flumbrugangur hentar mér, hann reynir reyndar æði mikið á axlir og hendur og veldur vöðvabólgu sem ég er svo lengi að losna við. Það má heldur ekki mikið út af bregða þar sem tíminn er af skornum skammti. Þegar ég var að skrifa Við viljum jótin í júlí, höfðum við maðurinn minn tekið að okkur að passa hús og börn vinahjóna okkar. Komið var fram í aðra vikuna í september og farið að dimma á kvöldin. Ég notaði á þessum tíma svokallaðan „ritþjálfa" til að skrifa og þegar öryggi í deyfingarbúnaði loftljósa hússins gaf sig, sá ég ekkert til því skjárinn á tækinu er lítill og gefur svo til enga birtu. Ekki áttu vinahjónin neinn standlampa en innstungur virkuðu þrátt fyrir bilunina í loftljósunum. Þetta leit því heldur illa út. Ég var mitt í áætluninni og kafli á kvöldi skyldi það vera. Að endingu tókst mér að hafa uppi á forláta jólaseríu sem ég vafði utan um hálsinn og tókst að Ijúka við kaflann undir þeim kringumstæðum. Hefði ég byrjað fyrr, hefði engin knýjandi þörf verið á þessu tilstandi. Ég ákveð því á hverju hausti að byrja fyrr. En „abrakadabra", svo er bara allt í einu komið sumar og ég aftur í sama gamla farinu. Kannski er þetta eitthvert óþekkt lögmál sem ég fæ engu um ráðið. Eða ekki, enn er ekki komið sumar og ritun þessa pistils ágætis áminning um að taka nú af skarið og byrja. Það er ef til vill

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.