Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 54

Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 54
42 Orð og tunga heldur nauðsynlegt að gera ráð fyrir því að menn hafi túlkað Þórarinn sem nafn með greini. Hljóðleg líkindi greinis og -in(n) í Þórarinn kunna að hafa dugað til að menn sæju þarna samsvörun sem leiddi svo til nýjungar í þágufallinu; að túlka nafnið sem nafn með greini er ekki nauðsynleg forsenda.26 Hugsanlegt er, eins og hér hefur verið rætt , að nýjungin Þórarinum hafi komið upp fyrir áhrif nafnorða sem fengu greinismyndina -inum í þágufalli (jafnvel þótt frekar hefði kannski mátt búast við myndinni *Þórarnum fyrir áhrif fyrirmynda með -num). En það er ekki víst að skýringa sé eingöngu að leita þar. Eins og nefnt var að framan kemur endingin -um ekki aðeins fyrir í beygingu greinis heldur einnig í beygingu fornafna. Það er því ástæða til að líta einnig í þá átt . Þær áhrifsbreytingar sem lýst hefur verið fram að þessu teljast til dæmigerðra áhrifsbreytinga, þ.e. breytinga sem hægt er að lýsa með hlutfallsjöfnum og byggjast á fyrirmyndum annarra orða (sjá t.d. (1) og (3)). Ekki verður séð að hægt sé að bera beygingu nafnsins Þórarinn saman við beygingu fornafna á þennan hátt ; formlegum líkindum er ekki fyrir að fara. En áhrifsbreytingar eru ekki allar dæmigerðar og ódæmigerðar áhrifsbreytingar eru af ýmsu tagi. Innan þess hóps er stundum gert ráð fyrir því sem kallað hefur verið rímmyndun eða rímbreyting (e. rhyming formation).27 Dæmi um slíkt eiga það sameiginlegt að orð eða liður tekur að draga hljóðlega dám af öðru í næsta nágrenni í segðinni. Áhrifi n eru því frá nálægum orðum en ekki áþekkum orðum sem menn kunna. Dæmi um slíkt er hókus-pókus (eða erlend fyrirmynd þess) sem orðið er til við afb ökun úr lat. hoc est corpus. Í þessu tilviki verður til rím. Annað dæmi er þegar orðasambandið leggja síðustu hönd á e-ð þokar fyrir leggja lokahönd á e-ð. Í því dæmi kemur upp stuðlun en ekki rím. Orðin rímmyndun og rímbreyting kunna því að þykja dálítið villandi; það er ekki endilega um rím að ræða heldur einfaldlega aukin hljóðlíkindi. in(n) og Þórar-inum sem nafnmyndir með greini hefði kannski mátt búast við að greinislaust afb rigði, *Þórar (nf. og þf.) sæist í einhverjum heimildum frá sama tíma. En um það eru engin dæmi. 26 Auðvitað má vera að í upphafi hafi einhver eða einhverjir í raun og veru túlkað Þórarinn sem nafn með greini og aðrir síðan tekið upp beyginguna sem varð til í kjölfarið án þess að líta á þetta sem nafn með greini. 27 Um þessa gerð áhrifsbreytinga, sjá Hock og Joseph (1996:169), Katrínu Axelsdótt ur (2014:39–40, 2015:186–188) og Guðrúnu Þórhallsdótt ur (2015:179–180). Fæstir gera greinarmun á rímmyndun og blöndun sem rætt er um í 7. kafla. En það er ástæða til að gera þarna greinarmun. Dæmi um blöndun byggjast í mörgum tilvikum á staðvenslum (e. paradigmatic relations) orðanna sem í hlut eiga. En rímmyndun snýst um raðvensl (e. syntagmatic relations), þ.e. orð sem eru í návígi í sömu segð. Rímmyndun minnir að þessu leyti á hljóðfræðilega samlögun. tunga_21.indb 42 19.6.2019 16:55:54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.